Dagur - 24.08.1949, Side 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 24. ágúst 1949
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgrciðsla, anglýsingar, innheimta:
Marinó H. Pctursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166
Blaðið kcmur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júli.
L
l’RENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Hin „algera sjálfhelda“
IIÉR f BLAÐINU var fyrir nokkru vakin at-
hygli á samþykktum, sem gerðar voru á þingi
ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var í höfuð-
staðnum í sumar. Þar var því lýst yfir — og fréttin
síðan birt í öllum blöðum Sjálfstæðisflokksins —
að flokkurinn hefði á takteinum tillögur til lausn-
ar á hinum alvarlegu dýrtíðar- og fjárhags-
vandamálum þjóðarinnar“, og því bætt við, að ef
samstarfsflokkarnir í ríkisstjórninni ,,fáist ekki til
að gera viðunandi ráðstafanir án tafar“ verði að
rjúfa stjórnarsanistarfið og leggja tillögur Sjálf-
stæðisflokksins „undir úrskurð þjóðarinnar".
Þessi hreystiyrði voru látin á þrykk út ganga
snemma í júnímánuði sl. Fram að þeim tíma vissi
enginn að Sjálfstæðisflokkurinn hefði neinai-
bjargráðatillögur í fórum sínum. Blöð' flökksiris
höfðu ekki skýrt frá innihaldi þeirra ög ráðherrar
flokksins og aðrir forvígismenn því- síður gert
grein fyrir þeim innan stjórnarinnar eða utan.
Raunar mun almenningur hafa efast úriY að nokkr-
ar slíkar tillögur væru til. Stjórnarathafnir Sjálf-
stæðisflokksins bentu sannarlega ekk'i tíl þess áð
flokkurinn væri þess albúinn að gera ábyrgar og
róttækar ráðstafanir til þess að koma atvinnuveg-
unum og útflutningsverzlun landsmanna aftur á
réttan kjöl. Það styrkir og þá skoðun. að allt skraf-
ið um dýrtíðartill. á þingi íhaldsunglinganna
hafi verið blekking ein, að nú í ágústlok eru til-
lögurnar enn ókomnar fram í dagsljósið og munu
víst flestir telja, að þeirra sé lítil von fyrir kosn-
ingar.
ÞESSI SÍÐASTI skrípaleikur Sjálfstæðisflokks-
ins í dýrtíðarmálinu er ofboð einfaldur en jafn-
framt furðulegur. Snemma í júní lætur flokkurinn
þing ungra Sjálfstæðismanna lýsa því yfir, að svo
sé ástatt í atvinnu- og fjármálum, að ekki megi
dragast lengur að gera nauðsynlegar ráðstafanir
til viðreisnar, enda hafi flokkurinn tillögur þar um
á takteinum og muni krefjast kosninga ef sam-
starfsflokkarnir fallist ekki á þær. Ekkert heyrist
síðan um tillögurnar. Nokkru fyrir þinghald þetta
höfðu ráðherrar Framsóknarflokksins lagt tillögur
flokksins fyrir samstarfsflokkana svo sem boðað
hafði vexúð í maí. Þessar tillögur fást samstai'fs-
flokkai-nir ekki til að ræða fyrr en í ágúst og þá
bregður svo við að Sjálfstæðisflokkurinn neitar að
fallast á þær, ber ekki fram neinar gagntillögur,
vill helzt að stjórnin sitji, enda þótt hún sé ósam-
mála um flest meginati'iði og sýnilega ómáttug í
dýrtíðar- og fjárhagsmálum, og loks fjandskapast
flokkurinn gegn því að kosningar fari fram í haust
og þjóðin fái tækifæri til að fella dóm um stefnur
flokkanna. í ágústmánuði er ekki talað um nauð-
syn á „úi-skui'ði þjóðarinnar" og „tafarlausai'“
ráðstafanir í dýrtíðarmálum. Þá er skrafað um
það, að Framsóknai'menn hafi rofið „eininguna“
meðal borgaraflokkanna og „hlaupist úr ríkis-
stjórninni" af því að síldveiðin hafi brugðist! „ís-
lendingur“ okkar á Akureyri hefir svo betrum-
bætt þennan málflutning með því að leggja höfuð-
áhex-zlu á að Fi'amsóknai'flokkui'inn hafi knúið
fram kosningar til þess eins að forða „klofningi“
heima fyi'ir. Aði'a ástæðu sér blaðið ekki til kosn-
inga í haust og minnist ekki einu orði á „úi-skurð
bjóðarinnar" um tillögur Sjálfstæðisflokksins eða
„taíarlausar ráðstafanir11. Þannig rekur eitt sig á
annars horn þegar stjórnmála-
flokkar og blöð hafa enga stefnu í
mikilvægustu þjóðmálum, heldur
miða málflutninginn jafnan við
það að hann láti fallega í eyrum
kjósendanna, en gæta þess jafn-
framt að ekki sé kveðið fastar að
oi-ði en svo hvei-ju sinni, að
hlaupa megi fx'á yfirlýsingunum
seinna meir éf það þykir þá væn-
legx-a til kjósendaveiða.
