Dagur - 19.07.1950, Síða 8
8
Miðvikudaginn 19. júlí' 1950
Leyfi íslenzkra stjórnaryfirvalda
til kaupa á endurvarpsstöð-
inni hér ófengin enn
Málið óafgreitt hjá menntamálaráðuneytinu
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
fór hér um bæinn í gær á leið frá
Eiðum til Reykjavíkur, en á
Eiðum er nú verið að setja upp
nýja endurvarpsstöð og vinnur
sérfræðingur frá Marconi-félag-
inu í London að því verki. Mun
því verða lokið innan sex vikna.
Dagur átti stutt samtal við út-
varpsstjóra í gær, um endur-
varpsstöð þá, sem í ráði er að
setja upp hér á Akureyri. Mundi
stöð þessi gerbreyta aðstöðu
manna til þess að hlýða á ís--
lenzka ríkisútvarpið.
Kostakjör hjá Marconi-félaginu.
Utvarpsstjóri sagði, að í för
sinni til Bretlands á sl. vetri,
• hefði Marconi-félagið boðizt til
að afgreiða endurvarpsstöðina
með ágætum kjörum. Afgreiðslu-
tími er 18 mánuðir, sem er það
hagkvæmasta, sem nú er völ á,
félagið bauðst til að lána útvarp-
inu stöðina, afborgunarlaust
fyrsta árið, en síðan greiðist
andvirðið á 4 árum með 3% árs-
vöxtum. Kaupverð stöðvarinnar
er um 400 þús. kr. miðað við
gamla gengið. Þetta er mjög góð
kjör með því að afgreiðslufrestur
á útvarpstækjum af þessu tagi er
mjög langur, 2—3 ár yfirleitt, og
greiðsluskilmálar máttu teljast
okkur mjög hagstæðir, miðað við
allar ástæður hér heima.
Undirtektir fjárhagsráðs.
Eftir heimkomuna lagði út-
varpsstjóri tilboð þetta fyrir fjár-
hagsráð og leitaði leyfis þess til
þess að panta stöðina. Ræddi
hann og málið við ráðið og rakti
nauðsyn þess að koma upp slíkri
endurvarpsstöð fyrir Norðurland
með tilliti til aukinna útvarps-
truflana eftir öldulengdarbreyt-
ingar erlendra stöðva á sl. vetri.
Eftir nokkra hríð ritaði ráðið út-
varpsstjóra og kvaðst því aðeins
veita leyfi til að panta stöðina
með þessum kjörum, að mennta-
málaráðuneytið heimilaði leyfis-
veitinguna.
Þögn menntamálaráðuneytisins.
Utvarpið sneri sér þegar til
menntamálaráðherra, Björns Ól-
afssonar, og lagði málið fyrir
hann. Er nú langt um liðið síðan
það var gert, en ekkert svar hef-
ur borizt frá ráðuneytinu. Liggur
málið því þar óafgréitt. Hins veg-
ar er tilboð það, sem Marconi-fé-
lagið gerði senn útrunnið og óvíst
er hyort það fæst framlengt. —
Taldi útvarpsstjóri, að ef ekki
yrði sætt þessu tilboði, gæti svo
■ farið, að það tælci 2—3 ár að fá
slíka endurvarpsstöð afgreidda
fiá erlendum verksmiðjum.
Það eru vitaskuld gjaldeyris-
erfiðleikar þjóðarinnar, sem
valda tregðu íslenzkra stjórnar-
valda í máli þessu, svo og sú stað
reynd, að jafnan vill fara svo, að
málefni landsbyggðarinnar utan
Reykjavíkur eiga minni skilningi
að fagna hjá stjórnarvöldunum
en það, sem nær þeim er, þ. e.
þarfir og hagsmunir Reykjavík-
urborgar og íbúa hennar. En þótt
gjaldeyi'iserfiðleikar séu, afsakar
það ekki að mál sem þetta séu
svæfð án afgreiðslu í ráðuneyt-
um og nefndum ríkisins. Hér er
raunverulega ekki um miklar
gjaldeyrisfúlgur að ræða, en hins
vegar mjög mikið nauðsynjamál
fyi'ir útvarpshlustendur í þessum
landsfjórðungi. Ber að gæta þess
í því sambandi, að endurvarps-
stöð hér er fyrsta skrefið til þess
að koma á útvarpi héðan og fella
inn í heildardagskrá ríkisút-
varpsins. Hefur slíkt mikla þýð-
ingu fyrir útvarpið sjálft og fyrir
menningarlíf hér um slóðii'.
Utvarpshlustendur hér fylgjast
af áhuga með því, hvernig máli
þessu reiðir af í höndum ís-
lenzkra stjórnarvalda.
