Dagur - 23.03.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 23.03.1949, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 30. marz 1949 Ingvar Björnsson frá Brún Að hallandi degi Maður þarf stundum tals- verðan tíma til að átta sig á lilutunum, jafnvel sjálfsögð- urn, hvað þá líklegum, og oft kynokar maður sér við að trúa fyrr en til má, meira að segja staðreyndum. — Hvort tveggja þetta á við um ntig í sambandi við fráfall Ing- vars Björnssonar, og svo mun sennilega um fleiri, sem með honum störfuðu og umgengust hann eftir heim- komuna utanlands frá. Mér þykir trúlegt, að þeir, sem þekktu hann vel og höfðu af honum haft löng og náin kynni, teldu allerfitt að mæla eftir hann að maklegu. Oðru máli væri að gegna um mig, og þá aðra, sem með honum voru hin síðari ár að- allega í samstarfi, en þekktu hann minna. Þeim ætti að vcra auðveldara að mæla eftir hann kveðjuorð, en þó er það svo með mig, að eg, eins og þar stendur, naga nú pennastöngina. Ingvar Björnsson var í minum augum ímynd hins lifandi lífs fyrst og fremst. Stórt, fallega lagað höf- uð, óvenju frítt og höfðinglegt and- lit, digur svíri, karlmannlegar og breiðar hcrðar, hvelfd bringa, allt þetta, að eg nú ekki tali um barn- hreinan svip og bjart yfirbragð, verkáði á mig svo ljóslifandi, að mér dátt aldrei í liug hið gagn- stæða í návist hans, ekki einu sinni þá, 'et eg síðast sá hann, og átti hann þá aðeins eftir riiska tvo daga ólifaða. Þegar svo þar við ba'ttist innilega ljúf og glöð framkoma við hvern, sem í hlut átti, leiddi það af sjálfu sér, að á hann væri litið sent sérstakt lífsins barn, en ekki dauðans herfang. Mér dettur í lntg í þessu sambandi atvik, sem fyrir kom nokkru áður en Ingvar neydd- ist til að láta af störfum. Hann var staddur inni í skrifstofu þeirri, sein eg vinn í, ásamt einhverjum fleir- um samverkamönnum okkar. Rann liann þá til á gljáfægðu gólfinu, og rak niður fall nokkurt. Honum varð vitaskuld ekkert um þetta, en hló dátt að á eftir, einkum að því, hve við áhorfendurnir urðum undr- un og ótta slegnir. Og undrun okk- ar og ótti stóð í sambandi við það fyrst og fremst, að við höfðum alls ekki gert ráð fvrir, eða dottið í hug, að Ingvar gæti dottið, jafn eðlilegt og það annars er, að ein- fættum manni kunni að vera linot- gjarnt. En þannig var það. Svo bráðlifandi maður var Ingvar á all- an hátt, að menn gleymdu þeirri da]mrlcgu staðreynd, að hann var fatlaður. Þessa naut hann, en galt einnig. — Hann var hinn mesti aufúsugestur, livar sem var. Clað- ur, skemmlinn og viðbrigða gáfað- ur. Það var liollt og heilsusamlegt að vera í návist hans. Á hinn bög- jnn var Jngvar hinn ötulasti og af- kastamesti starfsmaður. Á því einu sviði kunni hann sér ekki hófs. Fyrir utan skyklustörfin í mennta- skólanum og liér á skrifstofunni, sem liann rækti af samvizkusemi og árvekni, mæddi á honum margvís- legt kvabb, nærri að segja á öllum tímum sólarhringsins, úr öllipn átt- um, jafnt um líklega sem ólíklega hluti, en bóngæzka hans slík, að liann gat engum urn greiða neitað, hvernig sem stóð á. Eins og áður cr sagt, áttum við Ingvar ekki langa samleið, en ég sakna hans sárlega, og eg þori að fullyrða, að allir, sem með lionunt störfuðu hér þennan tiltölulega skamma tima, hafi sömu siigu að segja. Hann var liverjum manni hugþekkur. Og-þó ég hafi nú nokk- urn veginn áttað mig á því, sem skeð hefur í sambandi við örlög þessa ágæta og fágæta manns, er langt frá, að eg hafi sætt ntig við það. Ekki lians vegna að vísu. Eg