Dagur - 10.08.1950, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 10. ágúst 1950
D A G U R
5
Herdeild "F" brauzf úf úr herkvínni á Kóreu
Stríðsfréttaritari segir frá undan
komu Amerískrar herdeildar frá
Yongdong á Kóreu
I erlendum blöðiun birtast nú
frásagnir stríðsfréttaritaranna
af herliðinu i Kóreu. Nú um mán-
aðarmótin sendi fréttaritarinn
John Shaw cftirfarandi frásögn
frá vígstöðvunum:
Fyrsta kvikmyndin, sem gerð
verður í Hollyvood um stríðið á
Kóreu, ætti að fjalla um undan-
komu herdeilar „F“ úr 1. riddara-
liðsherfylki Bandaríkjamanna,
frá Yongdong. Handritið að kvik-
mynd þessari er þegar til og samið
af raunveruleikanum sjálfum. Þar
þarf engu að auka við. Og í þess-
ari kvikmynd yrði nægilegt rúm
fyrir allar „stjörnur" amerísku
kvikmyndafélaganna því að þarna
segir frá 200 manna hóp, sem
uppgötgvaði allt í einu að hann
var aðskilinn frá meginhernum,
bak við víglínu fjandmannanna,
en braust út úr hringnum eftir
tvo sögulega daga.
Kúrekinn frá Arkansas
Aðalhlutverkið leikur foringi
herdeildarinnar, hinn 29 ára
gamli Field höfuðsmaður frá
Little Rock í Arkansasfylki. í
Arkansas er einmitt að finna hina
reglulegu kúreka. Field kapteinn
gæti verið einn úr þeim flokki
manna, þótt hermannabúningur
hans sé næsta frábrugðinn hinum
viðurkennda búningi kvikmynda-
kúrekanna. Hæfilegt væri að láta
myndina byrja á hlaði leirkofa
nokkurs. Mennirnir sitja undir
framlútandi stráþaki. Regnið
streymir úr skýjunum. í hlaðið
hafa verið grafnar tvær gryfjur
og þar hafa bál 'verið kynnt. Nú
eru ekkert nema glæðurnar eftir.
íbúar kofans eru nýlega flúnir
undan sókn kommúnista og
amerísku hermennirnir hafa lagt
undir sig kofann.
Afkróaðir við Yongdoiig
Field kapteinn segir svo frá:
„Á mánudagskvöldið yarð hluti
herdeildar okkar afkróaður frá
meginhernum, 15 km. fyrir vest-
an Yongdong. Nokkrir reyndu
þá þegar að komast til okkar
manna, þrátt fyrir ægilega skot-
hríð. Sumir komust alla leið, aðrir
ekki. Herdeildirnar F og H, með
11 skriðdreka, komust ekki alla
leið. Við sendum könnunarlið á
vettvang til þess að rannsaka
leiðina eftir árfarvegi nokkrum,
sem við héldum að mundi liggja
til Yongdong. Könnunarsveitin
sagði að þessi leið virtist fær. Á
þriðjudagsmorguninn héldum við
af stað með skriðdrekana, höfðum
þá saman tvo og tvo í miðjunni
en fótgönguliðið dreifði sér beggja
megin við þá. Snemma um morg-
uninn rákumst við á tvö vél-
byssuhreiður fjandmannanna. Við
svöruðum skothríðinni með öll-
um byssum okkar og eftir tíu
mínútna viðureign höfðum við
þaggað niður í vélbyssunum.
Klukkutíma síðar komum við að
fjallsdrögum og brátt var ekki
unnt að koma skriðdrekunum
lengra. Við urðum því að leita
að annarri leið.
Kveiktu sjálfir í skriðdrekunum.
Við héldum til árfarvegarins
aftur. Við urðum þá varir við fá-
mennan hóp fjandmannanna.
Þeir gátu ekki hindrað för okkar.
