Dagur - 10.08.1950, Qupperneq 6
6
JAGB'R
Finuntudagimi lö. ágúst 1950
Viðburðarríkur dagur
Saga eftír Helen Howe.
4. DAGUR.
(Framhald).
Og jafnvel þótt Gherry hefði
komið aftur til Bandaríkjanna frá
Bretlandi, á síðasta vetri, eftirtólf
ára fjarveru, hafði það ekki haft
nein óþægindi í för með sér. Tím-
inn breytti öllum viðhorfum. Nu
var líka eiginmaður Cherry —
Anton Schober — kominn í spil-
ið. Og þau höfðu tekið barn í
fóstur í Bretlandi á stríðsárunum
— munaðarleysingja úr loftstyrj-
öldinni og Cherry virtist nú
loksins komin í höfn. Og ef nokkr
ar efasemdir hefðu leynst í
brjósti Faith, höfðu þær vissu-
lega rokið út í veður og vind þeg-
ar Eric kom til hennar og sagði:
„Chen-y Slate er- væntanleg
heim og hefur í hyggju að halda
nokkra hljómleika hér. Hún vill
að eg sjái um þá. Eg hef engu
svarað enn og mun ekki taka
þetta að mér, ef þér þykir það’ á
nokkurn hátt verra:“
En Faith hafði getað svarað á
frjálsmannlegan og einarðlegan
hátt, að henni þætti það ekkert
verra og þess vegna skyldi hann
hafa það eins og honum bezt
þætti. Og hún hafði sagt sitt. —
Auðvitað varð ekki komizt hjá
því að Eric talaði við Cherry ann-
að slagið um ýmislegt varðandi
hljómleikana, þar sem hann var
forstjóri fyrirtækisins, sem sá’ um
þá. Og vissulega hefði ekki litið
vel út, að þetta þekkta firma
hefði neitað að taka að sér hljóm-
leikahald fyrir eina þekktustu
söngstjörnu veraldar. En Eric
sagði henni ævinlega frá því, er
hann hafði hitt1 Cherry. Þau
höfðu venjulegíi rætt málin.heima
hjá henni þar í borginnij og mað-
ur hennar hafði að sjálfsögðu
jafnan verið viðstaddur.
Faith’ gekk inn í einkaherbergi
Erics til þess að ná í brúnu fÖtin
hans, sem senda átti í viðgerð.
Hún brá hendinni í vasana til
þess að ganga úr skugga um að
ekkert væri þar. Hún fann eld-
spýtustokk, áætlun jórnbraut-
anna, augsýnilega fengna með
það fyri raugum að sjá hvenær
hentugar ferðir féllu til sumar-
bústáðarins fyrirhugaða á Kisco-
fjalli, og loks lítið blað, með við-
vaningslega gerðri teikningu, eins
og bám hefði verið að verki. Eric
hafði krotáð eitthvað neðst á
blaðið. Faith yppti öxlum, þetta
hlaut að vera teikning eftir Fay,
hugsaði hún, en þó hefði mátt
búast við því að’ Fay teiknaði
betúr en þetta, þar sem hún var
orðin átta ára.
Faith lagði blaðið í skúffu í
borði Erics og var í þann veginn
að ganga út úr herberginu þegar
síminn hringdi. Hún svaraði þeg-
ar.
„Faith? Er þetta þú, elskan.
Komdu blessuð, þetta er Dusty.“
Bezt að tala varlega, hugsaði
Faith. Dusty de Chambord var
málug og ekki alltaf góðgjörn eða
umtalsgóð um náungann.
„Sæl og blessuð, Dusty,“ svar-
aði Faith. „Það er langt síðan
maður hefur heyrt í þér.“ Faith
vonaði að kveðjan væri vingjarn-
leg án þess þó að vera það um of.
„Já, það er óttalegt, hvernig
tíminn líður í þessari borg. Já,
það’ er langt síðan eg ætlaði að
hitta þig, við sjáumst svo sjaldan
nú orðið.“ Hún þagnaði andar-
tak ,en hélt svo áfram: „Þú hlýt-
ur að vera stolt af þv, að Eric
skuli nú vera orðinn aðalfor-
stjóri. Hvað þýðir það fyrir ykk-
ur?“
Faith óttaðist að verið væri að
leggja gildru fyrir sig og hugsaði
sér að vera vel á verði. „Eg hugsa
að það þýði ekkert sérstakt fyrir
okkur. Ástæðan er, að gamli Mr.