þykist þess viss, að hann hafi skilið við tilveruna sáttur að kalla, úr því sem kontið var, slíkt karlmenni sem hann var á allar hmdir, heldnr vegna hins lifandi lífs er cg ósátt- ur við örlög lians. En um það tjáir eigi að tala. Við, scm með honum unnum hin síðustu ár, kveðjum hánn með þakklæti og sárum trega. Hann var valinn maður, sem trauð- lega gleymist þeim. cr áttu því láni að faðna að vinna og vera með honum. Sveinn Bjarman. * Minningin um Ingvar Björnsson frá Brún mun lifa með öllum, sem kynntust honum, svo sérstök var persóna Iians, og svo miklir voru mannkostir hans. Þeir munu alltaf minnast hans með aðdáun og virð- ingu, minnast jiess, að hann var l'yrst og fremst drengur góður. Það, sem framar iiðru vakti at- hygli manna á Ingvari, var sérstak- lega ástúðleg framkoma, glaðleg i.g frjálsleg, innileg og látlaus. Og hann átti svo hreint og saklaust bros, ■ að eg hef livergi séð annað slíkt: Þefta tvennt var jiað, sem hreil alla við fyrstti kynningu. En það,, sem mcira var um vert, var það, að Ingvar var allur, þar sem hann var séður. Það var eins og fólk kepptist um að kynnast hon- um, svo gott var að vera samvist- um við hann, það var eins og fr;i lionum streymdi samúð og skiln- ingur á kjörum allra, og hann átti líka alltaf gott Orð áð leggjá iill- um,' qg 1i;(ií§ yarndltuféréiðubúinn að leysa hvers manns vandræði. Þannig var hann ágætur kennari, og sambánd hans við nemcndur sína til fyrirmyndar. Hann átti einstaklega létt með að umgangast unglinga, og margir nemendnr hans áttu hann að trúnaðarvini og komu með vandamál sín til hans. Þeir munu heldur ekki liafa larið erindisleysu. — Hann var starfs- maður mikill og eljinnaður. Auk fullrar vinnu á skrifstofu, kenndi Iiann bæði í skólum og einkatím- um. Ekki mun sjóður hans hafa gildnað af kennslunni, svo gjöfull var hann, og nnni hann liafa haft af lienni erfiði eitt. En hann gerði meira. Margir voru þeir, sem til lians komu og báðu liann um greiða, og raunar var furðulegt, hvað hann var stundum þeðinn um. Ollu þessu tók hann með sama brosinu, sama jafnaðargeðinu. Osérhlífni lians og bóngæði voru tak- markalaus, hjá honum voru allir lilutir sjálfsagðir. — Hann átti alla ævi við mikla vanheilsu að stríða, og gekk aldrci fullkomlega lieill til skógar. En hann kvartaði aldrei, og heilsuleysið fékk aldrei bugað hann andlega, lieldur óx hann við hverja raun. Hitt var algengt, að menn kæniu til lians með raunir sínar, og það var alltaf hann, sem samúð gat veitt, og þó var byrði sjálfs ltans ærin hverjum meðahnanni. En hann hatði sterka sál og stóra sál.— 1 daglegu samstarfi var liann af- burða þýður og skemmtilegur. Hann sá jafnan bjartar liliðar á erfiðleik- unum, og glaðlyncli og spaugs- yrði, ásamt sérkennilega saklausri fyndni, fylgdi honum, hvar sem hann fór. Það var eins og störfin gengu betur, þar sem hann var, því að hann kom alltaf öllum í gott skap, og kringum hann var alltaf iðandi líf. Þar virtist dauð'- inn alltaf svo óra fjarri, og samt ól hann hann í brjósti $ér. En þess gætti liann ekki. Starfsgleði hans og ósérplægni mun áreiðanlega liafa valdið miklu um, að svo fór, sem fór. — Allir, sem þekktu hann, sakna lians. Og okkur. sem með honum unnum, þykir sem skarð hans verði sem fyllt. En það má vera huggun öllum, að hvar sem liann f'ór, ávann hann sér ást og virðingu manna. Það má vera liuggun öllum, að hann átti engan óvin, og að hann var íramar öllu drengur góður. F. S. J. * Eg var að fylgja samstarfsmanni mínum, Ingvari