Dagur - 15.03.1950, Page 5

Dagur - 15.03.1950, Page 5
Miðvilfudaginn 15. mar/. 1950 D AGUR 5 Byggðasafn eða reynslubú? Eftir GÍSLA KRISTJÁNSSON, ritstjóra f öndverðum febrúarmánuði fluttu Akureyrarblöðin mér fregnir um, að á fundum hafi ver- ið samþykkt, að mjólkurframleið- endur í Eyjafirði legðu af mörk- um ákveðið gjald af hverjum lítra mjólkur, sem þeir flyttu til Mjólkursamlagsins og skyldu þær upphæðir, sem þannig fengjust, notaðar til styrkar fyrirhugaðri framkvæmd BYGGÐASAFNS í héraðinu. Það fylgdi og fregninni, að ákveðið sé að leita fjárhagslegrar aðstoðar hjá félagasamtökum, bæjarstjórn Akureyrar og sýslu- sjóði Eyjafjarðarsýslu og hverj- um þeim, er máli þessu vildu ljá fyigí- Ut af fyrir sig er það virðing- arverð hugmynd og á engan hátt að lasta, að Eyfirðingar eru vök- ulir í þessum efnum. Það vottar borgaralega menn- ingu, að vilji er fyrir hendi til þess að vernda minjar þær, sem feður okkar og mæður hafa eftir skilið — minjar, sem sýna og sanna hver starfsskilyrði þeim voru búin og hver skilyrði þau áttu við að etja í baráttu sinni fyrir tilverunni. Það má ef til vill skoða þá hugsjón vott þess að verið sé að heiðra föður og móðir og að í kjölfar þess fylgi fyrir- heitið um langlífi og velgengni í landinu. En það er margt, sem gera þarf og gera ber, og eg lít svo á, að hér sé um mál að ræða, semí raun- inni er smámál saman borið við ýmiss önnur, sem bíða — ef til vill getur það verið liður í öðrum verkefnurn og miklu stærri, sem knýjandi nauðsjyji er eyfirzkum bændum að vinna fyrir og styðja af alefli í nánustu framtíð. Og þar eð byggðasafnsmálið nú pr komið til umræðu á opinber- um vettvangi og byrjað er að leita undirtekta um framlög því til framdráttar, vil eg eigi lengur láta liggja í þagnargildi mál, sem eg hef nokkuð hugleikið um und- anfarin ár, — framtak, sem eg tel eyfirzkri menningu og ey- firzkum búskap nauðsyn að hrint verði í framkvæmd hið fyrsta. Það er stórt átak, sem þar þarf að gera, en Eyfirðingum er það ekki um megn. Að því þarf að vinna með festu, öryggi og með framsýni, og þessa þætti í sam- takahæfni þeirra þykist eg þekkja það þroskaða, að niálið mundi leyst mistakalítið. Formálann þarf ekki lengri. — Þá að efninu. Fyrirmyndarhú. Það mun hafa verið í fyrravet- ur, að eg minntist lauslega á það við vin minn, Jónas Kristjánsson, að eiginlega sé það knýjandi nauðsyn fyrir Eyfirðinga að efna til stofnunar í héraði á sviði bú- fjárræktar, hliðstæðrar þeirri, sem um undanfarinn áratug hef- ur verið starfrækt í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands. — Hafði mér þá helzt til hugar kom- ið að sameina á einum stað jarð- ■i'ækt og búfjárrækt. Hugði eg Hólmana í ósum Eyjafjarðarár henta til afnota og svo land Hamra, til viðbótar því, sem Ræktunarfélagið hefyr. Nú er það upplýst, að Hólmarnir eru fyrir- hugaðir til annarra afnota og Hamrar eru í ábúð, sem vafasamt er hvort rifta beri, enda féllst eg á með Jónasi, að með sívaxandi bæ við botn Eyjafjarðar mundi umfangsmikil búfjárrækt geta orðið vafasöm svo nærri fjöl- menninu og vaxandi byggð. Málið hefur ekki verið frekar rætt okkar í milli síðan, hver hef- ur sín hlutverk að fjalla um. Enda þó að þá yrði að ráða, að eg hreyfði því á viðeigandi stöðum, hefur ekki orðið af framkvæmd- um í