Dagur - 23.02.1949, Side 6
6
D AGUR
Miðvikudaginn 23. fcbrúar 1949
%
HVERFLYND ER VERÖLDIN
Saga eftir Charles Morgan
8. DAGUR.
(Framhald).
Jafnvel þótt henni hefði verið
fullkunnugt um allt, sem gerðist
í Blaise, hefði hún naumast 'getað
lýst betur viðhorfi Sturgess sjálfs
til þeirra atburða. Var hann ekki
stoltur af því, að hafa tekið ör-
lagaríka hernaðarlega ákvörðun?
í hjarta sínu fann ha.nn til löng-
unar að sú ábyrgð yrði tekin frá
honum. Herra minn trúr, sagði
hann við sjálfan sig, kom eg raun-
verulega til Englands í þeim til-
gangi? Honum fannst, að það sem
frú Muriven hefði raunverulega
átt við, væri það, að Julian hefði
verið kennt það, að sakast ekki
um orðinn hlut. Sturgess rétti úr
sér í stólnum sínum og greip inn
í samtalið: „Eitt sinn var þannig
ástatt fyrir mér,“ sagði hann, „að
mér fannst eg hafa örlögin í hendi
minni.“
Athygli þeirra var þegar vakin.
„Hvenær var það?‘ ‘spurði Val-
, f
ena.
En hann iðraðist þegar orða
sinna. Til hvers var að tala um
löngu liðnar orrustur?
Valería endurtók spurninguna
og hann. átti sér ekki undankomu
auðið.
„Eg hefi líklega komizt klaufa-
lega að orði,“ sagði hann. „Eg átti
við, að mér fannst þá örlögin tefla
um líf og velferð annarra manna
í gegnum mig, manna, sem voru
bæði heima og fyrir neðan okk-
ur.“
„Fyrir neðan ykkur?“
Hann varð að halda áfram og
reyna að klöngrast út úr ófær-
unni, sem bezt hann mátti. Og
honum mundi takast það. Julian
og María þurftu ekki að líta í
gaupnir sér þess vegna.
„Já, fyrir neðan. Eg var nefni-
lega staddur uppi á hæð.“
Hann var að hugsa um Heron,
því að þetta var sagan, sem fjall-
aði um fyrstu kynni þeirra.
„Hvar var þessi hæð?“ spurði
Valería. „Og hvers vegna varst
þú staddur þar?“
Hann var nú aftur að ná sér á
strik og svaraði léttur í bragði:
„Eg kom þangað beint að ofan,
ofan úr skýjunum, hangandi neð-
an í fallhlíf.“
„Þannig er bezt að koma á nýj-
ar slóðir,*' sagði Julian, ætlaði
augsýnilega að leiða samtalið þar
með inn á aðrar götur, en á sama
augnabliki stóð María upp frá
borðum og kvenfólkið fylgdi
dæmi hennar. Sturgess og Julian
stóðu líka á fætur.
„Hefurðu sagt mér þessa sögu
fyrr?“ spurði Julian.
„Nei, það held eg ekki. Hún
gerðist svo snemma. Hún snertir
ekki það, sem gerðist í Blaise.“
Julian svaraði engu.
Þegar komið var út á verand-
ann, þar sem kaffið beið þeirra,
vildi frú Muriven. endilega fá að
heyra framhald sögunnar og Juli-
an og María reyndu ekki að aftra
því að hann héldi áfram. Kannske
er það af því, hugsaði Sturgess,
að þau óttast ekki að eg nefni
nafn Herons?
„Það var snemrria sumars 1943,“
byrjaði hann. „Við höfðum farið
frá Englandi í sprengjuleiðangur,
eg var leiðsögumaður. Vélin var
skotin niður. Eg sá ekki félaga
mína úr vélinni aftur, en tveir
þeirra björguðust líka og voru
teknir til fanga. Eg veit ekki hve
lengi eg var meðvitundarlaus
eftir að eg kom til jarðar. Eg man
mjög lítið frá því augnabliki, að
fallhlífin mín þandist út og þang-
að til eg vaknaði á hæðinni, kald-
ur, og sólin skein beint í augu
mér. Eg fann sárt til og hélt fyrst
að eg væri meira og minna brot-
inn. Eg varð hálf aumur með
sjálfum mér, þegar eg uppgötvaði,
eftir að hafa legið svo lengi kyrr,
að eg var í rauninni ekkert
meiddur, aðeins mjög kaldur og
lerkaður. Þegar sólin var komin
hátt á loft, fór eg að skríða og
svipast um. Mig langaði mest til
að hlæja, hlæja eins og maður
gerir í draumi, að einhverju, sem
manni þykir fyndið, en man þó
ekki hvað er, þegar maður vakn-
ar. Mér fannst það fyndið, að vera
í flugvél eina stundina, og skríða
á fjórum fótum á jörðinni, hina
stundina.1’
Sturgess þagnaði um stund og
horfði fram fyrir sig, en svo leit
hann á hin og brosti. „Já, eg veit
að þetta er ekki fyndið lengur,“
sagði hann. „Jæja, eg hélt áfram
ferðinni á fjórum fótum. Fram-
undan voru nokkur tré, þangað
ætlaði eg, hvað sem það kostaði.“
„Hafðir þú nokkra hugmynd
um, hvar þú varst staddur?"
spurði Valería.
