Dagur - 22.06.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 22.06.1949, Blaðsíða 2
z DAGUR Miðvikudaginn 22. júní 1949 Um hvað var ágreiningurinn ? sköpunartsekjanna að leggja megináherzlu á að hafa taum- hald á dýrtíðinni. Stefna Olafs Thors og komm- únista í þessu mikla ágreinings- máli fékk að ráða. Dýrtíðin og framleiðslukostnaðurinn uxu jafnt og þétt. Samkvæmt kenn- ingum þeirra, sem héldu því fram að tæknin bjargaði öllu, lifði þjóðin í andvaraleysi, af því að henni þótti þægilegra og trúa Ol- afi og kommúnisturh en Fram- sóknarmönnum. Nú hefir sá dómari skorið úr málinu, sem ekki verður vé- fengdur, en það er reynslan. Sjávarútvegurinn og aðrir at- vinnuvegir eru reknir með tapi. Ríkissjóður verður að nokkru að standa undir framleiðslukostnað- inum, svo að framleiðslan stöðvist ekki, en það er hið sama og að taka úr einum vasanum og láta í hinn. Um seinan sér þjóðin, að Fram- sóknarmenn sáu það rétt, að tæknin ein dygði ekki til bjarg- ráða málum hennar, þegar að á herti, og að betra hefði verið að fara að ráðum þeirra en að elta villjuljós Olafs Thors og komm- únista og annarra dýrtíðarpost- ula. Valdimar á Möðruvöllum sexfugur Morgunblaðið og fylgifiskar þess hafa lengi haldið því fram, að ágreiningurinn milli „nýsköp- unar“-flokkanna og Framsókn- armanna hafi verið um það, hvort endurnýja ætti og efla skipastól- inn eða e'kki. Um þetta hafi bar- áttan staðið. Sjálfstæðisflokkur- inn og kommúnistar hafi viljað verja gjaldeyrinum til endurnýj- unar og eflingar skipastólsins, en Framsóknarflokkurinn barizt á móti því. Þess vegna hafi Fram- sóknarmenn verið fjandmenn ný- sköpunar sjávarútvegsins. En eins og margoft áður hefir verið bent á og sannað, var ágreiningurin alls ekki um þetta. Hann var um allt annað. Meira að segja þótti Framsóknarmönn- um að ,,nýsköpunarmenn“ gengju of skammt í því að verja gjald- eyrinum til nýsköpunai-fram- kvæmda, og þess vegna báru þeir fram tillögu um að hækka 300 millj. kr. framlagið í 450 miilj. kr., en það máttu forkólfar flokkanna ekki heyra nefnt og eyddu svo gjaldeyrinum í alls konar sukk og vitleysu, þar til allt var að því komið að sökkva, þegar nýsköp- unarstjórnin loksins yfirgaf stjórn á þjóðarskútunni, uppgef- in og ráðalaus. En um hvað var þá ágreining- urinn? Hann var um dýrtíðina í sam- bandi við nýsköpunartækin. Ólafur Thors og fylgismenn hans í þremur stjórnarflokkun- um héldu því fram, að það væri nægilegt að kaupa ný skip og önnur nýsköpunartæki, því að allt slíkt yrði svo fullkomið, að framleiðslan bæri sig vegna hinnar nýju tækni, sem beri alla dýrtíð ofurliði. Það væri því óþarfi að bera kvíðboga fyrir vaxandi dýrtíð; hún mætti leika lausum hala; þjóðin skyldi bara lifa hátt uppi, hvei’gi vera smeyk um framtíðina og hlusta ekki á „barlómsvæl“ hinna lítilsigldu Framsóknarmanna, sem berðust á móti nýsköpun, nýrri tækni og bjartari framtíð. Boðskapur Framsóknarflokks- ins til þjóðarinnar var á þessa leið: Þó að sjálfsagt sé að kaupa ný skip, þá er það eitt út af fyrir sig ekki nóg. Samfara því að skipin eru keypt, þarf að tryggja það að rekstur þeirra beri sig fjárhags- lega. Þó að skipin verði fullkom- in a§ tækni, má það elcki gleym- ast, að tæknin vex einnig meðal annarra þjóða. Enginn þarf að ætla, að tækniþróunin vaxi að- eins á íslandi, en að hún standi í stað í öðrum