Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 18.05.1949, Blaðsíða 8
12 Miðvikudaginn 18. maí 1949 BagubJ Landssíminn býður úf 1,4 millj króna skuldabréfalán vegna sjálfvirku sföðvarinnar Sala bréfanna þegar hafin 33 Iðnnemar luku burfararprófi í Iðnskólanum Skólanum var slitið s. 1. föstudag Eins og fyrr er greint frá hér í blaðinu, hefir Fjárhagsráð fyrir nokkru veitt nauðsynleg leyfi fyrir innflutningi og byggingu sjálfvirku símastöðvarinnar hér í bænum. Hins vegar hefir regluleg fjár- veiting til stöðvarinnar ekki fengist tekin upp á fjárlög þessa árs, heldur aðeins heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku í þessu skyni. Fimm ára skuldabréfalán. Vélarnar til stöðvarinnar eru nú tilbúnar hjá verksmiðjunni í Svíþjóð. Stendur því ekki á neinu til þess að hefja uppsetn- ingu stöðvarinnar nema nauð- synlcgu fé hér heima til fram- kvæmdanna. Ríkisstjórnin hefir beimilað Landssímanum að taka féð að Jáni, þannig, að það endur- borgist allt á skömmum tíma eða á 5 árum, með jöfnum afborgun- um og 5% vöxtum. Hefir Lands- síminn því gefið út skuldabréf fyrir samtals 1,4 millj. kr. til þess- ara framkvæmda, og hljóðar hvert bréf á kr. 1000,00. Simamálastjórinn, Guðmundur J. Hjíðdal, skýrði fréttamönnum hér frá þessum ráðstöfunum í viðtali nú um helgina, er hann var hér staddur. Lagði hann sérstaka áherzlu á, að með þessari leið væri Landssíminn fyrir sitt leyti að reyna að hraða fram- kvæmdum við sjálfvirku stöðina hér, og vænti síminn þess ein- dregið að Akureyringar tækju skuldabréfaboðinu vel og keyptu bréfin. Með þeim hætti væri tryggt að stöðin kæmist hér upp innan 10 mánaða. Auk þess má telja að skuldabréfakaupin séu mjög hagstæð fyrir þá, sem fé vilja geyma á vöxtum. Lánstím- inn er stuttur, vextir hagstæðir og bréfin ríkistryggð. Langlínustöðin endurnýjuð. Allt skuldabréfalánið fer til framkvæmda hér á Akureyri, enda til þess ætlast að bæjarmenn kaupi bréfin fyrst og fremst. — Símamálastjórinn gat þess að ráðgert væri að uppsetning nýju vélanna og annað þar að lútandi tæki um 10 mán., enda verður að endurnj'ja langlínustöðina hér að mestu leyti í sambandi við upp- setningu sjálfvirka kerfisins. — Nýja stöðin hér vei’ður fyrir 1000 númer til að byrja með, en unnt verður að bæta við kerfið er þörf þykir og er húsnæði ætlað til þess í símahúsinu. Allmikið hefir verið unnið undanfarin ár að því að endurnýja línukei'fi bæjarins, en enn er mikið ógert og verður því haldið áfi'am á þessu ái'i og þá einkum með því að leggja jarðsíma í stað loftlína. Um fi'amkvæmdir símans að öðru leyti, taldi símamálastjórinn það mei'kast, að fengist hefði fjár- festingarleyfi til þess að hefja byggingu símahússins í Hrúta- firði í sambandi við jai'ðsímann frá Reykjavík hingað til Akur- eyi-ar. Verður hafizt handa um bygginguna undir eins og unnt reynist. Jarðstrengurinn er nú kominn í Hrútafjörð. Vænst góðra undirtekta. Skuldabi'éf Landssímans fást í skrifstofu símans í símahúsinu hér í bænum. Þær fregnir, sem blaðið hefir af undirtektum ein- ttaklinga og fyrirtækja, vii'ðast benda til þess að bréfin muni seljast greiðlega og nauðsynlegt fé þannig fást til þess að hrinda símstöðvarmálinu í framkvæmd. íslenzkur Grænlamls- leiðangur? Fregnir úr Reykjavík herma, að undii'búningur sé hafinn þar að hlutafélagsstofnun til Græn- landsveiða í svipuðum stíl og Norðmenn ráðgera nú. Er ráðgert að allmargir bátar fari héðan ásamt móðui'skipi, sem hafi um boi-ð vistir og aði-ar nauðsynlegar bii-gðir fýrir bátana. Heyrzt hefir að ráðgei-t sé að „Súðin“ vei'ði notuð til þess. Ætlast mun til að aflinn verði saltaður. Allar þess- ar ráðagerðir munu enn vera á undirbúningsstigi. