Dagur - 23.03.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 23.03.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 30. marz 1949 DAGUR 5 ERLEND TÍÐINDI: Vesfurveldin saka Rússa um að þeir geymi 8-14 millj. þræla í fangabuðum sínum Rússar neiía Sameinuðu þjóðunum um leyfi til að rannsaka málið Grein í „Manchester Guardian“ Síðustu mánuðina haía sífellt orðið háværari raddimar, sem hafa haldið því fram, að þrátt fyrir mannréttindaskrá Samein- uðu þjdðanna og aðrar sam- þykktir á alþjóðaþingum, við- gengist ægilegt þrælahald í fangabúðum, sem Rússar starf- rækja austur í Asíu og í löndum þeim, er þeir hersitja. Rússland er lokað land og erf- itt hefir reynzt að fá fregnir af þessum atburðum staðfestar. Þó hefir borið við, að menn hafa sloppið úr þrælabúðum þessum og hafa skýrt frá reynslu sinni. Eru slíkar frásögur nú orðnar margar og er talið, að í þeim sé að finna óyggjandi sönnunargögn um hina ægilegu fyrirlitningu rússnesku valdhafanna á réttind- um einstaklingsins og vestrænum mannúðarhugsunum. — Þar kom loks í febrúar sl., að Mayhew að- stoðarutanríkisráðherra Breta bar þessar sakir opinberlega á Rússa á fundi í Efnahags- og fé- lagsmálastof nun Sameinuðu þ j óð- anna. Hið frjálslynda og áreiðan- lega brezka blað „Manchester Guardian“, ræðir þessi mál í mjög athyglisverðri ritstjórnar- grein seint í febrúar sl. Fér hér á eftir frásögn blaðsins: Frásögn „Manchester Guardian“. Hinn 15. • febrúar sl. skýrði Christopher Mayhew, aðstoðar- utanríkisráðherra Breta, þingi Efnahags- og félagsmálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, í Lake Success, frá því, að 200—300.000 fangar væru nú hafðir í haldi í fangabúðum á hernámssvæði Rússa í Þýzkalandi, og allt að því tvær milljónir þýzkra stríðsfanga væru enn „eitthvað að gera“ í Sovétríkjunum sjálfum. Fulltrúi frá ameríska verklýðssamband- inu, lagði fram skjal, þar sem skráð var frásögn nokkurra þeirra manna, sem höfðu sloppið úr fangabúðunum. Þessi skýrsla, sagði fulltrúinn, „hlýtur að vekja þá ákvörðun í brjóstum þeirra, sem búa við frelsi og mannúðleg- ar umgengnisvenjur, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hjálpa þeim, sem við hörmungar þessar búa, og eru orðin „fórnardýr“. í þessum um- ræðum báru fulltrúar Vestur- veldanna fram þær ásakanir á hendur ráðstjórninni rússnesku, að hún héldi í þrældómi og ves- aldómi 8—14 milljónum manna og þau kröfðust þess, í nafni mannúðarinnar og alls mann- kynsins, að alþjóðleg nefnd fengi leyfi til þess að kynna sér að- stæður þær, sem þessu fólki eru búnar. Næg sönnunargögn. Sönnunargögn þau, er sífellt hlaðast upp, réttlæta fullkomlega þessar ægilegu ásakanir og kröfu þá, sem Vesturveldin báru fram. Rússland er meðlimur Samein- uðu þjóðanna og hefur skuld- bundið sig til þess, samkvæmt 55. grein stofnskrárinnar, að „efla alls staðar virðingu fyrir og sjá um að í heiðri séu haldin mann- réttindi einstaklinganna og und- irstöðufrelsi allra manna án tillits til kynþáttar, kynferðis, tungu- máls eða trúarbragða". Ef ásök- unin hefði verið staðlausir stafir, mátti búast við því að Rússar myndu fagna því að fá tækifæri til þess að sanna sakleysi sitt, og vissulega bar skylda til að veita þeim það tækifæri samkvæmt öllum réttarreglum siðaðra þjóða. En í staðinn fyrir að grípa tæki- færið, svaraði Sovét-fulltrúinn með orðum, sem voru þannig valin, að ásökununum var ekki beinlínis neitað, heldur sagði hann ræður vestrænu fulltrúanna „andstyggileg meiðyrði". Hann hélt því fram, að tillagan um að senda alþjóðlega rannsóknar- nefnd til Rússlands væri ekkert nema barnaleg tilraun til þess að gera bandarískum njósnurum mögulegt að ferðast um Sovét- ríkin. Hann bætti við að ferðalög