löndum. Við getum því aðeins orðið samkeppnisfærir að framleiðslukostnaðurinn hjá okkur fari ekki fram úr því, sem á sér stað í öðrum löndum og sem við verðum að keppa við á heims- markaðinum. Enginn mætti ganga þess dulinn, að viðskipta- þjóðir okkar vildu ekki að öðru jöfnu kaupa framleiðslu okkar dýrara verði en hægt væri að fá hana annars staðar, einungis af því að hún væri íslenzk. Þess vegna yrði samhliða kaupum ný- .Ija tonna, er til sölu. — Upplýsingar gefur GÍSLI EIRÍKSSON, Árnesi. — Sími 641. Tvöföld perlufesti tapaðist s. 1. fimmtudag, sennilega í miðbænum. — Skilist yinsamlegast í Verzl. London. IlÖfum fengið lOmm.bílakerfi Birgðir takmarkaðar. E. S. A.-verkstæðið. Mafreiðslufólk ■— karla eða konur — vantar á t\ o síldarbáta í sumar. Esso-Benzín Esso-Smurningsolíur Essö-Gírfeiti Esso Koppafeiti Esso Háþrýstiolía Esso-Vélsturtuolía Esso-Bremsuvökvi Esso Ryðolía avallt fyrirliggjandi. Bifreiðast. Stefnir s.f. Niðursoðin svið i dósum. Sardíimr Gaffalbitar Nýlenduvörudeild og úlibú. Eins og getið var í síðasta blaði, I átti hann sextugsafmæli laugard. 11. þ. m. Engum, sem til þekkir, I mun koma það á óvart, að nokk- uð var til hátíðabrigðis þar í sveit á þessum tímamótum í ævi þessa merka og vinsæla héraðshöfð- ingja. Margir gestir, bæði úr bæ og sveit, heimsóttu hann þenna dag, til þess að árna honum heilla og öllum var þeim veitt af mikl- um ljúfleik, rausn og höfðings- skap. Heillaóskir og þakkar- skeyti bárust afmælisbarninu víða að. Allir gestirnir voru með gleðibrag við ljúfar móttökur og hjartahlýju húsbændanna á Möðruvöllum. Á slíku gleðiiiióti við sumarsól í sveit komast allir í sólskinsskap. Að kvöldi þessa dags héldu sveitungar Valdimars honum myndarlegt og veglegt afmælis- hóf í Saurbæ. Var þar fjölmenni saman komið og voru honum færðar verðskuldaðar þakkir fyr- ir störf hans í þágu sveitar sinn- ar, forustu í félagsmálum og ekki sízt persónuleg kynni fyrr og síð- ar. Kristján Valdimar (svo heitir hann fullu nafni) er fæddur 11. júní 1889 á Vatnsenda í Eyja- fil'ði og er af eyfirzkum bænda- ættum kominn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Sveinsson og Kristjana Sigurðard. er bjuggu á Vatnsenda frá 1870 og fram und- ir síðustu aldamót. Valdimar ólst upp á vegum foreldra sinna. Ungur að aldri fór hann í Gagn- fræðaskólann á Akureyri og út- skrifaðist úr honum 1907. Árið 1909 kvongaðist hann Guðrúnu Jónasdóttur bónda á Völlum í Eyjafirði, Jónassonar, en alin er hún upp hjá föðursystur sinni, Guðrúnu og manni hennar. Jó- hanni Jónassyni, er lengi bjuggu á Rútsstöðum í Eyjafirði, seinna nokkur ár í Hólum og síðast á Möðruvöllum. Guðrún er mynd- arleg og sköruleg greindarkona, og hefir hún ekki langt að sækja gáfurnar, því að faðir hennar var einn af gáfuðustu mönnum í al- þýðustétt, sem ég hefi þekkt, og ágætlega vel liagmæltur. Þau Valdimar og Guðrún eiga þrjú uppkomin, efnileg börn, öll gift. Þau eru Jóhann, bóndi á Möðruvöllum, Ásgeir, stúdent og Ragna, kona Ragnars Olasonar, forstöðumanns sápuverksmið j - unnar Sjöfn. Valdimar hóf búskap á Möðru- völlum eftir fósturföður konu hans og hefir rekið þar búskap yfir 30 ár af miklum myndarskap. Jörð sína hefir hann bætt prýðilega, bæði að húsakosti og ræktun, og er þetta forna höfuð- ból og höfuðsetur Guðmundar Eyjólfssonar ríka og Lofts ríka Guttormssoriar nú orðið