Dagur - 23.02.1949, Síða 7
Miðvikudaginn 23. febrúar 1949
DAGUR
7
- GRÓANDIJÖRÐ
(Tramhald a£ annarri síðu).
unnið bót á þessu böli, af því að við gefum rétta fyrirmynd,
iðjuleysingjum og óþurftarmönnum. En hér þarf átaka með
og mikillar lægni. Sumt þessara manna eru t. d. þingfulltrúar
og finna töluvert til sín, enda sumir á háum og margföldum
launum (af framleiðslunni greidd) með gnægð aðstoðar-
manna. Og svo er fjöldi hugsjónalausra manna, sem þarf að
runiska við. Hér þýðir ekki að fara af stað með stóryrðum og
dómsáfellingum, heldur í samtökum um nauðsynjamálin, til
áhrifa fyrir alla. Við verðum að gera meira en við gerum til
þess að sýná og sanna nauðsyn göfgi og mátt hinna „óbrotnu“
verka, er liggja næst við hendur okkar, en af tízkunni
teljast ófín! Við megum ekki veita iðjuleysingjum umboð til að
ráða fram úr um undirstöðumáliri, til þess eru þeir með öllu
ófáerir. Og við verðum að halda æskunni þar að, sem uppeldis-
skilyrðin eru bezt: Að jarðyrkju, að landbúnaði, að fram-
leiðslu. Það gefur henni byr í seglin tii þess að læra gagrilega
hluti og ala frjóvar hugsjónir í brjósti. — Framtíðin heimtar
alla til drengilegra og nauðsynlegra starfa. <
Bolludagurinn er á mánudaginn kcmur, 28. febr.
Eins og að undanförnu verða bollurnar beztar
frá oss.
Á boðstólum verða eftirtaldar tegundir:
40 aura bollur:
Rúsinubollur
Glassúrbollur
Krembollur
50 aura bollur:
Berlínarbollúr
70 aura bollur:
Rjómabollur
PuncJibollur
Vegna fólkseklu sjáum vér oss eigi fært að senda
lieim, en brauðbúðirnár verða allar opnaðar
kl. 7 um morguninn-
Bollurnar verða eins og áður
seldar á eftirtöldum stöðum:
Brauðbúðinni Hafnarstræti 87, brauðbúðinni í
innbænum, brauðbúðinni á Oddeyri, í Brekku-
götu 7, í Brekkugötu 47 og í Hamarsstíg 5.
Munið!
K.E.A. bollur eru beztar!
Brauðgerð K. E. A.
Endurnýjun til 3. flokks hefst á morgun, 24. febr. =
\ Athygli skal vakin á því, að framvegis verður endur- :
í nýjun að vera lokið þ. 6. livers mánaðar. Annars eiga i
i menn á hættu að miðarnir verði seldir öðrum. Ársmiðar i
i frá b flokki eru nú komnir. Vinsamlegast vitjið þeirra i
Í sem fyrst. Verða þeir afhentir gegn kvittun.
Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f.
| Tiíkynning
Fyrst um sinn verða cngin fataelni tekin
í saum.
Saumastofa Valtýs Aðalsteinssonar.
ÚR BÆ OG BYGGÐ
Nýkomið
Alfa alfa
Heilbaunir
Bankabygg
Hveitiklíð
Nýlenduvörudeildin
Sælgœti:
KONFEKT-kassar
KONFEKT í pokum
FÍKIUSTENGUK
BLANDAÐAR STENGUR
MALT-brjóstsykur
ANÍS-brjóstsykur
MENTHOL-br j óstsykur
PIP ARM YNTU-br j óstsykur
BLANDAÐUR brjóstsykur.
Nýlejuluvörudeildin og útibú
ískökur
T ekex
Cr. Cracker
Smákökur
M atarkex
Nýlend uvörudeild
og úlibú.
Jakki, buxur, vetrarfrakki
og pels, alk sem nýtt, er til
sölu, miðalaust.
GUFUPRESSAN,
Skipagötu 12.
óskast í \ or. F.itt til tvö her-
bergi og eldhús. — Aðeins
tvennt í heimili.
Afgr. vísar á.
Veggfóður
nýkomið.
Hallgr. Kristjánsson.
I. o. o. F. = 1392258V2 = III 9 =
Sunnudagaskólinn kl. 11. f. h.
Akurcyrarkirkja. Messað kl. 2
e. h. (P. S.).
Áheit á Akureyrarkirkju. Kr.
20.00 frá Huldukonu. Kr. 50.00 frá
ónefndum. Gamalt áheit frá N. N.
kr. 10.00. Þakkir Á. R.
Æskulýðsfundur eldri deildar
í kapellunni kl. 8.30 e. h. Félagar
beðnir um að greiða fólagsgiald
sitt.
Guðspekistúkan „Systkinaband-
ið“ heldur fund mánudaginn 28.
febr. næstk. kl. 8.30 e. h. á venju-
legum stað. Jón Sigurgeirsson.
kennari, flytur kafla úr bók P.
Bruntons: „Wisdom of the over-
self“.
Frá kristniboðs-húsinu Zíon. —
Sunnudaginn 27. þ. m. Sunnu-
dagaskólinn kl. 10.30 f. h. Almenn
samkoma kl. 8.3 Oe. h. Allir vel-
komnir.
Bamastiikan „Sakleysið“ held-
ur fund í Skjaldborg næstkom-
andi sunnudag kl. 1.15 e. h. Fund-
arefni: Inntaka nýrra félaga úr
st. „Bernskan". Kosning og inn-
setning embættismanna. Rætt um
starfið í vetur. Skemmtinefndin,
sem kosin var á fundi í nóvember
sl. er beðin að undirbúa skemmti-
atriði. Börn úr „Bernskunni" eru
sérstaklega beðin að mæta á
fundinum. Fjölmennið, mætið
stundvíslega.