um Sovétríkin væru „stranglega bönnuð öllum Sovét-höturum“. Að hata Sovétríkin er verknað- ur, sem hægt er að skilgreina á margvíslegan hátt, sérstaklega ef hinir tortryggnu þjónar rúss- nesku leynilögreglunnar eiga að annast skilgreininguna. En ef dæma skal eftir nýlegum hand- tökum þeirra, virðist allt, sem ekki nálgast fullkominn og blind- an undirlægjuskap, „hatur“, sem réttlæti handtökur og fangelsan- ir. Um miðjan febrúar létu þeir t. d. handtaka frk. Anna Louise Strong, sem fram að þeim tíma var í hópi hæfustu áráóðurs- manna hins rússneska skipulags erlendis (hún var ritstjóri Mos- cow Daily News) og þessi verkn- aður skýrir nokkuð, hvað þeir eiga við, er þeir tala um Sovét- hatara. Ef hin einlæga og langa barátta þessarar konu fyrir mál- stað Sovétríkjanan var ekki þyngri á metunum hjá valdhöf- unum austur þar en áróðursgildi þess heima fyrir, að handtaka út- lenda konu og saka hana um njósnir — 64 ára gamla — þá má geta sér nærri, hvert tækifæri venjulegir Sovét-borgarar hafa til þess að sanna sakleysi sitt, ef þeir verða svo ógæfusamir að vekja á einhvern hátt grun yfir- valdanna. Lítill munur á MVD og Gestapo. Segja má með sanni, að ef munur er á rússnesku leynilög- reglunni, MVD, og Gestapo í þúsundáraríki Hitlers, þá sé hann sá, að starfsemi Rússa er um- fangsmeiri og enn tilviljunar- kenndari. Samkvæmt frásögn Mayhew aðstoðarutanríkisráð- herra, hefir rússneska leynilög- reglan nú hneppt fleira fólk í fangabúðir á hernámssvæði slnu í Þýzkalandi síðan í stríðslok, en sjálfur Hitler treystist til að geyma þar á öllum 12 ríkisstjórn- arárum sínum. Og það sem meira er: MVD virðist umgangast fanga sína af slafnesku kæruleysi um eigin starfshætti, svo að lífið und- ir stjórn hennar hlýtur að vera ennþá ömurlegra fyrir fangana en var í fangabúðum Hitlers. — Fyrir 10 árum gátu fangarnir í Buchenwald verið nokkurn veg- inn vissir um það, að fangaverð- irnir hefðu skrá um fanga sína og mundu jafnvel hafa registur handtækt, sem sýndi hvernig og hvers vegna viðkomandi fangi komst í hendur þeirra. í Buchen- wald nú í dag vita fjölmargir hinna óhamingjusömu manna, sem þar sitja, ekkert um það með vissu, hvers vegna þeir eru þar komnir. Engin trygging er heldur fyrir því, að þeir eða yfirvöldin geti gert sér nokkra grein fyrir því lengur. Reynsla menntaðs Svisslendings. Þessu eitraða kæruleysisand- rúmslofti gagnvart einstaklingn- um og samþykki yfirvaldanna á þessu ástandi, er samvizkusam- lega lýst af dr. Waldemar Hoeff- ding, fréttamanni frá „Neue Ziir- icher Zeitung“. Dr. Hoeffding var handtekinn í Berlín af MVD 27. apríl 1945. Hinn 5. september 1948, þegar loftflutningarnir til Berlínar voru hafnir fyrir alvöru, notaði hann tækifærið, er drun- ur Skymastervélanna yfirgnæfðu allt annað, að flýja úr fangelsinu í Potsdam og tókst honum að komast undan. Blað hans hefur nú nýlega lokið við að birta gi'einargerð hans um lífið í fanga- vistinni. Greinar hans eru lausar við allt yfirlæti og löngun til hefnda, en þær innihalda þungar ásakanir og sönnunargögn og eru eitt hið mest sannfærandi plagg, sem birt hefur verið um aðferðir Sovétstjórnarinnar og hið gífur- lega tillitsleysi gagnvart réttind- um og lífi einstaklinganna, sem hún beitir. Svo virðist, sem dr. Hoeffding hafi verið handtekinn vegna þess a& hann leitaði að- stoðar rússnesks foringja, en starf þessa foringja var að hafa upp á njósnurum og hann hefir aug- sýnilega ekki kunnað aðrar að- ferðir gagnvart útlendingum, sem hann kunni ekki deili á. For- ingi þessi rökstuddi handtökuna þannig: „í fyrsta lagi eru allir fréttaritarar njósnarar, jafnvel peir, sem eru frá hlutlausum löndum. í öðru lagi var Svissland alls ekki hlutlaust í þessu stríði. Svissland var fasistískt.