eitt myndarlegasta og ánægjulegasta óðalssetur í öllum Eyjafirði og þó lengra sé leitað. Getur Valdimar nú með glöðu bragði litið yfir yerk sín á þessum sögufræga stað, auk þess að hann er frá náttúrunnar hendi einkar við- felldinn og aðlaðandi. Sveitungar Valdimars Pálsson- ar hafa lengi borið til hans mikið traust sökum hæfileika hans og mannkosta og 'hafa falið honum mikilvæg trúnaðarstörf. Hrepp- stjóri Saurbæjarhrepps hefir hann verið óslitið síðan 1928 og sýslunefndarmaður jafnlengi. — Annar endurskoðandi reikninga Kaupfélags Eyfirðinga hefir hann verið síðan 1936 og formaður Samvinnubyggingafélags Eyja- fjarðar um áraskeið. Oll hafa þessi störf farið honum vel úr hendi, því að hann er prýðilega starfliæfur og skyldurækinn. Valdimar er velviljaður mönn- úm og góðum málefnum. Hann er eindreginn og óhvikull sam- vinnumaður, drengur góður og vinsæll þrátt fyrir sextugsaldur- inn er hann enn ungur í sjón og raun. Mætti svo verða sem lengst. I. E. Aðalfimdur Kaupfélags Skagstrendinga Aðalfundur Kaupfélags Skag- strendinga var haldinn að Höfða- kaupstað dagana 21. og 22. maí. í skýrslu kaupfélagsstjóra komu meðal annars fram þessar upp- lýsingar: Sala erlendra vara og brauð- gerðarinnar námu á árinu tæp- lega lVz millj. króna, og hafði lækkað frá fyrra ári um 225 þús. kr. Kom sú lækkun að langmestu leyti niður á vefnaðarvörum og búsáhöldum. Innstæður viðskiptamanna í innlánsdeild og á reikningum námu kr. 1.641.186.53 og höfðu lækkað frá fyrri ári um tæpar 100 þús. kr. Um 30 nýir félagar höfðu bætzt við á árinu. Síðari hluta árs vann kaupfé- lagið að því, að koma upp útibúi í þorpinu, því að byggðin stendur þar mjög dreift, og tók það til starfa í janúarmánuði sl. Sala brauðgerðar, sem félagið rekur, nam 194 þús. krónum, og hafði rekstur hennar gengið vel. Rekstursafkoma félagsins var, eftir atvikum, sæmileg, þegar miðað er við ríkjandi vöruskort. Félagið varði til afskrifta fast- eigna og véla kr. 47.300.00. — í sameig'narsjóði var lagt um 38 þús. kr. Til félagsmanna var end- urgreitt 3% í stofnsjóð og 4% í reikninga á skilaða arðmiða, og i Menningarsjóð kr. 3.191.09. Fundurinn taldi félaginu mikla þörf á nýju frystihúsi, eða gjörð- ar yrðu verulegar viðbyggingar og endurbætur á því, sem það á nú, þar sem geymslurúm þess og vinnuaðstaða stendur rekstri þess mjög fyrir þrifum. Framleiðsla þess á liðnu ári voru rúml. 8000 kassar. Þá sámþykkti fundurinn eftir- farandi tillögu: „Fundurinn lýsir yfir fyllstu óánægju sinni, varðandi langvar- andi skort á veínaðarvöru og sér- staklega á vinnufötum, og vitir harðlega það aðgjörðaleysi um innflutning þeirrar vöru og rétt- (Framhald á 7. síðu). Afgr. vísar á. | Tilkynning Vegna sumarleyfa verður Gufupressan lokuð \ i frá 4,—18. júlt næstkomandi. = G u f u p r e s s á ii, { \ Skipagötu 12. i 'MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM'** I Tilkynnin Vikublöðin á Akureyri hafa samþykkt eftir- I I farandi auglýsingataxta: i Hver dálksentimetri kostar kr. 4.00. Af aug- i lýsingum 10—20 sm. má gefa 20% afslátt. I Af stærri auglýsingum og öllum dánartil- i kynningum og þakkarávörpum 25%. Fastir \ auglýsendur lái 20—25% afslátt af öllum i auglýsingum, án tillits til stærðar. Smá- i auglýsingar greiðist við afhendingu, ef þcss [ 1 er kostur. \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.