Dagur - 01.09.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 01.09.1948, Blaðsíða 4
& DAGUR Miðvikudaginn 1. september 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. j Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: J; Marínó H. Pctursson - J Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí PRliNTVERK ODOS BJÖRNSSONAR II.F. Allir eru þeir sama sinnis UM MIÐJAN sl. mánuð gerðist atburður í einu Norðurlandanna, sem er umhugsunarefni fyrir lýðrœðissinna hvarvetna á Vesturlöndum, ekki síður hér úti á íslandi en annars staðar. Birtar voru niðurstöður hinnar svonefndu Ahlbráck- nefndar, sem skipuð var í Finnlandi á sl. vori til þess að rannsaka starfshætti finnsku ríkislögregl- unnar, sem þá hafði lotið stjórn kommúnista um langt skeið. Heyrst höfðu raddir um það í Finn- landi, að ekki væri allt, sem skyldi, um skipulag og stjórn þessa ríkis í ríkinu, en meðan kommún- istinn Leino, tengdasonur Kuusinens, var æðsti maður lögreglunnar, varð engri rannsókn komið við. Óbilgirni kommúnista í stjórninni og úrslit kosninganna, urðu til þess að Leino þessi hrökkl- aðist frá völdum og litlu síðar var hafin opinber rannsókn á ástandinu í lögreglunni. Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög iærdómsrík. Iiún sýnir glögglega, að það er misskilningur að halda að kommúnistar á Norðurlöndum séu þess ekki um- komnir, að beita ólöglegum og grimmdarlegum aðgerðum til þess að framkvæma fyrirætlanir sín- ar um innlimun ríkjanna í hið rússneska hags- muna- og yfiri'áðakerfi. Þeir vii'ðast starfa eftir sömu „línunni“ og flokksbi'æður þeii’ra í Tékkó- slóvakíu, Ungvei-jalandi og víðar, sem þegar hafa komið ár sinni fyrir borð og svift þessar þjóðir sjálfstæði. Finnska ríkislögreglan var, undir stjórn kommúnista, búin að koma sér upp víðtæku njósnakerfi um störf og skoðanir borgaranna, hafði spjaldskrár tilbúnar um andstæðinga komm- únista, lét hlusta að staðaldi’i á 80 símalínum í höfuðborginni, beitti grimmdarlegum aðfei'ðum við yfirheyrslur og svo var í haginn búið, að of- stækisfullir kommúnistar voru komnir í flestar hinar veigameii'i trúnaðai'stöður innan lögregl- unnar. Séi'staklega eftii'tektarvert er það, sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndai'innar, að mikill hluti þessa stai'fsliðs lögreglunnar, var al- gei-lega óhæfur til venjulegra lögi'eglustai'fa, eða allt að 85%, að því er nefndin telur. Þeir virðast ekki hafa verið valdir til stai'fans eftir þeim regl- um, sem almennt gilda um slíkt val, heldur fyrst og fremst eftir dugnaði og ái-æði til þess að stai'fa fyrir kommúnistaflokkinn. Nefndin upplýsir, að 10, 7% af lögreglumönnunum, hafi komizt undir manna hendur áður én þeir voi'u teknir í lögregl- una. Þetta sýnir hvei'su vandir kommúnistar eru að vali agenta sinna og stai'fsmanna. Þar ræður aðeins eitt sjónarmið, hundsleg tryggð við flokks- hagsmunina og hinn rússneska málstað. FINN AR eru menntuð þjóð með lýðræðis- legar erfðir. Ymsir áttu bágt með að trúa því þar í landi, að finnskir borgarar mundu nokkru sinni leggjast svo lágt, að beita þvílíkum starfsaðferðum í því skyni að kollvarpa lýðræði og sjálfstæði landsins. Þessum mönnum hefur