Dagur - 17.11.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 17.11.1948, Blaðsíða 6
D AGUR Miðvikudaginn 17. nóv. 1948 DAGUH Ritstjóri: Haukur Snorrason. Argreiðsla auglýsingar, innheirata: Marínó H. I’ítursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sínri 16C tílaðic kemur út á hverjum miðvíkúdegi Ánransrurittn kostar kr. 25.00 Gjalcklagi er 1. júií PRENTVERK Oflu. ItJÖRNSSONAR H.F. St j órnarsáttmálinn og framkvæmdir úti um land í STJÓRNARSÁTTMÁLANUM frá því í febr. 1947, er m. a. komizt svo að orði að ríkisstjórnin vilji leggja áherzlu á það, í sambandi við bygg- ingu verksmiðja og iðjuvera, að við staðsetningu þeirra skuli tekið tillit til hvort tveggja í senn, framleiðsluskilyrða og atvinnuþarfa einstakra byggðarlaga. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var sérstaklega bent á þetta fyrirheit hér í blaðinu og talið að þetta ákvæði stjórnar- sáttmálans ætti að skilja þannig, að stjórnin vildi vinna gegn hinni skefjalausu Reykjavíkurstefnu, er einkenndi starfsferil fyrrverandi stjói'nar alveg sérstaklega. Er það og vafalaust, að úti urh land var þessu fyrirheiti gaumur gefinn og þess ein- dregið vænzt, að leitast yrði við að taka tillit til annarra byggðalaga en Reykjavíkur, ekki aðeins við ákvörðun staðsetninga ríkisfyrirtækja, heldur- mætti og vænta aukins skilnings á þessum mál- um frá þeim stofnunum ríkisins, sem einkurn var ætlað að hafa afskipti af framkyæmdum landsmanna. • NOKKUR REYNSLA er nú komin á það, hve haldgóð þessi fyj'irheit voru. Mun ekki ofsagt, að sú reynsla hafi orðið æðimörgum landsmönnum til sárra vonbrigða. Lakast verður þó að telja það, að ýmsar stjórnarathafnir og nefndaákvarð- anir nú síðustu vikurnar, benda eindregið til þess að farið sé að fyrnast yfir þessi góðu fyrirheit í liugum ráðamanna í'íkisvaldsins í Reykjavík. Má í því sambandi minna á, hversu landsmönnum gengur viðureignin við gjaldeyris- og fjárfesting- arnefndir ríkisvafdsins, sem nær því allar fram- kvæmdir eru háðar. Nýjasta dæmi urn þjösnahátt og skilningsleysi þessara nefnda, er synjun þeirra á leyfi til byggingar sjálfvirku símastöðvarinnar hér á Akureyri, sem bænum var þó lofað að upp- sett skyldi hér eins fljótt og kostur væri og þetta loforð er orðið fjögra ára gamalt. Þarf ekki að lýsa því, að hið ófullnægjandi og hálfónýta símakerfi hér er fjötur um fót athöfnum bæjarmanna og þrándur í götu verzlunar og iðnaðar hér. Þetta dæmi er engan veginn einstætt. Tregða og skiln- ingsleysi nefnda ríkisins er hvarvetna fjötur um fót þeim framkvæmdum, sem reynt er að halda uppi úti á landsbyggðinni. Má þar ekki aðeins nefna símastöðina hér — og þá staðreynd að búið er að stækka Reykjavíkurstöðina tvisvar á sama tíma og farið hefir til þess að svíkja loforðin á Akureyringum — heldur og framkvæmdir eins og sjúkrahúsið, sem líklega tefst um heilt ár eða meira af völdum nefnda þessara, hafnarendurbæt- urnar hér, og síðast en ekki sízt framkvæmdir innflutnings- og gjaldeyrishaftanna, sem haldið hefir nær allri innflutningsverzlun landsmanna í höndum Reykvíkinga. ÞÁ MÁ BENDA Á ÞAÐ, til sönnunar 'því áliti, að málefni landsfjórðunganna séu ekki mikið betur komin nú en fyrr, að nær því allur lána- markaður þjóðarinnar er fluttur suður að Faxa- flóa. Bæjarfélög og sveitarfélög þui'fa að gera út sendinefndir suður þangað til þess að freista þess að fá fé til aðkallandi framkvæmda. Skilningur, er þessar nefndir mæta þar syðra, mun af skorn- um skammti á stundum. Nægir að minna á hversu Akureyrarbæ hefir gengið að fá lán til þess að gera nauðsynlegar endurbætur á hafnarmannvirkj- um bæjarins. Hefir annar aðal- banki landsins nú fyrir nokkru neitað bæjarfélaginu um lán, sem þó var ekki hærri upphæð en svo, að það mundi hafa dugað skammt til þess að koma á fót lúxusvillu með koparþaki í villuhverfum Reykjavíkur og allir vita, að slíkar villur eru margar í smíðum þar syðra. Loks má benda á fyr- irhugaðar