Dagur - 30.03.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 30.03.1949, Blaðsíða 1
F or ustugreinin: Hið óttalega Atlantshafs- bandalag og málflutning- ur kommúnista. XXXH. árg. Akureyri, miðvikudaginn 23. marz 1949 Skiþ Sambándsins á Akureyri Fyrir nokkru var greint frá bví hér í blaðinu að tvö skip á vegum SÍS væru hér að losa vörur. Myndin er af skipunum hér við bryggj- urnar. „HvassafeII“, sem flutti hingað sement o. fl. er við nyrðri Torfunefsbryggjuna, cn lciguskipið „Herma“, er flutti kol hingað, við syðri bryggjuna. „Herma“ liggur hér enn cftir vélarbilunina, sem frá var sag tí síðasta tbl. og er óráðið uni burtför þess. Fegnmarfélag Akureyrar formlega stofnað s.L miðvikisdagskvöid Rösklega 400 bæjarmenn þegar félagsmenn Danir senda flokk sérfróðra lækna og hjúkrunarliðs á veffvang undir eins og lömunarveiki verður varf Sjúkraleikíimi gefst bezt við lækningu lamaðra Síðastl. miðvikudagskvöld var haldinn framhaldsstofnfundur Fegrunarfélagsins og var þar gengið formlega frá stofnun fé- lagsins, lög samþykkt og stjórn kjörin. Félagsmenn eru nú orðn- ir á fimmta hundrað talsins og enn munu margir eiga eftir að skrá sig til þáttöku. Áðalfimdur F ramsóknarf élags Akureyrar Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar var haldinn að Gilda- skála Hótel KEA sl. mánudags- kvöld. Formaður félagsins, Mar- teinn Sigurðsson bæjarfulltrúi, flutti skýrslu um störf félagsins á árinu, en gjaldkerinn, Kristófer Vilhjálmsson, skýrði frá hag fé- lagsins. Er hagur þess góður. I stjórn voru kjörnir: Marteinn Sigurðsson, formaður, Eiríkur Sigui-ðsson, ritari, Kristófer Vil- hjálmsson, gjaldkeri, Halldór Ás- geirssön og Jón Oddsson með- stjórnendur. í fulltrúaráð félags- ins voru kjömir þessir menn: Kristinn Guðmundsson, Þorst. M. Jónsson, Brynjólfur Sveins- sön, Haukur Snorrason, Jakob Frímannsson, Ingimar Eydal, Þorsteinn Stefánsson, Olafur Magnússon, Björn Þórðarson, Björn Sigmundsson, Jóhann Frí- mann og Þorsteinn Davíðsson. Félagið var skírt Fegrunarfélag Akureyrar. í lögum félagsins um tilgang þess og starfssvið segir svo m. a.: Tilgangur félagsins er: Að vekja áhuga almennings fyrir útliti, skipulagi og hollustuháttum bæj- arins. Að stuðla að hvers konar viðleitni til fegrunár bæjarins, m. a. með því að koma upp skrúð- görðum, prýða hús og garða bæj- arbúa og vinna að því að lista- verk verki sett upp á viðeigandi stöðum, eftir því sem geta og að- stæður leyfa. Að hvetja bæjarbúa til sem beztrar umgengni og fá þá til liðs við félagið við útrým- ingu hvers konar skemmdar- hneigðar gagnvart mannvirkjum og gróðri. Að beita sér gegn hverjum þeim róðstöfunum af hálfu einstaklinga og yfirvalda, er kunna að óprýða bæinn og umhverfi hans. Félagið hyggst ná þessum tilgangi sínum með víðtækri fræðslustarfsemi og leiðbeiningum. Stjórn kjörin. Á fundinum var kjörin stjórn félagsins og skipa hana þessir menn: Finnur Árnason garð- yrkjuráðunautur, form., Jóhann Kröyer deildarstjóri, Jóhann Þorkelsson héraðslæknir, Eyjólf- ur Árnason gullsmiður, frú Dag- mar Sigurjónsdóttir, frú