„Eg vissi hve langt frá Bret-
landi við höfðum farið,“ svaraði
hann. „Frá hæðinni gat eg séð
heim að þorpi. Eg taldi það vera í
Belgíu. Þorpið lá álveg upþ að
rótum hæðarinnar, og nokkru
hærra, í skjóli trjágróðurs, stóð
eitt hús, og allmörg útihús, aug-
sýnilega bóndabýli. Eg gat séð
svartklædda konu bjástra á hlað-
inu, hún var að hengja út þvott.
Eg ákvað að reyna hamingju
mína og gefa mig fram við kon-
una. Annað tveggja mundi hún
afhenda mig yfirvöldunum eða
fela mig. En eg varð að bíða
myrkurs.
(Framhald).
Útför mannsins míns,
GUÐMUNDAR TRYGGVASONAR
frá Garðshhorni,
sem andaðist 20. þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju laugar-
daginn 26. febrúar klukkan 1 e. h.
Magðalena Baldvinsdóttir.
Umiusti minn,
INGVAR BJORNSSON
frá Brún, kennari,
andaðist mánudaginn 21. þcssa mánáðar.
Guðný Pálsdóttir.
I Félag ungra Framsóknarmanna, |
| Akureyri, ]
| heldur fiind í kvölcl kl. 8, að Rotarysal Hótel KEA. \
] FUNDAREFNI: \
\ 1. Inntaka nýrra félaga.
I 2- Þátttaka íslands í væntanlegu Atlantshafs- \
\ bandalagi. ]
1 3. Félagsmál, i
] Mœtið stundvislega! 1
[ Stjórnin. [
7lllllllllMIIIIIIIIIIMIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIMI|IIMIIIIIimilllll||ll|l|||||||I||||||||||HI||l||l|lllllimillllllÍllllllllllllllll|||||||7
.......................................................................
Ilopi I
Munum framvegis hafa lopa til sölu ]
í mörgum litum. ]
Vefnaðarvörudeild.
AUGLÝSIÐ í DEGI
Endurrainningar Hannesar Jónssonar
frá Hleiðargarði
NOKKUR BROT
Dagur mun í næstu blöðum birta
nokkra kafla úr endurminningum
hins kunna fræðaþuls, Hannesar
Jónssonar frá Hleiðargarði. —
Hannes er kunnur lesendum
blaðsins m. a. fyrir þætti þá, er
hann ritaði hér í blaðið um hríð
og greindu frá sérkennilegu fólki
og atburðum hér í Eyjafirði og
víðar á fyrri tíð.
Á unglirigs- og úþþvaxtáráruin
rriínum kom það nokkuS oft fyrir,
að menn hlypust á burt frá heim-
ilum sínum, og tóku upp þann hátt,
að flækjast bæ frá bæ, sveit úr
sveit og úr einum landsfjórðungi
til annars. Sumir fóru jafnvel um
and allt. — Voru menn þessir ým-
lst kallaðir flækingar, flakkarar eða
umrenningar. — Menn þessir voru
oftast illa liðnir af almenningi og
engir aufúsugestir þar sem þá bar
að garði, enda voru margir þeirra
geðbilaðir vesalingar og andlega
volaðir sem til alls voru vísir. — í
þenna hóp bættust svo letingjar og
auðnuleysingjar sem ekki nenntu
að vinna, en liéldu sér úppi á þcnna
hátt. Margir þessara manna voru
þjófóttir, sátri um að læðast inn
í bæi er dimmt var, og stela hangi-
kjöti, sperðlum, magálum og öðru
góðgæti ofan úr eldhúsrjáfrum. Var
það því mjög víða venjá að loka
bæjum á kvöldum, er vitiverkum
var lokið og fólk sezt í baðstofu. —
Konúr urðu oft illa úti með þvott
sinn, ef úti var á kvöldum eða á
nóttum, og ýms bellibrögð fleiri
liafði þetta illþýði í frammi. Var
því að vonum að menn óskuðu ekki
komu þessara manna og reyndu
jafnvel að fæla þá frá heimilum
sínum, með því að gera þeim ein-
hverjar skráveifur, og verður ögn
vikið að því síðar. —
í siigu Harðar og Hólmverja er
svo sagt, að þegar Hörður og Geir
fóstbróðir haris fóru í hauginn Sóta
á Jamtalandi, þótti þeim Sóti „ó-
góligur". Mátti með sanni segja
um marga þessa umrenninga,
að mjög voru þeir „ógólig-
ir“. — Þeir voru sumir svo illa
klæddir og tötralegir að með fá-
dæmum var, og undarlegt má telj-
ast, að þeir skyldu lialda iífi og
héilsu. — Má þar sérstaklega benda
á Jóhann, sem kallaður var „beri“,
yegna hins óskaplega búnings lians.