framkvæmdir fyrir er- lent lánsfé, þ. e. fjögra ára áætlun ríkisstjórnarinnar um fram- kvæmdir. í skýrslu stjórnarinnar um framkvæmdir í sambandi við Marshall-áætlunina skorti alveg yfirlýsinguna góðu úr stjórnar- sáttmálanum um réttláta skipt- ingu framkvæmda og fjármagns. Svo er helzt að sjá, að mestur hluti þeirra framkvæmda, sem gera á á næstu fjórum árum, verði staðsettur í Reykjavík á einn eða annan hátt, og bærinn og fyrirtæki þar muni skipta bróðurparti fjárins, eins og Kveldúlfur og höfuðstaðurinn skiptu fyrsta Marshall-láninu. VISSULEGA EIGA kjósendur úti um land mikla sök á því, hversu nú er komið málum. Þeir hafa ár eftir ár sent umboðsmenn Reykjavíkurbæjar á þing og þannig hafa þeir stofnað til þess nefndavalds og þeirra Reykjavíkursjónarmiða, sem nú eru að sliga framkvæmdavið- leitni og framfarir úti um landið. Til þess eru vítin að varast þau. Það voru orð í tíma töluð, sem Jón bóndi á Laxamýri, lét falla í grein hér í blaðinu fyrir skemmstu, er hann benti á hættur þess fyrir framleiðendur í sveit og við sjó, að senda reynslulitla embættismenn á þing til þess að stjórna þaðan fram- leiðslumálum og menningarmál- um þjóðarinnar. Vonandi verður nægur skilningui' fyrir hendi hjá landsmönnum fyirr næstu kosn- ingar, til þess að byrgja þann brunn í tíma. FOKDREIFAR Illustað á útvarpsumræður. EG FÓRNAÐI EINUM eftir- miðdegi til þess á dögunum, að hlýða á fyrstu umræðu um fjár- lögin, sem útvarpað var frá Al- þingi. Það er nú svo með þessar útvarpsumræður á Alþingi, að hlustendur þreytast á þeim, því að sónninn breytist lítið þótt árin líði. Má heimfæra það upp á þess- ar síðustu umræður. Maður var ekki miklu nær um málefni rík- isins eftir en áðui'. Mér þótti það athyglisverðast við umræðurnar þegar fjármálaráðherrann hélt sig við tölur og skýrði frá af- komu einstakra ríkisstofnana, svo og sjálfs ríkissjóðsins, á árinu 1947. Eg hjó þar eftir því, að ekki eru t. d. póstur og sími eins illa stæðir og oft er látið af og eink- um þó þegar verið að er hækka símgjöldin og póstþjónustugjöld fyi'ir almenning, en oft er búið að vega í þann knérunn hinn síðari ár. Eignaaukning landssímans á ári hverju er mjög mikil og mundi og mundi ekki þykja léleg útkoma hjá fyrirtækjum lands- manna. En ríkisstofnanir hlýta ekki þeim reglum, sem um þau gilda, enda er reynsla almennings af því, hversu hagkvæmt það er fyrir pyngju manna, að ríkið taki að sér sífellt fleiri starfsgreinar, allt annað en skemmtileg. Eg á bágt með að trúa því, að almenn- ingur í landinu yfirleitt, sé þess mjög fýsandi, að enn vei'ði aukið við ríkisreksturinn og embættis- mönnum ríkisvaldsins falið að sjá um fleiri starfsgreinar en nú er orðið. Má auk heldur ætla, að ríkisrekstrarflokkunum þyki ekki fýsilegt eða líklegt til fylgis- aukningar, að leggja til, að meira sé að gert. Má í því sambandi minna á, að þrátt fyrir fjas sumra blaða þeirra um ágæti ríkisrekst- ursins, treysta forkólfarnir sér til þess að freista þess að fá slík- ar fyrirætlanir lögfestar. Útvarpið ekki á flæðiskeri statt. EN SNÚUM OKKUR aftur að fjárlagaræðunni. Mér þótti það nýstárlegar upplýsingar að bless- að útvarpið okkar hefði skilað meira en heilli milljón kr. meiri gróða en áætlað var í fjárlögum, eða 1,3 millj, ef ég man rétt. Mér flaug í hug, að nóg mundi hafa verið þótt 300 þúsund krónurnar hefðu verið skornar af og auka- hagnaðurinn hefði aðeins numið einni milljón króna en 300 þús. krónunum varið til að gera dag- skrána eitthvað menningarlegri og skemmtilegri en hún er. Ó- ánægjan með útvarpið er orðin mjög almenn og útbreidd, enda fer það að vonum. Dagskránni virðist sífellt fara aftur. Er sjald- gæft að finna þar nokkur merk- isatriði, sem ekki eru lesin upp af bók eða leikin á grammófón. Mér þykir ósennilegt, að útvarpið hafi skilað meiri gróða í öðrum árum en 1947. Má vera að skýr- ingin á því sé sú, að þá hafi ver- ið minnstu til kostað að gera dag- skrá