Dagur - 22.06.1949, Page 8
8
Baguk
Miðvikudaginn 22. júní 1949
Stórskemmdir á Drafiastöðum í
Sölvadal af skriðufalli um helgina
Útihús gereyðilögðust og skriða fór yfir túnið
Mikið fjölmenni fók þátt 1 háfíða
höldunum þann 17 júní
Fj‘lbreyttar íþróttasýningar í tilefni dagsins
Síðari hluta sunnudagsins losn-
aði jarðfall mikið úr fjallinu
skammt fyrir ofan bæinn Drafla-
staði í Sölvadal og féll niður yfir
túnið. Skriðan gereyðilagði öll
peningshús jarðarinnar, fjárhús,
hiöðu, fjós og hænsnahús og lagði
undir hálft túnið.
Kýr voru ekki í fjósi, en fé var
á beit skammt frá bænum og
mun eitthvað af því hafa farist í
skriðunni, en ókunnugt enn hve
margt. Dauðar kindur hafa fund-
ist við skriðuna.
íbúðarhúsið slapp og enginn
maður varð fyrir meiðslum, en
grunnur að íbúðarhúsi, sem fyr-
irhugað var að reisa í sumar,
fylltist og eyðilagðist. Ósennilegt
er talið að jörðin verði talin
byggileg aftur.
Á Draflastöðum býr Benedikt
Sigfússon, ungur bóndi, og er
tjón hans mikið.
Annað jarðfall mun hafa fallið
yfir engi í Hleiðargarði um svip-
að leyti, en blaðið hefir ekki
fregnir af því, hvort þar er um
verulegt tjón að ræða.
Norska skógræktar-
fólkið dvelur hér
til föstudags
Norska skógræktarfólkið, sem
dvelur hér á landi um þessar
mundir til þess að kynnnast land-
inu og kenna skóggræðslu, kom
hingað til bæjarins á laugardags-
kvöldið í fylgd með skógræktar-
stjóra og fleiri íslendingum og
gisti hér. Á sunnudagsmorguninn
var farið í Vaglaskóg, en vegna
ástandsins í vegamálum varð að
fara út í Dalsmynni og þá leiðina
í skóginn og mun hafa verið ill-
fært. í Vaglaskógi er unnið að
gróðursetningu og komið hingað
til bæjarins í kvöld. Á morgun er
ætlunin að vinna að gróðursetn-
ingu í Vaðlaheiðarreit Skógrækt-
arfélagsins og er þess vænzt að
áhugamenn hér sláist í förina. —
Verður væntanlega farið um kl.
10 árd. og unnið fram til hádegis.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessu
geta snúið sér til Blómabúðar K.
E. A. eða Þörst. Þorsteinssonar á
sjúkrasamlagsskrifstofunni. Um
30 Norðmenn eru í þessari för.
„Kaldbakur“ seldi
í Aberdeen
Akureyrartogarinn Kaldbakur
seldi í gærmorgun afla sinn í
Aberdeen í Skotlandi, samtals
4580 kit fyrir 9045 sterlingspund.
Er þetta allsæmileg sala miðað
við aflasölurnar að undanfömu,
en léleg miðað við það, sem var í
vetur og fram á vorið.
Það eru hinir miklu hitar nú
og bráða leysing, sem þessum
tíðindum valda og segja fróðir
menn jafnan hættu á slíku er
þannig viðrar.
— Útgerðarfélag
Akureyringa
(Framii. af bls. 1)
glæsileg útkoman hjá sumum
öðrum nýsköpunartogurum á ár-
inu 1948, er lakar hafa aflað og
selt. Má í því sambandi minna á,'
að Kaldbakur var afla- og sölu-
hæsta skip ársins 1948 samkv.
skýrslum Fiskifélags íslands, sem
birtar voru upp úr áramótunum.
Utgerðarfélag Akureyringa
mun fyrsta togarafélagið, sem
birtir reikninga sína fyrir síðast-
liðið ár.
,Svalbakur‘ væntanlegur
af veiðum nú í vikunni
Svalbakur er nú í sinni fyrstu
veiðiferð og mun væntanlegur
hingað um miðja vikuna áður en
skipið fer með aflann á erlendan
markað. Aflinn hefir verið rýr
hjá togurunum að undanförnu.
S í L D !
Fyrstu síldarfregnirnar bárust
nú um helgina, sniávaxnar að
vísu, en þó hinn fyrsti vottur
um síld hér á miðuniun. Togari
sá síldartorfu vaða skammt frá
Grímsey um helgina. Þá segja
sjómenn hér út með firðinum,
að síldar verði nú vart í fisk-
mögum.
33 námsmeyjar braut-
skráðar frá Laugalandi
Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi var slitið miðvikudaginn 15.
júní sl. Alls höfðu 35 námsmeyj-
ar, auk 2. í framhaldsnámi inni’it-
ast í skólann að haustinu, en af
þeim ux-ðu tvær að yfirgefa skól-
ann á miðjurn vetri vegna van-
heilsu. 33 námsmeyjar voru
brautskráðar. Hæsta einkunn
hlaut Guðlaug Gunnlaugsdóttir
fi’á Ólafsfirði, fyrstu ágætiseink-
unn, 9.32. Sýning var haldin á
handavinnu námsmeyja laugar-
daginn 11. júní og sótti hana
fjöldi manns af Akureyri og úr
nágrenni. — Fæðiskostnaður
varð kr. 8.90 á dag.