RAUNAR HEFIR annað höf-
uðmálgagn Sjálfstæðisflokksins,
„Vísir“ í Reykjavík, gefið íslend-
ingi og hans nótum þær upplýs-
ingar, sem duga ættu um ástæð-
una til þess að Framsóknarflokk-
urinn hefir krafist kosninga í
haust, þar sem viðreisnartillögur
hans voru ekki teknar til greina
af hinum flokkunum. Eftirfarandi
ummæli hrukku af vörum Vísis
nú á dögunum í oi'ðaskiptum við
Alþýðuflokkinn.
„Hver dagur, sem líður, sannar
betur hættuna, sem staf-
ar af leiðsögu Alþýðuflokksins
(í ríkisstjórninni). Hann er að
sigla atvinnu- og fjármálum í
strand og EKKERT NEMA
KOSNINGAR gátu forðað
þjóðinni frá þeirri niðurlæg-
ingu, að sjá öllum siinum mál-
um komið í óhagganlega sjálf-
heldu “ (Leturbr. Dags).
Við þetta má bæta, að ekkei’t
nema hæfileg áminning til þeii'ra
flokka, sem leitt hafa dýrtíðar-
stefnuna til öndvegis í íslenzku
þjóðlífi með tilstyi-k kommúnista,
getur forðað þjóðinni frá því að
dýrtíðar-' og fjárhagsmálin verði
áfi-am í „algeri'i sjálfheldu" eftir
kosningarnar. Framsóknarflokk-
urinn hefir borið fram ákveðnar
tillgur. Hinir flokkamir velta
vöngum og þoi-a í hvorugan fót-
inn að stíga. Þjóðin mun fylkja
sér um þann flokk, sem þorir að
taka á málunum, en yfirgefa þá
flokka, sem mesta áhex'zlu leggja
á lýðskrum og loddaralæti um
þessar mundir.
FOKDREIFAR
Glöggt er gestsaugað.
HÉR I BLAÐINU birtist ný-
lega viðtal við íslenzkan mann,
sem búsettui' er ei'lendis og hefur
ekki séð fósturjörðina í 40 ár fyrr
en nú í sumar. Það var fróðlegt
-að heyra þennan landa lýsa því,
hvernig honum finnist umhorfs
hér xíú, Gloggt er gestsaugað seg-
ii" máltækið, og slíkir gestii’,
vaxhlr úr íslenzkum jarðvegi,
hafa "béfri aðstöðu en erlendir
menn að dæma skynsamlega það,
sem fyrir augun ber. Þessi góði
gestur dáðist mjög að dugnaði
fólksins við uppbyggingu og hon-
fannst íslendingar hafa tekið til
höndunum í landi sínu á s. 1. 40
árum, Akureyri þótti honum nú
seíri næst óþekkjanleg, ný ásjóna
komin á bæinn, dugur og þrek
í framkvæmdum bæjax-manna. En
þegar hann var spurður að því,
hvað stingi hann helzt í augun
við endurkomuna til bæjarins nú,
hvað honum þætti áberandi á-
bótavant, þá svai'aði hann því
eitthvað á þá leið, að við fyi'sta
yfii’sýn virtizt sér fui'ðulega mörg
mannvii'ki bæjarmanna bera svip
hins hálfgerða og hálfkaraða, rétt
eins og tími hefði aldx'ei gefizt
til þess að ljúka til fullnustu þeim
framkvæmdum, sem byi'jað er á.
Einkenni íslenzkra byggða.
