Dagur - 05.04.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 05.04.1950, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Markaðsmálin og komm- únistar. Fimmta síðan: Rætt við Sigurð Gunn- arsson á Ljótsstöðum í Vopnafii’ði. XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. apríl 1950 18. tbl. „Uppstigning" Sigurðar Norda! er næsta viðfangsefni Leikfélagsins Ágúst Kvaran er leikstjóri Fyrir nokkru hófust hér æfing- ar á vegum Leikfélags Akureyr- ar á sjónleiknum „Uppstigning“ eftir Sigurð Nordal prófessor. Er æfingum nú langt komið og mun leikurinn verða tilbúinn til sýn- ingar um miðjan þennan mánuð, cn vegna þess að leikhúsið verð- ur upptekið og af fleiri ástæðum munu sýningar ekki hefjast fyrr cn síðar í mánuðinum. Ágúst Kvai’an er leikstjóri. Er þetta fyrsti leikurinn, sem hann setur á svið síðan 1941, er hann hafði leikstjórn á hendi við „Skrúðsbóndann“. Munu bæjar- menn fagna því, að hann skuli á ný taka að sér leikstjórn. „Uppstigning" er í fjórum þátt- um og fimm sýningum. Leikurinn var sýndur í fyrsta sinn í Reykja- vík árið 1945 og vakti þá mikla athygli, m. a. vegna þess, að höf- undurinn fer í leikritinu inn á leiksviðstækni, sem ekki hefur fyrr sést í íslenzkum leikritum. í leiknum eru 14 leikendur. Stærstu hlutverkin hafa með höndum: Guðmundur Gunnars- son, Björg Baldvinsdóttir, Matt- hildur Sveinsdóttir, Þórir Guð- jónsson og Jónína Þorsteinsdótt- ir. Mjög aukinn áhugi fyrir kartöflurækt í sumar Garðyrkjuráðunautuf bæjarins hefur skýrt blaðinu frá því, að áhugi bæjarbúa fyrir kartöflu- rækt sé mjög vaxandi. Árið 1947 var tala þeirra, sem höfðu land á leigu hjá bænum á annað hundr- að, en nú eru þeir á fimmta hundrað. Bridgekeppni Akureyr- inga og Siglfirðinga Sveit frá Bridgefélagi Siglu- fjarðar kom hingað um helgina til keppni við Bi’idgefélag Akureyr- ar. Hófst keppnin í fyrrakvöld og sigruðu Akureyringar í þeirri umferð. Keppni var haldið áfram í gærkvöldi og lýkur í kvöld. Fjölmenn skemmtun F ramsóknarmanna Framsóknargélag Akureyrar hafði skemmtikvöld að Hótel KEA sl. sunnudagskvöld. Var spiluð Framsóknarvist undir stjórn Þorleifs Þorleifssonar og síðan dansað. Færri komust að en vildu. Skemmtikvöld Framsókn- armanna eru orðin mjög vinsæl í bænum. Sfórfelldur bruni af völdum olíukyndingar í Reykjavík á mánudaginn Tjönið nemur milljónum króna Enn einn bruniim hefur orðið af vö'dum olíukyndingar. — Á mánudagskvöldið brann fiskþurrhunarstöð Sambands ísl. fiskfram- leiðenda við Elliðaárvog í Reykjavík, til kaldra kola, og eyðilögðust þar verðmæti, vélar, hús, fiskur og vörubirgðir fyrir a. m. k. 2 millj. króna. En tjónið er ekki uppgcrt að fullu og er líklegt að það sé mun meira. Þar að auki er óbeint tjón vegna stöðvunar fiskþurrkunar- stöðvarinnar, atvinnmissis um 50 manns o. fl. íkviknunarinnar varð vart um kl. 8 á mánudagskvöldið. Voru þá vaktaskipti í stöðinni. Sáu vakt- menn að eldur var laus í olíu á gólfi olíukyndingarklefa. Reyndu þeir að slökkva hann með hand- slökkvitækjum og vatni, en án árangurs. Slökkvistai’f Slökkvi- liðs Rvíkur gekk og mjög erf- iðlega. Vatnslítið er á þessum slóðum og var reynt að dæla sjó á eldinn, en þari og leir settist í slöngurnar. Var þá reynt að flytja vatn á tankbílum, en allt kom fyrir ekki. Stöðin brann til ösku. Mikið af fiski brann þarna eða skemmdist. Þá brunnu nokkrar birgðir af hessianstriga, sem er torfengin vara nú og munu litlar aðrar birgðir í land- inu. Leon Blum látinn Hinn kunni, franski jafnaðar- manaforingi Leon Blum andaðist að heimili sínu nálægt París í sl. viku, 78 ára að aldri. Hann var heimskunn ur stjórnmála- maður, nokkr- um sinnum for sætisráðher r a og þjóðhetja á stríðsáru n u m og sérstaklega í r é ttarhöldun- um í Ríom. Eftir þau sat hann um hríð í Buchenwaldfangabúðum