Dagur - 05.04.1950, Blaðsíða 7

Dagur - 05.04.1950, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 5. apríl 1950 DAGUR 7 Jarðarför móður minnar, KATRÍNAR HALLGRÍMSDÓTTUR, sem andaðist 1. þ. m., fer fram frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 8. apríl kl. 1 e. h. — Blóm og kransar afbeðið, en þeir sem vildu minnast hinnar látnu, eru vinsamlegast beðnir að láta Nýja sjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Vegna okkar systkinanna. Kristófer Vilhjálmsson. CHS<HS<BS<BS<HS<HS<BS<HS<HS<By)S<BS<BS<BS<BS<BS<BS<HS<BS<BS<HS<HS<BS<BS<H Um Páskana verða mjólkurbúðirnar opnar sem hér segir: A Skírdag frá kl. 10—14. A Föstudaginn langa frá kl. 10—12. Á Páskadaginn verður búðunnm lokað allan daginn. Á 2. Páskadag verður opið l'rá kl. 10—12. Jafnframt skal vakin athygli á því, að brauðbúðin í Hafnarstræti 87 verður lokuð á Föstudaginn langa og Páskadaginn. Mjólkurútsölurnar i Brekkugötu 47 og Hamarsstíg 5 verða lokaðar alla þessa daga. Kaupfélag Eyfirðinga. t<HStS<HKHKHKHS<H><HS<HS<H><B>ÍH>Ú<BKH}<BS<H><HKBS<HSÍH><HKH><HS<H5 S<bKhS<hS<hS<hS<hs<hS<hs<hS<hs<hS<hs<hS<hS<hS<hs<hS<hCHS<hS<hS<hS<hS<híh Úfsæðiskártöfiur Býrjum að selja útsaeðiskartöflxtr miðviku- daginn 12. apríl næstkomandi. Kjötbúð KEA ,<BS<HS<BS<HS<HS<HS<BS<BS<HS<HS<BS<HS<BS<BS<H><HS<BS<HS<HS<BS<BS<<<HS<BS<í- BS<HS<BS<HS<<<HS<BS<HS<HS<BS<HS<BS<HS<HS<HS<BS<HS<BS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS Slökkviiið Ákureyrar 1950 Liðsmenn slökkviliðs Akureyrar eru 40, auk slökkviliðsstjóra. Siökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, Bjarmastíg 2, sími 115. £ Varaslökkviliðsstjóri og áhaldavörður: Sveinn Tómasson, Laugargötu 3, sími 239 2. varamaður: Gústav Andersen, Krabbastíg 4. Flokksforingi í innbænum: Karl Jónsson, Hafnarstræti 15, sími 282. Akureyri, 1. apríl 1950. Eggert St. Melstað, sími 115. HS<BS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS< S<HSJS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS1 ÚTSALA . Þriðjudaginn 11. þ. m. hefst hin árlega út- sala. Allar eldri vörur seldar með mjög niður- | settu verði. — Hver eru rirræði Alþýðuflokksins? (Framhald af 2. síðu). þeirra. Þá er eftir sá möguleiki að mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Vísustu menn þjóðar- innar í fjármálum, meira að segja menn eins og Gylfi Þ. Gíslason, viðurkenna nauðsyn á breyttri fjármálastefnu. Áframhaldandi að gerðarleysi þýðir efnahagslega uppgjöf. Þetta er Framsóknar- ' flokknum ljóst og þess vegna, þegar reynt hefur verið til þraut- ar að fá framkvæmd þeirrar stefnu, sem barizt var fyrir í kosningunum, myndar hann nú stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það má vera, að það sé ekki sig- urvænlegt fyrir flokkinn. En flokksmenn og stuðningsmenn Framsóknarflokksins svara því til á sínum tíma, hvort gæfuríkara hefði verið fyrir íslenzku þjóðina, að láta þingið vera stjórnlaust og landið stjórnlaust, vegna þess að flokkurinn hefði e. t. v. tapað éinhverjum atkvæðum á því eða að reyna að bjarga því sem bjarg- að verður. Framsóknarfl. óttast ekki þann dóm. Flestir íslendfng- ar vilja fremur það áframhald í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, að henni auðnist betur að gæta feng- ins sjálfstæðis en glata því, vegna sundrungar og ábyrgðarleysis. — Hins vegar er full ástæða til að óttast um afdrif flokks, sem í stað samstöðu með lýðræðisöflum þjóðarinnar, tekur sér nú stöðu við hlið kommúnista. Vera má, að leiðir þess flokks og þeirra, sem ennþá eru eftir í honum, liggi ekki lengur, saman. 