ÞARNA HITTI þessi góði gest-
ur naglann á höfuðið. Þetta los-
aralega svipmót er engan veginn
einkennandi fyrir Akureyri. Það
tilheyrir flestum íslenzkum bygð-
um. Hins vegar er það meir en
nóg ábex-andi hér í bæ. Hér úir
og grúir af hálfköi'uðum húsum,
ógirtum lóðum og húsasundum,
skjögrandi girðingum og hálf-
gerðum götum. í þessu efni eru
bæjaryfirvöldin sízt til fyrir-
myndar fyrir borgai'ana. Götur
eru látnar hálfgerðar árum sam-
an enda þótt sífellt sé verið að
tala um að nú eigi að fara að full-
gei-a þær (t. d. Hamarsstígur). —
Þa sem bæjaryfii'völdin hafa
komið upp girðingum um bletti
í bænum, er það nær undantekn
ingai'laust gei't af vanefnum og
lítilli smekkvísi. Nægir þar að
nefna hina dæmalausu girðinga-
ómynd um græna blettinn á Ráð-
hustoi'gi, gii'ðinguna um anda-
pollinn og nú síðst girðinguna,
sem vei'ið er að setja um Bai’na-
skólann. Oll ei'u þessi mannvirki
Ijót og rustaleg og sízt til prýði né
sóma fyrir bæjarfélagið. Ég x-ak
þar ofan á augun í það nú á dög
unum, að gaddavírsstrengui' er
strengdur ofan á Barnaskóla-
gii'ðinguna. Bæi’inn lætur sér
þannig sæma að setja gaddavíi's
streng við fjölfai'na götu, þar sem
hájka er mikil á vetrum og þar
sem böi-n og unglingar, er sækj'a
bæjarskólana, eru á ferli oft oft
á dag. Og þar að auki mun það
útbi-eidd skoðun meðal borgar-
anna, að bannað sé að girða með
gaddavír meðfram umfei'ðagötum
bæjarins!
Engin girðing stendur bezt!
HÉR í BLAÐINU hefur oft áð
verið vakin athygli á því, að girð
ingarómyndin á Ráðhústorgi
þyi-fti að hvei-fa. Þar ætti helzt
engin girðing að vera. Ef það hins
vegar kæmi í Ijós, að umgengnis-
þroski borgaranna væri ekki á
því stigi, að girðing væri óþörf.
ætti þarna að koma snotur, létt
og lítið áberandi girðing. Bæjar-
menn hafa veitt því athygli, að
húsráðendur eru sums staðar að
taka burtu gamlar og skældar
girðingar frá lóðum við götu, og
setja ekkei-t í staðinn nema e. t. v.
lágar hraunhellur eða eitthvað
því um líkt. Menn hafa veitt því
athygli að þetta er mikil framför
og þyi-ftu fleiri að gera. En ekki
bólar á því, að bæjaryfirvöldin
hugsi sér að losa bæinn við girð
inguna á Ráðhústorgi eða betr
umbæta hana á nokkurn hátt. -
Eitt af fjölmörgu vei'kefnum
Fegrunai-félagsins er að rannsaka
girðingarmannvii'ki bæjarfélags
ins sjálfs víðs vegar um bæinn og
beita sér fyrir endurbótum j
þeim.
„Rúta“ — ljótt orð.
Jónas A. Helgason skrifar blað
inu greinai'korn um „óyrði“, og
segir svo:
„EG ER BÚANDMAÐUR,
noi'ðaustur á Langanesi, og hefi
eigi langförull verið um dagana.
En núna, fyrir fáum dögum
skrapp eg til Akureyi’ar, snögga
ferð.
Þótt að sjálfsögðu, að mai'gt og
merkilegt bæri fyrir augu og eyru
heimalningsins, verður eigi um
það rætt hér.
Eg sá fögur héruð og blómleg
(Fi-amhald á 7. síðu).
Staða húsfreyjunnar
Kunningjakona mín var að fylla irm skjal, þegar
eg kom til hennar. Hún lagði niður pennann og
stundi:
„Eg kemst alltaf í slæmt skap þegar eg vei'ð að
fylla inn þessi stjórnlaga- eða skattaskjöl. Eg finn
þá til óumræðilegrar lítilmáttarkenndar. Það er
spurningin „atvinna“? Og eg verð að ski'ifa „hús-
fi-eyja“. Þegar eg skrifa þetta orð, finn eg til þess að
eg er hér, miðaldra kona, með háskólamenntun og
það hefir ekkert orðið úr mér um æfina. Eg er að-
eins húsfreyja.“
Eg gat ekki annað en skellihlegið. „Það eina, sem
er að þér,“ sagði eg, „er það að þú verður að finna
eitt orð yfir margs konar störf, sem þú leysir prýði-
lega af hendi, og að meira eða minna leyti samtímis.
