Dagur - 10.08.1950, Side 2

Dagur - 10.08.1950, Side 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 10. ágúst 1950 TÍTOISMINN Endurbætur a samgönguskilyrðum í Skíðadal Vormaður leggur liönd á plóginn Deila Stalins og Titos. Fátt hefui' vakið meiri athygli- á sviði alþjóða stjórnmála en deilumál Júgóslavíu og Rúss- lands. Deila þessi er sprottin af því, að Stalin vildi láta komm- únistaflokka allra landa fyrst og fremst þjóna Rússum og hugsa meira um hagsmuni þeirra en síns eigin lands. Tito, æðsti maður í Júgóslavíu, vildi láta hagsmuni hennar sitja í öndvegi. Þessi stefna hins júgóslavneska þjóðhöfðingja er almennt nefnd Titoismi. Svik við hugsjón kommúnismans. En Tito og fylgjendur hans gera sig ekki ánægða með að halda sjálfstæðir sínar götur. Heldur ásaka þeir Stalin um svik við hugsjónir kommúnismans. Hann er ekki lengur túlkandi kenninga þeirra Marx og Len- ins. Því síður reynir hann að íiamkvæma þessar kenningar í þjóðlífi Rússlands. Þetta er mjög athyglisverð ódeila og virð- ist leiða nokkrar líkur að því, bvernig framkvæmd pappírs- bugsjóna kommúnismans fer á tiltölulega fáum árum. Ræða Djilas. 18. marz sl. hélt Djilas herfor- ingi gagnmerka kosningaræðu, sem flutt var á vegum háskólans í Belgrad. Hann hélt því fi'am, að tvær hættur stefndu ávallt að alþýðubyltingum og ríki þeirra. Gnnur væri tilraun hinna sigr- uðu kapítalista til að komast aftur til valda með gagnbyltingu; hin væri vaxandi ríkisbákn og embættismannaklíka. Rússland hefur orðið seinni hættunni að bráð, segir Djilas. Það má segja, að gagnrýni Titoistanna sé sú eina, sem berst yfir járntjaldið. Rússar hafa af- numið málfrelsi og ritfrelsi og auk þess lokað landi sínu fyrir öðrum þjóðum. Er þetta styrkleikamerki hins rússneska sósíalisma? Nei! vissu- lega ekki. Rússar hræðast sannar frásagnir af landi sínu, hræðast gagnrýni frjálsra þjóða og ein- staklinga innan síns eigin lands. : Heimsveldisstefna Rússa. Einn áhrifamesti liðurinn í þennslustefnu Rússa er einmitt Stalinisminn. Að láta kommún- istaflokkana halda uppi látlaus- um áróðri fyrir Rússa í einu og öllu. Með því móti veikist and- staðan og auðveldara verður fyrir Rússa að ná sterkum ítök- um á landi og þjóð. Kommún- isminn ,er ekki síður hættulegur frelsi þjóðanna en Hitlersstefn- an, vegna þess að hann kemur fram í sama gerfi. Hann er not- aður til framdráttar Rússlandi á sama hátt sem nationalsósíalism- inn var til framdráttar Þýzka- landi á sínum tíma. Það þarf ekki rökstyðja þá staðhæfingu, að Rússar. reki heimsveldisstefnu. Það kemur berlega í ljós á hverjum þeim vettvangi, sem þeir láta til sín taka. Þeir beita ofbeldi og neit- unarvaldi innan Sameinuðu þjóðanna til þess að styrkja ein- hliða málstað sinn. Þeir leggja undir veldi sitt hverja þjóðina af annarri o. s. frv. Eru Titoistar á íslandi? Það er alkunna, að innsti hringur Sameiningarflokks al- þýðu, Sósíalistaflokksins, er ein- hliða á bandi Stalins. Þjóðviljinn og önnur blöð flokksins hér á landi boða boðskap Rússa í einu og öllu. Það kemur aldrei fyrir eitt augnablik, að þau missi