Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 21.01.1950, Blaðsíða 7
Laugardaginn 21. janúar 1950 DAGUR 7 BRÉF: Greiaargerð bæjarverkfræðings iim seinagangimi á viðgerð T or f unef sbry ggj u Ásgeir Markússon bæjarvei-k- fræðingur hefur sent blaðinu eft- irfarandi greinargerð: Herra ritstjóri. Vegna gagnrýni á starfi mínu, sem komið hefur fram í síðustu blöðum „DAGS“, vil eg biðja yð- ur að ljá rúm eftirfarandi upp- lýsingum til lesenda blaðsins. Endurbygging 'lorfunefs- bryggjunnar. Fjárframlög úr ríkissjóði til hafnarmannvirkja eru bundin því skilyrði, að gerð þeirra og umsjón með framkvæmd sé sam- þykkt af Stjórnarrráðinu. Ríkis- stjórninni til ráðleggingar í þess- um málum er hafnar- og vita- málaskrifstofan. Á flestum þeim stöðum, sem hafnar- og lend- ingarbætur hafa verið gerðar, hefur vitamálaskrifstofan annast allan undirbúning og fram- kvæmdir við mannvirkin, svo sem áætlun, teikningar, yfirum- sjón með framkvæmd verksins, ráðið verkstjóra og annast reikn- ingshald. Hafnarnefnd Akureyr- ar og bæjarstjórn hefur á undan- förnum árum falið vitamálaskrif- stofunni að annast áætlanir og framkvæmdir á hvers konar hafnarverkjun, bæði riýbygging- um, endurbótum og endurbygg- ingu, þó hefur skrifstofa bæjar- gjaldkera annast reikningshald. Einu beinu afskiptin af málum hafnarinnar, sem undirritaður hefur haft fyrir utan einstaka at- huganir fyrir hafnarnefnd og móttaka efnis til Torfunefsbryggj unnar, eru þau, að samkvæmt beiðni vei-kfræðings vitamála- skrifstofunnar var mér falið verkfræðilegt eftirlit fyrir hönd vitamálaskrifstofunnar með fram kvæmdum við Torfunefsbryggju þegar verkfræðingar skrifstof- unnar væru ekki á staðnum. Eg vil taka það fram, að eg baðst undan því, að mér yrði fal- ið slíkt eftirlit, af þeim sökum, að leita þyrfti álits og úrskurðar vitamálaskrifstofunnar um hvert það atriði, sem til ágreinings gæti komið. Þar eð vitamálaskrifstof- unni hafði verið falið yfirumsjón með verkinu og hún ráðið verk stjóra, áleit eg eðlilegra að eg yrði aðeins til eftirlits fyrir Ak ureyrarbæ, en ekki fyrir báða að- ila. Fyrir eindregin tilmæli hafn- arnefndar tók eg þó að mér þetta starf. Verkstjóri við verkið er hr. Erik Christiansen og álít eg að verkstjórnin hafi farið honum vel úr hendi, enda hafa sum bæj'ar- blöðin snemma í vetur, lýst yfi'r ánægju sinni með framkvæmd verksins. í fvrri hluta nóvembermánaðar var lokið við að reka niður bryggjuþilið að sunnan og austan við bryggjuna, eftir var að ganga frá festingum, sem er seinlegt verk, þar sem ekki er hægt að vinna að því nema um fjörur og þó nokkurn hluta verksins aðeins um lægstu fjörur. Verkfræðingur vitamálaskrifstofunnar hafði gengið frá teikningu yfir gerð festinganna. Þegar farið var að grafa í bryggjuna var að áliti mínu og verkstjórans, hægt á fljótlegri og ódýrari hátt að ganga frá festingunum, svipað traustum og gert var ráð fyrir af vitamála- skrifstofunni. Var þetta lagt fyrh' vitamálastjóra, en hann gaf ekki samþykki sitt. Undirbúningi var því haldið áfram á grundvelli vitamálaskrifstofunnar. Er komið var að suðurhluta bryggjunnar kom í ljós, að á þeim hluta var gamla bryggjan ekki byggð sam- kvæmt teikningu og varð því ekki við komið þeim festingum, sem vitamálaskrifstofan lagði til. Var þá með samþykki verkfræð- ings vitamálaskrifstofunnar horf- ið að því að ganga frá festingun- um samkvæmt því, sem eg og verkstjórinn höfðum áður lagt til. Ef strax hefði verið farið að tillögum okkar, myndi það hafa flýtt verkinu um 2—3 vikur. Vil eg benda á þetta, sem dæmi um, hver var afstaða mín við fram- kvæmd verksins. Járnþil það; sém sett var við norðurenda bryggj- unnar var rekið niður um miðjan desember, og