Dagur - 19.07.1950, Blaðsíða 6

Dagur - 19.07.1950, Blaðsíða 6
6 OAGUR Miðvikudaginn 19. júlí 1950 Viðburðarríkur dagur Sagcc eftir Helen Ho.we, 2. DAGUR. (Fraraljald). af kassanum og gat opnað hann. Hlln hélt niðri í sér andanum, en hrópaði svo upp yfir sig af hi-ifn- ingu, þegar hún sá, hvað var í honum. Hún vafði hréfið hægt utan af pakkanum og hélt innan stundar á undur fagurri skel í hendinni. Hún sneri sér að dótturinni og manninum sitt á hvað, alveg eins og hún tryði ekki sínum eigin augura- Loksins fékk hún málið: „Erie', Þetta er ótrúlegt! Eg hélt að ekki væru nema þrjár til fjór- ar af þessari tegund til í veröld- inni. Þetta er raunverulega Thatcheria mirabilis?“ Hann brosti og kinkaði kolli. En nú gat Fay litla ekki hamið fingur sína lengur. Hún varð að fá að snerta á þessum kjörgrip. „Lánaðu mér hana, mamma. Eg vil líka heyra, hvað úthafsöld- urnar hafa að segja,“ sagði hún með ákafa. Það var orðinn garaall leikur í fjölskyldunni að lofa Fay að bera skeljarnar úr safni móðurinnar upp að eyra sér til þess að heyra, hvað öldurnar væru að segja. Fay kunni að meðhöndla skeljarnar. Hún fór ofur varlega með þær, Hún hélt nýja leikfanginu upp að eyranu á sér og andlit hennar Ijómaði af eftirvæntingu og ánægju. Marta birtíst allt í einu í borð- stofudyrunum og hún minntí þau á, hvað tímanum leið. Faith hrökk upp til raunveru- leikans aftur. „Jæja, þessi af- mælishátíð er nú orðin nógu löng,“ sagði hún. „Nú sezt þú, Fay, og borðar grautinn þinn. Og Eric, góði drekktu kaffið þitt, áð- irr en það verður kalt. Svona nú.“ Faith leit í kringum sig ura leið og fjölskyldan var aftur komin í fjötra vanans og hversdagslífsins. Hjónin horfðu hvort á annað. Það var ást og skilningur í augnaráði beggja. „Þú manst eftir leikhúsinu í kvöld?“ sagði Eric. „Auðvitað man eg eftir því. — Heldurðu að eg hafi ekki hlakkað til? Það er svo gaman að hafa alltaf eitthvað til þess að hlakka til. Og þetta er einmitt regluleg- ur tilhlökkunardagur.“ ,,Eg hef samt miklu meira að gera í dag, en eg get með nokkru móti komizt yfir,“ hélt Faith áfram. „Eg lofaði frú van Eyck að eg skyldi koma í hádegisverð-' arboðið, sem klúbburinn heldur til heiðurs Sedlmark. Og eg gerði það nauðug, því að það þýðir að, eg get ekki borðað með Klöru, eins og eg ætlaði. Það er allt of lítill tími að vera með henni einn klukkutíma, á milli járnbrautar- lesta. Eg hlakka rajög mikið til að sjá hana aftur. Eg er samt mjög hrædd um að Sonny sé alvarlega lasinn.“ „Hvað gengur að honum, mamma?" spurði Fay. „Eg veit það ekki, góða mín. Klara frænka þín sendi mér sím- skeyti um að hú nværi að fara með hann til Boston, á spítala, og vildi að eg hefði tal af sér á jám- brautarstöðinni. Hún þarf að bíða þar hvort eð er.“ „Eg vildi að hann gæti heimsótt okkur, þegar hann er kominn til Boston.“ „Og hvað er fleira á dagskránni en samtalið við Klöru?“ spurði Erie. „Nú, það er hárgreiðsla hjá Frances Dorr og Mona verðar þar og eg lofaði að fai’a með henni inn í bæ og heimsækja ömmu.“ „Mamma, hefur þú enga gjöf handa pabba?“ „Jú, auðvitað hef eg það, Fay, en hún er enn í búðinni. Er það ekki leiðinlegt? Það er ekki búið áð grafa á hana.“ Hún sneri sér að manni sínum. „Þú verður að fyrirgefa, en eg ætlaði mér að taka gjöfina þína í dag.“' „Þú átt ekki að gefa mér neitt. Eg vil ekkert, sem eg á ekki þeg- ar,“ svaraði hann. „Hamingjunnar barn.“ „Já, og heldurðu að eg viti það ekki?