Woife dó, eins og þú veizt. Eg
géri-ekki ráð fyrir, að útnefning-
in hafi neina verulega breytingu
í för með sér'í starfi Erics.“
„Eg vöna að það sé svoleiðis.
Það væri svo leiðinlegt, ef Eric
ætti eftir að verða bara hátsettur
forstjóri án þess að láta sig per-
sónulega skipta málefni lista-
mannanna, sem hann vinnur fyr-
ir. Máður heyrir alls staðar, hve
;listamennimir eru ánægðir að
skipta við hann.“ Nú kemur það,
hugsaði Faith, og það stóð held-
ur ekki- á því.
„Eg hitti Schober-hjónin hér
um kvöldið og eg spurði þau,
jhvernig þeim líkaðii að skipta við
Eric, og þau voru bæði mjög
:ánægð.“
; Faith var nú varari um sig en
'áður, en' orðaflaumurinn í sím-
anum hélt áfram, í sama vin-
'gjarnléga og ísmeygiléga tónin-
*um: „En hvað er eg að rausa, eg:
•gleymdi ástæðunni til þess að eg
lu’ingdi til þín. Miglángar til þess
'að þið Eric borðið kvöldverð hjá
mér annan miðvikudag. Eg þarf
að taka á móti dönskum manni,
sem er hér í einhverjum opin
'bei-um erindágerðum, og þá flaug
að mér, að Eríe væri einmitt til
valinn maður fyrir hann að kynn-
ast. En það var annars skrítið at
vik, sem varð til þess að mér datt'
þetta í hug. Það var hér á dögun-
um, við hornið á Gramercy-garði,
að eg sá mann, sem var svo líkur
honum, að eg hefði getað svarið
að þar væri Eric, en auðvitað
vissi eg að skrifstofan hans var
hvergi nærri og eg sagði því við
sjálfa mig, að þetta gæti ómögu-
lega verið hann, á þessum tíma
dágsins."
Faith hefði getað svarað henni
þannig: Það hefur verið hann,
því að hann fór þangað til þess að
•hitta Anton Schober og Gherry
Slate, en þau eiga heima þar í
nágrenninu. Þau- voru að ræða
ÍÞRÓTTIR
Og
ÚTILÍF
DREN G J AMEIST AR AMÓT
ÍSLANDS.
Þrefaldur sigur Akureyringa í
1500 m. og 3000 m. hlaupi.
Mótið fór fram í Vestmanna-
eyjum um sl. mánaðamót. 12þátt-
takendur .voru frá Akureyri og
nokkrir frá Ungmennasambandi
Eyjafjarðar. Hvoru tveggja stóðu
sig með ágætum.
Knattspyrnufélag Akureyrar
hlaut þrjá meistara: Óðinn Árna-
son í 1500 m. og 3000 m., og Her-
mann Sigtryggsson í 400 m.
Mesta athygli vakti þrefaldur
sigur Akureyrar bæði í 1500 m.
og 3000 m. hlaupi.
1500 m.
1. Órðinn Árnason, K. A„ 4 mín.
29.4 sek.
2. Hreiðar Jónsson, K. A., 4 mín.
30.8 sek.
3. Einar Gunnlaugsson, Þór, 4
mín. 32.4 sek.
3000 m.
1. Óðinn Árnason, K. A., 10 mín.
01.6 sek.
2. Einar Gunnlaugsson, Þór, 10
mín. 11.4 sek.
,3. Kristinn Bergsson, Þór, 10 mín.
14,0 sek.
Hermann Sigtryggsson, K. A.,
vann 400 m, hlaupið á 55.2 sek.
um' næstu hljómleika Cherry.
En hún sagði ekkert heldur
ihlustaði.
„Þéttá var annars mjög. skrít-
lið;“ hélt Dusty áfram. „Við Pollý
'Prine vorum í leigubíl og- bíllinn'
'stöðvaðist vegna umferðarljóss.
Allt1 í; einu segir Póllý: Þama eru
sannarlega faðir og sonur, sjáðu
hvað þeir em líkir. Og á gang
•stéttinni var maður, sem leiddi
ungan dreng, svona fimm til sex
ára, og þeir voru sannarlega líkir.