ekki orðið að trú sinni. Þeir hafa nú tækifæri til þess að hugleiða það, að kommúnistar í hverju landi eru ekki eins og fólk er flest. Flokksofstækið og flokksblindan leiða þá til ýmsisa óhæfuverka, sem almennir borgarar eiga bágt með að skilja. Það er t. d. aug- ljóst, að starfsemi finnsku ríkislögreglunnar stefndi að því marki, að hún yrði þess megnug að koma á byltingu á einni nóttu, eins og gert var í Tekkóslóvakíu, og innleiða hið kommúnistiska einræði. Þá mundi Finnland hafa „hoppað þegj- andi og hljóðlaust“ inn í hina bolsévisku ríkja- samsteypu og sjálfstæði þess hefði liðið undir lok. En komm- únistum entist ekki undirbún- ingstíminn, taflið snerist í hönd- um þeirra, byltingin var ekki gerð, en tilburðir þeirra, njósnir og undirlægjuskapur, opinberað öllum almenningi. UPPLJÓSTUN um starfshætti kommúnistanna í Finnlandi er íhugunarefni fyrir alla lýðræðis- sinna. Hér á landi hafa þúsundir manna ljáð kommúnistaflokkn- um atkvæði við kosningar, án þess þó að játa hina kommúnis- tísku einræðistrú. Það eru ýms deiluefni innanlands, sem hafa valdið því, að menn hafa snúist á sveif með kommúnistum í kosn- ingum. Þetta fólk verður að gera sér ljóst, hvaða öfl það er að styðja á þennan hátt. Hér á ís- landi eru líka til ofstækisfullir kommúnistar, sem hafa flokks- sjónarmið og Rússahollustuna fyrir leiðarsteina. Það eru þessir menn, sem ráða stefnu flokksins t. d. í utanríkismálum. Venjuleg- ir borgarar eiga bágt með að trúa því, að íslenzkir menn mundu láta hafa sig til slíkra verka, sem nú er orðið uppvíst um í Finn- landi. En þessi efi var líka út- breiddur þar. Nú er bonum ekki til að dreifa lengur. Fyrir sér- stakar ástæður hafa staðreynd- irnar talað. Það er ástæðulaust að gefa ofstækispostulunum hér tækifæri til þess að sýna sinn innri mann í æðstu embættum ríkisins. Atburðirnir erlendis sýna og sanna, að slíkt væri ófor- svaranleg áhætta. FOKDREIFAR Ferðamaður í Reykjavík. ÞAÐ GETUR verið býsna fróðlegt að ferðast til Reykjavík- ur, sérstaklega ef maður gerir sér ekki of tíðförult þangað, heldur kemur til dæmis einu sinni á ári eða svo. Það var rétt um ár liðið síðan eg var þar síðast er mig bar að garði þar nú fyrir þremur vikum. Sá, sem sjaldan gistir höfuðstaðinn, hefir alltaf eitthvað nýtt fyrir augum í hvert sinn og hann kemur þangað. Reykjavík fær sífellt meira borgarsnið. Nýj- ar stórbyggingar rísa af grunni, heil villuhverfi eru komin þar sem áður var holt og grjót. Bíl- unum hefir enn fjölgað á götun- um og þeir eru ekki af lakara taginu. Kjólarnir hafa síkkað. Bærinn hefir eignast nýtízku kvikmyndahús. Allt er þetta at- hyglisverf og segir sína sögu, og væri hvert atriði raunar efni í langa grein, t. d. munurinn á byggingastíl þeirra Reykvíking- anna og okkar hérna. Þeir eiga nú heil hverfi af lúxusvillum, sem eru gjörsamlega óþekkt fyrir- brigði hér á „útskæklunum“. En það, sem eg rak þó einkum augun í nú síðast og mér fannst merki- legt og atliyglisvert, var það, að það er ekki nokkur vafi á því, að- Reykjavík er að verða stórum snyrtilegri og menningarlegri bær nú að ytra útliti en áður var. Bæjaryfirvöldin virðast gera tals- vert til þess að bærinn sé