“ „En það gerir helmingi érfiðara að kaupa gjöf handa þér en npkkrum öðrum.“- „S.egðu mér hvað það er, mamma? Hvíslaðu því að mér.“' Fay leit bónaraugum á móður sína. „Nei, ekki núna. Þú færð að sjá það í kvöld. Og það er ekki mikið að sjá.“ „Þú ert bráðlætisdrós, Fay,“ sagði faðir hennar, kímilega, en hún hljóp upp um hálsinn á hon- um. Faith horfði á föður og dóttur og endurtók með sjálfri sér það, sem hún hafði þúsund sinnum áður hugsað, hversu fyrirmyndar faðir Eric væri. Hann hafði rétt í þessu sagt, að hann kærði sig ekki um neitt, sem hann ætti ekki þegar. Vissulega hafði hann hlot- ið ríkuleg laun erfiðis síns á síð- ustu mánuðum. Nú var hann orð- inn aðalforstjóri stærsta tónlist- arfyrii'tækis landsins, eftir raargra ára erfiði á neðri þrepura fyrirtækisins. Og hann var enn ekki nema 36 ára, en hafði af eig- in ramleik brotizt áfram alla þessa leið. Nú var hann á tindin- um og lífið brostj sannarlega við honum. Með haustinu ætluðu þau 'að flytja í nýtt hús. En þrátt fyr- ir þetta allt, vissi Faith vel með sjálfri sér, að undir niðri bjuggu samt sár vonbrigði hjá honum. Hún vissi að hann vonaði enn, að eitthvert kraftaverk gæti gerzt, sem gæfi honum soninn, sem hann þráði að eignast, son, sem gæti borið nafn afa síns. (Frh.). Ritstjóri: TÓMAS Á,RNASON. HÉRAÐSMÓT U. M. S. E. var haldið að Hrafnagili dagana 1.—2. júlí sl. Hófst það á laugar- daginn með undanrósum í frjáls- um íþróttum og sundkeppni, en á sunnudaginn með guðsþjónustu, er séra Jakob Jónsson úr Reykjavík flutti. Karlakórinn Heimir úr Skagafirði skemmti af og til um daginn með söng, undir stjórn Jóns Björnssonar. Þá fóru fram loka- keppnir í frjálsum íþróttum, og urðu úrslit sem hér segir: 100 m. hlaup. 1. Trausti Ólason, U. M. F. Reynir, hljóp á 11,8 sek. 2. Vilhjálmur Þórsson, Umf. Þorst. Svörf., hljóp á 11,9 sek. 3. Jóhannes Kristjánsson, Umf. Reynir, hljóp á 12,1 sek. 200 m. lilaup. , 1. Trausti Ólason, Umf. Reynir, hljóp á 24,3 sek. 2. Reynald Þorvaldsson, Umf. Reynir, hljóp á 24,5 sek. 3. Jóhannes Kristjánsson, Umf. Reynir, hljóp á 24,5 (sjóoairn.). 400 m. hlaup. 1. Trausti Ólason, Umf. Reynir, hljóp á. 56,8 sek. 2. Reynald Þorvaldsson, Uraf. Reynir,, hljóp á 58,2 sek. 3,. Sigurður Jósefsson, Bf., Dalbúr inp, hljóp. á 61,0 sek. 3000 m. hlaup. 1. Halldór Pálsson, Blf. Dalbúinn, hljóp á 9:4,1,0 (nýtt Eyjafj.met). 2. Þorvaldur- Guðmannsson, Umf. Atli, hljóp á 10:12,0. 3. Halldór Jónsson, Umf. Þorst. Sv., hljóp á 11:38,0. 80 m. hlaup kvenna. 1. Helga Þórisdóttir, Umf. Þorst. Sv., hljóp á 11,3 sek. 2. Helga Arnadóttir, Umf. Arroð- inn, hljóp á 11,5 sek. 3. Sigríður Árnadóttir, Umf. Ár- roðinn, hljóp á 11,5 sek. (sjón- armunur). Langstökk. 1. Árni Magnússon, Bf. Dalbúinn, stökk 5,65 mtr. 2. Jón Árnason, Umf. Árroðinn, stökk 5,50 mtr. 3. Trausti Ólason, Umf- Reynir,. stökk 5,42 mtr. Þrístökk. l.Árni Magnússon, Bf. Dalbúinn, stökk 12,82 mtr. 2- Alfreð Kopráðsson, Unif. Reyn- ir, stökk 12,0.9 rntr. 3. Jón Árnason, Umf. Árroðinn, stökk 12,08 mtr. Hástökk. 1. Jón Árnason, Umf. Árroðinn, stökk 1,59 mtr. 2. Árni Magnússon, Bf. Dalbúinn, stökk 1,56 mtr. 3. Hörður Jóhannsson, Umf. Ár- roðinn, stökk 1,48 mtr. Langsiökk kvenna. 1. Helga Þórsdóttir, Umf. Þorst. Sv., stökk 3,94 mtr. 2. Helga Árnadótir, Umf. Árroðinn, stökk 3,84 mtr. 3. Kristín Gestsdóttir, Umf. Þorst. Sv., stökk 3,27 mtr. Kúluvarp. 1. Hjörleifur Guðmundsson, Umf. Þorst. Sv., kastaði 12,94 mtr. (nýtt Eyjafjarðarmet). 2. Alfreð Konráðsson, Umf. Reyn- ir, kastaði 11,13 mtr. 3. Eggert Jónsson, Umf. Möðruv.