Malfríð- ur Friðriksdóttir og Kristinn Jónsson heilbrigðisfulltrúi. Þingi og þjóð bráðlega skýrt frá viðræðumim í WasMngton í gær birti Tíminn viðtal viðtal við Eystein Jónsson menntamála- ráðherra um sendiförina til Was- hington og viðræður íslenzku sendinefndarinnar við forustu- menn Atlantshafsbandalagsins. í viðtalinu segir ráðherrann m. a.: — Á þessi stigi málsins get eg sagt það eitt, að við gerðum margvíslegar fyrirspurnir til Acheson utanríkisráðherra og ráðgjafa hans, og fengum greið svör af þeirra hálfu. Mun þetta mál áreiðanlega liggja ljósar fyrir þingi og þjóð, þegar við höfum skýrt frá vitneskju sem við öfl- uðum okkur; Að þessu sinni get eg ekki skýrt frá einstökum atr- iðum, en í dag og kvöld (þ. e. sl. jnánudag) munum við sitja fundi með ríkisstjórninni og þingflokk- unum. Næstu daga verður þingi og þjóð skýrt frá öllum málsatr- iðum varðandi vesturförina . Eg vil vekja athygli á einu atr- iði, sem raunar kemur ótvírætt fram í tveimur greinum samn- ingsins, því atriði, að hver þjóð um sig á að róða því sjálf, hvað hún leggur af mörkuni. bvzka verkafólldð fær 5-7ÖÖÖ kr. á ári Búnaðarfélag íslands birti í fyrrakvöld tilkynningu til bænda, varðandi ráðningu þýzka fólksins til landbúnaðarstarfa, en fullnað- arleyfi hernaðaryfirvaldanna í Vestur-Þýzkalandi er nú fengið. í tilkynningunni sagði ennfrem- ur, að bafndur þeir, sem óska eft- ir, að fá fólk þetta til starfa hjá sér, skuli hafa tilkynnt Búnaðar- félaginu fyrir næstu mánaðamót. Bændum ber að gefa Búnaðarfé- laginu umboð til að sækja um at- vinnu- og landvistarleyfi fyrir hjú sín, svo og umboð til að und- irrita ráðningarsamning við þau. Gert er ráð fyrir að árskaup kvenna verði 5000 kr„ en karla 7000 kr„ fyrsta árið, en þar við bætist að bændur þurfa að greiða kostnað við flutning fólksins til landsins. Gera má ráð fyrir, að sá kostnaður verði 750—1000 kr. á mann, en það fer mjög eftir þvví, hve margt fólk verður ráðið. Bú- izt er við að verkafólkið komi hingað til lands í maí næstk. Til þess að þetta sé fjárhagslega hagkvæmt, varðandi flutningana, þyrfti að ráða ekki færri en 200 manns. Danska blaðið „Nationaltid- ende“ birti hinn 8. niarz sl. viðtal við dr. med. Svend Clennnesen yfirlækni, sem stjórnar baráttu danskra heilbrigðisyfirvaldagegn lömunarveiki. Skýrir læknirinn þar m. a. frá því, að Danir hafi nú jafnan til taks flokk sérfróðra manna, sem sendur er á vettvang þegar í stað, er lömunarveiki verður vart. Aðsetur flokksins er í Kaupmannahöfn, en liann á að starfa hvar sem nauðsyn krefur í landinu. Danir eru taldir standa mjög framarlega í meðferð lamaðra manna og Dr. Clemmesen er einn af þeirra færustu sérfræðingum á þessu sviði. Um þessar mundir er hann vestur í Bandaríkjum að flytja fyrirlestra um reynslu sína á vegum ameríska læknafélags- ins. í viðtalinu við Nationaltid- ende segir læknirinn m. a. svo: — Við erum búnir að stofna umferðaflokk, sem ó að ná til alls landsins. í stofnun Lömunar- vai'nafélagsins vinna 20 sérfróðir menn í sjúkraleikfimi og við get- um nú sent