lín- una. Nægir þar að minna á af- stöðuna til Finnsk-Rússneska stríðsins, ótökin innan samtaka Sameinuðu þjóðanna og nú sein- ast Kóreustyrjöldin. Þá kom línumennskan mjög berlega í ljós gagnvart afstöðu flokksins til Þýzkalands meðan griðasáttmál- inn ríkti milli Stalins og Hitlers og svo síðar eftir rof hans. Sjólfir segja sósíalistar hér, að stríðið hafi bréytt um „eðli“ með þótt- töku Rússlánds. Þó munu vera harðar deilur innan Sósíalista- flokksins um það, hvort fylgja beri Stalin eða leggja megin- áherzluna á framkvæmd sósíal- ismans hér innanlands. Það er enginn efi á því, að Titosinnar eru alveg ofurliði bornir. Nægir þar að minna á afdrif þeirra Jón- asar Haralz ,og Hermanns Guð- mundssonar.- §á 'fyrrnefndi var einn efnilegasti stjórnmálamaður sósíalista hér og tengdu þeir við hann miklar von'y. Hinn var for- seti Alþýðusambands íslands og ör.uggur sósíalisti innan flokks- ins. Þessir menn báðir voru Tito- sinnar og ui'ðu þess vegna að beygja af. Það verður því að svara spurningunni hiklaust neitandi. Sameiningarflokkur alþýðu, Sós- íalistaflokkurinn fylgir Stalin en ekki Titostefnunni. Hann túlkar hér málstað Rússa og metur hagsmuni þeirra meirá en hags- muni íslands. Réttlát þjóðfélagsskipan eyðir kommúnistum. Kommúnistar (Sameiningar- flokkur alþýðu, Sósíalistafl.) gera mikið tjón hér á landi. Þeir valda því, að íhaldið vex meira en æskilegt er. Fólk hræðist yfir- gang kommúnista og skipar sér því undir merki íhaldsins, sér- staklega í Reykjavík. En íhaldið eflir einnig kommúnista. Þeim mun meiri áhrif, sem það hefui' í þjóðlífinu, þeim mun frekar og meira gætir sérhagsmunastefn- unnar. Einstakir smákóngar á sviði iðnaðar, verzlunar og ann- arrar framleiðslu tróna yfir hagsmunum og velferð almenn- ings. Þeir skapa misrétti og rang- láta tekjuskiptingu. Þessu svarar almenningur gjarnan með því að skipa sér undir merki kommún- ista. Þannig efla þessar tvær stefnur hvor aðra. í STUTTU MÁLI FYRRA LAUGARDAG varð það óliapp á MelgerðisHugvclli hér í Eyjafirði, að síldarleitar- flugvélin eyðilagðist í lend- ingu. Flugmennina sakaði ekki. Vél þessi var af Hudson- gerð og átti brezki flugherinn hana á stríðsárunum, en nú var hún í eigu Steindórs Hjaltalíns útgerðarmanns. — Sviptivindur á flugvellinum er talinn hafa valdið þessu óhappi. -K BISKUPINN yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, varð sextugur 3, þ. m. -K FYRRA LAUGARDAG varð 13 ára drengur fyrir vörubif- reið hér í bænum og meiddist nokkuð, en ekki alvarlega. — Slysið varð með þeim liætti, að drengurinn, sem var á reið- hjóli, ætlaði að létta sér för upp brekku með því að hanga aftan í bifreiðinni. Ætti þetta atvik að verða til viðvörunar öðrurn drengjum, að leika ekki þann hættulega leik. -K ELÍSABET EIRÍKSDÓTTIR bæjarfulltrúi hefur fært dag- heimilinu Pálmholti að gjöf Montessori-tæki, sem ætluð eru fyrir smábarn- kcnnslu og leikskóla. -K EFTIBFANDI auglýsing birftist nýlega í brezka stór- blaðinu Time: „Verðandi brúðgumi vill gjarnan fá góðar hugmyndir um efni brúð- kaupsræðu. Skrifið til Box V. 1189, Tlie Time, London E. C. 4.