Dagur


Dagur - 14.12.1949, Qupperneq 12

Dagur - 14.12.1949, Qupperneq 12
12 Baguk Miðvikudaginn 14. desember 1949 Ef ráðum kommúnisfa hefði verið fylgt, hefði ný Laxárvirkjun áft ennþá lengra í land Þáittaka íslands í Marshall-áætiuninni tryggir virkjuninni vélar og iánsíé Margar þjóoir steína ao stækkun landhelgi sinnar, segir brezkt blað Kominform-málgagnið hér á staðnum gerði fyrirhugaða Laxárvirkjun að umtalsefni í fyrri viku og sakar frv. ríkis- stjórn um miklar vanrœkslur ■í málinu. Þó skýrir blaðið frá því, að verið sé að' leita tilboða í vélar til virkjunarinnar . í Bandaríkjunum og segir, að Bjarni Ásgeirsson ráðherra hafi upplýst það á Alþingi. í þessu sambandi er rétt að benda á það meginatriði fyrir- hugaðrar Laxárvirkjunar, að vélakaup í Bandaríkjunum til fyrirtækisins og lánsfé til framkvæmda var gert fram- kvæmanlegt með þátttöku ís- lands í Marshall-áætluninni. Án þátttöku landsins í efna- hagssamvinnu Bandaríkjanna og vestrænna þjóða, hefði Lax árvirkjunin átt miklu lengra 1 land en nú eru horfur á að verði. Ekki þarf að lýsa af- stöðu kommúnista til Mars- hall-áætlunarinnar í löngu máli. Allir þekkja hana. — Kommúnistar heimtuðu, að ísland hafnaði samstarfixvið vestrænu þjóðirnar og Banda- ríkjamenn og skipaði sér í fylkingu með Rússum og þeirra málaliði. í þessu efni gengu þeir erinda rússnesku heimsvaldastefnunnar, en eigi sinnar eigin þjóðar. Verka- maðurinn, blað þeirra hér, hamaðist þá og hamast enn gegn Marshall-áætluninni. Ef vilji blaðsins hefði ráðið, væri engin Marshall-áætlun, ekki von um virkjunarvélar á næstunni né heldur mjög hag- kvæm lán til verksins. Lítili áhugi meðan nœgir peningar voru til Þá er og rétt að minna á, að meðan kommúnistar voru að hjálpa íhaldinu til þess að eyða þeim hundruðum mill- jóna króna í erlendum gjald- eyri, sem þjóðinni áskotnaðist á stríðsárunum, og meðan þeir áttu sæti í ríkisstjórn og höfðu stjórn atvinnumálanna í sín- um höndum, var áhugi þeirra fyrir Laxárvirkjuninni ekki merkjanlegur í framkvæmd, hvað svo sem Verkamaðurinn og málskjóður kommúnista kunna að hafa skrifað og skrafað. Þá var enginn undir- búningur gerður til þess að stækka orkuverið og enginn eyrir til þess ætlaður af öllum hinum miklu gjaldeyrissjóð- um. Það var fyrst eftir að Bjarni Ásgeirsson hafði tekið við yfirstjórn rafmagnsmál- anna í fyrrv. ríkisstjórn, að skriður komst á málið og fyrir hans atbeina var virkjuninni tryggt Marshall-fé til véla- kaupanna. Situr næsta illa á skrafskjóðum kommúnista að hneykslast yfir „vanrækslu“ annarra í þessu efni. Meðan fé var til, og kommúnistarnir voru í valdastólum, gerðu þeir ekkert. Þegar þeir eru búnir að eyða gjaldeyrinum með hjálp braskaranna, og landið á við mikla efnahagserfið- leika að stríða, óslcapast þeir yfir því, að ekki skuli vera meiri hraði í þessum fram- kvæmdum, enda þótt beir berjist jafnframt af alefli gegn því að ísland þiggi boð um hagkvæm lán og fyrir- greiðslu við þetta mannvirki og önnur í gegnum Marshall- áætlunina. Þetta er Ijót saga en sönn, og raunar í samræmi við vinnubrögð kommúnista fyrr og síðar. Skýrsla tímabœr. Hitt er svó annað mál, að ekki verður sagt að rafmagns- nefnd, bæjárstjórn og ráða- menn bæjarins hafi sýnt af sér neinn skörungsskap‘við að ýta á eftir framkvæmdum í þessum málum. Er full þörf á því að þeir gefi bæjarmönn- um fullnægjandi skýrslu um ástand og horfur í rafmagns- málunum, og er langt síðan að sú skýrsla var tímabær. 