Dagur - 27.07.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 27.07.1949, Blaðsíða 1
Áskrifendur eru minntir á, «6 gjalddagi blaðsins var 1. júlí Dagur er aðeins 4 bls. að þessu sinni vegna sumarleyfa í pr entsmið j unni. XXXII. árg. Akureyri, miðvikudagiim 27. júlí 1949 30. tbl. r Islendingar hafa tapað Suður- Ameríku markaði fyrir saitfisk á sama tíma og Norðmenn ef!a hann Markverðar umræður um saltfisksverzlun í norsku blaði Noregs Handels- og Sjöfartstidende birti nú nýlega viðtal við norskan fiskikaupmann frá Rio de Janeiro, einn stærsta saltfiskinn- flytjanda í Brasilíu, um salfiskmarkaðinn þar og í Suður-Ameríku yfirleitt. Kaupmaður þessi er einn hinna fjölmörgu Norðmanna, sem reka innflutningsverzlxm í erlendum hafnarborgum og eru hin mesta stoð fyrir útflutningsverzlun Norðmanna. í þessu viðtali segir þessi inn- flytjandi, að ástæðulaust sé að óttast að eftirspurn eftir saltfiski á heimsmarkaðinum muni þverra í framtíðinni. í sambandi við saltfiskkaup Brasilíumanna upp- lýsir hann, að á árunum fyrir stríðið hafi norskir saltfiskút- flytjendur átt í erfiðleikum með að komast inn á markaðinn. Bret- ar hafi þá verið umsvifamestir þar, en íslendingar hafi sífellt verið að sækja á og hafi verið búnir að vinna fiski sínum álit þar syðra. Á stríðsárunum gátu Norðmenn vitanlega ekki haldið uppi útflutningsverzlun yfir út- höfin, en eftir stríðið hafi hvorki Bretar né íslendingar gert neitt til þess að viðhalda markaðinum í Brasilíu og þá hafi Norðmenn fengið gullið tækifæri og það hafi þeir notað vel. Á 10 árum hafi þeir sextánfaldað saltfiskútflutn- ing sinn til Brasilíu. íslendingar tapa 90%. Árið 1939 komu 320 tonn af norskum saltfiski til Rió, en árið 1946 1770 tonn, árið 1947 3570 tonn og árið 1948 5260 tonn. Bretar seldu Brasilíumönnum 3340 tonn árið 1939 ,en árið 1948 ekki nema 1340 tonn. Lakari er þó útkoman hjá íslendingum, segir þessi kaup- maður frá Brasilíu. Þeir seldu 1470 tonn árið 1939, en ekki nema 147 tonn árið 1948. Nú er svo komið, að norskur saltfiskur er talinn bezta varan á markaðinum í Brasilíu. Og verð lagið er hátt, eða fimmfalt á við það, sem var fyrir stríð. Árið 1930 kostaði kassinn (58 kg.) 40 shill- inga, en sama magn í dag ko«t«r 200 shillinga. Þessi norski innflytjandi, sem starfað hefir í Brasilíu síðan 1912, leggur í viðtalinu megináherzlu á nauðsyn þess, að Norðmenn láti þennan mikla ávinning á Brasil íumarkaðinum ekki úr hendi sleppa og haldi áfram að vinna að því af kostgæfni, að auka mark- aðinn þar og annars staðar í Suð- ur-Ameríku. Mjög mikil tæki færi séu enn ónotuð til þess að selja þessa þrautreyndu og ágætu útflutningsvöru, saltfiskinn, til Suður-Ameríkulandanna. Norð menn mega ekki láta það henda, að saltfiskframleiðslan dragist svo saman, að ekki sé hægt að fullnægja þeim mörkuðum, sem þegar eru tryggir, jafnframt því sem hægt sé »ð vinna öfluglega að því að koma fiskinum inn á nýja markaði. Ungnr listamaður sýnir málverk í Gagnfræða- skólanum „Jörundur46 kemur í dag Hinn nýi glæsilegi t»gari Guðmundar Jörundssonar út- gerðarmanns hér í