Björnssyni til grafar. Snjódrífuna lagði suður brekk- una, en ofar stafaði séilin björtum geislum. Ut úr lnisinú, þar sem ættingj ir og vandamenn Ingvars voru að kveðja hann í hinsta sinni, lagði yl og birtu, sem drci hug minn frá þeim dapurieik, er þarna ríkti. Eg fór að liugsa um allan þann yl og birtu, sem Ingvar stráði, hvar scm liann fór. Sumir láta eftir sig aírek og voldug mannvirki, er verða heim bautasteinar, þá er þeir fara héðaii. En fæstir eiga sólskins- blett í liuga livers manns, cr þeir liafa mætt á lífsleiðinni. Einn þeirra fáu var Ingvar. Eg fann, að það var engin til- viljun, að Ingvar liafði átt sama- stað í þessu húsi, þar sem gömtd málverkin, lágmyndirnar og hver hlutur andaði frá sér smekkvísi og hlýju. Hingað sótti hann inestu ham- ingju sína, konuna, sem stóð við hlið hans og var svo rík, að hún gat miðlað lionum, sem ætíð liafði öðrum veitt, þrótt og kærleika. Oll hefðum við óskað, að Ing- vari hefði unnizt aldur til þess að reisa jijóð sinni bautasteina, þá, er við þjóðbraut sjást. Til þess skorti liann livorki vit né clju. Inn af hinu víða og fríða héraði Skagafjarðar skerast dalir þrír langt suður í hálendið, hinir fornu Goðdalir. Eru þeir byggðir norðantil, en afréttarlönd þá inn- ar dregur. Er þar víða svipmikið og fagurt kostaland. Dalir þessir láta ekki mikið yfir sér í augum vegfarandans, sem brunar í bif- reiðum þvert yfir héraðið, sem þjóðleið liggur, né annarra utan úr sveitinni séð, með því að hæðahryggur sá sem hefst sunn- an við Hólminn, og liggur eftir miðsveitinni þar suður af, skygg- ir á þá að nokkru leyti, en skýlir þeim jafnframt fyrir norðannæð- ingum, sem stundum blása um úthéraðið. í þessum dölum mun löngum hafa lifað hraust fólk og sjálf- stætt, unandi vel hag sínum, og eigi leitað mjög á brott þaðan. Hafa sumir ættliðir setið þar á sömu jörðum í nokkra manns- aldra, jafnvel svo öldum skiptir. Ein kynslóð hefir tekið þar við af annarri, lifað þar í kyrrþey, stundum við kröpp kjör og óblíð, en þroskavænleg þó, holl og heillandi að ýmsu leyti, við rætur hábrýndra heiða og í skjóli djúpra dala. Uxu þar upp ósviknar taugar ísl. þjóðareðlis og einkenna. Um það leyti, og litlu fyrr, en þjóðin minntist 1000 ára tilveru sinnar, spratt upp af þessum rót- um þar í Skagafjarðardölum, þróttmikil kynslóð, sem nú er að miklu leyti til grafar gengin við góðan orðstír. Þó eru enn nokkr- ir ófallnir, sem tilheyra henni. Þeir hafa staðið af sér öll veður og vályndi síðustu 75—80 ára. Verður tveggja þeirra lítillega getið hér. —o— HJÁLMAR ÞORLÁKSSON, fyrr bóndi að Villindadal í Eyja- firði og víðar, varð 75 ára síðastl. sunnudag. Hann er fæddur að Hofi í Vesturdal, landnámsjörð Eiríks í Goðdölum, 27. marz 1874, þjóðhátíðarárið. Verður ætt hans ekki rakin hér né æfiatriði, því að það var gert nokkuð í þessu blaði fyrir 5 árum, þá hann varð sjötugur. Aðeins skal þess getið að hann er kominn af kunnum og merkum bænda- og prestaættum, í Skagafirði, í marga liði upp. Fyrir 51 ári hóf hann búskap að Þorljótsstöðum, innsta bæ í Skagafjarðardölum, og nú í eyði, og bjó þar nær áratug. Þá fluttist hann til Eyjafjarðar, og bjó fyrst allmörg ár að Hólsgerði í Saur- bæjarhreppi, en flutti svo að Villingadal í sömu sveit, og bjó þar unz synir tóku við búi þar fyrir fáum árum. Hafa þeir feðg- En er til meiri hamingja í þessum lieinii, en að eiga óbrotgjarnan bautastein í hvers manns hjarta? Og hver getur óskað sér heilli skapgerðar og meiri hugprýði en Ingvar átti, jafnvel þegar dauð- ann bar að garði? Gamalli mynd skaut upp-í liuga niér. Myndinni af konunni, sem situr við gröf Krists og grætur. Ivristur sjálfur spyr liana; „Kona, hví grætur þú?