í stað „húsfreyja“ gætir þú skrifað: Forstjóri, mat-
reiðslukona, hjúkrunarkona, bílstjóri, saumakona,
hússnytringarkona, bókhaldari, matarframleiðslu-
kona, kennari, einkaritari, — eða bara skrifað
mannvinur!“
„En mannvinur er fólk, sem gefur öðrum pen-
inga,“ sagð ihún.
„Það er ekki nákvæm þýðing á því orði,“ svaraði
eg. Mannvinur er sá, sem elskar aðra menn og gefur
þeim þess vegna ýmsir gjafir. Þú hefir alla þína æfi
verið að gefa. Þú hefir gefið þeim, sem þú elskar,
orku þína, gáfur, hagleikni, þekkingu og þjónustu.“
„Það er nú ekki alveg rétt að eg hafi gefið þetta,“
sagði hún. „Það hefir verið séð fyrir mér, og eg
hefi notið ástar og kærleika annarra í staðinn.“ Hún
var glaðlegri á svip.
„Þú gætir líka skrifað: „Frjáls kona!“
„Frjáls?“ svaraði hún. „Eg hefi svo mikið að gera,
að eg veit varla mitt rjúkandi ráð.“
„O, jú, þú getur það,“ sagði eg og var ákveðin, því
að þessi kona vai' mikil vinkona mín og eg þekkti
hana vel. „Þú hefir alla æfi framfylgt aðalskilyrð-
inu fyrir frjálsri tilveru — riefnilega, að gera aldrei
neitt aðeins fyrir peninga.“
„Ef til vill er eitthvað til í þessu,“ sagði hún bros-
andi. „En hér er eg, bráðum fimmtíu ára gömul, og
eg hefi aldrei gert neitt af því, sem eg vonaðist til að
gera þegar ég var ung. — Hljómlist. Eg lék betur á
píanó fyrir tuttugu og fimm árum síðan, heldur en
eg geri nú. Eg fékk háskólamenntun — kastað á
glæ.“
Kastað á glæ! Ef að þessi kona hefði ekki haft
þjálfun í að einbeita hugsuninni, fást við vandamál
og leysa úr þeim, vega málin frá öllum hliðum,
skipuleggja notkun tímans, þá hefði hún aldrei get-
að afkastað öllu því, sem hún hefir gert. Hvað hin
listrænu og andlegu áhugamál hennar snertu. —
„En börnin þín eru gefin fyrir hljómlist. Og það
aðeins vegna þess að þú fluttir hljómlist inn í heim-
ili þitt — er það ekki?“
Vinkona mín brosti. „En þetta allt er að lifa lífi
sínu í því, sem aðrir gera,“ og hún stundi aftur.
„Já, líkt og Napoleon Bonaparte." Eg gerði gaman
að henni .„Eða eins og drottning11. Eg neita að taka
þátt í sjálfsvorkun þinni. Þú ert ein sú farsælasta
kona, sem eg þekki.“
Og eg sannarlega meinti það.
Þessi kona giftist, þegar hún vai' tuttugu og eins
árs, fátækum skólakennara. Þau stofnuðu heimili á
35 dollurum á viku. Þau eignuðust þrjú börn — tvo'
sonu og eina dóttur. Tuttugu og fimm ár liðu áðui’
en maður hennar náði hárri stöðu á starfssviði sínu,
og fyrstu fimmtán árin — þangað til maður hennar
varð höfundur að merkum og vinsælum sagnfræði-
bókum — urðu þau að búa við mjög skorinn
skammt, en höfðu tilhneigingu til fágaðra lifnaðar-
hátta. Börnin voru uppkomin áður en bækur hans
og kennsla gáfu af sér góðar tekjur.
En vinkona mín hefði verið engu að síður farsæl
þótt þau hefðu ekki orðið fyrir þessu happi, það var
einmitt á erfiðleikaárunum að hún afkastaði mestu.
Allan þann tíma bjó fjölskyldan aldrei í öðru en
(Framhald á 7. síðu).