Kvenfélagið Hlíf hefir kaffi-
sölu til ágóða fyrir barnaheimilis-
sjóð sinn að Hótel Norðurland
sunnudaginn 27. febr. kl. 2.30 e.
h. Hljómsveit leikur. Bæjarbúar!
Styrkið gott málefni með því að
drekka Hlífarkaffi. — Nefndin.
Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1
heldur fund í bindindisheimili
sínu, Skjaldborg, næstk. mánud.
(bolludaginn) 28. febr. kl. 8.30 e.
h. Fundarefni: Inntaka nýrra fé-
laga. Tillögur aukalaganefndar.
Hagnefndaratriði: Ferðaþáttur
(framh.). Söngur með gítarund-
irleik og dunandi dans, templara-
hljómsveitin spilar. Bollukaffi á
staðnum handa þyrstum og þurf-
andi.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
lieldur aðlfund sinn í Félags-
heimili í. B. A. í íþróttahúsinu
næstkomandi sunnudag og hefst
fundurinn kl. 3,30 síðd. Stjórnin
mun leggja fram tillögu um, að
bætt verði inn í lög félagsins á-
kvæði um, að félög, sem starfa að
skógræktarmálum í héraðinu geti
gerst deildir í Skógræktarfélagi!
Eyfirðinga. Einnig verður lögð
fram fjárhagsáætlun fyrir yfir-
standandi ár og tekin ákvörðun
um árgjaldið.
Ungir Framsóknarmenn! Mun-
ið fundinn í kvöld kl. 8, í Rotary-
salnum. Fjölmennið.
Látin er fyrir nokkrum dögum,
að Syðri-Neslöndum í Mývatns-
sveit, Sigríður Jóhannesdóttir
húsfreyja, kona Sigtryggs Þor-
steinssonar bónda þar'.
Fréttaritari blaðsins í Húsavík
segir ógæftir fádæma miklar að
undanförnu þar eystra og komizt
bátar naumast á sjó. Snjólétt er í
héraðinu og akvegir greiðfærir til
Mývatnssveitar og í Köldukinn.
Bæjarráð hefir samþykkt, að
bærinn sæki um innílutnings- og
gjaldeyrisleyfi til kaupa á heim-
ilisvélum fyrir samtals kr.
200.000.00.
AðsíoSarhafnarvarðarstaða hér
var nýlega auglýst laus til um-
sóknar. Nítján umsóknir bárust.
Hafnarnefnd lagði til á fundi sín-
um 19. þ. m. að annað hvort Frið-
rik Hjaltalín, Grundargötu 6, eða
Frímanni Friðrikssyni, Strandg.
9, yrði veitt staðan.
Kirkjukvöld í Glerárþorpi kl. 5
e. h. Kirkjukói' Glerárþorps
syngur. Jónas Þór, forstj., flytur
erindi. Almennur söngur. Kvik
myndaþáttur.
Munið að gefa fuglunum!
Fimmtugur varð sl. föstudag
Tryggvi Jónsson forstöðumaður
Kolasöludeildar KEA.
Látinn er hér í bæ Guðmundur
Tryggvason fyrrum bóndi í
Garðshorni í Glæsibæjarhreppi.
Skákþing Norðlendinga hefst
sunnudaginn 6. marz næstk. kl. 2
e. h. í bæjarstjórnarsal Sam-
komuhúss Akureyrar. Ráðgert er
að keppni verði lokið um miðjan
marz. Rétt til þátttöku hafa allir
taflmenn á Norðurlandi. Skák-
þing þetta er um leið 30 ára af-
mælismót Skákfélags Akureyrar.
Þátttaka tilkynnist formanni
Skákfélags Akureyrar. Guðbr.
Hlíðar, dýralækni, eigi síðar en
föstudaginn 4. marz.
Fíladelfía. Samkomur verða í
Verzlunarmannahúsinu, Gránu-
félagsgötu 9, sem hér segir:
Miðvikud. 23. febr. saumafund-
ur fyrir ungar stúlkur kl. 530 e.
h. Allar stúlkur velkomnar. —
Fimmtudag 24. febrúar. almenn
samkoma kl. 8,30 síðd. Sunuudag
27. febr., Sunnudagaskóli kl. 1,30
e. h. Öll börn velkomin. Kl. 8,30
síðd. almenn samkoma. Svo verða
opinberar samkomur öll kvöld
vikunnar fram til 6. marz, og
hefjsta þær á hverju kvöldi kl.
kl. 8,30. — Komið og heyrið fagn-
aðarerindið!
HAMPLÍNA,
1,5, 2, 2,5, 3, 4, 5 og 6 Ibs.
SÍSALLÍNUR,
flestar tegundir.
ÖNGULT AUMAR,
41/4-18”, 4/4-18”, 4/4-
20”, 3/4-20”.
ÖNGLAR,
nr. 6, 7 og 8.
STÁLVÍR,
5/8”, 3/4”, 1”, 2”.
JÁRNVÍR
BENSLAVÍR
VÍRMANILLA,
n/2”, 13/”, 2”, '2i/4”, 2i/2”
Járn og glervörudeild.
Gif tingarliringur
fundinn. Merktur. — Eig-
andi gefi sig fram við
Kjartan Magnússon,
Mógili-
Sími um Svalbarðseyri.
Góður barnavagn
óskast keyptur nú þegar. —
Upplýsingar á afgr. Dags.
Brimn skinnhanzki
(karlm.) tapaðist í s. 1. viku,
sennilega á Eyrarlandsvegi.
Skilvís finnandi vinsamleg-
ast geri aðvai t á afgreiðslu
Dags-