Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 4
4 D AGUR Laugaradginn 21. janúar 1950 ^VN/s/\^/v/s/v/s^A/^wvs^Aryv'^/^«/vwwwv^/w^'/v^vvsrvw^y'/^í DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstrafti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júll. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. ÚW5$555553S555555S5555555$555S5$5555$5ÍS55*5555Í55; ' Afstaða flokkanna og blaða þeirra til framkvæmdamálanna STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR í bænum og blöð þeirra hafa kosið að leggja mál fyrir kjösendur með nokkuð ólíkum hætti nú fyr- ir þessar bæjarstjórnarkosningar. Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og kommúnistar hafa gefið út kosningaávörp og málefnayfirlýsingar í mörgum liðum. Er þar með almennum orðum lýst yfir stuðn- ingi flokkanna við ýms mál, sem nú eru á döfinni, en engin nánari grein gerð fyrir því, hvernig horfi um framkvæmdir þeirra, eða hvernig þessir flokkar hyggjast vinna að því, að skila þeim í höfn. Framsóknar- flokkurinn hefur ekki fetað þessa slóð. Hann hefur ekkert kosningaprógram gefið út, og mun ekki gera það. Hann hefur haslað sér völl málefnalega, nú sem fyrr, og heitir því einu, að vinna eftir beztu getu að fram- gangi hagsmuna- og menningarmála kaup- staðarins, með tilliti til getu bæjarfélagsins og efnahagslégs öryggis borgaranna. Dagur hefur því ekki birt neitt kosningaávarp með viðhafnarletri, að hætti hinna blaðanna. Hins vegar hefur blaðið nú að undanförnu tekið til umræðu allmörg þau mál, sem á dagskrá eru — eða blaðið hefur beinlínis sett þau á dagskrá bæjarmáíefnanna — lýst því, hvernig hiorfir með framkvæmd þeirra, og hver munu verða helztu verkefni nýju bæj- arstjórnarinnar í sambandi við þau. Þannig hefur blaðið vakið máls á fyrirhuguðum framkvæmdum við Laxá, bryggjugerð á Oddeyri, nýskipun á brunamálum bæjarfé- lagsins og byggingu slökkvistöðvar, stuðn- ingi við fyrirætlanir útvarpsins um bygg- ingu endurvarpsstövar, ástandi og horfum í sjúkrahússmálinu, og bent á, að trygging reksturs spítalans nýja verði aðalverkefni væntanlegrar bæjarstjórnar. Þá hefur blað- ið bent á nauðsyn þess, að kaupstaðirnir úti á landi endurveki samstarfið, sem hófst með kaupstaðaráðstefnunni 1948, rætt flugvallar- málin og nýbyggingu sundstæðisins, lagt til, að gerð yrði gerbreyting á framkvæmda- stjórn bæjarins, að bæjarstjórnin ynni að því, að fá skattalögunum frá 1942 breytt, með því að þau ganga mjög á tekjustofna bæjarfélaganna, o. s. frv. Með þessari mála- færzlu hefur Dagur lagt bæjarmálin fyrir kjósendur, eins og þau standa í dag, og bent á, hvað gera þyrfti á næstunni. BÍaðið hefur skírskotað til dómgreindar borgaranna og hvatt þá til þess að kjósa þá fulltrúa í bæjar- stjórn, sem þeir treysta bezt til þess að vinna skrumlaust að framgangi málanna eftir því sem aðstæður leyfa. í RAUNINNI RÍKJA tvær stefnur í bæj- armálunum. Önnur stefnan lofar kjósendum alls konar framkvæmdum og fríðindum, án þess að gera nokkra nánari grein fyrir því, hvernig unnt muni að standa við öll loforðin, og að því er virðist án tillits til gjaldþols bæjarins og borgaranna. Hin stefnan er sú, að lofa engu öðru en því, að vinna að lausn hvers máls í samræmi við hag og getu bæjarfélagsins og borgaranna, og gera bæjar- mönnum jafnframt grein fyr- ir því, hvernig málunum er komið, hver úrlausnarefni séu aðkallandi og hvernig beri að snúast við þeim. Framsókn- arflokkurinn fylgir þessari stefnu. Hinir flokkarnir virð- ast allir hafa skipað sér und- ir merki „nýsköpunar“-orða- gjálfurs, rétt eins og ekkert vatn hafi runnið til sjávar síðan 1944 og elfur tímans hafi stöðvazt í sama mund og hinn fyrsti nýsköpunarboð- skapur var birtur þjóðinni. AUK ÞEIRRA MÁLA, sem hér að framan eru nefnd, hef- urFramsóknarflokkurinn lagt á það! höfuðáherzlu