Dagur - 19.07.1950, Qupperneq 1
GJALDDAGI BLAÐSINS
VAR 1. JÚLÍ.
BÁGUK
Forustugreinin:
Kredduvísindi kommún-
ista og friðurinn.
XXXIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 19. júlí 1950
32. tbl.
Churchill segir ástandið minna sig
á sumarið 1940
Stríðshættan er yfirvofandi
fyrir Kóreustríðið
og var það þegar
Winston Churchill, fyrrv.
forsætisráðherra Breta, flutti
ræðu í Plymouth sl. laugar-
dag og ræddi þar m. a. um
atburðina í Kóreu ogástandiðí
veröldinni í dag. Churchill
sagði m. a. að hann teldi að
stríðið á Kóreu hefði ekki
aukið verulega hættuna á
heimsstyrjöld með því að
hættan hefði verið til staðar
áður. En Kóreustríðið hefði
fært hana nær og gert hana
augsýnilegri fyrir þjóðirnar.
Væri þess því að vænta, að
þjóðir heims yrðu raunsærri og gerðu sér betur ljóst en áður, hvar
þær stæðu.
— Kommúnistar þrengja sér
inn alls staðar, sagði hann, og
fylgismenn kommúnismans sýna
engan trúnað neinu föðurlandi.
Hugur þeirra allur og þegnskap-
ur er austur í Moskvu. Kommún-
isminn er trúarþrögð, ekki aðeins
trúarbrögð án guðs, heldur gagn-
stæð guði. í nafni materíalismans
á að skipuleggja veröldina, sam-
kvæmt sovét-sósíalískum kreddu
kenningum, alveg eins og Hitler
ætlaði að skipuleggja heiminn
samkvæmt nasjónal-sósíalískum
forskriftum.
Mesta herveldi veraldar.
Churchill sagði að kjarnorku-
sprengjan væri eini áþreifanlegi
skjöldurinn gegn hinu ógnarlega
hervaldi Rússlands. Þess vegna
vilja kommúnistar láta banna
þetta vopn. Kommúnistar pré-
dika afvopnun, en þeir hafa fleiri
þjálfaða hei-menn undir vopnum
en öll lönd jarðarinnar til sam-
ans. Rússar reka hótana- og
þvingunarpólitík hvar vetna við
hin löngu landamæri ríkisins. —
Truman forseti hefur, með sam?
þykki Sameinuðu þjóðanna, og
Togararnir munu
reyna fyrir sér
á Halanum
Akureyrartogararnir komu all-
ir inn með karfafarma um helg-
ina og eru nú aftur farnir á vcið-
ar.
Togararnir munu nú leita fyr-
ir sér á Halamiðum. Hafa borizt
fregnir um allgóða þorsk- og
karfaveiði Þjóðverja þar að und-
anförnu. Höfðu togararnir með
sér salt til þess að unnt sé að salta
þorskinn. Karfi sá er veiðist á
Ha.lanum er stærri og feitari en
karfinn, sem togarrrnir hafa sótt
vestur fyrir land að undanförnu.
Halamiðakarfinn er allt að 7%
feitm-.
stuðningi mikils meiri hluta am-
erísku þjóðarinnar og þjóða
brezka samveldisins, hafizt handa
gegn árásarmönnunum á Kóreu.
Eg vil hér, sagði Churchill, láta í
ljósi aðdáun mína á því hugrekki
og þreki, sem hinar fámennu
amerísku hersveitir hafa sýnt á
Kóreu, gegn gífurlegu ofurefli.
Kórea aðeins liluti ógnanna.
Atburðirnir í Kóreu eru aðeins
lítið brot af þeim ógnum, sem
frjálsar menningarþjóðir heims,
verða að þola, og sem við verðum
að horfast í augu við, ef við eig-
um ekki að farast. Engin þjóð
getur státað af því, að hún sé
ekki í hættu stödd.
Eg vil segja yður, af mikilli
alvöru, að eg ber kvíða í brjósi
ekki aðeins fyrir framtíð hins
frjálsa heims, heldur fyrir
framtíð okkar eigin heimila og
þessi kvíði minnir mig oft á
sumarið 1940, fyrir 10 örlaga-
þrungnum árum. Eg tel ekki
að styrjöld sé alveg yfirvofandi,
en það væri blekking að halda,
að tíminn væri okkur hagstæð-
ur og ynni með frjálsu þjóðun-
um.