Barnið var lifandi eftirmynd
mannsins. Og nú kemur það und-
arlega. Eg hefði getað svarið, að
•maðurinn væri Eric Millet, og eg
sagði það við Pölly. En hún sagði
að hver svo sem hann væri, þá
ætti hann óvenjulega fallegan
dreng. En vitaskuld vissi eg, að
þetta hlaut, gat ekki verið, því að
hvað ætti Eric að vera að gera
með ókunnan dreng hjá Gramer-
cy-garði? Þó gat maður varla
talað um ókunnan dreng, því að
bamið yar svo líkt honum, en
þar sem Eric á engan son, þá gat
það samt alls ekki verið hann.
En svona var það nú, sem mér
kom Eric í hug, og mér fannst
þetta ákaflega skrítið atvik. —
Hvað segirðu svo um kvöldverð-
inn annan miðvikudag?“
(Framhald)i
Ritstjóri: TÓMAS ÁRNASON.
Jón Steinbergsson, K. A., varð
4. í stangarslökki.
Leifur Tómasson, K. A., varð 3. í
hástökki, 1.65 m.
Tryggvi Georgsson, Þór, varð
3. í spjótkasti, 51.80 m.
Er full ástæða til að vekja at-
hygli á góðum árangri drengj-
anna, vegna þess að skilyrði voru
mjög slæm, rok og rigning, og
önnur aðstaða óhagstæð.
Árni Magnússon, U. M. S. E.,
vann þrístökkið og stökk 13.23 m.,
sem er mjög góður árangur. Þá
varð Árni 2. í langstökki með 6.20
m. Fyrsti maður átti 6.21 m.
Gestur Guðmundsson, U. M. S.
E. kastaði kringlunni 42.77 m. og
hlaut annað sæti. Fyrsti maður
átti 43.32 m. Þá varpaði Gestur
kúlunni 15.01 m. og varð þriðji.
Fyrsti 15.35 og annar 15.34 m. Er
Gestur augljóslega bráðefnilegur
kastari og Árni stökkmaður góð-
ur.
Drengirnir fóru með flugvél til
Vestmannaeyja og komu einnig
flugleiðis til baka. Láta þeir hið
bezta af ferðinni.
Sjálfboðaliðar við íþróttasvæðið.
Fyrir nokkru var auglýst eftir
sjálfboðaliðum við byggingu nýja
íþróttasvæðisinns. Ennþá hafa
engir gefið sig fram. Sumir
íþróttamenn tala um það, að vall-
argerðinni miði lítið áfram. Þeir
hinir sömu ættu að sýna viljann
í vei-ki og leggja fram sjálfboða-
vinnu við völlinn.
Sjálfboðaliðar geta mætt við
völlinn annað hvort kl. 5 eða 8.
Knattspyma.
III. flokkur frá Siglufirði var
nýlega á ferð hér á Akureyri. —
Þeir voru að koma frá íslands-
móti III. fl. í Reykjavík. Samein-
að lið úr Þór og K. A. keppti við
þá og tapaði með 0 : 2 mörkum,
Æfingaleikir.
Á hverjum miðvikudegi kl. 8
fara fram æfingaleikir milli K.
A. og Þórs í meistaraflokki. Er
það æfing fyrir Nörðurlandsmót-
ið, sem að öllu mlíkindum fer
fram á Akureyri um miðjan sept.
(Framhald á 7. síðu).
Þórunn S. Jóhannsdöttir
í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 10. ágúst,
klukkan 9 e. h.
Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfærahúsinu.
^s.
immimmiimimmimimiiimimmiimimimiiiimiiimmiiimmmmmmmmmm1^
Flóru-konfekt
í pokuin og kössum
Víkings-konfekt
í pokum og kössum
Brjóstsykur, 4 tegundir
Kanpfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeild og útibú.
*'(iimiiiiiimmiiimiiimmiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimMiiiiiiiiimiMiMiiimiiiiMiiimiiiiiimiiiiiiiimmiimimiiimmmiiimiiimmíi*
‘MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMll1'
Ediksýra nýkomin
Kaupfélag Eyfirðiitga
Nýlenduvörudeild og útibú.
IIIIMIIIMIIMIMIMIIIIIIIMMIIMIMMMMMIIMIIIIIIIIIMIIMIMIMIIIIMIIMIIIMMIMMIMMIMIIMMIIMIIIMMIIMMMIMIMMIMIIi