- sóknar, kastaði 10,66 ixltr..' Kringlukast. 1. Gestur Guðmundsson, Umf. Þor- st. Sv., kastaði 34,20 mtr. 2. Hjörleifur Guðmundsson, Umf. Þorst. Sv., kastaði 33,95, mtr. 3. Ragnar Guðmundsson, Umf. Þorst. Sv., kastaði 31,47 mtr. Spjótkast. L Ragnar Guðmundsson, Umf. Þorst, Sv., kastaði 39,17 mtr. 2. Hjörleifur Guðmundsson, Umf. Þprst. Sv., kastaði 39,16 mtr. 3. Rósmundur Stefánsson, Umf. Þorst. Sv., kastaði 35,69 mtr. 4x100 m. boðhlaup. 1. Umf. Reynir, hljóp á 48,5 sek. 2. Umf. Þorst. Sv. (A-sveit), hljóp á 49,1 sek. 3. Umf. Þorst. Sv. (B-sveit), hljóp á 50,4 sek 100 m. sund karla, frjáls aðferð. 1. Hjörleifur Guðmundsson, Umf. Þorst. Sv., synti á 1:26,5 mín. 2. Gestur Guðmundsson, Umf. Þor- st. Sv., synti á 1:28,2 mín. 3. Eggert Jónsson, Umf. Möðruv.- sóknar, synti á 1:32,4 mín. 50 m. sund kvenna, frjáls aðferð. 1. Marzelína Jónasdóttir, Umf. Ár-. sól, synti á 48,1 sek. 2. Ragna Björnsdóttir, Umf. Ársól, synti á 48,2 sek. 3. Freyja Guðmundsdótitr, Umf. Þorst. Sv., synti á 50,0 sek. REA-bikarinn, sem er farand- gripur, vann Umf. Þorsteinn Svörf- uður, er hlaut 34 stig. Umf. Reynir hlaut 23 stig. Umf. Árroðinn og Bindindisfélagið Dalbúinn hlutu hvort um sig 5 stig, Umf. Ársól hlaut 5 stig, Umf. Atli og Umf. Möðruvallasóknar hlutu hvort um sig 2 stig og Umf. Æskan hlaut 0 stig. Afreksbikar UMSE, sem er veitt- ur fyrir bezta afrek mptsins, hlaut Hjörlpifur Guðmundsson, Umf. Þ. Sv., fyrir að varpa kúlunni 12,94, mtr., en það gefur 710 stig, samkv.; finnsku stigatöflunni. Er þetta í annað sinn. er Hjörleifur vinnur þennan bikar. Stigahæstu einstaklingar móts- ins voru: Hjörleifur Guðmundsson og Trausti Ólason, er hvor um sig hlaut 10 stig og Arni Magnússon er hlaut 8 stig. Alls tóku þátt í mótinu rúmlega 40 manns, frá 8 félögum. Ekki er tsekifæri til að ræða hér um einstaka keppendur eða afrek þeirra, en í þessum hópi voru bæði ga.malreyndir menn frá fyrri mót- um, eins og t, d. Jón Árnasonj Trausti Ólason og Hjörleifur og Gestur Guðmund.ssynir, sera alltaf virðast vissir um að gera sitt-, svo og einnig yngri menn og óreynd- ari, sem margir hverjir lofa ákveð- ið góðu um framtiðina. Má þar sér staklega nefna Árna Magnússon, sem enn er á drengjaaldri. Er þar áreiðanlega á ferðinni eitt álitleg- asta íþróttamapnsefni, sem sést hefur á móti hér um slóðir. Fjöl- hæfur og prúðmannlegur í kepppi, eins og sannur íþróttamaður á að vera. Sömuleiðis raá nefna Ragnar Guðmundsson, sem var yngstur þeirra karla, er í keppninni voru. Allmikið söknuðu menn ný ýmsra þeirra, er mikið hefur kveð- ið að á. undanförnum árureii t. d. Kristján Jóhannssonar, sem var fjarverandi vegna milliríkjakeppn- innar við Dani, er hann var valinn þátttakandi í, undír merki UMSE, og Pálma Pálmasonar, sera nú mun ætla sér að keppa með félagi á Akureyri, Mótinu stjórnaði héraðsstjór- inn, Hjalti Haraldsson, en íþrótt- unum stjórnaði starfsmaður sam- bandsins og kennari, Haraldur Sig- urðsson, og forst báðum prýðilega úr hendi. Sambandið mun nú hafa ýmis- legt fleira í huga á: sviði íþrótt- anna, og er óskand.i að það megi allt takast jafn vel og þetta mót. i DRENGJAMÓT AKUREYRAR í frjálsum íþróttum fór fi-am á Þórsvellinum 1., 2. og 3. júlí sl'. Tvö félög tóku þátt í 'mótinu, Þór og K. A. — K. A. sigraði með miklum yfirburðum. Hlaut 115 stig, en Þór aðeins 16 stig. t A Úrslit í einstökum greinum: (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.