Klíka sú, sem stjómar alþjóða-
hreyfingu kommúnista, Hefur
fengið leyndarmál kjamorkunnar
í sínar hendur með svikum. Eftir
því, sem eg veit bezt hafa þeir
ekki umráð yfir nema fáeinum
atómsprengj um enn sem komið
er. En á einu til tveimur árum
munu þeir koma sér upp miklum
birgðum, og það verður ekki til
þess að gera viðfangsefnin léttari,
né til þess að minnka hættu þá,
sem vofir yfir okkur.
Það þarf að byggja brú yfir gjána.
í lok ræðu sinnar hvatti Churc-
hill til þess að reynt yrði að nálg-
(Framhald á 8. síðu).
liiiiiiiiiiiini
Héraðshátíð
Framsóknarmanna
verður 30. júlí
Að öllu forfallalausu verður j
héraðshátið Framsóknar- j
manna á Akureyri og í Eyja- i
fjarðarsýslu haldin að Hrafna- i
gili sunnudaginn 30. júlí n.k. ;
Er þess vænst, að flokksmenn j
fjölmenni á hátíðina og ráð- i
stafi þcssum degi ekki til ann- j
ars. Fyrirkomulag hátíðarinn- i
ar verður auglýst í útvarpi og
í Degi síðar.
li ll11111111111111111111111111111111111
Sovét-blað ræðst á
herstjórn Svía
Rauðar stjarnan, blað Rauða
hersins, réðist sl. föstudag á her-
stjórn Svía og einkum yfirhers-
höfðingjann, Jung. Sakar það
Svía um að vera handbendi
amerískra heimsvaldasinna" og
miða herbúnað og víggirðingar
landsins við árás á Sovétríkin. í
greininni segir svo m. a.:
„Sænska þjóðin berst fyrir friði
í dag og gegn hervæðingu Sví-
þjóðar, sem er stefnumál ráðandi
klíku í Svíþjóð, sem er að reyna
að koma sér í mjúkinn hjá amer-
ískum heimsvaldasinnum." —
Allir Vesturlandabúar vita hver
fjarstæða þessi ummæli eru, en
líklegt er, að fólkið fyrir austan
járntjald, sem ekki má vita, hvað
er að gerast í heiminum, leggi
trúnað á þessa frásögn um bar-
áttu sænsku þjóðarinnar gegn
valdhöfum sínum!
Steindór Steindórsson
hlaut styrk úr
Nansens-sjóði
Menntamálaráðuneytið hefur
ákveðið að mæla með því að
Steindóri Steindórssyni frá Hlöð-
um verði veittur styrkur sá, sem
Nansens-sjóður í Noregi hyggst
veita íslenzkum vísindamanni til
vísindaiðkana í Noregi. Styrkur-
inn er 3000 norskar krónur.
Ferðir til hátíðarinnar
við Borgarvirki
Næstk. sunnudag verður efnt
til hátíðahalda við Borgarvirki
hið forna í Húnavatnssýslu í til-
efni af því að viðgerð virkisins er
lokið. Ferðaskrifstofan hér efnir
til ferða vestur, og þurfa menn að
hafa tilkynnt þátttöku fyrir
föstudagskvöld.
á fogurunum hér
verður væntanlega aflýst
Samningarnir um karfaveiðarnar gilda
að minnsta kosti til 1. september
Fyrir nokkru tilkynnti Sjó-
mannafélag Akureyrár togaraút-
gerðmni hér, að samúðarverkfall
á togurunum hér mundi hefjast
19. þ. m., vegna verkfalls togara-
sjómanna í Reykjavík og Hafn-
arfirði.
Mun Sjómannafélag Reykjavík-
ur hafa farið fram á, að samúð-
arverkfall yrði hafið hér og var
það samþykkt af togarasjómönn-
unum. Hins vegar mun Reykja-
víkurfélagið ekki hafa farið fram
á sams konar samúðarverkfall
við togarasjómenn í Neskaupstað
og í Seyðisfirði.
Heimild til að aflýsa verkfallinu.