féll þá»niður vinna í nokkra daga, þar sem varhuga- vert er að reka niður járnþil í miklum frostum. Ákveðið var að taka upp staura þá, sem reknir voru niður utan við gömlu bryggj una, sem undirstöður undir spor fallhamarsins. Varð því ekki við komið fyrr en búið var að ýta ofan í efni því, sem upp kom við gröft fyrir festinguna. Tók nokk urn tíma að finna heppilega að- ferð til að ná upp staurunum. Tvær eða þrjár fyrstu aðferðirn- af misheppnuðust. Var ekki til- búinn nægilega traustur útbún- aður til að ná upp staurunum fyrr en um áramót. En að sjálfsögðu var önnur vinna í gangi samtím- is. Segja má að fyrr hefði mátt byrja á þessum undirbúningi, en ekki var búizt við að jafn erfitt væri að ná staurunum upp og raun varð á. Sjálfsagt þótti að eyða nokkrum peningum og tíma til að ná staurunum upp, því að verðgildi þeirra er 450—500 kr. pr. stk., auk þess sem höfn- inni er þeirra full þörf. Upp náð- ust 25 stk. heilir. Efni til uppfyllingar í bfyggj- una ákvað eg að taka skyldi á Gleráreyrum og nota krana hafn- arinnar til uppmoksturs, bæði vegna þess að akstur verður um helmingi ódýrari þaðan en frá öðrum stöðum, sem völ er á, svo og að þetta efni er heppilegt sam- kv. fyrirmælum vitamálaskrif- stofunnar. Þar eð kraninn var bundinn við að taka upp staurana var ekki hægt að hefja vinnu við — Flugvallarmál bæjarins (Framhald af 1. síðu). þarf málinu vakandi, svo sem byrjað var á hér í blaðinu fyrir þremur árum, og bæjarstjórnin hér þarf að ýta á eftir því, að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og auðið er. Mikið hagsmunamál fyrir bæinn. Flugleiðin Akureyri— Reykja- vík er fjölfarnasta innanlandsflug ieiðin. Gamli flugvöllurinn verð- ur senn ónothæfur. Eðlilegt má kalla, að flugvöllur hér hljóti ríflegan skerf þess fjár, sem ætl- að verður til flugvallarbygginga á næstunni. Framkvæmd verks- ins er mjög þýðingarmikið atriði fyrir bæjarfélagið. Góður flug- völlur í næsta nágrenni bæjarins mundi verða til að örva ferða- mannastraum hingað og auðvelda verzlun og viðskipti bæjar og héraðs. Bygging og starfræksla flugvallar hefur og mikla at- vinnulega þýðingu fyrir bæjarfé- lagið. Loks er þess að geta, að hér bænum er starfandi hópur áhugamanna um flugmál, t. d- í Svifflugfélaginu. Bætt aðstaða þessara ungu manna til flugiðk- ana er og nokkurt atriði og hefur verulega þýðingu. í iðkun flug- listar er að finna hollt og menn- ingarlegt viðfangsefni fyrir æskumenn. Bygging flugvallar gæti því haft verulega, menning- arlega þýðingu fyrir æskufólk bæjarfélagsins. ERLEND TÍÐINDI (Framhald af bls. 5.) " ---- við Stalín um láns- og leigu- vöruaígreiðslu frá Bandaríkj- unum, hefði hann svarað umkvörtun Stalíns um af- greiðsluseinkun ýmsra vöru- vörutegunda, með því að benda á, að verkföll í Banda- ríkjunum hefði seinkað fram- leiðslunni. Stalín leit -undr- andi á Hopkins og sagði síð- an: ,Verkföll? lögreglu?“! Verkefni ríkisins. Skrifstofa Framsóknarf lokksins, HAFNARSTRÆTI 93, 4. HÆÐ, ER QPIN ALLAN DAGINN. Stuðningsmenn B-LISTANS! Lítið inn eða liafið samband við skrifstofuna í síma 443. X B uppfyllinguna fyrr en lokið var að taka þá upp. Hafið þið ekki ,öryggisstofnana“ Afgreiðsla skipa hefur ekki tafizt síðan framkvæmdir hófust við Torfunefsbryggjuna, eftir því sem hafnarvörður man bezt, nema Esja lá um 3 tíma úti höfninni 11. jan., og að Selfoss lá 13. jan. um 2—3 tíma utan Dettifossi, sem bá lá við bryggju Samkvæmt ummælum hr. fram kvæmdastjóra Jakobs Karlsson- ar, hélt Esja, þrátt fyrir töf þessa áætlun sinni í umrætt skipti. — Ennfremur, að ekki hefði verið hafin vinna við Selfoss þann 13. janúar, hvort sem var, fyrr en daginn eftir. Samkvæmt ofansögðu virðist að skipafélög þau, sem halda uppi siglingum hingað, ekki hafa orð- ið fyrir nokkru tjóni vegna af- greiðslustarfa.