Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 6

Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 18. maí 194.9 $ X % HVERFLYND ER VERÖLDIN Saga eftir Cbarlcs Morgan w % 20. DAGUR ÍÞRÓTTIR OG OTILÍF (Framhald). Hegrinn sátum hjá gamla mann- inum .Eg hafði lítið blandað mér í samræðurnar, því að þeir voru að tala um þýzkan skáldskap og eg bar ekkert skynbragð á hann. Hegrinn endurtók þá það, sem hann hafði áður sagt við okkur, að hann ætti þýzk ættmenni og þýzkan væri eins létt á tungu hans og enskan, en hann sk-ýrði þó ekki nánar frá ættum sínum eða högum, og Chassaigne hætti að spyrja hann um það, og taut- aði eitthvað um, að þetta væri merkilegt, mjög merkilegt. Allt virtist falla í ljúfa löð eft- ir þetta, en þegar við vorum að fara og Hegrinn var kominn hálfa leið upp stigann, benti gamli maðurinn mér að koma til sín aftur. Hann átti í fórurri sín- um gamla koparstungumynd af New York og þóttist ætla að sýna mér hana. En í rauninni var er- indið að spyrja mig í þaula um Hegrann. Það var næsta fátt, sem eg gat sagt honum. Raunar var það ein- kennilegt að eg skyldi ekki vita meira um manninn, því að sjálfur hafði eg sagt honum allt um mína hagi. Og sú tilfinning hafði grafið um sig hjá mér, að í hvert sinn, sem talið barst að Hegrarium sjálfum, högum hans og fortíð, var eins og hann hyrfi inn í skel og eyddi talinu. Þegar Sturgess kom aftur upp í leikherbergið að loknu þessu samtali við gamla manninn, hafði hann fyrst reynt að forðast augnatillit Hegrans. „Hvað gengr að þér, Philip?“ hafði Hegrinn spurt. „Þú lítur út eins og þú hefðir séð draug.“ En Sturgess hafði eyt þessu tali. Fyrst hafði hann langað mest til þess að vara Hegrann við, segja honum að gamli maðurinn væri fullur af tortryggni, en hann hafði ekkert sagt, geymt það allt hið innra með sjálfum sér. Þetta kvöld færði María þeim matinn eins og venjulega, en hún var óvenjulega þögul og þungbú- in. Hún var alltaf að horfa á klukkuna. Hún sagði þeim, að þá um kvöldið væri von á nýjum gesti. Þeir skyldu búa svo í hag- inn, að hann gæti sofið í herberg- inu hjá þeim og ekki ganga til náða fyrr en hann væri kominn, en það mundi vera einhvern tím- an upp úr miðnættinu. Sturgess fannst hún horfa tregafullum augum á Hegrann þetta kvöld, rétt eins og hún byggist við því að sjá hann aldrei framar, en þó játaði hann með sjálfum sér, að vel gæti sá skiln- ingur hans hafa verið ímyndun ein. María hlaut samt að vita hvern vitnisburð Hegrinn hefði fengið hjá forráðamönnum Ein- stigsins og það var skylda hennar að hafa gát á honum og vera sí- fellt á verði. „Mér fannst sem sagt, að sakn- aðarkveðja búa í augnaráði henn- ar þetta kvöld,“ hélt Sturgess áfram frásögninni, „en Hegrinn virtist alls ekki taka eftir því að hún horfði sérstaklega á hann. — Hann var einhvern veginn þannig gerður, að hann var ekki gjarn á að taka hlutina persónulega til sín. En hann skildi samt mæta vel og sá, að María átti bágt þetta kvöld, að taugar hennar voru spenntar, og hann gekk til henn- ar og sagði: „Eg kem með þér“. Eg sá hyað henni leið. Tilfinn- ingarnar háðu orrustu í brjósti hennar. Hana langaði augsýnilega til að játa boðinu, en skyldu- ræknin varnaði. „Nei,“ sagði hún. Hann andmælti eklci ákvörðun hennar. Hann stóð kyrr í sömu sporum. Hún gekk út og lokaði hljóðlega á eftir sér. Hegrinn hinkraði við um stund. Því næst settist hann. Enginn okkar sagði orð. —o—- t ! •' >,-• /' .»• j; < i . • • • . • Þessa nótt kom Julian Wy- burton. Hann hafði vqrið látinn svífa til jarðar. í Frakklandi sem njósnari og hann hafði verið í landinu átta vikur. Hann var nú á heimleið. Aðrir möguleikar til heimferðar höfðu brugðist og Einstiginu hafði verið sagt að búast við honum. Morguninn eftir spurði Frewer hvort þetta væri það, sem beðið hefði verið eftir. Hún játaði því. „Og þá get- um við haldið áfram ferðinni?" sagði Frewer. „Ekki ennþá,“ svaraði María. Flutningur okkar til spönsku landamæranna var ekki frágeng- inn. Fyrri ráðagerðir höfðu farið út um þúfur vegna þess hve tim- inn var liðinn. Nú varð að finna ný ráð. Það mundi taka nokkurn tíma. Töfin á okkur hafði haft. áhrif' um gjörvallt Einstigið. Af því að við komumst ekki á leiðar- enda, höfðu þeir, sem á eftir okkur áttu að koma, líka tafist. En þegar búið væri að ákveða hvenær við skyldum fara, mátti ekkert tefja. Þá var lífsnauðsyn að ekkert tefði olckur og við héldum áætlun.