bæ, „Jör- undur“, lagði af stað frá Lowestoft á Bretlandi s. I. laugardag og er skipið vænt- anlegt hingað í dag. Þetta er þriðji togarinn, sem héðan er gerður út, og er „Jörundur“ af annarri og nýtízkulegri gerð en aðrir togarar landsmanna. Hefur skipið vakið mikla at- hygli á Bretlandi. Útgerðarmannafélag Akur- eyringa gengst fyrir móttöku- athöfn á hafnarbryggjunni við komu skipsins. Verður skip- inu fagnað með ræðu og hljóð- færaleik. Líklegt að Haag-dómstóllinn dæmi deilumál Norðmanna og Breta um 4 mílna landhelgina Eretar bjóða sættir á grimdvelli málamiðlunar Eins og fyrr hefir verið greint frá hér í blaðinu, tilkynntu Norð- menn upp úr stríðslokum, að landhelgi þeirra framvegis væri 4 mílur frá ströndinni í stað 3. mílna áður. Þessa breytingu töldu þeir mikla nauðsyn til vemdar fiskimiðum og fiskistofni og framtíð norskrar útgerðar. Norðmenn hafa ekki fcngið viðurkenningu annarra þjóða á þessari rýmkun landhelginnar, en Bretar munu hafa mestra hags- muna að gæta í því sambandi. Ungur listamaður sýnir 40-50 málverk um þessar mundir í Gagnfræðaskólahúsinu hér í bæ. Listamaðurinn heitir Gunnar Magnússon og hefur þegar vakið athygli í Reykjavík með mynd- um sínum. Má í því sambandi minna á ummæli Jóhannesar Kjarval um listamanninn í Vísi í vetur, en Kjarval lét svo ummælt m. a.: „Listamaðurimi Gunnar Magnússon sýnir myndir sínar í listasal Ásmundar Sveinssonar. Þar eru allskonar hrifnæmi frá listformi og bein áhrif frá náttúr- unni. Fyrirmyndir af fólki og list- dreymi, uppstillingar, djúp skyggni lagar eða grunnsævis. Fjölbreytt er efnisvalið. Sýning- in er falleg, full af fjöri og dirfsku og saklausri áhættu. Er laus við allt skólanöldur um stíla og stefn- ur, en hefur í för með sér allmikla kunnáttu." Gunnar sýnir hér allar mynd- Framhald á 4. síðu. Finnsku hjónin kosna til Ákur- eyrar í kvöld Halda samkomu í kirkjunni annað kvöld Með áætlunarferðinni í kvöld frá Reykjavík koma þau hjónln A. J. Rintala og frú frá Finnlandi. — Saga þeirra er merkileg. — Þau urðu að flýja heimili sitt í stríðinu. — 1 þrjú ár hafa þau ferðast um Svíþjóð og Noreg til þess að halda söngskemmtanir. Frúin hefir simgið og leikið á hið gamla, þjóðlega hljóðfæri Finna, Kantele, og hr. Rintala flutt erindi um líf og sögu Finna. Þau hjónin efna til samkomu í Akureyrarkirkju annaðkvöld kl. hálf níu, þar sem frúin syngur og leikur undir á Kantele og maður hennar talar. — Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup mun bjóða hjónin velkomin. Jakob Tryggva son leikur á orgelið en Jóhann Konráðsson syngur eitt eða tvö lög. Það er aldagamall siður íslend- inga að reyna að taka vel á móti gestum, sem að garði bera. Hér eru gestir langt að komnir í göfugum tilgangi, og vér í þess- um söfnuði skulum reyna að taka vel á móti þeim með því að fjöl- menna í kirkjuna annað kvöld. Allir eru velkomnir. P. Rússar og Bandaríkjamenn hafar rýmkað landhelgi sína miklum mun meir en þetta, en ekkert erlent fiskiskip vogar sér inn fyrir þau nýju takmörk, því að þau eru öfluglega varin með hervaldi, sem smáþjóðimar hafa ekki ráð