“ Eftir handtökuna var þessi svissneski fréttamaður látinn fara fótgang- andi í flokki fanga alla leið til Tékkóslóvakíu, og síðan aftur til Þýzkalands og eftir það tóku við yfirheyrslur, sem stóðu samfleytt í 50 klukkustundir. Dr. Hoeffding komst að þeirri niðurstöðu, að fangaverðir hans hefðu gleymt því, eða gætu ekki skilið, hvers vegna þeir hefðu handtekið hann í fyrstu ,en væru hræddir við að taka á sig ábyrgðina af því að sleppa honum. Frjálsar þjóðir standa í þakkarskuld við dr. Hoeffding og hið ágæta blað hans fyrir greinargerð, sem er eins mikilvæg og sannfærandi og nokkuð það annað, sem birt hefir verið í máli þessu. í Lake Success vildu Vesturveldin að málflutn- ingur dr. Hoeffding og annarra slíkra yrði prófaður af rannsókn- arnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna. En Rússar harðneituðu að leyfa slíka rannsókn....“. Þannig lýkur frásögn hins brezka blaðs. Vissulega er hún athyglisverð. Þar er þó mest rætt um þær ógæfusömu manneskjur, sem sitja í fangabúðum Rússa í Þýzkalandi. En færri fregnir fara af þeim milljónum, sem þrælkað- ar eru í námum og öðru erfiði í Síberíu og annars staðar í Asíu. En þær fregnir, sem berast með þeim örfáu einstaklingum, sem þaðan komast lífs af, benda til þess, að kommúnistaríkið sé komið enn lengra í kúgun og grimmdaræði gagnvart þeim, sem grunaðir eru um andstöðu við stjórnarstefnuna, en sjálfur Hitl- er komst nokkru sinni á sinni velmaktartíð. Sheaffer’s- skrúfblýantur, með gullhettu, hefur tap- azt. — Finnandi vinsamlega geri aðvart á afgreiðslu Dags. Útsæði til sölu (Gullauga). Pantið í síma. Sé um heimflutning. Guðm. Guðmundsson, Knararbergi. ATVINNA Vil ráða stúlkur í vor, eða til kaupavinnu í sumar. Criiðm. Guðmundsson, Knararbergi. HERBERGI stórt og rumgott, til leigu. Hentugt fyrir tvo. Afgr. vísar á. 7rá bókamarkaðnum: Ný bók, en jió gömul Kvæði og leikir handa börn- um. Safnað hefur Halldóra Bjarnadóttir. Þriðja útgáfa. Útgefandi Halldóra Bjarna- dóttir. — Prentverk Odds Björnssonar. 1949. Síðan önnur útgáfa þessarar bókar kom út, eru nú liðin 30 ár, og hefur hún því lengi verið ófá- anleg í bókabúðum. Nú er úr því bætt, er bókin er komin út í óriðja sinn. Kverið náði áður miklum vinsældum meðal for- eldra og kennara, og þá ekki síð- ur meðal barnanna sjálfra. Hér heilsar því gamall góðkunningi, sem ætla má að verði aufúsugest- ur og fái hinar beztu viðtökur. í kverinu eru yfir 100 ljóð og ljóðabrot, einstakar vísur og kvæði, sálmar og bænir, þulur og ljóðaleikir, flest eftir kunn skáld svo sem Pál Árdal, Jónas Jónas- son, Matthías Jochumsson, Stein- grím Thorsteinsson, Benedikt Gröndal, Þorstein Gislason, Jón- as Hallgrímsson, Björn Halldórs- son, Helga Helgason, Valdemar Briem, Kristján Jónsson, Pál Ol- afsson, Valdemar Snævarr, Guð- mund Guðmundsson, Hallgrím Pétursson o. fl. Nokkuð er líka af ljóðum eftir ókunna höfunda. — Mest eða allt efni kversins er við barna hæfi, en fjöldi fullorðins fólks mun og geta notið ánægju af því. Ekki sízt munu Ijóðaleik- irnir vera kærkomnir börnum, og fylgja þar leiðbeiningar um, hvernig leikirnar eiga að fara fram. Mörgum af sönghæfu ljóð- unum fylgja nótur. Kverið á að geta orðið börnum til uppbyggingar og gleði. Pappír, prentun og allur frá- gangur er í góðu lagi, og prent- villur munu tæplega finnast. Lítið herbergi óskast, helzt með einhverju lítilsháttar a£ húsgögnum. Afgr. vísar á. Lán óskast Ungur bóndi óskar e£tir láni, að upphæð 20—25.000 kr., til kaupa á bústofni og vélum, gegn veði og góðri ábyrgð. Upplýsingar í síma 270, eftir kl. 7 á kvöldin. Atvinna Vantar STÚLKUR til eldússtarfa. HÓTEL KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.