Dagur


Dagur - 11.05.1949, Qupperneq 1

Dagur - 11.05.1949, Qupperneq 1
F orustugreinin: Alþýðuflokkurinn og verzlunarmálin. Dagu 2. síða: Grein Hermanns Jónas- sonar um stjórnmálaviS- horfið. XXXU. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. maí 1949 20. tbl„ Ánægjulegir nem- endahljómleikar Tónlistarskólans Fyrstu nemendalónleikar Tónlistar- skóla Akureyrar voru haldnir í Menntaskólanum s. 1. sitnnudag. Léku nemendur þar einieik og samleik á pínaó og fiðlu, undir umsjón kcnn- ara. Nemendur vorti hVort tveggja, börn og fullorðið fólk. Tónleikar þess- ir báru þess vott, að skólinn hefur þegar unnið ágætt starf með því að kenna ungu fólki hijóðfæraleik. Siun- ir þcirra ncmenda. er þarna kotnu fram, lcku smekkvíst og af furðulega mikilli lcikni. Afá þar til nefna píanó- leik Mána Sigurjónssonar og Bryndís- ar Jakobsdóttur og fiðluleik Gígju Jó- liannsdóttur. Aðrir nemendur, sem komu fram þarna, voru: Lena M. Riickert, píanó, Nana Jakobsdóttir, fiðla, Svanhildur Árnadóttir, píanó, Margrct Jóliannsdóttir, píanó, Stefán Tryggvason, fiðla, og Björgvin Jörg- ensson, fiðla. Margt manna sótli hijómleikana. Fóðurvörur fluttar loftleiðis til Möðrudals Mikil harðindi hafa verið á Hólsfjöllum í vetur, svo sem víðast annars staðar á landinu og eru bændur þar orðnir heylitlir og fóðurvörubirgðir þeirra á þrotum. — í sl. viku sendu bænd- ur fyrirspurn til skrifstofu Flug- félagsins hér um kostnað við að flytja fóðurvörur loftleiðis aust- ur. — Flugfélagið sendi Grumm- an-bát austur á land á laugar- daginn og hafði hann meðferðis fóðurvörusendingu til Möðru- dalsbænda. Var henni varpað niður skammt frá Möðrudal og segja bændur hana hafa komið óskemmda til jarðar. Nú eru komnar leysingar þar eystra og óvíst hvort þörf verður á frekari aðgerðum í þessu efni. Sigurður skáld á Arnarvatni Dagur birti fyrir nokkru minningargrein um Sigurð Jónsson skáld á Arnarvatni. Átti þessi mynd að fylgja greininni, en varð of síðbúin úr prentmyndagerðinni. Þetta mun vera síðasta myndin, sem tekin var af Sigurði. Guðni Þórðarson blaðamaður heimsótti Sigurð á heimili hans að Arnarvatni á sl. sumri og tók þá þessa mynd af honum. — Sigurður situr þar við slvrifborð sitt. Háspennuíína frá Ákureyri fii Hjalteyrar verður lögð í sumar Er ætlað að ná til 70 sveitabæja innan tveggja ára Rafmagnsveitur ríkisins hafa tilkynnt rafveitustjóm Akureyrar að ákveðið sé að leggja háspennulínu frá Akureyri til Hjalteyrar í sum- ar. Sé línu þessari ætlað að ná til 70 sveitabæjar á þessari Ieið, en ekki gert ráð fyrir að þeir komizt í samb. við línuna fyrr en 1950-’51. Iðnskólanum verður slitið annað kvöld Prófum er nýlokið í Iðnskólan- um, og var sýning á teikningum nemenda opin almenningi í skóla- húsinu sl. sunnudag. Fjöldi fólks sótti sýninguna, enda var þar margar vel gerðar og myndarleg- ar teikningar sýndar, bæði frí- hendisteiningar, stærðfræðilegar teikningar (flatar- og rúmteikn- ingar) og loks iðnteikningar úr fjölda iðngreina. Einkunnir nem- enda verða birtar í kvöld og á morgun, þannig ,að byrjað verður að lesa einkunnir 1. bekkinga