“ Frú Muriven greip fram í fyrir honum. „Og það tókst. Þið kom- ust burt á rétturn tíma?“ spurði hún. Hann hrökk við. „Já,“ svaraði hann. „Eg komst burt.“ (Framhald). Sænsk stnlka, er skilur íslenzku, óskar eft- ir góðri atvinnu (ekki vist). Upplýsingar á afgreiðslu blaðsiirs í dag og á morgun. 8. maí 1949. Hvítasunnulilaupið fer fram á Akureyri annan hvítasunnudag eins og að und- anförnu. Mun það hefjast kl. 2 e. h. Það er eitt af hinum árlegu Norðurlandsmótum. og hefir því verið veitt töluverð athygli und- anfarin ár, einkum vegna þátt- töku Þingeyinganna, sem þar hafa verið sigursælastir. Þeir unnu til fullrar eignar verðlauna- bikar þahn, sem íþróttafélag Reykjavíkur gaf í fyrstu til þess- arar keppni og annan bikar gef- inn af sama félagi hafa þeir nú unnið tvisvar í röð. Beri þeir sig- ur úr býtum 6. júní næstk. vinna þeir einnig þann verðlaimagrip til fullrar eignar. Keppt verður, eins og að undanförnu, í fjögurra manna sveitum. Síðastliðin tvö ár hefir í sambanai við Hvíta- sunnuhlaupið farið fram sveita- keppni í drengjahlaupi milli íþróttarfélaganna á Akureyri. Nú hefir verið ákveðið, að þessi drengjakeppni nái einnig jil allra félaga í Norðlendingafjórðungi, sem eru í íþi'óttasambandi ísl. — Verður þar einnig keppt í fjög- urra manna sveitum í tveimur aldursflokkum, innan 12 ára og 13—16 ára. Er því ekki ósenni- legt að fjöldi þátttakenda verði meiri en nokkru sinni áður. Þing- eyingar munu hafa hug á að taka einnig þátt í drengjahlaupinu. í .B. A. sér um Hvítasunnu- hlaupið og eiga þátttökutilkynn- ingar að sendast til formanns bandalagsins fyrir 1. júní næstk. —o— íþróttavöllurinn. Enn er stöðug vetrartíð og óvenjumikill klaki í jörðu hér um slóðir. Það verður því seint, sem unnt verður að hefja fram- kvæmdir við íþróttasvæðið, en fyrirhugað er að byrja á til- færslu og jöfnun og ljúka skurða- gerð svo fljótt sem tíðin leyfir. — Lögð verður áherzla á að ljúka gerð knattspyrnuvallarins og hlaupabrautarinnar á þessu sumri. Enn er ekki kunnugt hve mikið fé verður veitt til þessara framkvæmda á yfirstandandi ári úr íþróttasjóði. En samkvæmt kostnaðai'áætlun er þó sýnilegt að hlaupabrautin getur ekki orðið fullgerð í sumar, nema því betri samtök verði um framlög sjálf- boðavinnu. Þeir, sem enn eiga eftir að skrifa sig fyrir vinnulof- orðum eða fjárframlögum, geta gert það í íþróttahúsinu, eða snú- ið sér beint til stjórnar í. B. A. Þeir einstaklingar, sem hafa söfn- unarlista, eru beðnir að skila þeim sem fyrst í íþróttahúsið, eða til formanns í. B. A. A. D. —o— Grundvallaratriði íþróttaiðkana. Þegar við höfum í huga að ná árangri í íþróttaiðkunum, verð- um við að vita, að undirstaðan til þess er fyrst og fremst hraustur líkami, einnig er það undirstaða frjálsrar og einarðlegrar fram- komu. Gott og hreint loft ásamt reglu- sömu líferni eru nauðsynleg skil- yrði, sem hver áhugasamur íþróttamaður á að hafa hugfast. Hver og einn verður að gæta þess sjálfur að ofbjóða ekki líkama sínum með því að byrja of hratt; sjálfui' verður íþróttamaðurinn að vita hvað líkaminn þolir. Þegar við hugsum: eg skal og eg vil, getum við náð því marki sem keppt er að. Margt ungt fólk í heiminum, sem hefir haft nægan vilja og löngun til að komast nær því marki, sem hugurinn hefir þráð, hefir náð því marki, jafn- vel þó að aðrir hafi sagt: „Þú get- ur þetta ekki“, þá hefir viljinn og sálarþrekið drifið það á fram. Með gætni og þolinmæði getur hver sannur íþróttamaður náð því markmiði, sem hann hefir sett sér. — Sterkur vilji og áhugi á íþróttaiðkunum gefur sterkan og hraustan líkama, ekki aðeins í líkamlegum skilningi heldur einnig andlegum. Þess vegna er það svo nauðsynlegt að skóla- menn og yfirmenn