— Verður síðar frá honum sagt að
nokkru.
Eins og gefur að skilja, mun líf
þessara vesalinga oft .hafa verið liið
hörmulegasta, og hlotið hafa þeir
einatt að hafa þjáðst af kulda og
hungri. Á sumrum sváfu þeir oft-
ast liti á víðavangi og undir berum
himni, líkt og hinir svo ölluðu
„rónar" í eykjavík nú á tímum.
Þegar vetra tók og kólna í veðri,
leituðu þeir til bæja, og reyndu að
komast í fjós eða fjárhús, en voru
öftast á bak ög burt, er fólk kom
á fætur. Stúndum beiddust þeir
gistingar, og var hún að jafnaði
veitt þeim, og góðhjartaðar hús-
freyjur hlúðu þá eitthvað að þeim,
en oftast launuðu þeir það mcð
illu einu, svo flestir þreyttust á
þeim, og vildu helzt ekki hafa þá
í húsurn sínum. Verður nú hér á
eftir sagt frá súmufn þessara manna,
sem ég bæði lieyrði og sá, og mér
var sagt frá af sannorðu og greina-
góðu fólki.
Umrenningar þeir, sem mest voru
um talaðir í Eyjafirð á seinni hluta
19. aldar, voru þessir: Sölvi Helga-
son, Jóliánri beri, Björn Snorrason
og Sunnlenzki Jón, eins og liann
var oftast kallaður. Auk þeiiTa, sem
hér liafa verið taldir, voru svo
nokkrir, sem kalla rnætti „mirini
spámennina", svo sem Guðmundur
bíldur, Jólxannes blápungur, eða
sem sumir kölluðu Mógol, Símon
Björn búfræðingur o. fl. Vcrður
liér ekki getið nema fjögra hinna
Dalaskáld, Guðmundur Mormóni,
fyrstu, þó ýmislegt spaugilegt mætti
líka um þá síðar nefndu scgja. —
1. Sölvi Helgason.
Hann mun liafa verið kunnastur
allra flakkara og umrenninga á
senni hluta seinustu aldar. Um
lxann liefur allmikið verið skrifað,
og sum skáldin okkar liafa jafnvel
tekið hann upp á arma sína og
ltaft hann fyrir uppistöðu í skáldrit
sín. Það er því máske að bera í
bakkabakkafullan læk, að gjöra
hann að umræðuefni liér, en samt
get ég ekki annað en minnst hans,
úr því ég fór að skrifa á annað
borð um þessa vandræðamenn, því
sannarlega ber hann höfuð og lierð-
ar yfir þá alla. — Sölva sá ég ékki
fyrr en ég var um tvítugt, og
kynntist honum þá lítils háttar, Ög
kem ég síðar að því, en á ungdóms-
árum mínum heyrði ég oft um hárin
talað, og jafnan á einn veg. Var
hann öllum hvimleiður fyrir liroka
sinn og stórmennsku, og vildu fáir
veita lxonum liúsaskjól, enda van-
þakkaði hann allt, er vcl var til
hans gert. — Sölvi llakkaði stund-
um um Eyjafjörð, en var alls staðar
illa liðinn. Hcyrði ég ýmsar sögítr
af hofiúm og viðskiptum hans við
þá, sem hann lagði leið.sína til, eða
heimsótti. Set ég hér eina þeirra, þó
fleiri séu til.
Jónas hét maður og bjó frammi
í Hólasókn í Eyjafirði. Hann vár
maður glettinn og.gamansamur, og
hafði til að vera nokkuð lirekkj-
óttur. Eitt sinn, er Sölyi var á flæk-
ingi í Eyjafirði, hugsaði Jónas
sér að gera honum einhverja
„glennu", ef hann kæmi á heimili
haris. Fór svo, að Sölva bar þar að
garði. Gerði hánn boð fyrir bónda,
og gekk Jónas berhöfðaður til dyra
og heilsaði Sölva með lxinni mestu
blíðu og kurteisi. Sagði hann Sölva
sýna sér mikinn heiður að heim-
sækja sig, fávísann mann, slíkur
spekingur og listamaður, sem hann
sagðist hafa heyrt að liann væri.
(Framhald).