kl. 5, en 2. bekkinga kl. 6 síðdegis í kvöld, en einkunnir 3. bekkinga kl. 4 og 4. bekkinga kl. á síðdegis á morgun. Iðnskólanum verður slitið og brottskráðum nemendum afhent prófskírteini sín kl. 6 annað kvöld. Af þessu tilefni fara Rafmagns- veitur ríkisins fram á að fá keypta orku frá Laxárvirkjun- inni, allt að 50 kw. síðari hluta þessa árs, allt að 100 kw. 1950 og allt að 150 kw. úr því þar til afl kerfisins hefir verið aukið með viðbótarvirkjun við Laxá eða á annan hátt. Umrædd lína verður því aðeins lögð, að samningar takist við rafveituna hér um að leggja fram þessa orku. Aflvélar Hjalteyrarverksmiðj- Unnar toppstöð hér. í sambandi við þetta erindi samþykkti rafveitustjórnin hér eftirfarandi á fundi sínum 4. þ. m. „í trausti þess að hæstvirt rík- isstjórn veiti Akureyrarbæ þá aðstoð, sem um hefir verið beðið til þess að hraða fram- kvæmdum við virkjun Laxár, og mcð tilliti til þess að vænt- anlega verður hægt að fá nokk- urt rafmagn, allt að ca. 400 kw. frá Hjalteyrarverksmiðjunni til bæjarins á vetrum, ef umrædd Iína verður lögð, leggur raf- veitustjórnin til að bæjarstjóm heimili henni að verða við of- anritaðri beiðni Rafmagnsveitu ríkisins, og að semja við Raf- magnsveiturnar og eigendur Hjalteyrarverksmiðjunnar um verð og önnur atriði viðvíkj andi rafmagnsviðskiptum þess ara aðila.“ Dicselvarastöð kostar 3 millj. kr. Samkvæmt beiðni rafveitunnar hér, hefir raforkumálaskrifstofa ríkisins gert kostnaðaráætlun um uppsetningu dieselvarastöðvar hér samkv, vélatilboðum þeim, sem bænum bárust fyrir nokkru frá Gísla Halldórssyni verkfræð- ingi. Samkvæmt áliti raforku málastjórnarinnar, mundi kostn- aður við uppsetningu stöðvarinn- ar um 2% millj. króna, og er þá ekki-reiknað með kostnaði við að tengja stöðina við rafmagnskerfi bæjarins. Reksturskostnaður pr. kw.stund er áætlaður 20—50 aur ar eftir mismunandi notkun stöðvarinnar. í sambandi við þessar niðurstöður var eftirfar and samþykkt á fundi rafveitu- stjórnar 4. maí: Þar sem rafveitustjórnin lítur svo á, að aðaláherzlu þurfi að leggja á að koma upp viðbótar- virkjun við Laxá, sér hún sér ekki fært að leggja til að jafn framt verði sett upp vararaf stöð í bænum, þótt hún hins vegar viðurkenni þess fulla þörf Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: Sala aðkeyptra vara minnkaði um rösklega hálfa milljón króna Félagið endurgreiðir félagsmönnum fimm af hundraði af viðskiptum síðastliðins árs Dagana 29. og 30. apríl sl. var 68. aðalfundur Kaupfélags Þingey- inga haldinn í Húsavík. Mættir voru á fundinum 82 fulltrúar, auk framkvæmdarstjóra, félagsstjórnar og endurskoðenda. — Fundar- stjóri var kjörinn Karl Kristjánsson félagsstjórnarformaður. — Áður en gengið var til dagskrár, bauð hann alla fundarmenn velkomna, en sérstaklega beindi hann máli sínu til Björns Sigtryggssonar á Brún, sem hefði endurheimt heilsu sína svo, að liann hefði séð sér það fært að koma og sitja með þeini fund. Að því búnu vék hann máli sínu að öðrum kaupfélagsmanni, sem setið Jiefði á fundum félagsstjórnar í fleiri áratugi og lcngst af verið í stjórn þess