hrein- legur og þokkalegur og það er áberandi hversu margir snotrir garðar eru til í höfuðstaðnum, bæði skrúðgarðar einstaklinga og opin svæði. Austurvöllur er nú orðinn mjög fallegur og vel hirt- ur. Hinir flauelsmjúku grasbalar þar og blómskrúðið stingur mjög í stúf við okkar Austurvöll hér. — Ráðhústorgið — sem er bæn- um sízt til sóma, hvorki um hirð- ingu né útlit. Kirkjan og græni lundurinn. í NÁGRENNI Austurvallar er ofurlítill garður, sem er athyglis- verður. í kringum dómkirkjuna hefir verið komið upp mjög snotrum og hlýlegum garði. Kirkjan er umvafin grasi og blómum. Mér varð hugsað til svarta melsins í kringum kirkj- una okkar. Það væri vissulega menningarlegra og ánægjulegra, að þar væri kominn fagurgrænn grasbali og litskrúðug blóm. Mér þykir ósennilegt að eríiðara sé að rækta blóm og gras í kringum kirkjuna okkar en við dómkirkj- una í Reykjavík. Þarria er verk að vinna fyrir þá, sem hafa áhuga fyrir því að fegra kirkjuna og bæinn í senn. — Akureyri er stundum nefnd „garðabærinn“, en það má mikið vera ef við er- um ekki að dragast aftur úr um fegrun bæjarins. Bæjaryfirvöldin hér hafa áreiðanlega minni skiln- ing á gildi opinna svæða sem sómi er að ,en bæjaryfirvöld Reykja- víkur. Og það er víst, að sé fegr- un bæjanna aukinn sómi sýndur af því opinbera, þá hefir það áhrif á framtak og smekk borgaranna sjálfra og hvetur þá til fram- kvæmda. En Ráðhústorg okkar og sum gilin hafa ekki þessi áhrif, því miður. Hirðuleysið þar virðist draga smekkvísi ein- staklingsins á lægra svið. Dökkar hliðar borgarlífsins. EN ÞAÐ er ekki svo að skilja, að þótt mér þyki mikil framför orðin í höfuðstaðnum um um- gengnismenningu, þá sé þar ein- tómt sólskin. Borgarlífið hefir líka dökkar hliðar, sumar óhugn- anlega dökkar. Eg gerði mér það til dundurs að ganga um miðbæ- inn í Reykjavík, kvöldið, sem eg kom þangað. Það var laugardags- kvöld og því ágætt tækifæri til þess að kynnast skemmtanalífi borgarbúa. Það kann vel að vera að Reykvíkingar eigi menningar- legt og gott skemmtanalíf, en það blasir ekki við augum ferða- manns, sem gengur um miðbæinn á laugardagskvöldi. Eg gekk fyrst fram hjá Hótel Borg og leit inn í anddyrið. Kófdrukknir ungling- ar ruddust þar út og inn um dyrnar með hávaða og háreisti, svo að friðsamt fólk komst varla leiðar sinnar. Framan við dyr Sjálfstæðishússins var mann- þyrping mikil og háreisti. Þar inni var dansleikur, en ekki virt- ust allir vera dansstemningu. Tveir ungir menn veltust þar í götunni í sparifötunum í óðum slagsmálum, en hinum megin við mannþyrpingin, sem horfði á leikinn, var ungur maður að gera tilraun til þess að hlaupa uppi tvær ungar stúlkur með öskrum og óhljóðum ,svo að undir tók í steinhöllunum þarna við torgið. Lögreglan var þarna ekki nærri, enda sá eg síðar, að hún hafði ær- inn starfa í Austurstræti að draga drukkna menn með sér í Steininn. — Mér þótti þessi mynd af reyk- (Framhald á 5. síðu). Margrét Schiöth heiðruð Engan, sem fylgzt hefir með störfum Frú Mar- grétar Schiöth, og skilur mikilvægi ræktunar og gróðrarstarfa fyrir bæjarfélagið, furðar á því, þótt ýmis konar félög og félagasamtök keppist um að heiðra hana og sýna virðingu. Hinn 25. ágúst sl. gerði Garðyrkjuféiag íslands hana að heiðursfélaga sínum, og var henni afhent skrautritað skjal í sl. viku af Edvald Malmquist ræktunarráðunaut, svohljóðandi: „Aðalfundur Garðyrkjufélags fslands 1948, hcfir kjörið yður heiðursfélaga fyrír framúr- skarandi dugnað og brautryðjandastarf í garð- yrkju.