því efni. En af greindum ástæðum minnist eg á þetta nú og vil þá strax undirstrika, að efalaust er það hlutverk héraðs- manna sjálfra að taka málið upp og hefja framkvæmdir, hvort sem einhver opinber íhlutun yrði hugsanleg í framtíðinni, í sam- bandi við starfrækslu þess, eður eigi. Þetta stóra átak, sem eg tel við- eigandi fyrir Eyfirðinga að gera, er að efna til stofnunar og starf- rækslu fyrirmyndarbús í hérað- inn. Eg nefni hér aðeins fyrirtæki vegna landbúnaðarins, en get bætt því við, að eg hefi einnig í kollinum hugmyndir um framtak og fyrirtæki annarra atvinnuvega í héraðinu. Ef til vill géfst tæki- færi til að koma inn á þau efni síðar. En er nú nokkuð unnið við það, að stofna til fyrirmyndarbúskap- ar? Geta einstakir bændur ekki gprt það mikiu betur sjálfir? — Þannig veit eg að ýmsir munu spyrja — og þgð er mannlegt. Því skal þá strax svara, að þró- un og framvinda allra þátta at- vinnumála og menningarmála, í pllum löndum, er að verulegu leyti því háð, að notuð séu til hins ítrasta samtök fólksins um að vinsa það úr og hagnýta, sem nýtt kemur og gagnlegt, en ganga á snið við hið fánýta. Það er alltof dýrt fjölda ein- staklinga að prófa hver fyrir sig, hluti, sem ekki eða naumast eru við hæfi okkai' né að gagni mega koma, þó að öðrum sé nýtir. — Tilraunastöðvamai' eru réttmæt- ar og nauðsynlegar af því að þar fer fram prófun ýmissa hluta undir eftirliti og undirbyggð af þekkingu, sem bændum, með venjulega menntun, er ofvaxið við að fást. Samtök um fyrirtæki — sam- vinnufyrirtæki — eru nú talin ómissandi á ýmsum sviðum hér á landi, en vettvangur þeirra er fremur vegna vöruhagnýtingar en framleiðslugreinanna sjálfra. — Meðal grannþjóðg okkar hafa búnaðarfélögin — og í seinni tíð búnaðarfélög og samvinnufélög í sgmeiningu — efnt til búrekstrar, sem eingöngu er ætlað að vera til fyrirmyndar og til eflingar at- vinnuveginum. Kynbótastöðvar og ræktunarstöðvar, jurta og dýra, eru starfræktar af nefndum aðilum, stundum sjálfstætt en stundum í samráði við tilrauna- lúð hlutaðeigandi landa. Og eg lít svo á, að í Eyjafirði muni jarðvegur vera fullplægður fyrir samvinnu á sviði ræktunar í efnum eins og þeim, sem um get- ur hjá öðrum. í Eyjafirði var fyrsta mjólkur- búið stofnað til starfrækslu á þann hátt, sem nú er alþekktur. Eyfirðingar stofnuðu • fyrstu sæðingarstöðina hér á landi og riðu þannig á vað, sem hér var óprófað á sviði búfjárræktar. Þetta atriði búfjárræktar er nú efst á blaði í mörgum löndum, og tveim heimsálfum að minnsta kosti. Við botn Eyjafjarðar reis sú ræktunaralda, sem ef til vill hef- ur verið áhrifaríkust hér á landi um undanfarin 47 ár, eða frá því Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað. Og „annað hvort aftur á bak — ellegar nokkuð leið“. í kjölfar þess, sem þegar hefur gert verið, er nauðsynlegt að annað fari, og það er margt, sem miða kann til frama og til gagns. Sem eðlilegur afspringur sæð- ingarstöðvanna í Danmörk — því landi, sem lengst er komið í slíkri ræktunaraðferð búfjárins — rísa nú afkvæmarannsóknastöðvarn- ar um allt landið. Það er nauð- synlegt að ganga sem fyrst úr skugga um kosti og galla ein- staklinganna og það fæst bezt með því að ala ungviðin upp við sem líkust skilyrði og umfram allt að geta prófað og staðreynt kosti og galla