og forniaður félags- stjórnar í mörg ár, Sigurði Jónssyni skáldi á Arnarvatni. En Sigurð- ur lézt 24. febr. sl. og var jarðsunginn að Skútustöðum 12. marz. — Fór útför hans fram á kostnað Kaupfélags Þingeyinga og Sam- bands ísl. samvinnufélaga. — Að lokinni ræðu fundarstjóra risu fundarmenn úr sætum sínum og ríkti algjör þögn um stund, að henni lokinni sungu fundarmenn, undir stjórn Jónasar Helgasonar á Grænavatni, „Blessuð sértu sveitin mín“. Þórhallur Sigtryggsson fram- kvæmdarstjöri gaf fundinum glögga og göða skýrslu yfir rekst- ur og hag félagsins á árinu, sem þökkuð var með almennu lófa- taki. Sala aðkcyptra vara minnkaði. Sala félagsins í innlendum og erlendum vörum nam rúmlega 9 milljónum króna, og hafði aukizt á árinu um 1 milljón og 658 þús. Var aukning sú eingöngu vörur Mjólkursamlagsins og Brauð- gerðarinnar. Sala aðkeyptra vara lækkaði um 540 þúsuncl og kom sú lækkun eingöngu niður á inn- anþúðarvarningi. Sjóðeignir félagsmanna eru nú 1 milljón 688 þúsund kr„ og höfðu þær aukizt á árinu um 246 þús. kr. Af fé því, sem rekstur félag's- ins þarfnast, er 62V2% eigið fé. Skuldir félagsmanna^voru engar, enda fyrir nokkrum árum tekin upp staðgreiðsla. Hinn 1. júní sl. hóf Kaupfélagið brauðgerðarstarfsemi í félagi við bakarameistara Sigtrygg Pétui's- son, sem á 1/4 í fyrirtækinu. — Starfsemin gekk mjög vel, og nam sala brauðgei'ðarinnar þessa 7 mánuði 331 þús. krónur. Fundurinn samþykkti að end- urgreiða félagsmönnum 5% af endurgreiðsluskyldri úttekt þeirra á árinu 1948, og nam sú upphæð 73800 krónur, og var öll sú upphæð lögð í Stofnsjóð fé lagsmanna. Ur Menningarsjóði félagsins voru veittar þessar upphæðir: Til Skógræktarfélags S.-Þing eyinga kr. 1000.00. Til kaupa á kvikmyndavél kr. 4000.00. Til vélritunai’ á héraðslýsingu Þingeyjarsýslu kr. 100.00. Til Bókasafns S.-Þingeyinga kr. 1000.00. Endurkosnir í stjórn félagsins þeir Baldur Baldvinsson bóndi á Ofeigsstöðum og Bjartmar Guð- mundsson bóndi á Sandi. Sömu- leiðis endurkosnir í varastjórn þeir Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi og Tryggvi Sig- tryggsson bóndi á Laugabóli. F ramkvæmdir. Á árinu var haldið áfram byggingu hins nýja verzlunar- húss og steypt önnur hæð, unnið við að leggja vatns-, skólp- og hitalagnir. í ár er fengið fjárfest- ingarleyfi til að steypa þriðju hæðina og ganga frá húsinu að utan. Einnig verður unnið við innréttingu ef efrti fæst. Rætt um minjasafn. — Skemmtanir. Stjórn félagsins hafði á árinu rætt um stofnun minjasafns og (Framhald á 8. síðu). Þiíigeyskir samvinnu- menn styðja stjórnar- skrártillögurnar Eftirfarandi tillaga hlaut EINRÓMA fylgi á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga 29. apríl síðastliðinn: „Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga 1949, telur núgild- andi stjórnarskrá íslenzka lýðvcldisins algerlega óviðun- andi og lýsir cindregnu fyigi við stefnu þá, sem kemur fram í tillögum þeim til stjórn- arskrárbreytingar, er Fjórð- ungsþingin á Norðurlandi og Austurlandi hafa saraþykkt og gefið út.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.