20% 20% -50% Karlmannahattar Prj ónaf atnaður Regnkápur og slög Kvenkápur -1-20—50% Kventöskur kr. 50 (eitt verð) Vcrzl. B. LAXDAL. <HS<HS<HS<HS<HS<BS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS)S<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<H Skorað á ritstjóra Alþýðumanns- ins að lýsa úrræðum Alþýðu- flokksins. Það eru mjög margir fylgjend ur Framsóknarfl. og Alþýðufl. sem óska eftir miklu nánax-a sam starfi þessara flokka, en verið hefur urn hríð. Þess vegna finnst mörgum Alþýðuflokksmönnum einkennileg sú afstaða Alþýðu- mannsins, að eyða ávallt mestu púði-i á Framsóknai'flokkinn og samvinnufélögin. Það vii’ðist vera helzta áhugamál í’itstjói-ans, að deila við þann flokk, sem stendur næst hans eigin flokki. Hann hef- ur nú, við hlið kommúnista, upp sönginn um það, að með núver- andi stjórnai'stefnu sé verið að féfletta almenning. íhaldsöflin láti nú hendur standa fram úr ermum o. s. frv. En það trúir enginn á Alþýðu flokkinn fyiT en hann leggur fram úrræði til úrlausnar vandamál- um líðandi stundar. Það er ekki af illvilja, að þess er fai’ið á leit við í-itstjóra Alþýðúmannsins. að hann lýsi stefnu flokksins í dýr tíðar -og atvinnumálum. Það er gert til þess að gefa honum færi á að bii'ta ákveðna stefnu Al- þýðuflokksins, en standa ekki úrræða- og viljalaus frammi fyr- ir lesendum eins og kommúnist- ar gera. Og gættu nú að því að skrifa undir fyrii-sögninni: „Úr- ræði Alþýðuflokksins“. ÚR BÆ OG BYGGÐ Hátíðamessur. Skíi’dagur: Ak- ureyri kl. 2 e. h. (Altarisganga). F. J. R. — Föstudagur langi: Ak- ureyi’i kl. 2 e. h. P S. — Lög- mannshlíð kl. 2 e, h. F. J. R. — Páskadagur: Akui'eyri kl. 2 e. h. F. J. R. — Lögmannshlíð kl. e. h. P. S. — 2. í páskum: Akux-eyi’i kl. 5 e. h. P. S. Hátíðamcssur í Möðruvahakl.- prcstakalli. Fálmasunnudag kl. 2 e. h. í Ásskóla. — Skíi’dag kl. 2 e. h. í Skjaldai’vík (altarisganga). — Föstudaginn langa kl. 1 e. h. á Bakka. — Páskadag kl. 1 e. h. á Möðruvöllum..Sama dag kl. 4 e. h. í Glæsibæ. — Annan páskadag kl. 1 e. h. á Bægisá. Vinnustofxisjóði Kristneshælis hafa box-izt þessar gjafir: Fi’á Sesselju Stefánsdóttur, Guð- mundai-stöðum, til minningar um Onnu Ásbjai-nardóttur fi'á Gúð- mundarstöðum, ki*. 100.00. — Ágóði af slátui'hússballi, afhent af Helga Steinarr, Akureyri, kr. 445.00. Beztu þakkir. Jónas Rafn- ar. HeilsUvernd, tímárit Náttúru- lækningafélags íslands, 4. hefti 1949, er nýkomið út. Efni ritsins er þetta: Tveir stai'fsmenn kvaddir (Jónas Kristjánsson). — Nokkur ávax'psorð (Hjörtur Hansson). — Vörn og orsök krabbameins III. Krabbamein kemur aldrei í heilbrigt líffæri (Bjöi’n L. Jónsson). — Fóðurtil- raunir á dýrum sýna yfirburði safnhaugaáburðar fram yfir til- búinn áburð. — Húsmæðraþáttur (fi'ú Dagbjört Jónsdóttir). — Mei'kilegar rannsóknir á orsök krabbameins — gérvimatvælalit- ir geta orsakað ' ki-abbamein (Björn Kristjánsson). — Hlut- verk svitans. — Danskt lækna- blað flytur frásögn af náttúru- lækningurii. — Sjúkdómarækt í algleymingi. — Ókunn efni í matvælum — Lög NLFÍ. — Góð- ur liðsmaður. — Oi’ðrómi hnekkt o. fl. — Hjörtur Hansson hefur nú látið af afgreiðslu ritsins, og er hún í hinni nýju ski’ifstofu fé- lagsins, Laugav. 