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund í templai-aheimili sfhu, Skjaldborg, næstk. mánud. (23. maí, kl. 8.30 síðd.). Fundar- efni: Venjuleg fundarstörf. Inn- taka nýrra félaga. — Hagnefnd- ati-iði. (Sjá síðar í gluggaaug- lýsingum). • Lætur af störfum Lucius Clay, yfirhershöfðingi Bandaríkjamanna í Þýzkalandi, lét af störfum nú fyrir nokkrum dögum, um svipað leyti og Ber- Iínardeilan leystist. Hershöfðing- inn hefir getið sér mikið orð fyrir röggsamlega stjórn sína í Þýzka- landi og var hann heiðraður við heimkomuna til Bandaríkjanna nú í vikunni. Fisksölusamlagið hefur þrjú skip í fiskflutn- ingum Fisksölusamlag Eyfirðinga hóf fyrir nokkru starf á ný og flytur fisk á ei-lendan markað af sam- lagssvæðinu. Fyrir nokkru seldi m.s. Ingvar Guðjónsson í Bi-et- landi á vegum samlagsins, fyrir 6.860 sterlingspund, m.s. Aki’a- boi'g fór í gærmorgun áleiðis til Bretlands með fullfermi. M.s. Pólstjarnan lestar nú fisk hér í Eyjafirði á vegum samlagsins. — Afli á togbátum hefir vei'ið stop- ull að undanförnu en hefir glæðst nú síðustu dagana. Hraðkeppni í knatt- spyrnu Þór—K. A. 4 : 2 mörkum. Mótið hófst á mánudagskvöldið var með leik milli K. A. og Þói's. En það er vetrartíð hér enn og knattspyrnumenn eru aðeins að byi-ja að koma út á völlinn. Leik- urinn var þó fjörugur og með til- þrifum á köflum, en tíminn að- eins 20 mín. á mai'k. Þór sigraði K. A. með 4 : 2 mörkum. Jakob Gíslason dæmdi leikinn. — Þrátt fyrir ískulda í lofti var margt fólk komið út að velli. — Síðari leikur mótsins, M. A.—Þór, fór fi’am í gæi'kvöldi, en úrslit ekki fengin þegar blaðið fór í pi'ess- una. Iðnskólanum á Akurevri var slitið sl. fimmtudag. 128 nemend- ur stunduðu þar nám í vetur, en 110 nemendui' stóðust árspróf skólans, þar af 33 iðnnemar, er burtfararprófi luku úr 4. bekk. Hæstar aðaleinkunnir hlutu að þessu sinni tveir húsasmíðanem- ax', Guðlaugur Friðþjófsson í 4. bekk, 9,50, og Blængur Grímsson í 2. bekk, 9,10. Er einkunn Guð- laugs einhver hæsta einkunn, sem nokkru sinni hefir verið gefin í skólanum, en ennfremur hlaut verðlaun fyrir beztu iðnfagteikn- ingu í sinni gi-ein, og er það í annað skipti að hann hlýtur slíka viðux-kenningu í Iðnskólanum. — Tveir aðrir nemendur úr hópi brottskráðra nemenda .hlutu og verðlaun fyrir framúrskarandi teikningar: Helena Ásgrímsdóttir, hárgreiðslumær, fyrir fríhendis- teikningu, en Haukur Kristjáns- son, bifvélavirki, fyrir iðnteikn- ingu. Eftir að Jóhann Frímann skóla- stjóri hafði afhent brottskráðum nemendum prófskírteini þeirra, að viðstöddum kennurum skól- ans, prófdómurum, skólanefnd og ýmsum öðrum gestum, ávai'paði hann þá með i'æðu og ái-naði þeim heilla. En brottskráðh' nemendur færðu skólastjóra að gjöf fagurt málvei'k frá Kálfasti-andai'vogum, en á silfurskildi áletruð þakkar- oi'ð fi'á þeim fyrir kennslu hans og skólastjórn, meðan þeir dvöldu í skólanum. Á föstudagskvöldið héldu svo nemendur Iðnskólans kennurum sínum, skólastjói'a og möi'gum öðrum gestum fjölmennt og veg- legt skilnaðarhóf að Hótel Noi'ð- urlandi. Einkunnir brottskráðra iðnnema frá Iðnskólanum á Akureyri 12. maí 1949. 1. Alfreð S. Koni'áðsson, raf- vii’ki, II. 7.03. 2. Ámi H. Söi-ens- son, bifvélavii'ki, 1. 