Dagur - 21.01.1950, Side 8

Dagur - 21.01.1950, Side 8
8 Bagijk Laugaiadginn 21. janúar 1950 Islenzki jaínaðarmðnnaflokkurinn berst fyrir því einn allra jafnaðar- mannaflokka á Yesturlöndum að leggja tvöfaldan skatt á samvinnumenn „Stefnuskrá64 Alþýðuflokksins á Akur- eyrr er sögulegt plagg, og staðfestir náið samstarf hans við ílialdið Endurbyggingu sundlaugarinnar væntanlega lokið árið 1951 Nauðsynlegta að endurbæta íieitavatns- leiðsluna úr Glerárdal Síðan snemma á stríðsárunum hafa jafnaðarmannaforingjarnir á íslandi talið það hagkvæmast fyrir flokk sinn, að vera í nánu bandalagi við íhaldið. Með árun- um hcfur þetta bandalag orðið nánara og einlægara og kom þar, í stjómartíð Stefáns Jóhanns, að fullkomið bandalag var milli stórgróðavaldsins í höfuðstaðn- um, kaupmangaranna og pen- ingavaldsins, og forustumanna þess flokks, sem enn kennir sig við alþýðuna. í tíð þeirrar stjórnar fylktu þessir flokkar liði til þess að fyr- irbyggja, að samvinnufélögin endurheimtu sjálfsagðan rétt í innflutningsverzluninni úr hendi kaupmangara og heildsala og al- menningur fengi sjálfur að ráða því, hvar hann verzlaði. Þessi samfylking felldi tillögur kaup- staðai'áðstefnunnar með atkyæða greiðslu í ríkisstjórn og Fjár- hagsráði. Ef samþykktir kaup- staðaráðstefnunnar hefðu náð fram að ganga, hefði verulegm hluti innflutningsverzlimarinnar flutzt til fyrirtækja úti á landi, og bæjar- og sveitarféiög hefðu aftur fengið aðstöðu til þess að fá útsvarstekjur af þessum atvinnu- rekstri, jafnframt því, sem verzl- un landsmanna hefði orðið miklu hagkvæmari. Enn í dag sitja reykvísk fyrirtæki að allri inn- flutningsverzluninni. íhaldið hef- ur notið óbrigðuls stuðnings „al- þýðu“foringjanna til þess að við- halda þessari skipan. Fjandskapur gegn samvinnu- félögunum. Hér á Akureyri er samvinnu- félagsskapurinn öflugastur á landinu. Hér starfar stærsta og athafnasamasta kaupfélag lands- ins. Hér er aðalaðsetur iðnaðar- framkvæmda íslenzku samvinnu- hreyfingarinnar, sem ómetanlega þýðingu hefur haft fyrir efnahag og afkomumöguleika bæjarfé- lagsins. Þau tíðindi hafa samt gerzt hér, að aðalmálgagn jafnað- armanna hér hefur sýnt þess- um samtökum og fram- kvæmdutn þeirra sama fjandskap og íhaldið. Skrif „Alþýðumannsins" og „ís- Iendings“ um samvinnusam- tökin eru úr sömu smiðju, þar hallast ekkert á. Síðasta flugan. Síðasta flugan af þessu tagi,: sem „alþýðu“foringjar hér ætla að gangi ofan í almenning, er kosningabæklingur, sem flokks- foringjarnir létu bera út um bæ- inn nú í vikunni. Afstaða þessa. kosningaprógramms alþýðufor- ingjanna til samvinnusamtakanna er nákvæmlega hin sama og af- staða íhaldsins, og gæti „íslend- ingur“ birt þann lið stefnuskrár- innar athugasemdalaust. Hann er eins og talaður út úr hjarta íhaldsins, enda eru það nánir bandamenn, sem að prógramminu- standa. Éinsdæmi á Vesturlöndum. Alls staðar á Vesturlöndum eiga samvinnufélögin í höggi við .einkahagsmunastefnuna og þá kenningu, að samvinnufélögun- um og samvinnumönnum beri að greiða tvöfaldan skatt. Þessi kenning í framkvæmd þýðir það, að vaxtarmöguleikum frjálsra samvinnusamtaka er kippt í burt og jafnframt er ráðist á félags- frelsi þegnanna. Hvarvetna á Vesturlöndum hafa jafnaðarmenn lagt mál- stað samvinnumanna lið, og staðið gegn ásókn íhalds og gróðavalds. Á íslandi er þessu öðruvísi farið. Hér skilur ekkert málflutn- ing svokallaðra jafnaðarmanna og