22 (gengið inn frá Klappax-stíg). Akureyringar! Munið eftir að taka með brauðmola til fugl- anna, er þér eigið leið frain hjá Andapollinum. Minningarspjöld nýja sjúkra- hússins og Elliheimilissjóðs Ak- ui'eyrar fást í Bókabúð Axels. Á 15 ára afmæli kvennadeildar Slysavarnafélagsins, sl. föstudag, barst deildinni peningagjöf að upphæð kr. 4500.00, frá hjónunum Siguróla Tryggvasyni og Björgu Sigurjónsdóttur, og er þetta minn ingai'gjöf um dóttur þeirra, Rögnu, sem var meðlimur í deildinni, og voru þetta sparipen- ingar hénnar sjálfrar. — Kvenna- deildin sendii’ gefendunum sínar beztu kveðjur og þakkir fyrir hina stói'höfðinglegu gjöf. Sextugur er í dag Ingimar Stef - ánsson, Höfðávegi 12, Húsavík. Hann hefur vérið starfsmaður Kaupfélags Þlngeyinga um tugi ára. Vinir og vandamenn her og í Þingeyjai-sýslum senda honurn árnaðaróskir á þessum tímamót- úm. Hjúskapur, Laugardaginn 1. apríl voru gefin saman í hjóna- band á Möði’uvöllum í Hörgárdal ungfrú Erna Fuchs og Jón Magn- ússon bóndi á Þrastarhóli. FÉLAGSLÍF □ Rún.: 5950457. — Frl.: — Atg.: Stangveiðimenn! Stangveiði- félagið Straumar hefur félagsfund í Gildaskála KEA á morgun (skírdag) kl. 2 e. h. Áríðandi mál á dagskrá. Barnaverndarfélag Akureyrar heldur fund í Skjaldboi’g á skír- dag kl. 4 e. h. Fundarefni: Erindi um uppeldi og skóla (SnoiTÍ Sig- fússon, námsstjói’i). Kvikmynd af íslénzkum bárnaheimilúm. Til- lögur fi’á stjórninni o. fl. Félags- menn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Fíladelfía. Samkomur um pásk- ana verða sem hér segir í Vex-zl- unarmannahúsinu, Gránufélags- götu 9: Á skíi’dag, almenn sam- korna kl. 8.30 e. h. — Á páskadag kl. 8.30 e. h. — Á annan dag páska kl. 8.30 e. h. — Söngur með guitarundirleik. Allir velkomnir. Páskasamkomur í kristniboðs- húsinu Zíon. Föstudaginn langa kl. 8.3 Oe .h. -— Páskadag kl. 8 f. h.: Morgunsamkoma. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. — Á ann- an í páskum: Sunnudagaskóli kl. 10.30 f. h. Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Allir velkomnir. Eftir páskana fer fram firma- keppni í bridge á vegum Bridge- félags Akureyrar. Alls hafa 32 firmu skráð sig til keppni. Keppt er um fagran silfurbikar, sem Karl Friðriksson forstjóri hefur gefið til képpninnar. Um páskana verður bikarinn til sýnis í sýningarglugga Vefnaðarvörudeildar K. E. A. Páskasamkomur í Nýja-Bíó. Á föstudaginn langa og páskadag, kl. 5 báða dagana: Ræður, vitnis- bui’ðir, söngur, hljóðfærasláttur. Aðgangur ókeypis. Allir vel- komnir. Börn innan 10 ára komi aðeins í fylgd með fullorðnum. — S j ónarhæðai’starf ið. tSuunudaga- skóli Akur- eyrarkirkju, verður annan páskadag kl. 10.30 f. h. .— 7—13 ára börn í kirkjunni, 5—6 ára börn í kapell- unni. Bekkjarstjórar! Mætið kl. 10 f. h. — Föreldrar eru vinsam- lega beðnir að vekja athygli barn- anna á þessai’i auglýsingu. Æskulýðsfélág fAkureyrar- klrkju: Sam- eiginlegur fuud ur fyrir. 1., 2. og 3. deild vérðui’ á páskadagskvöld í kirkjunni kl. 8.30 e. h. Biblíulestrarklúbburirni er kl. 3 á laugardag, blaðamanna- klúbburinn kl. 4.30 sama dag í kapellunni. Silfurnæla fundin í nánd við Mennta- skólann. — Vitjist á afgv. Dags gegn greiðslu þessarar auglýsingar. Góð íbúð til sölu Tilboð óskast í íbúð mína í Munkaþverárstræti 30, neðri hæð. íbúðin er til sýnis frá kl. 2—6 e. h. fhnmtud. og föstud. n. k., og sé tilboðum skilað til undirritaðs eigi síðar en mánudaginn 10. þ. m. (annan páskadag). Marteinn Friðriksson, Mnnkaþverárstr. 30, Ak.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.