Akureyrartogararnir komu all-
ir af karfaveiðum nú um helgina
og á mánudagskvöldið var fundur
í sjómannafélaginu um verkfalls-
mál þetta. Var þar samþykkt, að
veita stjórn félagsins og trúnað-
armannaráði heimild til að aflýsa
verkfallinu. Engin ákvörðun var
þar tekin um það, hvort samn-
ingunum um kjör á karfaveiðun-
um verður sagt upp 1. ágúst n.k.,
en það virtist álit meiri hluta sjó-
manna, að ekki bæri að segja
samningunum upp. Samningur-
inn er í gildi til 1. september, en
segja má honum upp með mán-
aðar fyrirvara. Verði honum ekki
sagt upp 1. ágúst næstk. fram-
lengist hann af sjálfu sér frá 1.
sept.
Búizt við að verkfallinu verði
aflýst.
Blaðið spurðist fyrir um það
hjá Tryggva Helgasyni, formanni
Sjómannafélagsins, í gær, hvort
stjórn og trúnaðarmannaráð
hefði ákveðið að nota heimild þá
til að aflýsa verkfallinu, sem
fundur togarasjómanna veitti
þeim í fyrrakvöld. Hann sagði
ákvörðun ekki hafa verið tekna,
en taldi líklegt að heimildin
mundi verða notuð að afloknum
viðræðum við forustumenn tog-
araútgerðarinnar hér. Er þess því
að vænta, að til þessa samúðar-
verkfalls komi ekki og togararnir
haldi áfram karfaveiðunum. Hafa
þær gefið góða raun það sem af
er, sjómennirnir hafa haft meira
upp úr þeim en öðrum veiðum,
sem togarar hafa stundað upp á
síðkastið, og fyrir bæinn hefur
áframhald veiðanna mikla þýð-
ingu. Atvinna fylgir þeim, og
Krossanesverksmiðjan, sem er
eign bæjarins, hefur nú ærinn
starfa, enda þótt síldveiði hafi
verið lítil fram að þessu.
Togaraverkfallið í Reykjavík
heldur áfram.
Togaraverkfallið í Reykjavík
heldur áfram og mun lítið hafa
miðað í samkomulagsátt. Flestir
togarar landsmanna, nema Akur-
eyrartogararnir, Norðfjarðartog-
ararnir og togari Seyðisfjarðar,
liggja nú bundnir í höfnum. —
Norðfjarðartogararnir munu um
það bil að hefja karfaveiðar og
Seyðisfjarðartogarinn er á karfa-
veiðum.
Síldveiðin
að glæðast
Fregnir frá síldarmiðunum
við Langanes í gær hermdu, að
í gærmorgun hafi veiðiveður
verið betra en undanfarna daga
og vindur hægari, þótt þoka
hamli ennmjögsíldarleit.Greint
var frá því, að talsverðrar síld-
ar hafi orðið vart í gær og
nokkur skip hafi fengið allgóð
köst. Nákvæmar fregnir af
þessari veiði eru ekki fyrir
hendi. Sjómenn telja líkur til
að síldvciðin muni glæðast
verulega strax og veiðiveður
batnar, en langvarandi austan
bræla og þoka hafa mjög tor-
veldað veiðarnar. Megin hluti
síldveiðiflotans er nú á austur-
hluta veiðisvæðisins.
Sunnlenzkir iðnrek-
endur skoða iðnfyrir-
tæki hér
Um sl. helgi dvöldu hér í bæn-
um 20 meðlimir úr Félagi ísl.
iðnrekenda og kynntu sér iðn-
rekstur hér um slóðir. Skoðuðu
þeir ýmis fyrirtæki og ræddu við
forstöðumenn iðngreina. Ferð
þessi var farin til þess að auka
kynni og samvinnu meðal ein-
stakra iðnrekenda innan félags-
Nýja framhaldssagan
Nýja framhaldssagan, sem
hófst i síðasta tbl., og nefnist
„Viðburðarríkur dagur“, er
•*- eftir amerísku skáldkonuna
Helen Howe. Saga þessi vek-
ur mikla athygli í Bandaríkj-
unum um þessar mundir og
er mctsöluhók — best seller
— þar í landi.