gróðaklíkunnar. Hér á Akm-eyri hallast ekki á í málflutningi „fs- lendings“ og „Alþýðumannsins“. Furðulegt kosningaprógramm. Góðviljaðir bæjarmenn hafa haft tilhneigingu til þess að líta á skrif Alþýðumannsins að undan- förnu, sem ómerkt ómagafleipur og lýsingu á sálarástandi ritstjór- ans. Mun sú skoðun eiga þó nokkurn stuðning í veruleikan- um. Hins vegar verður ekki gengið fram hjá hinu nána sam- starfi íhalds og svokallaðra „al- þýðu“föringja, þegar flokkurinn birtir sérprentað kosningaávai-p þar sem það er beinlínis gert að stcfnuskráratriði í vænt- anlegum kosningum, að leggja tvöfaldan skatt á sam- vinnumenn og hefta fram- sókn samvinnufélaganna í atvinnumálum mcð óréttlátri og heimskulegri skattheimtu. Mun það sannast sagna, að Attlee, forsætisráðherra Breta, tilkynnti fyrir nokkru, að al- mennar kosningar færu fram í Bretlandi 23. febrúar næstk. — þessi afstaða Alþýðuflokksins hér sé einsdæmi á Vesturlöndum. — Hvarvetna, þar sem jafnaðar-. mannaflokkar eru meira en nafn- ið eitt, standa þeir gegn ásókn stórgróðavaldsins, gegn sam- vinnufélögunum, við hlið sam- vinnumanna. Hér er öfugt að farið. Klíka sú, sem sölsað hefur undir sig yfirráðin í jafnaðar- mannaflokknum islenzka, fylkir liði með stórgróðavaldinu hér og í Reykjavík, til þess að hefta eðli- legan vöxt samvinnufélaganna og kippa fótunum undan þessari mikilsverðu sjálfsbjargarviðleitni almennings. Kaupmangarar og heildsalar eiga að uppskera ávöxtinn. „Útsvarsívilnanir". í kosningabæklingi „Alþýðu- flokksins" hér, segir svo: „Al- þýðuflokkurinn vill afnema út- svarsívilnanir stóratvinnurekand ans KEA“. Dagur vill af þessu tilefni leggja eftirfai’andi spurn- ingar fyrir „alþýðu“foringjana hér: „Hverjar eru útsvarsíviln- anir KEA? Hvernig hyggst Al- þýðuflokkurinn leggja hærri út- svör á, en heimilt er samkvæmt lögunum um stríðsgróðaskatt frá 1942? Vita þeir menn, sem semja kosningastefnuski'ár þessa ágæta „alþýðuflokks“ ekki þau sann- indi, að meðan fyrrnefnd lög eru í gildi, er ekki hægt lögum sam- kvæmt, að leggja hærra útsvar á nokkurt fyrirtæki, hvort sem það er samvinnufélag, einka- fyriftæki eða hlutafél. en sem svarar því útsvari, sem KEA hefur borið hér undanfarin ár, af þeirri ástæðu, að í þessum lögum er rétturinn til útsvarsálagningar að veru- legu leyti tekinn af bæjarfé- lögunum og fcnginn ríkis- valdinu. Dagur hefur margsinnis á und- anförnum árum lagt til, að þess- um lögum yrði breytt*. „Alþýðu- maðurinn“ hefur aldrei tekið undir þá tillögu. Yfirleitt hefur blaðið ekki minnst á þessa tillögu, frekar en skattalögin frá 1942 væru ekki til. Á sl. hausti hófust framkvæmd- ir við endurbætur á sundlaug bæjarins og er ætlunin að end- urbæta gömlu sundlaugina stór- lega, byggja nýja, yfirbyggða sundlaug og koma upp góðum búningsklefum og böðum. Enn er langt í land, að þessum fram- kvæmdum verði lokið, en fáist fjárfestingarleyfi á þessu ári, má gera ráð fyrir að sundstæði bæj- arins verði komið í nýtízku horf sumarið 1951. Var mikil þörf þessara endur- bóta, því að Akureyri var orðin á eftir öðrum bæjum um aðstöðu ■til sundiðkana. Vegna skólanna hér er þess og sérstök þörf, að bærinn geti boðið upp á góða að- stöðu til sundkennslu. Endurbætur sundlaugarinnar eru ekki sérmál neins pólitísks flokks. Bæjarstjórnin hefur lagt fram fé til framkvæmdanna eftir því sem þurft hefur og ríkið, eða íþróttasjóður þess á að greiða 2/5 hluta kostnaðar við