svo fljótt, sem verða má. Svo umfangsmikil starfsemi er einstaklingnum ofuréfli. Starfræksla slíks bús í Eyja- firði er nauðsynleg, en aðeins fær á félagslegum grundvelli. Á sama búi mundi sæðingarstöðin eiga heimili í framtíðinni, því að varla getur hún átt það til lengdar í núverandi kynnum. En það er ekki bara þetta tvennt, sem þarna mundi sérstakt að sjá og reyna. Rationalisering. er útlent orð ,sem eg ekki þekki neitt íslenzkt orð yfir. Það er mjög mikið notað þessi árin, þar sem menn leggja mjög kapp á að samstilla og samrýma öll hugsan- leg hjálparmeðul til þess að hag- nýta fjármagnið sem bezt, nota sem minnst stofnfé en skipa hjut- unqm og raða þannig, að eitt taki við af öðru, svp að mikið fáist fyi'- ir sem minnsta fyrirhöfn. Með öðrum orðum: Samstilling fjár- magns og starfskrafta, lifandi eða dauðra, til þess að afkasta á auð- veldasta og ódýrasta hátt, er ratipnalisering. Ep er nú þetta ekki einmitt það, sem við allir erum að reyna? munu ýmsir segja. Jú, vissulega, en þver fyrir sig. Það verðui' að gerast á félagslegum grundvelli; það er alltof dýrt og óvíst ef hver prófar fyrir sig. Einmitt á svona hþi hljóta að vera skilyrði til þessa, svo hér sem annars staðar. Byggingarnar, sem reistar eru yfir fé og fóður, hljóta að miðast við þetta. Vélarnar og verkfærin, sem notuð eru við bústörfin, hljóta að samrýmast húsakostin- um, en að öðru leyti landstærð- inni og aðferðum við nytjun landsins. Ræktunarhættir geta verið áþekkir því, sem gerist á til- raunastöðvunum, en hljóta þó hér að miðast við bústofninn, sem jörðin framfleytir, fremui' en að farið sé inn á verkefni þau, sem tilraunastöðvar jarðræktar hafa sem aðal-viðfangsefni. Umgeng'nismenning í búnaði okkar er sá þyrnir, er stingur augu þprra erlendra ferðamanna, sem hingað koma. íslenzkir bændur, sem utan fara, hafa , einatt yiðurkennt hversu ábótavant er hér, miðað við það, sem genst annars staðar í þessu efni. Það er margt, sem slíku búi má ætla af viðfangsefnum. Þar ætti líka að vera uppeldisstöð fyrir ungviði, og svo mætti lengi telja. Hér á ekki að vera eiginlegt til- raunabú, hvaða nafn því yrði val- ið skiptir minnstu máli, aðeins að það hafi hlutverk að rækja — og ræki þau — í þágu og til upp- byggingai' hliðstæðri atvinnu- grein í héraði. Á stríðsárunum efndi Búnaðar- félag íslands til verðlaunasam- keppni um framtíðarverkefni landbúnaðar hér á landi. Eg var þá erlendis, en sendi plagg til þátttöku í samkeppni þeirri. Voru þar ítarlegar tillögur fram lagðar um reynslubú, á líkum grundvelli og hér mætti starf- rækja. Þeim tillögum hefur eng- inn sinnt, þær hafa víst fáir les- ið, enda er forystumönnum þjóð- ar okkar annað hugleiknara en að leita ráða til þess að efla ís- lenzkan landbúnað, eða menn- ingu atvinnugreinanna yfir höf- uð. Kappið hefur allt verið lagt á rýja og ræna náttúruna auðæfum þeim, sem hún geymir og í langt- um meiri mæli með hjálp tækn- innar nú um stundir en áður gerðist þegar tækin voru frum- stæð. Búfjárræktaraðgerðir búa við hörmungarskilyrði í hvívetna af því að lqggjafa- qg fjárveit- ingarvald er hugsjónalaust á þessu sviði og tilviljun hefur jafnan ráðið mestu um fjárveit- ingar í þessu skyni. Því er varla við að búast, að máU sem þessu verði styrkur léður frá opinberri hlið. Ur því að