Dagur


Dagur - 28.01.1950, Qupperneq 2

Dagur - 28.01.1950, Qupperneq 2
2 D A G U R Laugardaginn 28. janúar 1950 Um þessi mál snúast bæjarstjornarkosningarnar næstk. sunnudag: (Framhald af 1. síðu). þessu orði sé viðhaldið, og traust- ir og reyndir menn fari með mál- efni bæjarfélagsins. Fulltrúar Framsóknarflokksins eru í þess- um efnum tvímælalaust reynd- ustu og trúverðugustu mennirnir, sem völ er á í bæjarstjórninni. — Hin nýja Laxárvirkjun á því mikið undir því, að B-LISTINN fái sem flnsta menn kjörna á sunnudaginn. Sjúkrahússmálið Dagur hefur gert grein fyrir sjúkrahússmálinu, hvernig það stendur í dag og hver verkefni bíða nýju bæjarstjórnarinnar. — Samkvæmt upplýsingum þeirra manna, sem kunnugastir eru, er ekki hægt að vænta þess að spí- talinn verði tekinn í notkun fyrr en í árslok 1951 eða snemma árs 1952. Búnaður erlendis frá verð- ur ekki kominn og uppsettur fyrr. Unnið er af kappi við bygging- una, og geta naumast nokkur ó- fyrirsjáanleg atvik hamlað því, að húsið sjálft verði fullbúið á fyrrgreindum tíma. Verkefni nýju bæjarstjóm- arinnar. „ Verkefni nýju bæjarstjórnar- innar í sambandi við þetta mál, verða einkum þau, að ganga eftir því, að ríkið greiði sín framlög, lögum samkvæmt, en ríkissjóður er nú orðinn á eftir um framlög, að bærinn veiti fé að sínum hluta til byggingarinnar, en aðalverk- efnið verður þó það, að tryggja rekstur spitalans. Er það óleyst vandamál, svo sem greint hefur verið frá hér í blaðinu. Enginn hinna flokk- anna hefur rætt það mál nú. Hins vegar er augljóst, að hér er stórmál fyrir bæjarfélag- að, sem nauðsyn er að leysa á hagkvæman hátt. Bærinn hefur ekki bolmagn til þess að reka sjúkrahúsið með milljóna halla. Hér þurfa að koma til samningar við almanna- valdið. Veltur á miklu, að bær- inn hafi á að skipa mönnum til þeirra samninga, sem traust og álits njóta. Hafnarmálin Aðkallandi er að ljúka viðgerð Torfunefsbryggjunnar, sem dreg- ist hefur alltof lengi. Þegar því verki er lokið, liggur næst fyrír að bæta aðstöðu togaranna, hinna þýðingarmiklu atvinnu tækja. — Framsóknarmenn leggja til að nota afgangsefni frá Torfunefs- bryggju til þess að gera togara- bryggju við Glerárósa og útbúa þafy framtíðaraðstöðu fyrir tog- araútgerðina, m. a. með tilliti til saltfiskverkunar. 2/3 Sjálfstæðis- flokksins eru á móti þessu. 1/3 mælir með því, óg það er sá hlut- inn, sem gleggstan skilning hefur á útgerðarmálum, en er samt undir í flokknum. Öruggasta ráð- ið til þess að tryggja þessu máli framgang, er að kjósa B-LIST- ANN. Framsóknarflokkurinn bar málið fram og hcfur margoft lýst fullum sutðningi við það. Framkvæmdir sam- vinnufélagana Hér í bíaðinu hafa verið leidd rök að því, að framkvæmdir sam- vinnufélaganna eru stórkostleg lyftistöng fyrir atvinnumál bæj- arfélagsins og meginástæða þess, að bærinn hefur vaxið ,en ekki hrörnað. Á sama tíma og hinn sósíalíski Hafnarfjörður hefur vaxið um 33% hefur Akureyri tvöfaldað íbúatölu sína. Vegna þess gð fólkið í bæ og héraði hef- ur borið gæfu til þess að standa saman um