Dagur - 30.03.1949, Blaðsíða 2
2
DAGVR
Miðvikudaginn 23. marz 1949
Torskildir vegir kommúnista
Rísið ekki gegn meingerðamanninum,
er kenning þeirra
Vegir kommúnista eru tor-
skildir, eða svo finnst mörgum.
í Rússlandi og leppríkjum þess
eru stjórnarandstæðingar settir í
fangabúðir og eiga ekki þaðan
afturkvæmt. Þetta stjórnarfar
segja kommúnistar að sé hið full-
komnasta lýðræði og æðsta fyr-
irmynd.
Á íslandi eru kommúnistar í
stjórnarandstöðu. — Þeir hafa
marglýst yfir því, að þeir vinni að
því eftir megni að reka stjórnina
frá völdum. Samkvæmt þeirra
eigin kenningu um fyrirmynd
stjórnarfarsins í Rússlandi, ætti
íslenzka ríkisstjórnin að láta taka
kommúnista, stinga þeim í fang-
elsi og láta þá dúsa þar til ævi-
loka og bíta þar lítinn kost.
Ekki mundu samt kommúnist-
ar fella sig vel við, að þeir væru
lokaðir inni í fangelsi fyrir
stjómarandstöðu sína. Þeir
myndu kalla slíkar aðfarir hrylli-
legt ofbeldi og svörtustu kúgun,
eins og það líka væri. En þegar
sömu aðferðum er beitt austan
járntjaldsins gegn stjórnarand-
stöðunni þar, þá er þeim sungið
lof og dýrð af kommúnistum.
Af þessu er auðsætt, að komm-
únistar ætlast ekki til að rúss-
neskt stjórnarfar sé tekið upp á
íslandi, fyrr en kommúnistar’eru
seztir þar að völdum. Þeir kæra
sig ekki ekkert um að vera lok-
aðir inni í fangaklefum, en þeir
áskilja sér rétt til að níðast á
öðrum, þegar þeir komast hönd-
um undir.
En það mega kommúnistar vita,
að sterkur meiri hluti íslenzku
þjóðarinnar lætur það aldrei við-
gangast, að rússneskt stjórnarfar
festi rætur á íslandi, nema þjóðin
verði kúguð til þess með ofbeldi.
En er það ekki einmitt það, sem
kommúnistar keppa eftir með
öllum sínum tilræðum og vél-
ræðum?
Kenningar kommúnista um
„kristilegt“ framferði.
Þó að kommúnistar krefðust
þess fyrir fáum árum, að íslend-
ingar færu í stríð við Þjóðverja,
þá prédika þeir nú kröftugiega,
að íslenzka þjóðin verði að halda
sér stranglega við hlutleysi. Svo
harðir eru þeir í hlutleysislín-
unni, að þeir telja það sálarháska,
að íslendingar afli sér öryggis
gegn ofbeldi og árás. Og þeir hafa
fengið bandamenn, sem segja, að
það sé ókristilegt að verja sig
gegn misþyrmingum. Þeir minna
á orðin: Rísið ekki gegn mein-
g'erðamanninum.
En hvernig er svo þetta hlut-
leysi kommúnista?
Þeir halda því frcim, að Banda-
ríkjamenn séu meingerðamenn í
garð íslendinga, æt.li að fleka þá
inn í hernaðarbandalag við sig og
svifta þá síðan öilu þjóðarsjálf-
stæði. Gegn þessu fyrirhugaða
ofbeldi Bandaríkjamanna vilja
þeir láta þjóðina bindast vai’nar-
samtökum. Þetta brýtur nú
reyndar alveg í bága við þá
kenningu, að ekki megi verja sig
gegn meingerðamanninum, af því
að það sé ókristilegt.
Ut úr þessu verður aðeins
dregin ein áiyktun, og hún er á
þessa leið:
Við eigum áð verja .okkur fyrir
ofbeldi frá Bandaríkjunum. Það
er hvorki hlutleysisbrot eða
ókristilegt. En við megum á eng-
an hátt treysta öryggi okkar fyrir
ofbeldi. ,og árásum úr austurátt.
Það er bæði hlutleysisbrot og
ókristilegt. ísland á að vera opið
og varnarlaust fyrir yfirgangi
Rússa.
Friðarvilji Rússa.
Af sama -toga er þaðispunnið að
kommúnistum yer;;;'meinilla við
alla efnahagsþróun Vestur-Ev-
rópu og alla Marshallaðstoð í því
sambandi. Þeim er það mikið
áhugamál að lýðræðisríkin verðj
efnalega ósjálfstæð og einangruð
hvert frá öðru. Þá er miklu auð-
veldara fyrir Rússa að bjóða
þeim birginn sitt í hverju lagi. .