“ -K .nmnhiii . . ..„r,,i:,.iiiminiiii:iinmii<iiiiii:imii<* FINNSKA ríkisstjórnin ákvað nú um mánaðamótin, að banna verðhækkanir á fjöl- mörgum nauðsynjavörum, þar á mcðal öllum helztu matvör- um. -K UM FYRRI HELGI var tog- arinn Jörundur tekinn upp í " dráttarbrautina hér á Glerár- eyrum. Var skipið botnhreins- að. Jörundur er stærsta skip, sem tékið hefur verið upp í dráttarbraut á Norðurlandi. -K í SUNNANBLÖÐUNUM er sagt frá því, að námsmenn hafi hlotið styrki til þess að nema þýzku í Noregi og grísku í Danmörku. Hvenær les maður fregnir um, að ungir menn fái styrki til þess að verða sér- fræðingar í hraðfrystingu, t. d., eða annarri verklegri kunn áttu, sem þjóðina skortir nú mjög, sbr. skýrslu Cooly- nefndarinnar um fúskið í meðíerð fiskafurða? Frjálslyndir umbótamenn taki höndum saman. Eina lausnin hlýtur að vera sú, að aðrir en kommúnistar og íhaldsmenn taki höndum saman og efli samtök sín. Það er alveg sama, hvort þeir heita Fram- sóknarmenn, Alþýðuflokksmenn eða aðrir andstæðingar íhalds og kommúnisma. Það bíður því mikið hlutverk frjálslyndra manna hér á landi. Þeir verða að læra að greina milli aðalatrið- anna og þeirra smærri, sem litla þýðingu hafa. Leggja niður smá- krit og þýðingarlausan orðaleik og hefja samvinnu. Um alllangan tíma hefur það .verið ofarlega á dagskvá meðal margra Skíðdælinga, að byggð yrði brú á Skíðadalsá framan við Þverá í Skíðadal. Á sl. vetri hófust bændur handa um fjársöfnun innan dals- ins til væntanlegrar bi úarbygg- ingar og söfnuðust þá 6 þúsund ikr. Oft áður hafa Skíðdælingar. lagt fram bæði fé og gjafavinnu til vegamála í dalnum og má segja að máttur samtaka þeirra hafi að mestu leyti áorkað því, sem nú er í vegamálum þeirra. Einnig hafa Skíðdælingar nú iþegar hafizt handa um það, að fá síma fram ,í dalinn, ef ekki reyndist mögulegt í bili að fá síma á hvern bæ, þá ætluðu þeir að gera sig ánægða með það ihlutskipti að fá síma á yzta bæ dalsins að vestanverðu, og fóru fram á það við símamálastjórn- ina, að það yrði framkvæmt nú í sumar. En svarið var neikvætt. Þessi grein átti ekki að vera um baráttu Skíðdælinga fyrir bætt- um lífsþægindum, þ. e. vegamál- um og símamálum, heldur um væntanlega brúarbyggingu yfir Skíðadalsá, mun sá, er þetta rit- ar, skrifa síðar, ef tilefni gefst til, um að t. d. yfirstjórn vega- og brúarmála í sýslunni sýnir kulda og tómlæti gegn þessu hugsjóna- máli okkar Skíðdælinga. —o— Fyrir stutu síðan barst okkur Skíðdælingur nýr liðsmaður, sem sér og skilur hinar erfiðu að- stæður þeirra, sem við slæm vegasambönd og símaleysi eiga við að búa. Það var eins og hlýr straumur færi um hugi margra Skíðdælinga og gæfi lifsanda loft, er endurvekti og treysti þá trú, að við eigum ekki að gefast upp í baráttunni til að ná auknum þægindum inn í dalinn, heldur treysta samtök og einingu okkar sjálfra og hefja fram til sigurs þau málefni, sem miða til aukins hagnaðar og þæginda. Slgurður Kristjánsson frá Brautarhóli í Svarfaðardal! Án þess að nokkur Skíðdælingui né neinn annar leitaði aðstoðar hans, þá