Dagur - 23.03.1949, Síða 1

Dagur - 23.03.1949, Síða 1
Forustugreinin: Mannkynssagan og kenni- setningarnar. Sýnishorn af málflutningi kommúnista- flokksins. Dagu Fimmta síðan: Frásögn Manchester Guardian af þrælabúðum Rússa. XXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 30. marz 1949 13. tbi. Heimavktarbúsið nýja Myndin er af heimavistarhúsi Menntaskólans hér, sem nú er í smíðum. Er enn langt í land, að húsið verði fullbyggt og hæft til af- nota. I fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir 400 þús. kr. framlagi ríkissjóðs til áframhalds byggingar- innar, en einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Krist- jánsson, hefir flutt tillögu um að fella fjárveitinguna niður. Togaradeilunni lokið Kaldbakur farinn á veiðar Aðfaranótt sl. sunnudags lauk atkvæðagreiðslu sjómanna og út- gerðarmanna um síðari mála- miðlunartillögu sáttanefndarinn- ar og fór svo, að tillagan var sam- þykkt aí báðum aðilum á flestum stöðum á landinu. Hér á Akur- eyri sögðu 22 sjómenn já, en 13 nei. Togararnir fóru þá þegar að búa sig á veiðar. Kaldbakur fór héðan síðdegis á sunnudag. Mun skipið selja afla sinn í Þýzkalandi í næstu utanferð. Tvö skip Sambandsios losa vörur hér Tvö af skipum Sambands ísl. samvinnufélaga hafa að undan- förnu losað vörur á höfnum Vest- ur- og Norðurlandsins. Leigu- skipið „Vigör“ kom hér í gær og losar hér salt. „Hvassafell" kom í nótt að vestan, og losar hér se- ment. Leiguskipið Herma, sem hingað kom á vegum SÍS með kol og varð fyrir vélarbilun, var hér enn í gær, en viðgerð þá um það bil lokið og mun skipið væntan- lega sigla til Noregs í dag eða nótt. ísland gerist stofnaðili Atiantshafsbandalagsins Áfengisverzlunin græddi nærri 53 millj. kr. á s. 1. ári í nefndaráliti Fjárveitinga- nefndar Alþingis, um fjárlaga- frumvarpið, kemur það fram, að rekstrarafgangur Áfengisverzl- unar ríkisins á sl. ári varð 52.89 millj. króna. Mun þetta langmesti gróði fyrirtækisins til þessa. Vantraustið fellt með 37:9 Við lok útvarpsumræðunn- ar frá Alþingi sl. mánudags- kvöld voru greidd atkvæði um vanstrauststiílögu þá, er kommúnistaf höfðu borið fram á ríkisstjórnina. Var til- laga þeirra felld með 37 atkv. gegn 9. Finnn þingmenn sátu lijá. Einn var fjarverandi vegna veikinda, Steingr. Að- alsteinsson. Þeir fimm þing- menn sem sátu hjá voru Her- mann Jónasson, Páll Zóphóní- asson og Skúli Guðmundsson, Framsóknarfl., og Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdi- marsson, Alþýðufl. — Gerðu þingmennirnir allir grein fyr- ir því, hvers vegna þcir sátu hjá. Kommúnisfar boða handtökur - jafnve! aftökur - andstæðinga sinna! Kommúnistar hai’a síðustu dagana færst svo í aukana í áróðri sínum gegn Atlantshafsbandalaginu, að þegar rökin liefir þrotið hafa þeir gripið til liótana. Það vakti athygli al- þjóðar í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld, er formaður Kommúnistaflokksins, Brynjólfur Bjarnason, hótaði þingmönninn því, að með þá skyldi síðar meir farið eins og Kvisling (þ. e. þeim stillt upp við vegg og þeir skotn- ir), ef þeir samþykktu inngöngu íslands í Atlantshafsbanda- lagið. Annar af foringjum kommúnista hefir látið svipaðar hótan- ir frá sér fara í Þjóðviljanum. Segir þar svo 25. þ. m.: „.... Þeir íslendingar, sem nú hafa forustu í því, að við göngum í Atlantshafsbandalagið, yrðu dæmdir stríðsglæpa- menn (þ. e. þegar kommúnistar hefðu náð völdunum eftir sigur Rússa á ,,auðvaldsríkjunum“) og endalok þeirra yrðu sennilega litlu véglegri en viðskilnaður stórnazistanna í Númberg....“ En nazistaforingjarnir voru, sem kunnugt er, hengdir. Þessi málafærzla kommúnista sýnir ofbeldisinnrætið og hina takmarkalausu fyrirlitningu á skoðanafrelsi einstaklinganna. Þarf nokkur að efast um, hvernig yrði háttað einræði kornrn- únistaflokksins hér, fengi hann utanaðkomandi liðstyrk til þess að koma því á? Yfirlýsingar kommúnistaforingjanna nú, sýna greinilega, hvers konar kúgunar- og ofbeldisstjórn kommúnistar helzt hugsa sér. Þessar vesælu hótanir fyrirhitta þó enga hér, í lýðfrjálsu landi, nema ofbeldismennina sjálfa, og vekja fyrirlitningu allra sæmilegra manna. Mörg eyfirzk skip stunda togveiðar og fiskflntninga Mörg eyfirzk skip stunda um þessar mundir togveiðar hér fyrir norðan eða á fiskimiður sunnan- lands og munu sjálf sigla með aflann á erlendan