í þessum kosningabardaga, hverja meg- inþýðingu framkvæmdir sam- vinufélaganna hafa fyrir þetta bæjarfélag.Sumir hinna flokkanna láta eins og engar framkvæmdir séu gerðar hér, nema að forgöngu bæjar- stjórnarinnar. Allt muni fara hér í kalda kol, ef bæjarstjóð- ur ráðist ekki í þessa eða hina framkvæmdina. Samt eru nú að gerast stærri hlutir í at- vinnumálum bæjarins, rétt fyrir framan nefið á þessum flokkum, en bæjarstjórnin hér hefur nokkru sinni beitt sér fyrir eða er líkleg til þess að gera. Endurbygging ullar- verksmiðjunnar Gefjunar og bygging ullarþvottastöðvar- innar eru stórfelldar atvinn,u- legar nýjungar í bænum. Þar er samvinnuskipulagið að verki, frjálst framtalc sam- vinnumannanna í landinu, sem valið hafa þennan bæ sem höfuðsetur iðnaðarfram- kvæmda sinna. En á sama tíma sem málgögn þriggja stjórn- málaflokkanna hér skreyta forsíður sínar með myndum af frambjóðendum sínum eða óákveðnum loforðum um framkvæmdir fyrir fé al- mennings í þessum bæ, hola þau fregnum af þessum fram- kvæmdum á öftustu eða næst öftustu síðu, eða geta alls ekki um þær. Og ekkert þessara blaða hefir séð ástæðu til þess að geta þess sérstaklega, hverja þýðingu þessar fram- kvæmdir hafi fyrir framtíð bæjarfélagsins og vaxtar- möguleika. Ástæðan til þessa slappleika er raunar augljós. Þessi málgögn vilja helzt láta líta svo út, að hér sé ekkert gert, nema kaupmenn hafi forustu um það, eða bæjar- yfirvöld. Þau vilja ekki láta á því bera,að frjáls samvinnu- samtök þegnanna eru að leysa aðkallandi úrlausnar- efni þjóðfélagsins af eigin ramleik.Þau vildu helzt þegja hinar stórfelldu framkvæmd- ir samvinnumanna í hel. En úti í lífinu sjálfu eru sjónar- mið þessara blaða lítið vegar- nesti. Þar eru þau gleymd og gagnslaus. Þá veltur á mestu, að forsjálni, fyrirhyggja og dugnaður tryggi borgurunum lífvænlega afkomu og bæjar- félaginu möguleika til vaxt- ar og þroska. Framkvæmd- ir samvinnufélaganna hér 1 bænum munu skila bæjarfé- laginu í heild miklum arði eft- ir að kosningaávörpin skraut- prentuðu eru löngu gleymd bg grafin. FOKDREIFAR Á Helgi Hjörvar að ráða því einn, hvaða erindi eru flutt í Ríkisútvarpinu? Jón H. Þorbergsson á Laxa- mýri skrifar blaðinu: „Á SÍÐASTL. HAUSTI var eg staddur í Reykjavík. Ætlaði eg mér að fá leyfi Ríkisútvarpsins til þess að flytja þar tvö 20 mín- útna erindi um landbúnað. Aðal- efni þeirra var það, að benda á hina miklu möguleika hér á landi til aukinnar ræktunar, á hið alvarlega fráhvarf þjóðarinn- ar frá þessum atvinnuvegi, og á það, að slíkt gæti orðið þjóðinni að falli, bæði fjárhagslega og menningarlega. Sérstaklega vildi eg sýna fram á það með rökum, hve hættulegt það væri lífi og afkomu okkar í landi hér, að nú fer svo mjög að vanta matinn, sem framleiddur er í sveitum landsins. í þessu skyni var mér vísað á að snúa mér til Helga Hjörvar. Eftir að Helgi hafði litið eitthvað vfir erindin og stefnt mér til sín um þau, snýr hann sér að mér fullur rosta og skætings. Segir, að við bændur séum fullir hroka, heimtum vegi og brýr og svíkj- umst um að búa og framleiða. — Hann gerði mér upp orð í erind- unum, sem hvergi voru þar til, til þess að færa málflutning minn til verri vegar, sem illa siðaðir menn láta sér sæma. Gaf hann það fvllilega í skyn, að það væri hann, en eg ekki, sem vissi á hvern hátt ætti að tala um land- búnað. Eg hef þó glímt við það' spursmál um 40 ára skeið, en hann aldrei neitt. Hann sagði með þjósti: „Þetta verður ekki tekið. Þú getur samið þetta öðruvísi og stytt það í eitt er- indi.