„Sunnukóriim4
á Isaíirði kemur
hingað í sumar
„Sunnukórinn" á fsafirði, en
það er blandaður kór, hyggst fara
söngför til Norðurlandsins í sum-
ar og syngja hér á Akureyri,
Siglufirði, Húsavík og e. t. v. víð-
ar. Kórinn á 15 ára afmæli um
þessar mundir og hefir jafnan
notið söngstjórnar hins mikilhæfa
stjómanda og tónskálds, Jónasar
Tómassonar á ísafirði. — Kórinn
hefir haldið fjölda söngskemmt-
ana á 15 ára starfsferli og farið
víða og getið sér góðan orðstír.
Gott vor og spretta
á öskusvæðiiiu
Fi-egnir úr Fljótshlíð syðra
hei’ma, að vorið þar hafi verið
allgott og hafi sauðburður gengið
þar vel og slysalaust. Sauðfé bar
allt úti. Bændur eru nú farnir að
rýja fé. Spretta þar er í meðal-
lagi og er búizt við að heyskap-
ur hefjist á venjulegum tíma. Það
er sérstaklega athyglisvert við
þessa frétt, að hún kemur fi-á því
héi’aði, sem verst varð úti í
Heklugosinu 1947. Er svo að sjá,
sem jörð hafi náð sér alveg eftir
öskufallið þá og njóti nú orðið
góðs af því.
Frægur vísindamaður
gestur í bænum
í fyrrakvöld koih hér hinn
heimsfrægi bi-ezki vísindamaður,
dr. Julian Huxley, ásamt öðrum
bi-ezkum vísindamanni og Finni
Guðmundssyni fuglafræðingi. —
Dr. Huxley kom hingað til lands
til þess að rannsaka lifnaðarhætti
hafsúlunnar og fór m. a. til Eld-
eyjar. Héðan fer hann til Mý-
vatns til rannsókna á fuglalífi
þar.
Fóðurbætir fyrir
3 millj. kr. vegna
harðindanna
í viðtali við Tímann í gær segir
Páll Zóphoníasson ráðunautur, að
aukin fóðorbætiskaup til lands-
ins vegna hinna miklu harðinda
víðast hvar á landinu í vetur og
vor hafi numið um 3 millj. króna.
Óhætt mun að fullyi’ða að þessi
fóðui’bætiskaup hafi varnað því
að fellir yrði í mörgum sveitum.
Hátíðahöldin hér á þjóðhátíð-
ardaginn fóru fram í mildu veðri
þótt sólai’lítið væri og var þátt-
taka almenn. Hátíðin hófst, eins
og auglýst hafði verið með leik
Lúðrasveitarinnar á Ráðhústoi’gi
og þaðan var síðan farin skrúð-
ganga um bæinn til hátíðasvæð-
isins. Þar var guðsþjónusta og
prédikaði séra Fi’iðrik J. Rafnar
vígslubiskup. Önnur atriði fóru
fi-am samkvæmt auglýsti-i dag-
ski’á, sem rakin var í síðasta
blaði.
Allumfangsmiklar íþróttasýn-
ingar fóru fram á hátíðinni og
voru þessar helztar:
Glímudeild í. B. A. sýndi ís-
lenzka glímu. Þátttakendur voru
9. Glímustjóri: Haraldur Sigui’ðs-
son. Úrslit urðu sem hér segir:
1. Jóhann Þórisson með 8 vinn-
inga (fékk einnig fegurðarverð-
laun).
2. Aðalberg Pálsson með 5
vinninga.
3. Alfi’eð Konráðsson með 5
vinninga.
14 nemendur frá Gagnfi-æða-
skóla Akureyrar sýndu fimleika
undir stjóm Haraldar Sigurðs-
sonai’.
Vegna úrkomu var pallurinn
blautur og því mjög óþægilegt að
sýna þar glímu og fimleika.
Hvítasunnuhlaupið, sem fi-estað
hafði verið, var síðasta ati’iði
íþróttanna. Þátttakendur voru 16
frá þremur íþróttasamböndum, 6
frá Héi’aðssambandi Suður-Þing-
eyinga, 5 frá íþróttabandalagi
Akureyrar og 5 frá Ungmenna-
sambandi Eyjafjarðax. Hlaupið
var þi’iggja km. víðavangshalup.
Keppt var um Hvítasunnubikar-
inn, gefinn af f. R. Fjögra manna
sveit.
Fyrstur að marki vai-ð Finn-
bogi Stefánsson H. S. Þ. Tími 10
mín. 26,8 sek. 2. varð Ki’istján
Jóhannsson U. M. S. E. Tími 10
mín. 35,7 sek. 3. varð ívar Stef-
ánsson H. S. Þ. Tími 10 mín. 38,0
sek.