tilraunabú njóta hans í rnjög litlum mæli, er ekki að vænta, að reynslubú mæti skilningi á þeim háu stöðurn- Síð- an eg skrifaði umrædda ritgerð hafa Svíar stofnað nokkur reynslubú, sem starfrækt eru að mestu á þeim grundvelli, sem eg þá gerði að tillögum mínum. Sþal þó sagt, að ekki hef eg nein ráð lagt þar á, en atvikin hafa nú hagað þessu svona. Er engin fjarstæða þótt gert sé að tillögu að efna hér þil hliðstæðs fyrjr- tækis þó frumlegt sé. Þar rnætti margt prófa og staðfesta — já- kvætt og neikvaptt. Staðarval. Þegar um þetta mál er rætt þá veit eg að fleirum muni fara sem mér, að hugurinn reiki um hér- aðið, leitandi að stað, sem svona starfsemi yæri hentur, ef að framkvæmd yrði. Það er segin saga, að hann verður að vera sem næst miðju héraði. — Góðar og greiðar sam- göngur þurfa að vera þaðan í all- ar áttir. Þangað þarf að leggja síma og rafmagn í upphafi, ef ekki er fyrir. Miðað við að þar sé uppeldisstöð má vegurinn til Ak- ureyrar og frá ekki vera allt of langur, því að þar ætla eg í mikl- um mæli hagnýtingu þeirra úr- gangsefni, sem til falla frá Mjólk- ursamlaginu. Þarna þarf að vera víðlendi og engin kotjörð, því að ætla má að þar muni í uppeldi 50 —100 ungviði er fram í sækir, þar að auki hinn afurðaprófaði naut- gripastofn og svo nautin. Hvort meira yrði skal að óathuguðu máli ekki fullyrt. En búast má við að kröfur yrðu gerðar til þess, að hlutaðeigandi jörð, sem til þessa yrði valin, þyrfti að hafa allt að 200 hekturum ræktaðs og rækt- anlegs lands til slægna og beitar. Víst er land til þessa vel fallið bæði í Kræklingahlíð og Möðru- vallasókn, en flest býli munu þó of landlítil miðað við starfsemi sem þessa. Möðruvelli í Hörgár- dal veit eg staða líklegastan til þess að fullnægja flestum þeim skilyrðum, sem krafin yrðu við staðarvalið, en sá er galli á þar, að búið er sltipa þar mannvii'kj- um og jörðin er í tveggja ábúð og varla líklegt að auðsótt mundi um breytingu þar á. Fyrir ýmissa hluta sakir væri æskilegt að byrja frá byrjun, reisa öll mannvirki ný, leggja veg heim á staðinn ef þess þarf með og skipa hlutum í öndverðu í þá röð, sem yera ber, án þess að rífa niður það, sem þegar hefur verið unnið. Mig mínnir, að eg hafi einhvers staðar lesið hugvekju frá Stein- dóri Steindórssyni, menntaskóla- kennara, þess efnis, að varðveita beri skálann á Skipalóni frá falli og helzt að honum beri að við- halda, sem minningu þess fram- taks, sem á Skipalóni var unnið og þess tíma ey þessi staður varp- aði Ijóma langt út fyrir takmörk héraðsins. Víst er það viðeigandi, og mundi ekki jafn yiðeigandi að varðveita þær minjar í héraði, sem fólk vill af mörkum leggja, einmitt undir þaki skálans á Skipalóni? Eg hygg það. — Og eg held áfrarn. Eru ekki líka skilyrði til þess að gera Skipalón að þeirri bújörð og þeirri .miðstöð búmenningar í héraði, sem á er minnst að fram- an? Vera má að betra land og hentara í þessu skyni sé á Gæs- um. Báðjr þessiy staðir geta kom- ið til greina að því er eg fæ séð. Þeir eru hæfilega langt frá þjóð- veginum. Starfsemi þar þarf að hafp frið, svo að þar komi þeir einir, sem þangað eiga erindi, en sé ekki þúfa allra seppa, er fram hjá fara. Eg hygg, að á háðum þessum stöðum séu skilyyði til fjölþætt (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.