sín hagsmunamál inn- an samvinnufélaganna, hafa stór- felldar framkvæmdir verið mögu legar og undirstaða þeirra er sameiginlegt fé samvinnumanna, sem hefði ella flutzt burtu með erfingjum gróðamannanna eða lífsþreyttum kaupmönnum. Ak- ureyri er samvinnubær og sú staðreynd er orsök þess, að Sam- band ísl. samvinnufélaga, allir ís- lenzkir samvinnumenn, hafa val- ið bæinn fyrir aðalsetur iðnaðar- fi'amkvæmda sinna og hafa hér nú með höndum stórfelldustu at- vinnunýjungar, sem um getur í sögu _ bæjarins.íhaldsmálgögn jafnáðai'man’ná og'SjálfstaSðis- manna hafa reynt að þegja þess- ar framkvæmdir í hel með því að þau vita, að þær vitna í móti rógsherferð þeirra á hendur sam- vinnufélögunum. En bæjarmenn skilja þýðingu þessara atburða og þjappa sér fastar saman um sín hagsmunamál og þá fulltrúa, sem flytja þau af einurð og festu, án tillits til gróðasjónarmiða kaup- mangara og braskaralýðs. Verkefni nýju bæjarstjórnar- innar. Verkefni nýju bæjarstjói'nar- innar — og borgaranna —r- í sam- bandi við framkvæmdir sam- vinnufélaganna, er, að útiloka þann hugsunarhátt, sem vill gera atvinnurekstur samvinnumanna bæjarrækan og þar með stefna til hrömunar öf jafnvel landauðnar hér. Hvernig væri umhorfs í þessum bæ, ef Bi'agi Sigurjóns- son, Helgi Pálsson og Elísabet Ei- ríksdóttir hefðu átt að leiða öll atvinnumál bæjarfélagsins af andagift sinni eða sósíalískum kenningum? Framkvæmdir sam- vinnufélaganna ki'efjast ekki fjái’útláta úr bæjax'sjóði né út- svarsálaga á borgarana, en þær krefjast þess, að þessum stór- merku hagsmunaaðgerðum al- mennings sé ekki sýndur fullui' fjandskapur af peninga- og póli- tískum braskaralýð, og fram- kvæmdirnar gerðar bæjai'i'ækar eins og virðist vex-a tilætlun Al- þýðumannsins og íslendings. Bæjarmenn þurfa að svara þessum árásum á þeirra eig- in hagsmuni með því að þjappa sér um lista sam- vinnumanna, B-LISTANN. Þannig tryggja þeir áfram- hald framsýnnar umbóta- stefnu, og kveða niður fjand- skap íhaldsins gegn þeim samtökum, scm staðið hafa undir þróun og vexti bæjar- ins og enn lcggja í stórfelldar framkvæmdir, sem eru bæj- arfélaginu ómctanleg stoð. Þess verður að vænta, að bæjarmenn skilji, hvað að þeim og hagsmunum þjóðar- hcildarinnar snýr, og vísi einarðlega á bug nátttrölls- sjónanniðum afturhaldsklík- unnar, sem vill innleiða hér athafnamennsku Odds Thor- arensen, Sigvalda í París, Sverris Ragnars, Valgarðs Stefánssonar, Braga Sigur- jónssonar og annarra ríkis- embættismanna. Mundi bær- inn frelsast á þeirra framtáki eða skattamálakenningum Karls vegaverkstjóra og Egg- erts á Aki'i? Starfsmenn sam vinnufélaganna og almenn- ingur í bænum hugleiða þau efni nú fyrir kosningarnar. Samvinna kaupstaðanna Dagur hefur bent á það, einn alli'a bæjarblaðanna,'að mikils- vert hagsmunamál fyrir bæinn er að endui-vekja þá samstai'fs- tih-aun kaupstaðanna, sem upp hófst með kaupstaðai'áðstefnunni 1948. 