“ Aðalverkefni þeirra stofn- ana, sem eiga að gæta „ör- yggis“ ríkisins, er, að útiloka oólitíska andstöðu, e"kki að- eins innan kommúnistaflokks- ins og í æðstu embættum, heldur meðal allra þegnanna. Allir þegnar eru undir stöð- ugu eftirliti leynilögreglunn- ar, MVD, og því hærra, sem oeir eru settir í þjóðfélaginu, dví nákvæmara verður eftir- iitið. En hinn venjulegi Sov- étþegn veit hins vegar lítið um störf lögreglunnar og verður hennar ekki var, nema neikvæðan hátt. Ef verka- maðurinn er kyrr við það starf, sem hann er skráður til, vinnur starf sitt sæmiíéga vel, og hættir sér aldrei út á sá braut, að ræða um störf flokksins eða ríkisstjórnar- mnar, og þaðan af síður að gagnrýna þau, er hann látinn friði. En ef hann stígur nokkru sinni út af þessum þrönga vegi, þótt ekki sé nema eitt fótmál, er hann handtekinn fyrirvaralaust,' og sennilegast er, að fjölskylda hans og vinir verði handtekin jafnsnemma. ■ Það var bara eldur! Leynilögreglan gerir hand- tökur sínar venjulega á nótt- unni, og um þær lykur leynd- ardómur, sem er ógnarlegur í augum flestra manna, jafn- vel í augum útlendinga, sem njóta diplómatísks öryggis. Moskvubúar hafa samt gam- ansögur um þetta á reiðum höndum. Ein þeirra er á þá leið, að eftirlitsmaður í íbúða- sambyggingu gekk um nótt eina og barði að dyrum hjá íbúunum og kallaði um leið: „Verið rólegir, félagar, það er UR BÆ OG BYGGÐ Æskulýðssamkoman á Sjónar- hæð er í kvöld, — ekki annað kvöld, — eins og misprentaðist hér í blaðinu síðast. Fyrirspurn til húsaleigunefnd- ar. Eftirfarandi hefur blaðinu borizt: í tilefni af yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins um að fram- fylgja béri 3. grein húsaleigulag- anna „með fullri festu“, langar mig til þess. að koma eftirfarandi fyrirspurn á framfæri við húsa- leigunefnd: Hafa eftirtaldir ,,lista“menn feng- ið leyfi húsaleigun. til þess að setjast að í bænum: Jónas G. Rafnar, alþm., Einar Kristjáns- son, framkv.stj., Guðmundur Jörundsson, útgerðarm., Svan- berg Einarsson, afgreiðslumaður, Eggert Jónsson, bankamaður? Álfadans, brenna og flugeldar á Þórsvelli annað kvöld, ef veður leyfir. Aðgöngumiðar kr. 7.00 f. fullorðna og kr. 3.00 f. börn, verða seldir í bænum á morgun og við innganginn. — Athugið — vin- samlegast — erfiðleika með skiptimynt og komið með 7 kr. og 3 kr„ svo að ekki þurfi að vera mikil töf og þröng við inngang- inn. — Iþróttafélagið Þór. Fimmtugur varð í gær Bene- dikt Þorleifsson bóndi að Bitru- gerði í Glæsibæjarhreppi. Kirkjuklukkan er fyrir nokkru komin af stað aftur eftir bilun, sem á henni varð. Hins vegar heyrist nú ekki lengur klukku- lagið. Sakna margir þess. Ástæð- an er, að rafmagnsspennan er svo lág hér flesta daga, að ekki þykir hættandi á það að hafa þann hluta klukkuverksins í gangi. Framsóknarvistin er að Hótel KEA annað kvöld kl. 9. Hljóm- sveit Skjaldar Hlíðar spilar fyrir dansinum. Munið að taka með ykkur spil og blýant! Karl Kristjánsson alþm. var gestkomandi í bænum á fimmtu- daginn, á leið til Húsavíkur frá Reykjavík. bara kvikna'ö í“ - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). þá geta þess, að mér hafi verið neitað um flutning á þeim í út- varpið, nema breyta þeim og stytta í eitt erindi. Það verður að gera kröfu til þess, að í útvarpsráð séu valdir kurteisir og fjölmenntaðir menn, menn, sem skilja, að þeir eru þar þjónar, en ekki einvaldsherrar og velja fulltrúa sína samkvæmt því.“ Hollenzkt haframjöl (fljótt sjóðandi) Kr. 2.90 pakkinn. Kaupfélag Ey Nýlenduvörudeildin. f i r ð i u g a _____i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.