Litlu síðar komum við á opið
svæði og þá þusti 4—500 manna
lið að okkur og hóf upp ægilega
skothríð ú röllum áttum. Skurð-
ur lá í gegnum þetta opna svæði
og þangað hörfuðum við. Nokkr-
ir skriðdrekanna sátu fastir í
leðjunni og við neyddumst til að
kveikja í þeim til þess að forða,
að þeir féllu í hendur fjand-
mannanna. Norður-Kóreumeim
sóttu að okkur úr öllum áttum,
og um kvöldið neyddumst við til
þess að hörfa undan eftir skurð-
inum, í átt til árfarvegarins. Við
drógum særðu félagana með
okkur. Okkur tókst að ná til
fjalldragsins á ný. Allt liðið var
úrvinda af þreytu. Eftir daginn
vorum við mun færri en áður,
allmargir særðir og skriðdrek-
ai-nir glataðir. Af hæðadrögunum
sáum við, að við vorum um-
kringdir. Nokkrir hinna særðu
gátu hökt áfram með okkur, en
aðra varð að bera á börum. Við
hjálpuðumst að þessu eins lengi
og unnt var. Við náðum í nokkra
Suður-Kóreumenn, sem höfðu
falið sig í helli, og fengum þá til
að hjálpa til við að bera særðu
mennina. Þessir menn voru van-
ari því að ferðast í fjalllendi en
við og þeim sóttist burðurinn
betur en okkur.
Særður foringi stjórnaði burð-
inum af börum sínum. En eitt
sinn drógust þeir aftur úr. For-
inginn tæmdi skammbyssuna sína
gegn leyniskyttum fjandmann-
anna. Við heyrðum skothríðina
og þustum á vettvang þeim til
hjálpar, en við komum of seint.
Þeir voru dauðir þegar við kom-
um þangað.
Litlu seinna var byrjað að
skjóta af fallbyssum á okkur. Við
skildum þá, að ekki var um ann-
að að ræða en leita hærra upp á
fjalllendið til þess að komast úr
skotmáli. Við héldum því áfram,
upp í 1000 metra hæð. Allir voru
úrvinda af þreytu, en drunur
fallbyssnanna að baki okkar
verkuðu eins og sporar á menn-
ina. Við höfðum verið matar-
lausir allan daginn og drykkjar-
flöskurnar okkar voru senn tóm-
ar. Við gátum þó fyllt þær aftur
í fjallalæk og hressti það okkur.
Alla nóttina héldum við hærra og
hærra upp í fjallið. Ekkert vatn
var finnanlegt þar uppi og um
hádegi næsta dag var vatnið
aftur þrotið.
S. O. S. frá f jallstindi.
Lestina rak aðstoðarmaður
birgðavarðar herdeildarinnar.
Hann var lágvaxinn skrifstofu-
maður frá Virginíu og hafði
aldrei hlotið neina þjálfun til
Dess að mæta svona ferðalagi og
erfiði. Þessi náungi hafði lagt það
á sig að bera lítið radíósenditæki
og hann draslaði því með sér alla
leið upp á fjallstindinn, enda þótt
sumir félaga hans, sem bæði voru
stærri og sterkari en hann, hefðu
fyrir löngu fleygt frá sér öllu
lauslegu og þættust eiga nóg með
að bera rifflana og stálhjálmana.
Eg skal játa, að við hentum gam-
an að ást hans á senditækinu.
En í hvert sinn, sem við námum
staðar til hvíldar, byrjaði hann
að föndra við tækið sitt. Þegar
við loksins vorum komnir upp
undir fjallsbrún, og héldum okk-
ur úr skotmáli, hóf þessi náungi
þegar stax-f við að koma upp litlu
loftneti og síðan að senda boð-
skap frá okkur. Og forlögin
höfðu nú hagað því svo, að ein-
hver annar náungi, meðal megin-
hersins, var á þessu sama augna-
bliki að föndra við radíótæki sitt
og heyrði sendinguna.
„Haldið kyrru fyrir.“
Jnnan klukkustundar var lítil
amerísk flugvél komin á vett-
vang og hringsólaði fyrir ofan
okkur. Flugmaðurinn kastaði
einhverju til okkar. Það reyndist
vei-a þessi orðsending: „Kem aft-
ur eins fljótt og auðið er. Flyt þá
mat, sáraumbúðir og fyrir-
skipanir frá herstjórninni. Hald-
ið kyrru fyrir til þess að við
finnum ykkur aftur.“
Ekki leið á löngu þar til fjórar
flugvélar voru komnar á vett-
vang og 12 kassar matvæla og
nauðsynja svifu niður til okkar
í fallhlífum. Með þeim fylgdi
þessi fyrirskipun frá herstjórn-
inni: „Reynið ,að komast áfram
til þess staðar, sem merktur er
með krossi á kortinu. Þar er
ykkar beðið af okkar mönnum.