SUMARGESTIR
úr Reykjavík
Sumargestir nefnist flokkur
ungra leikenda frá Reykjavík, er
tók sér ferð á hendur á sl. sumri,
og hafði leiksýningar víðs vegar
um landið, en kom þó ekki til
Akureyrar að því sinni. Var leik-
flokknum hvarvetna ágætlega
tekið. Mun þá hafa'haft til með-
ferðar aðallega smáleiki. Nú í
sumar hefur sami leikflokkur
hafizt handa og færzt í aukana á
ferðalagi sínu, með því að sýna
stórt leikrit, er nefnist á íslenzku
,,Á leið til Dover“. Er það þekkt-
ur gamanleikur. Þá hefur og
leikflokkurinn fengið hina vin-
sælu og skemmtilegu leikkonu,
Sigi-únu Magnúsdóttur (óper-
ettustjörnu Reykjavíkur) sem
Akureyringum er að góðu kunn,
til þess að taka þátt í leikförinni,
og fer hún með eitt af aðalhlut-
verkunum. — Meðal annarra
leikenda er Róbert Arnfinnsson,
sem lék Eyvind í Fjalla-Eyvindi í
vor í Þjóðleikhúsinu. í förinni er
og Haukur Óskarsson, er dvalið
hefur við leiknám erlendis. Aðr-
ir leikendanna hafa tekið meiri
og minni þátt í leikstarfsemi
Reykjavíkur á allra síðustu ár-
um. Bæjarbúar nota vonandi
þetta tækifæri til þess að kynn-
ast leiklist þessara ungu leik-
enda með því að sækja vel sýn-
ingar þeirra. Fyrsta sýning verð-
ur sennilega næstk. fimmtudags-
kvöld. H. V.
Bagijk
Kartöflum sáðí 11 ha bæjarlands
síðasfliðið vor
Uppskeruhorfur góðar - fyrirsjáanleg vandræði
að koma uppskerunni í geymslu
.................
fHenry Wallace segirj
[Rússa bera ábyrgð á|
| Kóreustríðinu f
é Henry Wallace, fyrrverandi 1
i varaforseti Bandaríkjanna og f
É stofnandi hins svonefnda |
: Progressive-flokks í Banda- É
i ríkjuniun, er nú kominn í i
É andstöðu við flokk sinn út af É
i Kóreu-málinu. Sl. sunnudag i
É samþykkti flokksstjórnin É
i ályktun, þar sem þess var i
é krafizt að ameríski herinn á É
i Kórcu yrði kallaður heiin. — i
É Wallace neitaði að undirrita É
i þessa ályktun. í þess stað gaf i
É hann út tilkynningu, þar sem É
i hann fordæmir hina komm- i
É únistísku árás á Kóreu og seg- \
i ir, að það sé hlutverk Sam- i
| cinuðu þjóðanna og Banda- =
i ríkjanna að hrekja innrásarlið i
É kommúnista norður fyrir 38. É
| breiddarbaug. Hann segir að !
§ Sovét-Rússland beri alla i
i ábyrgð á Kóreustríðinu. — \
i „Rússar hafa án alls efa getað i
i ákveðið að Norður-Kóreu- i
1 menn hætti árásinni, á hvaða i
i degi sem er,“ sagði Wallace. i
: Er nú hætt við að kommún- i
É istum þyki ekki ems mikið til i
| Wallace koma og áður. i
~II|IIIIIIIIIIIIIMI|II||||I||||||||||||||||||||||||||||||||III,I„||>
„Skaftfellingur“
aflahæstur
Samkvæmt skýrslum Fiskifé-
lags íslands um síldveiðina sl.
laugardagskvöld, var m.s. Skaft-
fellingur úr Vestmannaeyjum þá
aflahæsta skipið, með 1600 mál.
Skipið veiðir með hringnót. Skip-
stjóri er Helgi Bergvinsson frá
Svalbarðseyri. í sl. viku var lítill
afli, enda stöðugar ógæftir á mið-
unum.
Sólþurrkun á saltfiski er aftur
hafin hér á Akureyri eftir að hafa
legið niðri um margra ára skeið.
Guðmundur Jörundsson út-
gerðarmaður hyggst sólþurrka
saltfisk þann, sem botnvörpung-
urinn Jörundur hefur skipað á
land hér, alls um 400 skpd. Hafa
200 skpd. þegar verið vöskuð og
búið er að breiða fisk tvisvar til
þurrkunar. Stúlkurnar, sem vösk
uðu fiskinn, unnu í ákvæðisr
vinnu, og luku 200 skpd. á 8 dög-
um, og eru það góð afköst. Fisk-
urinn er þurrkaður á grindum,
sem útgei'ðin hefur komið upp á
Gleráreyrum. Hafa unglingar
einkum unnið við þurrkunina og
er talsvert framboð af unglingum
til starfsins. Verði tíðin hagstæð
næstu daga, verður hafizt handa
um að þvo þau 200 skpd., sem
Akureyringar lögðu meira kapp
á kartöflurækt á sl. vori en
nokkru sinni fyrr, sagði Finnur
Árnason garðyrkjuráðunautur í
viðtali við blaðið í gær.