á. Málið til umrseðu í breaka linginu. Norsk blöð greina frá umræð- um um þetta mál, sem fyrir skömmu urðu í neðri málstofu brezka þingsins. í þeim umræð- um upplýsti Bevin utanríkisráð- herra, að líklegt mætti telja að brezka stjómin vísaði málinu til aðgerða alþjóðadómstólsins í Haag, nema ef norska stjórnin samþykkti * málamiðlunartillögu, sem brezka stjórnin hefði sent henni. Tilefni þessara umræðna nu er, að í sumar tók norskur varðbátur brezka togarann „Lord Nuffield" að veiðum við Norður- Noreg, innan 4-mílna línunnar, en utan 3-mflna línunnar, og fór með hann til hafnar. Sættir ekki útllokaðar. Málamiðlunartillaga sú, sem fyrr um getur, er sögð hafa verið samin í janúar sl. með það fyrir augum að finna millileið óska Norðmanna um rýmkaða land- helgi og fastheldni Breta við 3- mílna línuna gömlu. Norsk nefnd fjallaði um þessi mál í London ásamt fultrúum brezku stjórnar- innar. Tillagan var lögð fyrir báð ar ríkisstjórnirnar. Eftir því sem norsk blöð telja sig hafa eftir góðum heimildum mun brezka ríkisstjórnin vilja fallast á málamiðlunartillögu þessa, en hins vegar liggur ekk- ert fyrir um það, hvaða afstöðu norska stjórnin hyggst taka til hennar. Talið er líklegast að Stór- þingið muni fjalla um málið nú innan skamms. Aðgerðir Norðmanna rýmka landhelgina. Af þessari fregn er þegar ljóst. að Norðmenn eru vel á veg komnir að rýmka landhelgi sína nokkuð og hljóta viðurkenningu Breta á því. Samþykki Norðmenn málamiðlunartillöguna, sem hlýt- ur að taka verulegt tillit til sjón- armiða þeirra, er aukinn réttur þegar fenginn. Kjósi þeir hins vegar að halda fast við ákvörðun sína um 4-mflna landhelgi, mun dómstóllinn í Haag fjalla um málið og vissulega munu Norð- menn ekki fara þá leiðina nema æir telji sig hafa góðar líkur fyr- ir því að málið gangi þeim í vil. Þessar fregnir af aðgerðum Norðmanna eru því hinar athygl- isverðustu fyrir okkur. Þær sýna, hvað hægt er að gera með einurð í skiptum við ágæta og vinveitta Djóð sem Breta. Mætti það verfia okkur lærdómsríkt. Tvö framboð ráðin á Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn hafa nú ákveðið framboð sín hér á Akur- eyri í næstu kosningum, hvort sem þær verða í haust eða á til- skildum tíma í júní næstkomandi. Kommúnistar bjóða fram Stein- gi-ím Aðalsteinsson alþm., en Sjálfstæðisflo'kkurinn Jónas G. Rafnar lögfræðing héf í bæ, í stað Sigurðar E. Hlíðar alþm., sem nú dregur sig í hlé. Héiaðsliátíð Fram- sóknarmanna verður 7. ágúst Ákveðið hefur verið að héraðs- hátíð Framsóknarmanna á Ak- ureyri og í Eyjafjaryðarsýslu verði haldin að skemmtistað fél- aganna að Hrafnagili sunnudag- inn 7. ágúst n. k. Eysteinn Jóns- son menntamálaráðheiTa mun flytja ræðu á hátíðinni en að öðru leyti hefur dagskráin ekki verið fullákveðin og verður hún auglýst nánar í næsta blaði og í útvarpinu. Útvarpsstjórar Norðurland- anna allra eru í heimsókn hér á landi í boði íslenzka Ríkisút- varpsins. í gær komu þeir hing- að til bæjarins í fylgd með forráðamönnum íslenzka út- varpsins, á leið til Mývatns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.