'Þar stóðu saman fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna og heimtuðu aukið réttlæti í verzl- unói'málum. Þeir stóðu saman sem fulltrúar kaupstaðanna, en ekki sem fulltrúar stjórnmála- flokkanna. Tillögur ráðstefnunn- ar hefðu gerbreytt verzlunar- ástandinu, endui'heimt rétt bæj- arfélaganna að leggja útsvör á innflutningsverzlunina — en Reykjavík hefur nú einkarétt á því, og boi-gái'stjórinn í Reykja- vík hældi Sjálfstæðisflokknum fyrir það framtak í útvai-psum- ræðum á dögunum. Framkvæmd tillagnanna mundi hafa gert vei-zlun landsmanna miklu hag- kvæmari en hún nú er. Fi-am- sóknax'menn fylktu sér einhuga um tillögurnar. Miðstjórnarfundur flokksins lýsti fullum stuðningi við þær. Blöð flokksins tóku þær upp. En er á hólminn kom, í rík- isstjórn og Fjárhagsráði, sviku foi-ustumenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, og felldu tillögui-nar. Kaupmangai'ar og Reykjavíkurbær uppskáru ávöxt inn. Bæir og sveitarfélög úti um land og allur almenningur þar hlaut tjónið og ei-fiðleikana. — Þetta er sá skerfur til verzlunar- málanna, sem almenningur úti um land má lengi muna þessum flokkum. Verkefni nýju bæjarstjómar- innar. Fi'amsóknai-menn vilja beita sér fyrir því, að samstai'f kaup- staðanna vei'ði endurvakið. Verzl unarmálin þui'fa þess með. Það er nauðsyn að breyta skattalögun- um frá 1942, sem rænt hafa bæj- arfélögin möguleikum til rétt- látrar tekjuöflunar með útsvör- um. Sífellt er heimtað af bæjar- félögunum að þau leggi fram meira og meira fé vegna opin- berra ráðstafana, en jafnfi-amt eru tekjuöflunarmöguleikai' þeirra minnkaðir. Kaupstaðir landsins hafa mörg mál að sækja sameiginlega í hendur ríkis- og Reykjavíkurvalds. Það er hlut- verk bæjarstjói'narinnar hér að hafa foi'göngu um að endurvekja samstarfið frá 1948. Brunamál og vátryggingar Framsóknarmenn hafa síðan 1946 reynt að fá viðurkenndan jafnréttisaðstöðu Akureyrar við Reykjavík og leyfi Alþingis til þess að brunati-yggingar í kaup- staðnum verði boðnar út. Þetta hefur ekki fengist fram, en mál- inu er haldið vakandi. Þetta er stói'fellt hagsmunamál fyrir bæ- inn. Bi’unatryggingar hér eru meira en helmingi dýrari á þús- und en í Reykjavík. Verkefni bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórnin nýja þarf að halda áfi-am að krefjast réttlætis til handa bænum í þessum mál- um. En nú þegar þarf að vinda bráðan bug að því að ljúka slökkvistö^vanbyggingxlnni og koma upþ fastri bruriavörzlu’. — Mundi sú fi-amkvæmd þegar lækka vátryggingagjöld bæjar- manna um a. m. k. 30%. Fram- sóknai-menn leggja áherzlu á, að þessum framkvæmdum verði hraðað og brunatryggingamálum bæjai'ins komið á nýjan grund- völl. F ramkvæmdast jórn bæjarins Fiamsóknarmenn hafa lagt til að bi-eyting verði gei'ð á fram- kvæmdastjórn bæjarins og nýr, ötull maður ráðinn til að gegna bæj arst jórastarf inu. J afnf ramt verði reynt að fá hingað ötulan og áhugasaman bæjarverkfræðing. Sjálfstæðisflokkurinn er þessum breytingum mjög andvígur, kommúnistar eru andvígir því, að bi'eytt sé til í bæjarverkfræð- ingsstarfinu. Alþýðuflokkurinn hefur gefið í skyn, að hann muni ekki ófáanlegur til þess að fylgja Fi-amsóknarmönnum