Bærinn leigir nú út 11 hektara
garðlands og voru kartöflur sett-
ar í allt landið. Finnur taldi upp-
skeruhorfur mjög góðar, enda
þótt seint hefði verið sett niður.
Taldi hann að bæjarmenn gætu
átt von á allt að 2000 tunnu upp-
skeru, ef engin óhöpp kæmu fyr-
ir í sumar. Augljóst væri, að
mjög mikil vandkvæði væru á
því að koma uppskerunni í
geymslu í haust. Kartöflu-
geymsla bæjarins er alt of lítil,
mun ekki taka nema 400—500
tunnur og mjög óvíða hagarsvotil
að menn geti geymt nokkurt
verulegt magn af kartöflum í
húsum sínum. Taldi Finnur
bráða nauðsyn að bærinn gerði
Fólksflutningar úr
sveit í bæ í Danmörk
Á ársþingi danska ungmenna-
félagssambandsins, sem haldið
var í Nakskov í sl. viku, skýrði
aðalritari sambandsins frá því, að
meðlimum ungmennafélagsins
fækkaði ár frá ári. Fækkaði þeim
t. d. um 4000 manns á sl. ári og
eru nú rösklega 50.000 menn í
félögunum. Ritarinn hvað aðal-
ástæðuna vera flutninga fólksins
úr sveitunum í bæina. Unga fólk-
ið flytti unnvörpum til bæjanna,
en í sveitunum hafa ungmenna-
félögin aðallega starfað.
eftir eru, og kapp lagt á að reyna
að þurrka allan fiskinn hið bráð-
asta.
Brotin ræsi í Vaðla-
heiðarvegi
Þrjú ræsi vestan í Vaðlaheiði
voru hættulegur farartálmi um
sl. helgi, en þá var umferð mikil
um veginn. Eitt ræsanna var
mjög brotið. Ræsi þessi hafa verið
að skemmast nú lengi, án þess að
að háfi verið gert. Á sunnudaginn
„púnteruðu" nokkrir bílar við
akstur yfir ræsi þessi. Er nauðsyn
að gera annað tveggja, að gera
tafarlaust við ræsin eða setja þar
upp hættumerki. Þarna er slysa-
hætta.
einhverjar ráðstafanir nú þegar
til þess að bæta úr þessum fyrir-
sjáanlegu geymsluvandræðum,
ella mætti búast við því að upp-
skeran notaðist ekki til fulls, sem
væri tjón fyrir bæjarmenn og
fyi'ir þjóðárbúskapinn í heild.
Síðustu landanir
togaranna
Nú um og upp úr helginni lönd-
uðu Akureyrartogararnir þrír
karfa í Krossanesi: Svalbakur
372 tonnum, Jörundur 287 tonn-
um. Kaldbakur var að landa í
gær og mun hafa haft á fjórða
hundrað tonn.
í sl. viku barst lítil síld til
Krossaness. Snæfell landaði 99
málum og Marz 83 málum.
- Ræða Churchills
(Framhald af 1. síðu).
ast Sovét-stjómina af æðstu
stjórnarvöldum lýðræðisríkjanna.
Eg vildi mega óska þess, sagði
hann, að ekkert verði látið ógert,
sem unnt ej> að gera, til þess að
sýna Sovét-stjóminni fram á,
hversu alvarlegar þær eru, stað-
reyndirnar, sem nú blása við
augum og hver hætta er fólgin í
þeim, ekki aðeins "fýrir okkur,
heldur og fyrir þá sjálfa. Eg vil
ekki hætta að vona að unnt reyn-
ist að slá upp brú yfir gjána, sem
skilur austur og vestur, enda þótt
ekki reynist unnt að gera það í
vináttu, þá að minnsta kosti án
haturs kald^ stríðsins og ögrana
þess.
En eitt er eg öruggur um, sagði
Churchill að lokum: Beztu frið-
arvonirnar grundvallast á styrk-
leika hinna vestrænu lýðræðis-
ríkja og bjargföstum ásetningi
þeirra að verja frelsi sitt. Þeir
sem starfa af ótta og kvíða, kalla
á tortíminguna yfir sig. Þeir, sem
starfa af vizku og styrkleika,
undirbyggja frið og frelsun. Þess-
ar miklu, einföldu staðreyndir,
eru nú hinum frjálsu þjóðum
augsýnilegri en fyrr.
Ullarmóttaka hjá KEA
hafin
Ullarmóttaka hjá KEA stendur
nú yfir. Er tekið á móti ullinni í
geymsluhúsi félagsins á hafnar-
bakkanum á Akureyri. Félagið
bendir í þessu sambandi á, að
kostnaður við ullarmóttökuna
verður _ minni, ef bændur koma
með hana nú hið fyrsta og helzt
fyrir mánaðamót. Hvetur félagið
bændur til þess að hraða ullar-
sendingum til kaupstaðarins, í
auglýsingu í blaðinu í dag.
Unnið við að sólþurrka 200 skip-
pund af fiski á Akureyri
Talsvert framboð af unglingum til fiskvinnu