Vesturveldin.eða lýðræðisríkin
þar vinna að því að stofna með
sér svo öflugt varnarbandalag, að
það riægi til vei'ndar friði í heim-
inum. Kommúnistar staðhæfa, að
Rússar séu framúrskarandi frið-
arvinir og geti því ekki látið sér
til hugar koma að hefja árásar-
stríð gegn öðrum þjóðum. Ef
þetta væri af heilindum mælt,
ættu Rússar ekkert að hafa á
móti því, að vesturveldin tryggðu
frið fyrir sitt ley.ti. En eins og
kunnugt er, fjandskapast komm-
únistar mjög við varnarbanda-
lagi hinna vestrænu þjóða til
tryggingar friðinum. Þetta kalla
þeir stríðsæsingar. Þeir eru há-
værir og illyrtir út af því, að
vestrænar þjóðir hervæðist til
varnar árásum, telja slíkt glæp-
samlegt gagnvart friðarhugsjón
Rússa,. en stórfelldan herútbúnað
austan járntjaldsins telja þeir
sjálfsagðan og mikið hnoss.
Veguriiin er áðeins einn.
Þegar öll málsmeðferð komm-
únista er skoðuð niður í kjölinn,
eru vegir þeirra ekki eins tor-
skildir og^sumum virðist. Vegur-
inn er í raun og veru aðeins einn,
og það ætti að vera öllum ljóst,
hvað fyrir þeim vakir. Takmark
þeirra er, að Sovétríkin verði svo
hernaðarlega sterk, að þau hafi
ráð lýðræðisríkjanna í hendi sér,
en þau eiga að vera svo kristilega
sinnuð, að þau haldi að sér hönd-
um, hafist ekki að og verði óvið-
búin, þegar Rússum þóknast að
smella handjárnunum á þau.
Þetta er óskadraumur kommún-
ista, þó að þeir bregði yfir sig
ýmis konar þjóðernislegum
hræsnishjúp til að villa mönnum
sýn, og hafi í kjafti sér prestana
FIMMTUGUR:
Hannes J. Magnússon,
skólastjóri
Hannes J. Magnússon, skóla-
stjóri, varð hálfrar aldar í gær,
22. þ. m. I þeirri tröppu ævidags-
ins er gæfunnar barni gott að
standa.
Sólríkt árdegið er liðið meðan
unnið var af dáð og drengskap
sér og öðrum til vaxtar og geng-
is, og framundan er glampandi
síðdegið og óþrotleg verkefni, er
biðu úrlausnar heilhuga starfs-
manns.
Á þessum afmælisdegi Hann-
esar hefur margur sent honufn
hlýja heillakveðju — sýnilega eða
ósýnilega — því að fjöld á hann
vina á öllum aldursskeiðum, er
eiga honum þakkarskuld að
gjalda. í þeirra hópi tel ég mig
vera, og þykir mér gott að eiga
þess kost að senda honum afmæl-
iskveðjuorð hér í blaðinu.
Ekki gerist þess þörf að svara
hér spurningunni: Hver er mað-
urinn? Hannes J. Magnússon
hefur svarað þeirri spurningu
sjálfur á óbeinan hátt.
Störfin hans í þágu þjóðfélags-
ins og einstaklinga, bækurnar,
sem hann hefur samið, blaða- og
tímaritsgreinar og erindin, sem
hann hefur flutt á mannfundum,
allt þetta hefur með öðru gert
hann þjóðkunnan, vinsælan og
vinmargan.
Hér verður hvorki rakin ætt
Hannesar né æviferill á genginni
braut hans. Það hefur verið
rækilega gert af öðrum á öðrum
stað vegna afmælis hans.
Dagsönnin gefur okkur sjaldn-
ast færi á því að sökkva hugan-
um í haf minninganna um liðnar
stundir, er við höfum átt með
góðum samleiðarmönnum, eða
um atburði, sem að baki eru —
geymdir, en þó ekki gleymdir.
Þó „koma stundum þær stundir“,_
Sigurbjörn Einarsson og Jakob
Jónsson til þess að hylja úlfs-
tennurnar.
Lýðræðisríkin voru óviðbúin,
þegar Hitler hóf síðasta stríð.
Þess vegna varð það svo örlaga-
ríkt. Rússar eru dyggir lærisvein-
ar nazista. Vesturveldin ætla
ekki að gera þeim það til geðs, að
brenna sig aftur á sama soðinu.
Þau ætla ekki að fylgja boðinu:
„Bíddu nú hérna, maður minn,
meðan ég sæki handjárnin“.
að minningarnar þyrpast að,
boðnar og óboðnar.
Það er stórafmæli vinar eða
samverkamanns, eða annars kon-
ar stórar stundir, er því valda.
Mörg ár eru liðin frá því, er ég
sá Hannes J. Magnússon í fyrsta
skiptið, þ. e. a. s., sá hann þannig,
að mér sé minnisstætt. Vera má
þó, að hann hafi borið mér fyrir
augu í hópi drengilegra manna
nokkrum sinnum áður, án þess
að ég veitti honum sérstaka at-
hygli.