að málum í þessu efni. Þá hafa Framsóknar- menn lagt til að vei'uleg útgjöld verði ói’lega spöruð með því að fela væntanlegum bæjarstjóra og ski'ifstofu hans að annast ski'if- stofuhald, sem bærinn hefur nú í leiguhúsnæði úti um bæ undir yfirumsjón sérstakra starfs- manna, svo sem skömmtunar- seðlaúthlutun, vinnumiðlun og fátækrafulltrúástarf. Ekki virðist nxikill áhugi fyrir þcssu hjá and- stöðuflokkum Framsóknarm. fþróttamálin Byggingu hins glæsilega íþróttaleikvangs á Oddeyri er nú svo langt komið, að henni vei'ður fyrii-sjáanlega lokið í ná- inni framtíð. Svæðið er allt skipu lagt og samþykki fengið fyrir því, undirbúningsvinnu hefur miðað verulega áfram og liggur nú fyrir að fullgera knattspyrnuvöll og hlaupabi'aut. En síðan að halda áfram við manvii'kið, samkvæmt teikningum, koma upp æfinga- knattspyrnuvelli, fi-j álsíþrótta- völlum, aðstöðu til stökks, hand- knattleiksvelli, tennisvelli o. s. frv., og ganga frá áhoi-fendasvæð um og koma upp búningsher- bei-gjum, böðum o. s. frv. Nokkuð langt er í land að öllum þessum framkvæmdum verði lokið, en stefna ber að því að það verði eins fljótt og kostur er. Vcrkefni bæjarstjórnarinnar. A ðalvei'kefni bæjai’stj ómarinn- ar nýju í sambandi við leikvang- inn, er að veita fé til hans, eftir því sem unnt er, og gánga eftir því að ríkið leggi fram þau tillög, sem því bei'. Að undanföi'nu hef- ur bærinn lagt 50 þús. kr. á ári til leikvangsins og vei'ður að halda áfram að liggja þá upphæð fram og helzt meira, ef unnt reynist. Simdlaugin nýja Hér í blaðinu var það rakið á dögunum, hvei'nig horfir með viðgei'ð gömlu sundlaugarinnar og byggingu nýrrar, yfirbyggðar sundlaugar, ásamt búningsklefum og böðum. Er nú í'áðgert að þess- um framkvæmdxxm, sem hafnar voru sl. haust, vei’ði að fullu lok- ið snemma árs 1951. Verkefni bæjarstjórnarinnar. Hlutverk bæjarstjórnarinnar í sarnbandi við þetta mál, er, að sjá til þess að það strandi ekki á féskorti. Til þessa hefur bærinn Iagt líflega til verksins, en mun þó þurfa meira að gera. Þá ber að ganga ríkt eftir því að ríkið gi eiði sitt tillag. Loks þarf bæj- arstjórnin að láta endurbæta alla heitavatnsleiðsluna úr Glerárdal, sem er mjög úr sér gengin. Flugvallarmálið Allt frá áx-inu 1945 hefur Dagur bent á að flugvöllux'inn á Melgerð ismelum væi'i ekki fi-amtíðarflug- völlur fyi-ir bæinn, enda væri honum illa viðhaldið. Snemma ái's 1946 lýsti þóv. flugmálastjóri því yfir, að mál þetta mundi tekið til rannsóknar og ákvörðunar. Ekkei't vai-ð úr efndum á því lof- orði fyrr en skipt hafði verið um forustu x' flugmálunum og flug- í'áð tók til stai-fa. Nú hafa sér- fi-æðingar flugmálastjórnarinnar lagt til að nýr flugvöllur verði gei-ður í Eyjafjai'ðarái'hólmum. Bæjax-stjói-nin hefur þegar sam- þykkt að láta af hendi land til flugvallarins og heitið annarri fyrirgreiðslu. Hins vegar er ekk- ert byi-jað á framkvæmdum. Flug völlur í nágrenni bæjarins hefur mikla þýðingu fyi'ir verzlun, iðn- að og annan atvinnurekstur bæj- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.