“ Mælti ekki minning Ingvars, björt og hlý, til okkar sömu orð- um? Náði ekki hamingja og rausn hans langt út yfir gröf og dauða? Með þakklæti í liuga fylgcli eg Ingvari hinztu sporin. Þar, sem þú ert, þar cr dauðinn ekki. Þar, sem dauðinn er, þar ert þú ekki. B. B. ar búið prýðilega vel að jörð sinni, Villingadal. Þegar athugaðar eru þær jarð- ir, sem Hjálmar hefir kosið sér til búsetu, verður það ljóst, hvert hugur hans leitar. Þær eru allar á mörkum byggða og óbyggða. Fegurð og ró ísl. heiða og dala hafa dregið hann til sín. Hann hefir alltaf verið einn af útvörð- um sinnar sveitar, og hamlað, á móti samdrætti byggðarinnar. Honum hefir alltaf fundist það áfall fyrir ísl. byggð þá dalajarð- irnar hafa lagzt í auðn. Hjálmar er greindur maður og gjörhugull, fróður um margt, og — umfram allt — hlýr í huga. Hann hefir jafnan verið reiðubú- inn til að miðla öðrum meira en hann þiggur. Hann dvelur nú í Villingadal hjá Jóni bónda þar, syni sínum. —o—■ GUÐMUNDUR SVEINSSON bóndi að Bjarnastöðum í Skaga- firði varð áttræður degi áður en Hjálmar varð 75 ára. Hann er fæddur í Fremri Svartárdal í Goðdalasókn — nú eyðijörð — 28. marz 1869. Foreldrar hans voru Sveinn Guðmundsson bóndi þar og kona hans Þorbjörg Ólafs- dóttir. Standa að honum traustar ættir og merkar, og þarf ekki langt að leita til þjóðkunnra ætt- menna hans. T. d. var Sveinn fað- ir hans þremenningur að frænd- semi við dr. Grím Thomsen, og fjórmenningur var Guðmundur við hinn kunna fræðimann og, um skeið, umdeilda stjórnmála- mann, dr. Valtý Guðmundsson, próf. við Hafnarháskóla. Guðmundur var elztur 15 syst- kina sinna. Ná'ðu 12 þeirra full- tíða aldri, hið yngsta er 59 ára. Tveggja ára gamall fluttist Guðmundur með foreldrum sín- um að Bjarnastaðahlíð í Vestur- dal. Hefir hann átt þar heima alla stund síðan. Árið 1900 giftist hann Ingibjörgu Friðfinnsdóttur frá Ábæ í Austurdal, ágætiskonu. Er hún 2 árum yngri en hann, og er enn á lífi. Eiga þau þrjú mann- vænleg börn. Þau hófu búskap að Bjarna- staðahlíð sama árið og þau gift- ust, fyrst á h álfri jörðinni, en fljótlega fengu þau hana alla til ábúðar, og bjuggu þar til 1946, að þau seldu hana, og búið, í hendur Gísla syni sínum. Höfðu þeir feðgar, Sveinn og' Guðmund- ur, þá búið þarna í samfellt 75 ár. Bjarnastaðahlíð er skemmtileg kostajörð. Þar hafði Hólastóll um langan aldur eitt af útibúum sín- um. Gúðmundur hefir stórbætt jörðina að húsakosti og túnaukn- ingu. Guðmundur er harðger maður og ósérhlífinn, þrekmikill og úr- ræðagóður. Hefir honum stund- um komið vel að búa yfir þeim kostum og skapgerð. Hann ann- aðist fjárhirðingu frostaveturinn 1880—-’81, þá 11 ára gamall. Hann sat hjá ám á heiðum uppi misl- ingasumarið 1882, sem samtíma- heimild segir um, að verið hafi „mörgum vetrum líkast“. Og hann fór fótgangandi norðan úr Skagafirði þrjá vetur á unglings- aldri, með þunga byrði á baki, til sjóróðra á opnum bátum frá Suð- urnesjum. Er sennilegt að þeir séu ekki margir á lífi nú orðið Norðlendingarnir, sem þreyttu þá raum En það var ekki sjórinn sem heillaði Guðmund. Það voru heimahagarnir. Það voru dalirn- ir, heiðarnar og öræfin inn af Skagafirði. Það mætti hugsa sér, að hann hefði þegar á unga aldri svarið því umhverfi æfilanga tryggð. Má fullyrða, að enginn (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.