0 ., Framlög ríkiSins til íramkvæmda í bæn- um á eítir áætlun Bæjarstjórnin hefir falið þing- manni kaupstaðarins að reyna að fá greidd úr ríkissjóði framlög til ýmsra framkvæmda í bænum, sem ríkið er hluttakandi í, svo sem barnaskólabyggingarinnar, sjúkrahússins nýja, hafnarmánn- virkjanna, sundlaugarinnar og íþróttasvæðisins, á móti framlög- um bæjarins. Þá hefir bæjar- stjórnin mælst til þess að þing- maðurinn vinni að því að ríkið veiti bænum nauðsynlegan stuðn ing til þess að koma Laxárvirkj- uninni upp eins fljótt og auðið er. Ennfremur að framlag til nýrrar Glerárbrúar verði tekið upp á fjárlög næsta árs. í skýrslu íþróttavallarnefndar bæjarins um framkvæmdir á hinu nýja íþróttasvæði hér að undanförnu, er greint frá því að á árinu 1949 hafi verið varið rösk lega 111 þúsund krónum til framkvæmda þar, þar af voru 40 þúsund kr. til tilíærzlu á leik- vanginum en hitt er kostnaður við hlaupabraut. Alls er búið að verja til íþróttasvæðisins 127 þús. kr. fyrir utan sjálfboðavinnu, en hún er metin á 1800 krónur. 100 þúsund á næsta ári. Samkvæmt áætlun bæjarverk- fræðings og formanns íþrótta- vallanefndar, munu þær fram- kvæmdir, sem vinna þarf á kom- Beið ósigur Myndin er af Chiefley Ieiðtoga ástralskra jafnaðarmanna og fyrrv. forsætisráðherra. Jafnað- armannastjórnin beið mikinn ósigur sl. laugardag, tapaði meiri hluta sínúm á þingi og varð að segja af sér. Foringi frjálsyndra, Menzies, myndar nýju stjómina. Sósíalistar hafa nú tapað meiri hluta sínum hæði í Nýja-Sjá- landi og Ástralíu. Akureyri vill losna undan lagaskyldu gagnvart Bruna- bótafél. íslands Bæjarráð samþykkti nýlega að fela þingmanni kauptsaðariris að bera fram frumvarp á yfirstand- andi Alþingi þess efnis ,að lögun- um um Brunabótafélag íslands verði breytt þannig, að Akureyri verði undanþegin skyldutrygg- ingu hjá því félagi. Eins og rakið hefir verið hér í blaðinu fyrr, er Reykjavík eini bærinn á landinu, sem ekki er háður skyldutryggingu húsa hjá þessu félagi. Eru brunatrygging- ar þar boðnar út og greiða Reyk- víkingar mun lægra iðgjald en aðrir landsmenn. Vafalaust má telja, að gjald hér mundi lækka allverulega, ef tryggingarnar væru boðnar út. Er hér um að ræða verulegt hagsmunamál fyr- ir bæjarmenn. andi ári, kosta að minnsta kosti 100 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir að 2/5 af kostnaði við leik- vangsgerðina verði greiddir úr ríkissjóði. Ákveðið er að hefja byggingu minni drátt- arbrautar á Oddeyr- artanga Bæjarstjórn og hafnarnefnd hafa ákveðið að hefja vinnu við smíði minni dráttarbrautarinnar á Oddeyrartanga, eftir því sem tíðrfar leyfir. Norska blaðið „Aftenposten“ hefir birt grein um landhelgis- deilu Breta og Norðmanna, sem nú er til úrskurðar við alþjóða- dómstólinn í Haag, og mælist hlaðið til þess við brezku stjórn- ina, að hún hlutist til um að hrezkir togarar sæki ekki inn fyrir 4-mílna landhelgina meðan dómsins sé beðið. Segir blaðið núverandi ástand við strendur Noregs algjörlega óþolandi, og kvartar undan því að Bretar virði ekki réttindi og hagsmuni Noregs og segir það viðhorf Breta koma Norðmönn- um mjög á óvart. Grein þessi var birt í tilefni af því, að Norðmenn tóku nýlega fimmta brezka togarann á skömm um tíma innan 4-mílna landhelg- innar. Bretar viðurkenna ekki þessa landhelgislínu og telja skipum sínum heimilt