sæmilega. En það er nú aug- ljóst, að ekki er fjárskorti um að kenna. Útvarpið hefur mjög vel efni á því, að vanda til dagskrár sinnar og auðvitað ber því skylda til þess. Það hefur sífellt verið að hækka afnotagjöldin, en gæði útvarpsefnisins hafa ekki verið í samræmi við auknar kröfur for- ráðamannanna um fjárútlát hlustenda. Ríkisrekstur — stöðvun — aftur- för. ÚTVARPIÐ ER raunar ágætt sýnihorn af ríkisrekstri eins og honum hættir til að vera með ár- unum. í upphafi áttu hlustendur fulltrúa í útvarpsráði ,og nokkra möguleika á því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. En brátt kom að því, að þessi rétt- indi voru afnumin. Ríkisvaldið sjálft skipaði menn í útvarpsráð án íhlutunar hlustenda. Útvarps- ráðsembættin urðu pólitískt bit- bein. Síðan hefur dagskránni hraka ð með hverju ári. Ekki skortir þó að á það hafi verið bent. Útvarpið hefur verið gagn- rýnt í flestum blöðum landsins og iðulega hafa komið fram gagn- legar tillögur um endurbætur. En hver er árangurinn? Enginn. Alls enginn. Embættismennirnir eru upp yfir það hafnir að hlýða Framhald á 7. síðu. Enn gleymdu |ieir konunum Nýlega var skýrt frá því í útvarpsfyrirlestri, að búið væri að skipa nefnd til þess að endurskoða allt skömmtunarkerfið. Nefndarskipun er í sjálfu sér ekki mikil nýjung, og hún þarf ekki endilega að boða endurbætur á skömmtuninni, en þessi. frétt ber þó vott um, að stjórnarvöldin ætli nú loksins að taka tillit til hinnar háværu gagnrýni og miklu ó- ánægju landsmanna með allt skömmtunarkerfið. Er það ekki vonum fyrr. En einu atriði í sambandi við fréttina urn nefndarskipunina, munu konur þó veita sérstaka athygli: Stjórnarvöldin hafa enn gengið fram hjá þeirri kröfu kvenþjóðai'innar, að fulltrúi kvenna taki sæti í þeim néfndum og ráð- um, sem fjalla um skömmtunar- og innflutnings- mál. Þessi afstaða stjórnarvaldanna er raunar lítt skiljanleg. Ekki eru kröfur kvenna bornar fram í pólitískum tilgangi, þær stefna aðeins að því, að koma á réttlæti og skynsemi í stjórn 'skömmtunar- og innflutningsmálanna með því að skipa sjónar- miði og þörfum heimilanna þar í öndvegissess. Mun það margra mál, að ekki sé vanþörf á því, að þörfum heimilanna í landinu sé meiri gaumur gef- inn þar, en hlutur „gerðanna“ minnkaði að sama skapi. „Gerðirnar“ auka dýrtíðina. Annars er það um nefndarskipun þessa að segja, að ennþá bólar ekkert á árangri af störfum hennar. Er það raunar heldur engin nýjung í þessu þjóð- félagi, þótt árangur af nefndarstörfum sé ekki fljót- fenginn. Skömmtunar- og innflutningsmálin virð- ast sitja í sama farinu og fyrr.' Kvartanir fólks um fyrirkomulag þeirra mála allra gerast æ háværari. Blöðin bii'ta í sífellu bréf frá' heimilum og hús- mæðrum sem leiða í ljós, að fyrirkomulag inn- flutnings- og skömmtunarmálanna er beinlínis þungur baggi á heimilunum, eykur dýrtíðina og vandræðin. Þetta fyrirkomulag á t. d. sök á því, að heimilin verða að greiða vinnulaun og álagningu á nauðsynlegan klæðnað til ,,gerðanna“, einkum í Reykjavík, í stað þess að mega spara útgjöldin með því að vinna úr efnunum heima. Nýr þáttur í útvarpinu?.... Eg vil benda útvarpinu, sem sífellt virðist vera í hraki með efni, á nýjan 'þátt, sem stórmikla at- hygli mundi vekja og gera stórmikið gagn. — Þátt- ur þessi væri í því fólginn að fá skömmtunarstjór- ann og formann Viðskiptanefndai' til viðtals í út- varpinu einu sinni í viku, þar sem þeir svöruðu spurningum um skömmtunar- og innflutningsmál. Landsmönnum væri gefinn kostur á að senda fyr- irspurnir til þeirra. Væntanlega þykjast þeir háu herrar ekki hafnir upp yfir slíkar viðræður við al- menning. Má í því sambandi minna á, að forsætis- ráðherra Dana gefur þjóð sinni kost á slíkum við- ræðum og þykir ekki minni maður fyrir. MlllÍlMIIIIIIIIIHIIIIIIIIIimillllllllllllilllHHI Kven- j töskur | °g | veski Kaupfélag Eyfirðinga. § Vefnaðarvörudeild §

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.