“ Oll var framkoma mannsins bin óvirðulegasta og Ríkisútvarp- inu til vanvirðu. Hann var fullur hroka, sem hann brá mér og okkur bændum > um. Hann var móðgaður af því að eg héldi því fram, að í stórborgum úrkynjað- ist fólkið. En þetta er reynsla aldanna með siðuðum þjóðum. — Sjálfur þarf Helgi ekki að fæðast í stórborg, til þess að „demorali- serast“. Helgi Hjörvar er fæddur og uppalinn í sveit og er því einn þeirra, sem svikist hefur úm að verða bóndi, vinna í sveitinni að nauðsynlegum störfum og fram- leiða nauðsynjar handa sjálfum sér og öðrum. Situr því illa á honum að bregða öðrum um sams konar sviksemi. Eg tel það óviðeigandi og óþol- andi, að svona maður sé látinn mæta sem fulltrúi á þessum stað og koma fram sem einvaldur við þessa alþjóðlegu stofnun og hafa þar vald til þess að loka fyrir út- varpið, þegar ræða skal um þjóð- nauðsynleg mál, sem flutt eru .af velvilja til lands og þjóðar og af löngun til þess að verða að liði góðu málefni. En af þeim ástæð- um voru erindi mín samin. Mun eg birta þau óbreytt og (Framhald á 7. síðu). Erlend tíSindi: Réttur verkalýðsfékga í Sovétríkjunum Úr bók Walter Bedell Smith: „Þrjú ár í Moskvu“ SL. LAUGARDAG voru birtir nokkrir kaflar úr hinni nýju bók Walter Bedell Smith, „Þrjú ár í Moskvu“, í þessum þætti hér í blaðinu. Hér fara á eftir nokkur athyglis- verð atriði úr þessari mjög umtöluðu bók. Þvingunarvinna. Enda þótt mikil áherzla sé á það lögð í Sovétríkjunum, að ungt fólk geti hlotið menntun, eru slík fyrirmæli þó aukaatriði hjá því meginhagsmunamáli ríkisins, að tryggja stöðugan straum ungs fólks til þegn- skylduvinnu ríkisins, hvar svo sem yfirvöld- unum þykir þörf á að nota þennan vinnu- kraft. Þetta vinnuafl er kallað út, eins og um hermenn væri að ræða. í reyndinni verk- ar þetta þannig, að 14-15 ára unglingar, sem ekki hafa sýnt neina sérstaka hæfileika til æðri menntunar, eða ekki haft tækifæri til þess að sýna hæfileika sína, mega búast við að vera kallaðir til erfiðisvinnu fyrir ríkið. Eftir undibúning til starfa, getur verið í tvö ár, en er stundum alls enginn, verða þessir unglingar að sætta sig við að vera næstu fjög- ur ár við erfiðisvinnu, hvar sem ríkið telur hennar þörf. Þar við bætist, og það er þyngra á metunum, að vinnuhermaðurinn er skyldur til þess að vinna áfram að starfi sínu, eftir fjögra ára þjónustu, ef hann ekki hefur í höndum leyfi forstöðumanna vinnunnar til þess að hverfa frá henni. Þannig getur svo farið, að hann sé neyddur til þess að vinna á sama stað alla ævina, og sérhver hæfileiki hans, eða löngun, til sérmenntunar eða ann- arra starfa, fái aldrei að njóta sín. Verkföll eru bönnuð. Hinir svökölluðu verksmiðjuskólar í Sovét- ríkjunum eru þess vegna illa þokkaðir af al- menningi, og vegna þess, að nær því enginn kemur þangað af fúsum vilja, verður að út- vega nemendurna með vinnu-herútboði. Eft- ir því, sem eg hef komizt næst, er þarna um lítið sem ekkert frelsi að ræða. Drengir, sem eg hef séð að störfum úr þessum svokölluðu „frjálsu vinnusveitum11, hafa verið klæddir einkennisbúningi hermanna, og hafa augsýni- lega lotið heraga. Síðar verða þeir meðlimir verklýðsfélaga, en í Sovétríkjum eru verk- lýðsfélög ekki samningsaðilar um kaup og kjör, eins og á Vesturlöndum, eða starfa að velferð meðlima sinna, heldur eru þau um- boðsmenn ríkisvaldsins, til þess að gera verkalýðinn að verkfæri ríkisins. Ýmsir er- lendir verklýðsleiðtogar hafa gert sér það til gamans, eins og eg gerði, að spyrja Kuznetsov, formann verklýðsfélagasambandsins, um hið raunverulega samband félagann við einstkl- inginn innn þeirra, og um möguleika félag- anna til þess að semja um kaup og kjör eða gera verkföll. En í þessum efnum eru Rússar bókstaflega á annarri bylgjulengd en Vestur- landaþjóðir. Verkföll eru bönnuð. Eitt sinn útskýrði Stalín samt viðhorf Rússa til verk- lýðsmálanna með einni setningu í samtali við Harry Hopkins (sendimann Roosevelts á styrjaldarárunum). Hopkins sagði mér frá því, að í einu af samtölum þeim, er hann átti (Framhald á bls. 7.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.