Jarðsprengjur og ski-iðdreka-
sprengjur eru á allri leiðinni.
Tuttugu manna hópur er afkró-
aður skammt frá ykkur og held-
ur í sömu átt. Þeir flytja særða
menn á börum. Athugið vand-
lega að skjóta ekki á þá í mis-
gi-ipum. Veifið með einni fall-
hlífinni til merkis um að þið
hafið fengið þessa oi-ðsendingu.“
Gallinn var sá, að kortið var til
lítils gagns, því að við vissum
ekki í hvaða átt við vorum frá
þeim stað, sem merktur var með
krossi. En flugvélin kom aftur og
í nýrri orðsendingu var okkur
skýrt frá því, að hún mundi
fljúga þrisvar fx’á okkur beint í
átt til hins fyrirhugaða staðar og
hi’ingsóla þi’isvar yfir honum. Og
þar mundu bíða okkar vörubílar
hersins og flytja' okkur til meg-
inhersins.
AHir særðir mcnn björguðust.
Eftir voru nú 8 menn, sem
xurfti að bei’a á börum. Einn
xeirra var liðþjálfi, sem hafði
valið sér þessa einkar hentugu
stund til þess að fá heiftarlegt
botnlangakast. Við náðum í tvo
kóreanska fjárhirða til þess að
bera hann eins fljótt og unnt
væri til hjálparsveitanna. Síð-
ustu 10 km. þessa ferðalags voru
eins og martröð. Leiðin lá yfir
fjóra snarbratta fjallshyggi. Það
tók okkur alla nóttina og mest
allan næsta dag. Um fjögur leyt-
Sunnudaginn 13. ágúst næstk.
á að halda fjölmenna kii’kjuhá-
tíð að Hólum í Hjaltadal, til
minningar um 400 ára ártíð Jóns
biskups Arasonar og sona hans,
sem telja má meðal merkilegustu
og örlagaríkustu atburða í sögu
landsins.
Þessi hátíð verður mörgum
kæi’komið tækifæi’i til þess að
íhuga, hvort ekki sé kominn tími
til þess að endun-eisa Hólastól,
með biskupssetri, annað hvort að
Hólum í Hjaltadal eða Akureyri,
höfuðstað Noi’ðui’lands.
Á síðax-i árum hefur vaknað í
landinu töluverð hreyfing í þá
átt að vernda og viðhalda þjóð-
legum minningum, og þegar hægt
er að sameina þöi’f nútímans í
andlegum efnum og fornar, sögu-
legar minningar, ætti það að
vera enn sterkari hvöt til þjóð— ■
legi’ar endurreisnar.
Þegar mál eins og endurreisn
Hólastóls kemur á dagskrá, verð-
ur fyrst að spyi’ja: er þörf að
endui’reisa Hólastól, er ekki nóg
að endux’reisa staðinn sjálfan,
hafa hann vel setinn, reisa þar
nokkur minnismerki, er minna á
foi-na frægð og láta svo þar við
sitja?
Frá sjónarmiði kirkjulegra
áhugamanna er þetta engan veg-
inn nóg. Fyrir oss er sjálfur
Hólastaður ekki aðalatriðið, þó að
vér viljum gera hlut staðarins í
öllu sem beztan.
Með endurreisn Hólastóls er
hugmyndin að skapa aukna
möguleika fyrir kirkjulegu starfi
í hinu forna biskupsdæmi og
meiri festu í kii’kjulífi Norðlend-
inga yfirleitt. Hólabiskup yrði
sjálfkjöi’inn forystumaður í and-
legum málum biskupsdæmisins,
eins og áður var. Vísitazíur yrðu
fleiri og meira samstarf ætti að
geta skapast með prestum stiptis-
ins.