Svejtakeppnina vann H. S. Þ.,
halut 20 stig. í. B. A. hlaut 23 stig
og U. M. S. E. 38 stig. í sveit H. S.
Þ. voru: Finnbogi Stefánsson,
ívar Stefánsson, Sigui’ður Stef-
ánsson og Helgi V. Helgason. H.
S. Þ. vann bikai’inn nú í þriðja
sinn í röð og því til fullrar eignar.
Er þetta annar bikarinn, sem þeir
vinna í Hvítasunnuhlaupinu, en
keppnin mun sjaldan eða aldrei
hafa vei’ið eins hörð og í þetta
skipti.
Vígsluathöfn Æskulýðsfélagsins.
Kvöldþátttökuna, sem átti að
fara fram við Toi-funefsbi’yggj-
una, vai-ð að flytja á ytri bi-yggj-
una vegna uppskipunarvinnu hjá
Eimskipafél. íslands. Af sömu
ástæðu var hoi’fið frá að hafa úti-
dansleik, sem hafði verið undir-
búið að láta fara fram ofan við
Torfunefsbryggjuna. Var því að-
eins dansað á vegurn hátíðarinn-
ar í Samkomuhúsi bæjai’ins.
Eins og frá var skýrt í tilhög-
unai-skránni, hafði Æskulýðsfélag
Akureyrarkirkju vígsluathöfn í
sambandi við hátíðahöldin. Voru
vígðir tveir nýjir kappróðrarbát-
ar, sem félagið hefir látið smíða.
Hlutu þeir nöfnin: Neisti og Glói.
Formaður yngi-i deildar félagsins,
Jón Bjarman, flutti 17. júní-
ávarp, Ki-istján Róbertsson stud.
theol. las upp nýtt kvæði, er fé-
laginu barst í tilefni þessarar at-
hafnar, fi-á séi-a Valdimar Snæ-
vax’r, og séra Pétur Sigurgeirsson
flutti vígsluræðu. Lúðrasveit Ak-
ureyrar lék og karlakórar bæjar-
ins sungu. Að lokinni vígsluræð-
unni komu Æskulýðsfélagar ró-
andi á 5 kappróði’arbátum frá
Oddeyrartanga. Hafði annar bát-
ur Menntaskólans á Akureyri
forustuna, því næst komu hinir
nýju bátar Æskulýðsfélagsins,
sem eru mjög fagrir og rennilegir
og að lokum komu tveir bátar
Sjómannadagsins. Bátai’nir reru
suður með Torfunefsbryggjunni
og svo út með bi’yggjunum fram
hjá áhorfendum, er dáðust mjög
að hinum nýju bátum.
Þjóðhátíðarnefnd Akureyrar
þakkar öllum félögum og ein-
staklingum, er veittu góðfúslega
aðstoð við hátíðahöldin 17. júní.
>11III11110111111111III »11 Ml IIIIII Ml IIIIIIIIIIIIIIIIIII11111111.11111111111111111111111111111111111111IIII11111111111111111111111111
BANN
Hér með er öllum óviðkomandi bannað að taka
\ hraunmöl í Reykjahlíðar- og: Vogalandi í Mývatnssveit.
Hins vegar múnum við sjá um akstur á hraunmöl
1 eftir þörfum, ef óskað er, og pantanir berast með
I nægum fyrirvara.
20. júní 1949.
\ F. h. landeigenda
Kristján Þórhallsson. Ulugi Jónsson.
.“ ...........................MMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM
54 studentar brautskráðir frá M. A.
Ilinn 17. júní s. I. var Mennta-
skólanum á Akureyri slitið, og
brautskráði skólinn þá 54 stúd-
enta, en það er stærsti stúdenta-
hópur, sem þaðan hefir braut-
ski’áðst í einu. — Hæstu eikunn
hafði Steingrímur Arason, Grýtu
bakka í Höfðahverfi 1. eink. 7,45.
Var hann úr stærðfi-æðideild, en
hæstu einkunn máladeildar hlaut
Örn Fx-iðriksson, Húsavík, 1. ein-
kunn 7,36.
Sérstaka athygli vakti, að við
skólaslitin voru stödd hjónin
Guðlaug Sveinsdóttir og Finnur
Finnsson fi-á Hvilft í Önundar-
firði, en þau hafa sent í skólann
10 böi-n sín, 6 sonu, er allir hafa
lokið stúdentsprófi, sá síðasti í
ár, og 4 dætur, er lokið hafa
gagnfræðaprófi. Tilkynntu börn
þeirra við skólaslitin, að þau
hefðu stofnað sjóð, er bera skyldi
nafn foreldra þein-a og nemend-
ur skólans njóta góðs af.
20'ára stúdentar færðu skólan-
um íslenzkan fána á stöng að gjöf
saumaðan af frú Unni Ólafsdótt-
ur, en fánastöngin útskoi-in af
Guðmundi Ki-istjánssyni, mynd-
skei’a. 10 ára stúdentar gáfu skól-
anum radíógrammofón.