“ Þetta er þriðja skrautritaða skjalið, sem frú Schiöth fær, og í þriðja sinn, sem henni er á þennan hátt sómi sýndur. Árið 1941, á 70 ára afmæli hennar, var hún kjörin heiðursborgari Akureyrarbæjar, og þá afhent skrautritað skjal, undirritað af þáverandi bæjar- stjórn, og heiðursfélagi í Sambandi norðlenzkra kvenna var hún kjörin á 50 ára afmæli Sambands- ins, og við það tækifæri einnig afhent skrautritað skjal undirritað af stjórn Sambandsins. „Það er ekki af monti, að eg hefi hengt þau hér upp,“ sagði frú Schiöth brosandi, um leið og hún sýndi mér hvar hún hafði komið ávörpunum fyrir í horni á stofunni sinni innan um vina- og fjöl- skyldumyndir og ýmislegt annað, sem henni þykir vænt um, „en mér þykir bara svo vænt um að störf mín skuli hafa borið einhvern árangur, og að þau skuli hafa orðið öðrum til gleði og ánægju." Og enginn, sem nokkur kynni hefif haft af frú Schiöth, mun láta sér detta í hug, að það sé af monti, eins og hún hjálf komst að orði, að hún vill hafa þennan virðingarvott samferðamanhanná í návist sinni. ----o---- Árið 1899 kom frú Schiöth hingað til lands frá heimkynnum sínurn í Danumbörku. Hún var upp- alin í Vejen á Jótlandi, sem er lítil borg ekki langt frá Kóngsánni, hinum gömlu landamærum Dan- merkur og Þýzkalands. Vejen er fallegur bær, og á heimili frú Schiöth mun hafa.verið mikið um ræktun og garðurinn um- hverfis hús foreldra hennar umtalaður fyrir fegurð. Strax og til íslands kom byrjaði hún að rækta og fást við hvers konar gróðrarstörf. Auðvelt er að láta sér detta í hug, að viðbrigði hafi verið að koma úr hinum indæla garði föðurhúsa til íslands, sem á þeim tíma þekkti lítið til skrautgarða og alls ekki til sumarblómaræktunar. Sennilega er frú Schiöth fyrst allra til að rækta sumarblóm úti hér á landi, og segir hún að Anna Schiöth, tengdamóðir sín, sem var, eins og Akur- eyringum er kunnugt, mikil ræktunarkona, og hóf starf við Lystigarðinn 1912, hafi sagt við sig, þegar hún reyndi með fyrstu sumarblómin úti: „Þú ímyndar þér þó ekki, Margrét, að þetta geti vaxið hér?“ En Margrét hafði trú á að þetta gæti vaxið hér, og henni varð að trú sinni. Frú Schiöth vann með tengdamóður sinni við að koma Lystigarðinum upp, og eftir hennar dag var umsjá garðsins að öllu leyti í hennar höndum. Enn er yfirumsjón garðsins í höndum frú Schiöth, og ennþá, 77 ára gömul, gengur hún á degi hverj- um upp hina bröttu brekku til þess að komast í garðinn og geta sinnt blómunum og trjánum, sem hún hefir alið upp og komið svo vel á legg. „Og þegar þangað er komið,“ segir hún sjálf, „finnst mér allar áhyggjur hverfa, og mér líða svo dæmalaust vel." Og einhvern veginn finnst mér, eftir að hafa skoð- að skraut-ávörpin, að hið fegursta þeirra og það, sem frú Schiöth muni þykja vænzt um, mundi vera uppi á brekkunni. Puella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.