reynir hann að leysa þá þraut að við Skíðdælingar fáum síma fram í dalinn. Hann finnur ráð, sem vel mun duga, ef aðrir aðilar, sem um þau mál fjalla, sýna næg- an skilning á þessu hagsmuna- og menningarmáli okkar Skíðdæl- inga. En Sigurður gerir meira. Hann afhendir okkur Skíðdælingum kr. 1000 að gjöf til væntanlegrar brú- arbyggingar yfir Skíðadalsá. Þessa aðstoð Sigurðar Kristjáns- sonar ber okkui', Skíðdælingur, að þakka, og við þökkum þér, Sigurður Kristjánsson fyrir þann skilning, seni þú sýnir málefnum okkar. Hjálp þín, Sigurður, veitir okk- ur bjartari trú á framtíðina, kveikir eld nýrra hugsjóna, eykur þrek og þol í baráttunni að því takmarki að þessi nauðsvnlegu framfaramál komizt í fram- kvæmd. Þú sýndir þann vinar- hug og fallegu lífsskoðun hins sanna vormanns, að Skíðadals- jarðir búa yfir mikilli, ónotaðri frjógnótt — frjógnótt, sem vekur „beiskju“ í huga þeirra, sem geta ekki leist hana úr læðingi. En vegna aðstöðu í vegamálum liggur nú meira en skildi af auð- æfum sumra jarða í Skíðadal ónotað, falið í móurn og mýrum, sem bíða þess að breytast í iðja- græn tún. Það . er trú þess, sem þessar línur ritar að víðsýni vor- mannsins og trúin á landiö ásamt ást til sveitarinnar í heild hafi verið undirrót þessa eftirbreytn- isverða framtaks af hálfu Sig- urðar Kristjánssonar. Þarna var vormaður að verki með víðan sjónhring hugans, sem náði lengra en út fyrir takmarkaðan reit — vormaður, sem vill og leggur fram lið sitt til hjálpar þeim, sem ekki vilja flýja af hólmi, þótt erfiðlega gangi stund- um — vilja ekki sýna þá ómenn- ingu að flýja jqrðirnar í leit að betri lífsþægindum, en vilja og eiga kröfu til þess að fá aukin lífsþægindi þar, sem þeir nú búa. Eg endurtek: Við þökkum Sig- urði Kristjánssyni. Við munum ekki gleyma þeim víðsýna og eftirbreytnisverða hug, er þú sýndir þeim málum, sem til fram- fara og heilla horfa íbúum Skíða- dals. Við munum geyma í vitund okkar, en elcki gleyma, að þú hef- ur lagt fram mikilsverðan skerf til hagsbóta fyrir Skíðadal. Við munum bera víðsýni þína og trú á mátt samtaka, saman við þröng sýni og sérhyggju, sem stundum skýtur upp kollinum í þjóðfélagi voru. Og Skíðdælingar! Nú er það okkar, hvar sem við búum í daln- um, að standa saman og bera fram til sigurs lagningu símans inn í dalinn og byggingu brúar vfir Skíðadalsá. Við skulum allir hafa jafn víðan sjóndeildarhring og Sigurður Kristjánsson. Sýnum að svo skuli vera. Allir fram til sameiginlegra átaka. Skíðdælingur. Nýkomið! KAFFI óbrent HEILBAUNIR HÁLFBAUNIR Kaupfélag Eyfirðinga Ný len d uvörv verzlun og útibú Stálka óskast til hejmilisstarfa á reglusamt heimili í Re.ykjavík. — Mjög hátt kaup. Upplýsingar gefur María Hallgrímsdóttir Síini 1145. BEZTA GJÖFIN til vina og kunningja er- lendis er fögur mynda- bók. HF.KLU-GOSIN 1947 til 1948 er tví- mælalaust ein glæsi- legasta myndabók, er út hefur verið gefin hér á landi og því til- valin tækifærisgjöf. Verð í bandi aðeins kr. 50.00. Bókaverzl. Björns Árnasonar, Gránufélagsgötu 4, Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.