lækna, hjúkrunar- konur, nuddara og sjúkraleik- fimimenn hvert á land sem er, eftir því sem nauðsyn krefur hverju sinni. Sjúkraleikfimi er nú orðin aðalaðferðin í meðferð lamaðra á stofnuninni. Reynsla okkar og kenningar um þessi efni eru nú komin á það stig að Bandaríkjamenn vilja gjarnan heyra nánar um hvort tveggja og þess vegna er eg á förum vestur um haf. Bjartsýnismaður. Eg get upplýst, segir læknir- inn ennfremur, að nú orðið geng- ur mun betur en áður og betur en almenningur heldur að lækna lamað fólk. Eg er miklu bjart- sýnni nú um árangurinn af starf- inu heldur en eg var, er eg fyrst fór að fást við þessa hluti. Eg veit nú af reynslunni, að jafnvel þeir, sem harðast verða úti, geta lært að verða sjálfbjarga í lífinu. Og fólkið sjálft er haldið þessari bjartsýni.... Undarlegur sjúkdómsfaraldur á íslandi. Enn segir læknirinn: Við telj- um nauðsynlegt að hafa flokk manna jafnan tilbúinn til þess að ferðast um landið, m. a. vegna þess, að lömunarveikin er svo kenjótt og undarleg, að hún sýnir Fimmta síðan: Texti Atlantshafssáttmál- ans. — Skíðakeppni á messutíma. 12. tbL mjög mismunandi hliðar í hvert sinn, er hennar verður vart. Af þeim sökum þarf fólkið úti á landi að geta notið þeirrar reynslu, sem við höfum aflað okkur, og sjálfir getum við lært mikið af hverju nýju tilfelli. Ný- lega hefir t. d. geysað mjög ein- kennilegur faraldur á íslandi.' í Akureyrarbæ veiktust 8—10% íbúanna, en enginn lézt, en sér- kennilegast var e. t. v. það, að 2/3 af þeim, sem vefktust voru konur. — Og hvað má læra af þessu? Ennþá er ekkert hægt um það að segja, en vissulega mun það hafa þýðingu fyrir rannsóknir á eðli veikinnar. Staðreyndirnar hjálpa smátt og smátt til þess að upplýsa allan leyndardóminn um sjúkdóminn. Þegar vitum við að í Danmörku var veikin ekki til fyrir 1907. Við vitum að veikin er að færa sig upp á skaftið og ná til sífellt hærri aldursflokka. Við vitum að það er hættulegast að fá lömunarveiki innan 12 ára aldurs. Á þeim órum afmyndar veikin líkamann mest og það er nú mest um vert að fylgjast nákvæmlega með börnum, sem lömun hafa fengið, allan uppvaxtartímann. Um smitun vitum við ekki nægilega mikið, en athyglisvert er, að það hefir sannast að áhöfn á kafbát fékk lömunarveiki af því að menn smituðu hver annan þar um borð. Hins vegar mjög sjald- gæft að börn í skólastofu smiti hvort annað. Þegar skólum ei lokað, er lömunarveiki kemur upp, er það varúðarráðstofun, en í rauninni er smithættan mest með fæðunni og er oftast meiri ástæða til þess að hætta matgjöf- um í skólum en hætta kennsl- (Framhald á 8. bls.). Filsvörm læiwkuðu í meðförum bæjar- stjórnar í síðasta blaði var greint frá fjárhagsáætlun bæjarins, eins og hún var eftir endanlega af- greiðslu bæjarráðs. Á bæjar- stjórnarfundi fyrra þriðjudag var óéætlunin afgreidd af hálfu bæj- arstjórnar og voru þar gerðar nokkrar breytingar á henni. — Veigamest er sú, að útsvarsupp- hæðin var lækkuð um 82 þúsund krónur og skal nú jafnað niður kr. 5.042.160.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.