Það er fullkomlega í samræmi
við aðra þróun þjóðlífsins, að
prestum og biskupum sé fjölgað
eftir þörfum og breytingar gerðar
á skipun kirkjumálanna, þar sem
ástæður eru til, að beztu manna
yfirsýn. Þegar hugsað er um
þróun kirkjumálanna yfii’leitt, þá
heimtar nútíminn stöðugt meira
og fjölbreyttara starf á því sviði
sem öði-um og þar af leiðandi
fleii’i og betri starfskrafta.
Hólastól á því að endurreisa
vegna kristni landsmanna og
kirkjulífs í Norðlendingafjórð-
ungi. Starf biskups landsins er
orðið svo umfangsmikið, að það
ið vorum við komnir á þann
stað, sem við töldum vei’a áfanga
staðinn samkvæmt kortinu. Og
nær dauða en lífi reikaði þessi
hópur að bifreiðunum, sem biðu
þar. Hinir 20, sem á undan okkur
voru, voi’U líka komnir fram.
Eftir þetta var fei’ðin auðsótt. Og
nú virðast allir okkar sæi'ðu
menn ætla að lifa og liðþjálfinn
með botnlangakastið vix-ðist
meira að segja ætla að hafa það
af líka.“
er að vei’ða einum manni ofvaxið
og frá því sjónarmiði er því skipt-
ingin fullkomlega réttmæt, og ef
fjölga á biskupsdæmum í land-
innu, vii’ðist sjálfsagt að endur-
reisa Hólastól, áður en lengra er
haldið á þeirri braut. Með endur-
reisn Hólastóls myndi vegur
Hólastaðar stórum vaxa, ekki
sízt ef biskup sæti þar. Hólar
yrðu þá enn á ný miðstöð kirkju-
lífs í Noi’ðlendingafjórðungi, eft-
ir því sem aðstæður leyfðu.
Hvaða skilyrði þui'fa svo að
vera fyrir hendi, til þess að hægt
sé að endurreisa Hólastól?
Fyi’sta skilyrðið er að áhugi sé
fyrir málinu, meðal Norðlendinga
sjálfra, bæði lærðra og leikra.
Þegar biskupsstóll var settur að
Hólum í öndverðu, þá var það
gert að beiðni Norðlendinga. Það
var fyrir höfðingsskap Illuga
prests Bjai-nasonar og áhuga hans
fyrir Guðs kristni, að hann stóð
upp af föðurleifð sinni og Hólar í
Hjaltadal urðu biskupssetur. E£
einhver annar norðlenzkur höfð-
ingi hefði komið fram með slíkt
boð, hefði vel mátt hugsa sér
biskupsseti'ið annai’s staðar.
Eins og nú er komið málum, er
ekki líklegt að ríkisvaldið hafi
nokkra forgöngu um enduri-eisn
hins forna biskupsdæmis, en ef
almennur áhugi væri fyrir þessu
máli meðal presta og leikmanna,
norðanlands, þá er eg þess fuli-
viss, að í-íkisvaldið myndi ekki
standa gegn svo þjóðlegum og
réttmætum óskum Norðlendinga.
Því að enn er það almennt viður-
kennt, að trúleg og siðfei’ðileg
áhrif ki’istindómsins sé hin mesta
blessun þjóðlífsins, og sá grund-
völlur, sem eðlileg þróun þess
byggist á. Það má því telja víst,
að ekki stæði á ríkisvaldi og lög-
gjöfum að styðja slíkt kristilegt
menningarmál með þjóðinni,
þegar séð væri, að almennur vilji
væri þar á bak við.
Hið fyrsta, sem því þarf að
gera í þessu máli, er að vekja al-
mennan áhuga fyrir því meðal
Norðlendinga og sameina þá
menn, sem vilja að því vinna.
Þá er hitt ekki síður nauðsyn-
legt, að muna eftir höfðingsskap
Illuga prests Bjarnasonar og sýna
þjóðinni það í verki, að vér vilj-
um nokkuð til þess vinna, að
hugmynd þessi komist í fram-
kvæmd.
Meðal Norðlendinga ætti því að
hefja almenna fjársöfnun til end-
(Framhald á 7. síðu).
Á að endurreisa Hólastól?