endurbæt- urnar. Hefur íþróttasjóður þegar lagt fram 60 þús. kr. Sumir stjórn málaflokkanna hafa lýst yfir stuðningi sínum við þetta mál í kosningaprógrömmum nú fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. — Framsóknarmenn hafa stutt málið og rrfunu gera það á næsta kjörtímabili. Dagur taldi rétt að greina frá því, hvernig mál þetta stendur nú, og hvert verður verkefni hinnar nýju bæjar- stjórnar í sambandi við það og sneri sér því til Ólafs Magnús- sonar sundkennara og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar um framkvæmdirnar. Gamla simdlaugin endurbætt. Búið er að steypa gang með- fram allri gömlu sundlauginni. í gang þennan á að leggja hita- leiðslur til þess að unnt verði að. hita laugina með rafmagni, er rafmagn verður fyrir hendi til þess, með því að heita vatnið úr Glerárdal þykir ekki nógu hei.tt. Gangur þessi á einnig að vera fyrir affall úr lauginni og af gangstéttum. Yfirbyggð sundlaug. Þá var og byrjað á byggingu allmikils húss austan við gömlu sundlaugina og á það að hýsa nýja, yfirbyggða sundlaug, bún- ingsklefa og böð. Nýja sundlaug- in verður í kjallara hússins og verður 6x12 metrar að stærð. í kjallaranum er auk þess pláss fyrir hitunártæki og hreinsitæki fyrir laugarnar. Á tveimur næstu hæðum verða búningsklefar, snyrtiböð, steypiböð og gufuboð. Á hvorri hæð verða 2 búnings- klefar, hver um sig 3,30x5,30 m. að flatarmáli. Alls verða 118 fata- skápar í klefunum. Búið er að steypa kjallara þessarar bygging- ar og loft yfir hann, en eftir er að steypa efri hæðirnar báðar svp og sundlaugina sjálfa í kjallaran- um. Mun sundlaugin verða steypt í vetur, en húsið allt síðar á ár- inu, svo framarlega sem fjárfest- ingarleyfi fást. Ekki er þó hægt að gera ráð fyrir, að öllum þess- um endurbótum verði lokið fyrr en sumarið 1951. Fé til framkvæmdanna. Á fjárhagsáætlun bæjarins nú er gert ráð fyrir 100 þús. kr. til þessara framkvæmda. Ekki hef- ur enn verið unnið fyrir allt það fé, sem bærinn hafði áður lagt fram til framkvæmdanna, svo og fyrir væntanlegt framlag ríkisins, og mun fjárskortur ekki hindra að haldið verði áfram verkinu ef fjárfestingarleyfi fást, svo sem vænta verður. Hins vegar mun bærinn þurfa að leggja fram meira fé til endurbótanna á næsta ári, til þess að ljúka þeim. Verkefni nýju bæjarstjórnar- innar. Verkefni nýju bæjarstjórnar- innar í sambandi við þetta mál, er að ganga ríkt eftir því, að fjár- festingarleyfi til áframhaldandi framkvæmda verði veitt, svo og að sjá um að ríkið greiði sitt til- lag, og veita fé til þess að ljúka verkinu á fjárhagsáætlun næsta árs. Þá er og aðkallandi að gera endurbætur á hitavatnsleiðsl- unni úr Glerárdal í gömlu laug- ina. Hún er mjög úr sér gengin og einangrun léleg eða ónýt. Er þörf á því að taka hana fyrir í áföngum og gera hana góða á ný. X B x B Skrifstofa F ramsóknarf lokksi ns cr opin daglega kl. 10—12, 1—7 og 8—10. — Framsóknarmcnn eru hvattir til að koma á skrif- stofuna og gefa upplýsingar, sér- staklega um kjósendur, sem eru fjarverandi, svo og annað, sem að gagni má koma við bæjarstjórn- arkosningarnar 29. þ. m. Kjósendur Framsóknarflokks- ins, sem eru á förmn úr bænum og verða fjarverandi á kjördegi, eru mimitir á að kjósa hjá bæjar- fógeta, óður en þeir fara. Listi Framsóknarflokksins er B-LISTI. Skrifstofa flokksins er í Ilafn- arstræti 93, 4. hæð. Sími 443.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.