í þetta skipti stóð hann á
ræðupalli á þingi S. í. B. og flutti
mál sitt, rólegur og prúðmann-
legur, svo sem hann ávallt er,
festulegur á svip og óveill í mál-
flutningi. Þegar hann hafði lokið
ræðu sinni, þótti mér sem ég ger-
þekkti manninn og kennarann,
Hannes J. Magnússon.
Þá voru kröpp kjör íslenzkra
barnakennara og unglingakenn-
ara, og var því næsta mannlegt,
að efst væri í huga og um rætt á
samfundum þeirra, hvernig þeir
gætu fengið bætt launakjör sín,
svo að lífvænleg mættu teljast
þeim, er trúir vildu vera í starf-
inu og þó vaxandi menn af því. ,
Ekki var það þetta, sem Hannes’
ræddi um, þótt honum væri aug-
ljós þörfin á umbótum í þeim
efnum. Annað lá honum enn
þyngra á hjarta. Það átti að vera
þyngst á metunum í hugum allra
barnakennara:
Hvernig gelum við orðið sem
styrkastir og nýtastir liðsmenn í
því uppeldisstarfi, sem við höfum
tekizt á hendur og viljum hclga
krafta okkar?
Annars vegar sá hann, hversu
góð og traust heimili eru máttug
í uppeldisáhrifum sínum, þótt
ekki séu öll börn sömu góðu eðl-
iskostunum gædd. Þar hjálpa
góðir uppeldishættir og góð upp-
eldisskilyrði að gera börnin að
trúverðugum mönnum og hollum
þjóðfélagsþegnum.
Hins vegar sá hann heimilin,
sem af einliverjum ástæðum geta
ekki veitt börnum sínum heppi-
leg og fullnægjandi uppeldisskil-
yrði. En hvorum flokknum sem
heimilin tilheyra, þurfa þau á að-
stoð góðra skóla og vel hæfra
kennara að halda. Skólarnir eiga
að vera annar uppeldisaðilinn,
máttugur og heill. Þess vegna
þurfa heimili og skólar að tengj-
ast traustum böndum með heil-
indum og án tortryggni. Og þar
eiga kennarar að eiga drjúgan
hlut að máli. En til þess að svo
megi fara, þurfa þeir að gefa
starfinu sjálfa sig.
Á þessa leið talaði Hannes
þarna á ræðupallinum og svaraði
með orðum spurningunni, er
hann hafði borið upp. En hann
hefur einnig leitazt við að svara
henni með starfi sínu og lífi.
Uppeldismálin — í rýmstu
merkingu orðsins — eru hug-
sjónamanninum og mannvinin
um Hannesi hjartfólgin og hug-
stæð. Þess vegna gerðist hann
skólamaður.
Á fyrstu manndómsárum sín-
um hét hann uppeldis- og skóla -
málunum hollustu sinni og þjón-
ustu, og þeim'málum hefur hann
reynzt trúr í skóla og utan skóla.
Hann veit, að litla þjóðin hans
getur orðið gagnmenntuð, sið-
fáguð og sterk fyrir sameinuð
átök góðra heimila og góðra
skóla.
Mér þykir vel á þvi fara, að hér
eigi með mér orð í belgnum
drengur, sem lauk fullnaðar-
prófi í Barnaskóla Akureyrar
fyrir nokkrum árum, einn af
nemöndum Hannesar.
Við áíium samleið úr skólan-
um lítlnn spöl, og ég sá í svip
drengsins sólskin og gleði. Mér
fannst hann þurfa að segja mér
eit.thvað, svo að ég kom á móti
honum og segist sjá það á honum,
að honum hafi liðið vel í skólan-
um þennan morgun.
„Mér líður ævinlega vel í skól-
anum og þykir skemmtilegt að
vera þar. Ég get ekki hugsað mér
yndislegri kennara en Hannes
er,“ sagði drengurinn.
Sennilegt er, að flest eða öll
böi’nin í bekknum hefðu kveðið
upp svipaðan dóm. Og betri
kve6ju get ég ekki skilað til
Hannesar á fimmtugsafmælinu
en þessi er frá skólabarni hans.
Ég vil svo að síðustu flytja
horium þakkii; fyrxr ’hans miklu
og góðu afskipti af uppeldis- ög
skólamálum þjóðarinnar. Ég
þakka honum vináttu, góðgirni
og hlýju í minn garð og óska
honum gengis og giftu í sínu
voryrkjustarfi.
Egill Þórláksson.
Molasykur
Strásykur
Kandíssykur
Flórsykur
Skrautsykur
(sem ekki er skámmtaður).
Vöruhúsið hi.
V : J
Létt starf
Stúlka eða eldri kona óskast
sem fyrst til léttra starla.
Reglusamur og þrifinn karl-
maður, sem viidi vinna inn-
anhússtörþgæti éinnig kom-
ið til greina.
Upplýsingar í síma
í Skjaldarvík.
Stefán Jónsson.
Eversharp
lindarpenni íundinn.
Afgr. vísar á.
o