að veiða við Noregsstrendur svo lengi sem þau haldi sig utan hinnar gömlu þriggja mílna landhelgi. Eru við- sjár miklar með brezkum og norskum blöðum út af þessum málum. Óvinsamlegt svar brezks blaðs. Brezka fiskveiðablaðið „Fishing News“ í Aberdeen hefir svarað tilmælum norska „Aftenposten", og er afstaða þess heldur óvin- samleg í garð Norðmanna. Bend- ir blaðið Norðmönnum á, að þar sem það sé Noregur, sem nú sé að reyna að breyta landhelgis- mörkum, sem séu aldagömul, hvíli sú skylda áNorðmönnum,að forðast að reyna að framkvæma vilja sinn með valdi. meðan úr- skurður alþjóðadómstólsins sé ekki fallinn. Tilmæli „Aftenpost- en“ þýði það í raun og veru, að Bretar viðurkenni 4-mílna land- helgina, en slíkt sé alls ekki vilji Breta. Stefna þjóðanna er útvíkkun landhelginnar. Þetta brezka blað viðurkennir þó, að það sé stefna flestra fisk- veiðiþjóða nú að útvíkka land- helgina. Segir svo í blaðinu um þetta efni: „Hvernig svo sem úrslitin verða í deilu Noregs og Bretlands um landhelgismörkin, er augljóst, að stefna þjóðanna í dag er að sækj- ast eftir miklu stærra landhelg- issvæði en þriggja mílna mörkin veita. Þessi mörk hafa raunar aldrei verið bindandi fyrir sigl- ingaþjóðir, en hafa verið viður- kennd og gáfust vel meðan byssu færi réði meiru en nú, enda þótt ný tækni hafi nú gert þau ófull- nægjandi. Bandaríkin tilkynntu fyrir nokkrum árum stóra út- víkkun landhelginnar við Kyrra- hafsströndina og við vitum, hvað gerzt hefir nær okkur en það. Við vitum að jafnvel Suður- Áfríka hefir nú í hyggju að krefj ast viðurkenningar á yfirráðum sínum á stóru hafssvæði, sem er margar mílur undan strönd landsins. Sumar þessar kröfur má réttlæta, og fleiri, sem vænt- anlega verða gerðar í framtíðinni, enda þótt frjálsræði á höfum úti sé hugtak, sem veröldin mun ógjarnan hverfa frá. En verndun fisksins — og Bandaríkin hafa sýnt hvað hægt er að gera á því sviði — af þeim þjóðum, sem næst búa þeim fiskimiðum, sem um er að ræða, er málefni, sem líklegt er til þess að verða oftar á dagskrá hér eftir en hingað til, enda þótt engu verði spáð um skipan þessara mála í Norðvest- ur-Evrópu.... “ Áskriíi að Öegi er gagnleg jóíagjöf • Árgangur Dags kostar aðcms 25 krónur. Gefið kunningj- um yðar áskrift í jólagjöf! Biaðið verður þá sent þeim allt næsta ár. Þetta er gagn- leg jólagjöf og minnir á yður í hverri vikq ársins. Hringið í síma 166. Verzlanir opnar til kl. 10 nk. laugardag Nú fyrir jólin kemur til fram- kvæmda ný tilhögun á lokun sölubúða, sem samþykkt var í bæjarstjórn í fyrra. Næstk. laugardag, 17. des., verða sölu húðir opnar til kl. 10 e. h. Á Þorláksmessu til miðnættis og á aðfangadag jóla til kl. 1 e .h. Aðaldalur tengdur Laxárvirkjun á næsta hausti Rafveitunefnd samþykkti á fundi sínum 21. nóvember sl., að selja fyrirhugaðri Aðaldals rafveitu raforku frá Laxár- virkjun, allt að 1 kilówatti á heimili. — Raforkumálastjóri liafði óskað þess að Laxár- virkjunin seldi þessari veitu fyrst um sinn allt að 75 kw. Ætlast er til að þetta komi til framkvæmda á næsta hausti. Við afgreiðslu málsins var felld tillaga frá Steindóri Stcindórssyni um að hafna ! þessum tilmælum með tilvís- un til verulegs slsorts á raf- orku hér í bænum. . V- ----- • :■ ----—----—. Þegar varið 130 þúsund krónum til íkróttasvæðisins Ríkið á að greiða tvo fimmtu hluta kostnaðar A

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.