markað. Þessi skip eru m.b. Auður, m.b. Narfi, v.s. Súlan, m.b. Eldey og m.b. Haukur. Þá er v.s. Snæfell að búa sig á togveiðar. E.s. Bjarki hefir að undanförnu stundað línuveiðar og sigldi fyrir skemmstu með aflann til Bret- lands. Seldi hann þar 1538 kits fyrir 4553 sterlingspund í sl. viku. A. m. k. þrjú skip héðan hafa keypt fisk til útflutnings. M.s. Stjarnan er nú á leið til Bretlands með fiskfarm héðan úr Eyjafirði, m.s. Akraborg hleður hér um þessar mundir og m.s. Sæfinnur hefir verið í fiskflutn- ingum frá Austfjörðum. Tillaga um að fela ríkisstjórninni að undirrita sáttmálann til umræðu á Alþingi í gær Utanríkisráðíierrann flýgur vestur um haf nú í vikunni Síðastl. mánudag lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þátttöku íslands í Norður-Atlantshafs- bandalaginu. Samkvæmt tillögunni er ætlast til að ísland ger- ist stofnaðili að varnarsamtökum lýðræðisþjóðanna. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórniimi að gerast stofnaðili fyrir íslands hönd að Norður-Atlantshafssamningi þcim, sem fulltrúar Bandaríkjanna,' Belgíu, Bretlands, Frakklands, Hollands, Kanada og Lúxembúrg hafa orðið ásáttir um og prentaður er sem fylgiskjal með ályktun þessari. Umræður á Alþingi í gær. Tillaga ríkisstjórnarinnar kom til fyrri umræðu á Alþingi í gær. Hófst umræðan kl. 10 árd. og stóð Úthlutun skömmtunar- seðla hafin Uthlutun skömmtunarseðla fyr- ir næsta skömmtunartímabil er hafin í úlhlutunarskrifstofunni hér og á henni að vera lokið 31. marz. Nú um mánaðamótin falla úr gildi kornvöru-, kaffi- og hreinlætisvörureitirnir af núgild- andi seðli, sömuleiðis skammtar nr. 4 og 5 út á smjör. Ennfremur falla úr gildi skammtar 9 og reit- irnir L2—L6 úr skömmtunarbók f. árs (smjörlíki). Vefnaðarvöru- reitir, skómiðar og sokka- skammtur (skammtur 2 og 3) halda gildi sínu þetta ár. Ráðlegt er að geyma reitina skammtur 1, 6 og 7, ef ske kynni að þeim yrði gefið gildi síðar. Kaupdeiluimi í Ðalvík lokið Hinn 24. þ. m. hófst verkfall í Dalvík hjá verkalýðsfélaginu þar. Höfðu samningaumleitanir fé- lagsins og atvinnurekenda þá strandað eftir að hafa staðið lengi yfir og málinu skotið til héraðs- sáttasemjara Þorst. M. Jónsson- ar. Verkalýðsfélagið fór fram á sama kaupgjald og greitt er fyrir hliðstæða vinnu hér á Akureyri. Sáttasemjari bar fram miðlunar- tillögu, og á fimmtudaginn fór fram atkvæðagreiðsla um hana. Var tillagan þá felld með litlum atkvæðamun. Kom þá til fram- kvæmda áður boðað verkfall, en það stóð stutt, því að á sunnu- dag komu deiluaðilar sér saman um lausn deilunnar og var sam- komulagið að mestu leyti byggt á miðlunartillögu sáttasemjai-a, með nokkrum breytingum þó, aðallega á kaupi kvenna. mestan hluta dags. Var jafnvel búizt við því í Reykjavík í gær- kveldi að hún mundi standa fram. á nótt, en annars mun ætlunin hafa verið að hefja 2. umræðu strax að 1. umræðu lokinni og af- greiða málið í nótt. Ef kommún- istar hins vegar tefja fyrri um- ræðuna með málþófi fram á nótt- ina, má búast við að 2. umræðan verði ekki fyrr en í dag og ljúki þá í kvöld eða nótt. — Umræð- urnar í gær voru allhvassar á köflum og héldu kommúnistar uppi árásum á fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar og lýðræðisflokk- anna. Aðrir höfðu ekki talað gegn tillögunni, er blaðið ræddi við fréttaritara sinn í Reykjavík í gær. Allt rólegt í Reykjavík. Kommúnistar höfðu haft við orð að hindra Alþingi með ofbeldi að taka ákvörðun í málinu, en ekkert bar á þeim viðbúnaði í gær. Var allt með kyrrð og spekt. Lögregluvörður var þó hafður við Alþingishúsið. Margt manna var á áheyrendapöllum allan daginn. Þurftu menn aðgöngu- miða að pöllunum og fengu þing- menn 3 aðgöngumiða hver til af- hendingar. Utanríkisráðherran mun fljúga vcstur. Fyrirfram er vitað, að tillaga ríkisstjórnarinnar verður sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta. Hafa miðstjórnir og þing- flokkar allra lýðræðisflokkanna þegar lýst fylgi sínu við þátttöku íslands í bandalaginu. Undir- skrift sáttmálans mun fara fram í Washington hinn 4 .apríl næstk. og verða utanríkisráðherrar bandalagsríkjanna þá saman- komnir þar. Ætlað er að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra muni fljúga vestur nú seint í vik- unni og undirrita sáttmálann af hálfu íslands.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.