í Þýzkalandi. Margir af stjóm- málaleiðtogum Evrópu minntust hans í sl. viku í ræðum og blaða- viðtölum. Alþingi í páskaieyfi Síðastl. föstudag lauk fundum Alþingis að þessu sinni og fóru þingmenn í páskaleyfi. Þingið á að koma saman aftur 12. þ. m. — Ríkisstjórnin liyggst vinna að fjárlögunum meðan þingið er í leyfinu og er þess vænzt, að fjár- lög verði afgreidd fljótlega eftir að þing kemur saman á ný. Þing- menn utan af landi hafa margir farið heim til sín nú um páskana. Jónas G. Rafnar, þingm. bæjarins, er kominn hingað norður. Bem- harð Stefánsson, 1. þingm. Eyfirð- inga, mun ekki koma norður vegna lasleika. íslenzkir iðnaðarmenn velkomnir á dönsku iðnaðarsýninguna í þessuin mánuði Eins og fyrr er frá skýrt hér í blaðinu verður efnt til stórrar iðnaðarsýningar dagana 14.—30. þ. m. í Forum í K.höfn, báðir dag- ' ar meðt. Verður þetta stærsta og íullkomnasta sýning sinnar teg- undar í Danmörku. Danski vararæðismaðurinn hér, Balduin Ryel, hefur skýrt blaðinu fl'á því, að islenzkir iðnaðarmenn og aðrir gestir, séu sérstaklega velkomnir á sýninguna og muni framkvæmdastjóm sýningarinn- ar leiðbeina þeim eftir beztu getu til þess að þeir geti haft sem bezt not af dvöl sinni á sýningunni. — Skrifstofa sýningarinnar er í Dr. Tværgade 2, Kaupmannahöfn, sími Byen 7291, þangað til sýn- ingin opnar 14. þ. m., en eftir það í Forum, sími Luna 2020. Allar nánari upplýsingar um sýninguna geta menn fengið í danska vísi- konsúlatinu hér. Amtsbókasafnið verður lokað 5. —10. apríl. Hið nýja kjötbúðareldhús K. E. A. Frk. Ingibjörg Júliusdóttir að starfi í kjötbúðareldhúsinu. Smjörlíkisgerð K.E.Á. búin full- komnum dönskum og sviss- neskum vélum Nýungar í starfsemi kjötbíiðar og pylsugerðar Sl. föstudag bauð framkvæmda- stjóm Kaupfélags Eyfirðinga fréttamönnum, heilbrigðisfulltrúa og héraðslækni að skoða nokkur iðnfyrirtæki félagsins hér á Ak- ureyri. Er nýlega lokið miklum endurbótum á nokkrum iðnfyr- irtækjum félagsins. Eftir að iðn- fyrirtækin höfðu verið skoðuð, bauð íélagið til hádegisverðar og þar flutti framkvæmdastjórinn, Jakob Frímannsson, ræðu, og skýrði starfsemina og þýðingu liennar fyrir bæ og hérað. Nýja smjörlíkisverksmiðjan. Kaupfélag Eyfirðinga stofnsetti smjörlíkisverksmiðju fyrir 20 ár- um. Var sú verksmiðja mjög full- komin á þeirra tíma mælikvarða, en síðan hafa orðið miklar fram- farir í smjörlíkisframleiðslu og taldi félagið nauðsynlegt að fylgj- ast með á þeim vettvangi. Var af- ráðið, að endurnýja verksmiðjuna eins fljótt og unnt væri eftir stríðið. Vélar voru pantaðar þá. en afgreiðslutími þeirra reyndist langur. Byggja þurfti nýtt verk- smiðjuhús og var því valinn stað- ur í Grófargili, skammt fyrir ofan gamla húsið. Fyrir tæplega ári var þessum framkvæmdum öllum lokið og verksmiðjan tók til starfa með nýjum vélakosti. Aðalfram- leiðsluvélarnar eru keyptar í Danmörk og Sviss og eru þær af fullkomnustu gerð. Engin manns- hönd snertir við efninu frá því að olían fer í bræðslu- og blöndun- arkerin þangað til smjörlíkis- stykkin eru innpökkuð og fara beint úr innpökkunarvélinni í umbúðakassana. Þessi verk- smiðja er nú tvímælalaust full- komnasta smjörlíkisverksmiðja landsins. í hinu nýja smjörlíki er ekkert vatn, sem telja verður mik inn kost. Ilins vegar hefur nú um sinn gengið erfiolega að fá hinar beztu smjörlíkisolíur til lands- ins, þ. e. kókosolíur, og hef- ur bragð smjörlíkisins því ekki batnað í samræmi við hina bættu framleiðsluhætti, en vonir standa til að úr þessu rætist. í ræðu sinni benti Jakob Frímannsson á þýð- ingu þess, að vandað væri til smjörlíkisframleiðslu landsins, því að verulegum hluta af feit- metisþörf þjóðarinnar yrði að fullnægja með smjörlíki með því að smjörframleiðslan fullnægði (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.