á sviði skóla- málanna skilji tilgang íþróttanna. Það, sem að framan er sagt, tel eg nauðsynlegt att-iði hverjum íþróttamanni. Þetta verður íþróttafólk að hafa hugfast, þá er ekki hætta á að vegurinn liggi niður á við heldur upp og það ört. I. Þol. II. Afl. III. Snerpa. Hver einasti maður eða kona, sem vill iðka íþróttir verður að gera sér Ijóst, að það verður að fylgja settum reglum. Þá kemur árangurinn, ekki á stundinni, heldur með margra ára þjálfun. Oftast þarf 6—8 ár til þess að ná markinu. Hefja skal göngur í lok janúar. Göngur koma blóðinu á meiri hreyfingu og varna mæði. Fjall- göngur eru nauðsynlegar. Þær styrkja hjartað, styrkja æðarnar og auka starfsmátt rauðu blóð- kornanna og gefa þannig réttan andardrátt. Afl. — Með þolinu fáum við meiri mátt, ef viljinn er nógur og ekki hörfað til baka. Aukið afl fær enginn nema með því að fórna sér á altari áreynzlunnar. Það verður að byrja rólega, og auka síðan magn og hraða æfing- anna eftir því sem hver þolir. — Þeir, sem byrja of seint, verða móðir og komast ekki lengra. Það verður hver að vinna af heilum hug; ganga mikið á mjúkum vegi, en ekki steyptum götum, þá glíma, lyfta og grípa þunga knetti o. fl. Afl og þol er þó ekki nóg. Við verðum að beita réttum hreyfingum. Liðug og vel hreyf- anleg liðamót er nauðsyn, sem hverjum einasta íþróttamanni verður að vera ljós. Fjaðurmagn- aðar hreyfingar verður hver íþróttamaður að tileinka sér. Léttar hreyfingar gefa bæði sneggju og mátt. Leikfimi er því nauðsynleg öllu íþróttafólki. Þá eru böð nauðsynleg, gufuböð og sund ásamt sólböðum, sem þó verða að vera í hófi. Það er höf- uðskylda allra manna að halda líkama sínum hreinum og þar verða íþróttamenn auðvitað að standa í broddi fylkingar. Þolið, aflið og snerpan verða að vinna saman til þess að íþrótta- maðurinn geti á réttu augnabliki náð því takmarki, sem hann hefir sett sér. Hver og einn verður að setja sér íþróttagrein við sitt hæfi. En hvei' sem íþróttin er, verður und- irstaðan ætíð hin sama. En eng- inn ætti að vera of fljótur að ákveða framtíðaríþróttagrein sína. Það verður að gera með því að hlaupa miili íþróttagreina allt sitt íþróttalíf. Við skulum hafa hugfast að undirstaðan er þol, afl og snerpa. Þeir sem eru án. þessa geta ekki leyst af hendi erfiða íþróttaraun. E. Mikson. Gösta Leandersson. Sænskur hlaupari hefir getið sér mikinn orðstýr í vor. Cíösta Le- andersson heitir maðurinn. Hann hafði mikinn hug á að komast á Olympíuleikana í fyrra, en í keppninni þegar valdir voru hlauparar á þá leika var hann eitthvað bilaður í fæti og varð 4. maður og rétt á eftir þeim þriðja. En þetta nægði, aðeins þrír fyrstu skyldu fara og mörgum til ang- urs og gremju varð Gösta að sitja eftir. En hann vildi ekki gefast upp, æfði sig áfram og vann stór- sigra á mótum þá. En nú í apríl var hann einn meðal 142 hlaup- ara í „Boston-Maraþonhlaupinu“ og sigraði mjög glæsilega. Eftir rúrnl. 10 km. hlaup var hann orð- inn fremstur og hljóp síðan einn á undan yfir 30 km. og var nærri 4 mín. á undan næsta manni. Tím- inn var 2.31.50. Bezta tíma á þessu hlaupi á Kóreumaðurinn Yun Bok Sun, 2.25.39. En með góðri samkeppni og heilum fótum (ekki í bezta lagi nú) má gera ráð fyrir að Gösta komist nálægt pví meti. Hann ætlar á næstu Olympíuleika! Uss — bara telpur! Lítill drengur — á barnabað- stað — nauðaði alltaf á pabba sínum að gefa sér sundbuxur. — Pabba fannst óþarfa fyrir 6 ára strák að vera í sundbuxum, en loks hafð,i sá litli þó sitt fram og hentist svo glaður til strandar- innar með sundbuxurnar í hend- inni. Þegar. hann kom heim aftur sagði faðirinn: „Nú hefirðu þá prófað sundbuxurnar rækilega?“ — „Nei — eg þurfti þær ekki í dag, það voru bara stelpur þar! Þann 3. þ. m. tapaðist 500- króna seðill, annað livort í Járnvörudeild KEA eða á pósthúsinu. — Vinsamlegast skilist, gegn fundarlaunum, í Fjólugötu 9. Reiðhestur Af sérstökum ástæðum er jyrsta jlokks töltari til sölu, ásamt reiðtygjum. Upplýsingar í síma 549, eftir kl. G á kvöldin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.