8.67. 3. Benja- mín Ármannsson, rafvii’ki, I. 7.50. 4. Bjarni Sveinsson, múrai’i, II. 6.52. 5. Eiríkur Bjarnar Stef- ánsson, húsasmiðui', I. 7.92. 6. Finnur Malmquist, rafvirki, II. 6.45. 7. Friðrik Kristjánsson, hús- | gagnasmiður, II. 7.00. 8. Guðlaug- ur Friðþjófssön, húsgagnasmiður, I. ág. 9.50. 9. Guðm. 01. Guð- mundsson, vélvii'ki, II. 7.23. 10. Gunnar H. Lórenzson, III. 5.33. II. Ilalldór Arason, bifv'élavirki, II. 6.27. 12. Haraldur Guðmunds- son, rafvirki, III. 5.97. (Mesturn hluta prófsiris lokið 1945). 13. Iiaukur Kristjánsson, bifvéla- virki, I. 7.95. 14. Helena Ása Ás- grímsdóttir, hárgreiðslumær, I. 7.35. 15. Helga R. Sigurbjöi-ns- dóttir, hárgreiðslumær, III. 5.98. (Haustpi-óf 1948). 16. Hermann H. Ingimarsson, prentari, III. 5.90. 17. Hörður Svanbei'gsson, pi-ent- aii, II. 6.98. 18. Ingólfur Jónsson, húsasmiður, I.. 7.83. 19. Jakob R. Bjarnason, múi'ai'i, I. 8.53. 20. Jónas Bjai-nason, renmsmiður, I. 7.38. 21. Ki-istján Guðm. Pálsson, vélvirki, III. 5.52. 22. Kristján Júlíusson, bifvélavii-ki, III. 5.00. (Mesturn hluta prófsins lokið 1948). 23. Lárus Bl. Hai'aldsson, pípulagningarm., II. 6.92. 24. Lýður Bogason, húsasmiður, II. 6.92. 25. Ottó Heiðar Þorsteins- son, múrari, III. 5.68. 26. Óli Þ. Baldvinsson, I. 7.77. 27. Oskar Valdimarsson, húsasmiður, II. 6.78. 28. Pétur Ágúst Þoi-geii'sson, múx-ari, III. 5.92. 29. Rafn M. Magnússon, húsasmiðui', I. 7.73. 30. Sig. Sigvaldi Sigux'ðsson, rak- ari, III. 5.92. 31. Sigui’bjöi'n V. Þoi'steinsson, húsasmiður, IH. 5. 95. 32. Stefán S. Bergmundsson, húsasmiður, II. 6.87. 33. Stefán Magnússon, húsgagnasmiður, II. 7.02. 34. Þengill Jónsson, bifvéla- virki, HI. 5.20. Barnaskólanum slitið s. 1. föstndag 711 börn í skólanum í vetur Barnaskóla Akureyrar var sagt upp föstudaginn 13. þ. m. í for- föllum Hannesar J. Magnússonai', skólastjóra, flutti Eiríkur Sig- ui'ðsson, settur skólastj., skýi-slu um skólastarfið í vetur og ávarp- aði fullnaðai'prófsböi'n með ræðu. í skólanum stunduðu 711 börn nám í vetur, og var þeim skipt í 26 deildii’. Fullnaðarprófi luku 122 börn. Skólanum var lokað í 10 vikur í vetur vegna mænuveikinnar. — Margir kennarar skólans tóku veikina og um hundi'að börn. — Sumir kennararnir urðu hart úti og eru enn fi'á vei'kum vegna af- leiðinga mænuveikinnar. Hannes J. Magnússon, skólastjóri, dvelur á heilsuhæli í Danmöi’ku og Sig- ríður Skaftadóttir, kennari, á sjúki-ahúsi í Reykjavík. Nokkui' börn hafa og forfallast frá námi af sömu ástæðum. Námstími bamanna hefir því verið óvenju- lega stuttur í vetur, og kom það einkum hart niður á lesti'arnámi yngstu bai'nanna. í vetur hefir skólinn eignast ný áhöld til tannlækninga og voru þau tekin í notkun í nýrri lækna- stofu. Þá hefir skólinn fengið nýj- an, stóran ljósbaðslampa. Tvö eggjasöfn bárust skólanum að gjöf á árinu frá þeim Alfreð Möll- er og Ágústi Ásgrímssyni. Ný- Ijyg'gingunni við skólann er nú að fullu lokið, nema málingu og miðstöðvarofna vantar ennþá. Vegum lokað vegna aurbleytu Vegirnir hér nærlendis — og í bænum sjálfum — eru óvenjulega illa farnir vegna aurbleytu um þessar mundir og hefir vegamála- stjórnin bannað urnferð um Svarfaðardalsveg og Eyjafjarðar- bráut af þeim sökum. Vonir standa þó til að b.inn þetta þurfi ekki að verða langvinnt. Hér í bænum er nú unnið að því að koma verstu vegarspott’inum í lag. Ci^vyPgkt V« íet. Áwli'/ó/.w

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.