Dagur


Dagur - 01.11.1950, Qupperneq 1

Dagur - 01.11.1950, Qupperneq 1
Greiðið blaðið skilvíslega! Póstkröfur fyrir árgjaldi blaðs ins hafa verið sendar til ým- issa póststöðva. Munið að vitja þeirra! Akureyri, miðvikudaginn 1. nóvember 1950 47. tbl. Frá heimsókn fjárveitinganefndar og Fjárhagsráðs: Gestimir skoða dráttarbrautirnar á Oddeyri. Steinn Steinsen bæjarstjóm skýrir mannvirkin fyrir formanni fjárveitinganefndar, Gísia Jónssyni alþm. T. h.: Helgi Jónasson alþm., í miðju, dr. Kr. Guðmundss. bæjarfulltr. Fjárveitinganefnd og FjárhagsréS skoduðu ýmsar framkvæmdir hér Frá heimsókninni síðastliðinn miðvikudag XXXIII. jrg. Merkur þj óðhöfðingi látimi Gústaf V. Svíalconungur lczt í Drottning- holmhöll í Stokkhólmi sl. sunnudagsmorg- ún, 92 ára að aldri. Gústaf konungur kom til ríkis árið 1907 og hann lifði, sem konungur, viðburðaríkasta tímabil mannkynssögunn- ar. Hann ræddi við stjórnmálamenn frá Disraeli til Hitlers, stýrði landi sínu hlut- iausu gegnum tvær heimsstyrjaldir, og beitti áhrifum sínum tii aukinnar mannúðar styrjaldaraðila. Gústaf konungur var mót- faiiinn ströngum hirðsiðum, og vildi gcra samband konungs og þjóðar sem nánast. Hann bar aldrei kórónu Svíarílcis, cn iét hana jafnan liggja við iiíið sér, er hann framkvæmdi stjórnaratliafnir. Sænska þjóðin öil harmar nú látinn konung og vinsælan þjóðhöfðingja. Samúðarskeyti hafa borizt frá þjóðhöfðingjum og ríkissíjórn- um flestra menningarlanda. Konungur verður jarðsunginn á morgun. Við ríki hcfur tckið sonur hans, Gústaf VI. Adolf. Var hann fulltrúi Svía á Alþingishátíðinni á Þingvöllum J93Ö. rkunerhús KEÁ á Oddeyrs fekið til starfa fíægt að breiða 50 skpd. til jmrrkimar í einu Nýlega er tekið til starfa fisk- þurrkunarhús KEA á Oddeyrar- tanga og er unnið að því þessa dagana að fuliþurrka þar fisk, aðallega frá Hrísey og Dalvík. Hægt er að breiða 50 skippund til þerris í senn, og þarf tvær breiðslur til þess að fullþurrka fiskinn. Fiskurinn er breiddur á grindur, en heitu lofti er blásið inn í fiskþurrkunarklefann. — Tækin eru smíðuð af Héðni h.f. í Reykjavík og hafa reynst vel. Fiskþurrkunarhús Útgerðar- félagsins í smíðum. Utgerðarfélag Akureyringa á fiskþurrkunarhús og fiskverkun- arstöð í smíðum á Gleráreyrum og miðar því verki allvel áfram. Þá starfrækir Guðmundur Jör- undsson útgerðarmaður fisk- þuiTkunarklefa og er unnið þar að þurrkun saltfisks úr ,'Jörundi‘. Allmikil atvinnubót er að þessum framkvæmdúm öllum fyrir þæjarfélagið. „Jörundur44 enn á karfaveiðum Togarinn Jörundur kom til Krossaness í gærmorgun með um 230 lestir af karfa. Hefur afli verið tregari en áður síðustu daga, og að auki ógæftir á mið- unum. Báðir togarar Utgerðarfé- lags Akureyringa eru nú í Rvík til eftirlits og viðgerðar, en Jör- undur heldur áfram karfaveið- unum. Togaraverkfallið heldur áfram Togarasjómenn í Reykjavík, Hafnarfirði, ísafirði og Siglu- firði felldu miðlunartillögu sáttanefndarinnar í togaradeil- unni í sl .viku, en tillagan var samþykkt í Keflavík og Vest- mannacyjum. — Akumesingar höfðu áður samið. Atkvæða- greiðslu varð ekki lokið í Nes- kaupstað og Akureyri, með því að togarar voru á veiðum. — Togarinn Jörundur kom inn í gær, og mun því mega vænta fregna af úrslitum hér bráð- lega. Togaraverkfallið licidur því áfram í stærstu útgerðar- bæjunum, til ósegjanlegs tjóns fyrir þjóðina í heild. Aflasöiur í Bretlandi Nokkrir bátar hafa að undan- förnu selt afla í Bretlandi, aðal- lega frá Austfjörðum, og hafa aflasölur verið allgóðar. í sl. viku seldi m.s. Stjarnan frá Ak- ureyri um 80 tonn fyrir 2290 sterlingspund, og er það fremur léleg sala. M.s. Sæfinnur er á leið til Bretlands með fisk og m.s. Snæfell hleður nú fisk til út- flutnings. Tvær ferðir á viku á Reykjavíkur-Akur- eyrarleiðinni í dag verður sú breyting á ferðunum landveginn milli Reykjavíkur og Akureyrar, að daglegar ferðir falla niður, en í stað þess koma ferðir tvisvar í viku. Frá Rvík þriðjudaga og föstudaga, en frá Akureyri mið- vikudaga og laugardaga. Norð- urleið h.f. annast ferðirnar, af- gceiðsla er sem áður í Ferða- skrifstofunni. Laust fyrir hádegi á niiðviku- daginn var bar hér að garði f jár- veitinganefnd Alþingis, Fjár- liagsráð og nokkra meðiimi Flug- ráðs. Dvöldu nefndirnar hér fram í rökkurbyrjun, og kynntu sér ýmsar framkvæmdir, sem unnið er að hér í bænum og rík- isstyrks njóta, en flugráðsmenn- imir athuguðu sérstaklega flug- vallarmálin. Bæjarstjórnin hafði hádegis- verðarboð fyrir gestina að Hótel KEA og stýrði hófinu Steinn Steinsen bæjarstjóri. Að því loknu var farið um bæinn í bif- reiðum og ýmis mannvirki skoð- uð. Frá „nýhöfn“ til spítalans. Fy rst voru skoðuð hafnar- mannvirki bæjarins á Torfunefi og lýsti bæjarstjóri fyrirhuguðum endurbótum á þeim. Þá var ekið að nýju dráttarbrautinni við Glerárósa og síðan meðfram íþróttasvæðinu nýja, að sund- stæðinu. Þá var gagnfræðaskóla- búsið skoðað, undir leiðsögu Þorsteins M. Jónssonar, skóla- stjóra, forseta bæjarstjórnarinn- ar, en síðan ekið að nýja spítal- anum. Sýndi Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir gestunum húsið og skýrði fyrirkomulag byggingarinnar. Síðan var ekið að heimavistarhúsi Menntaskól- ails og sýndi Þórarinn Björnsson skólameistari gestunum húsið, en síðan var gengið til kaffidrykkju í boði skólameistarahjónanna. — Var þá degi tekið að halla og litlu síðar héldu gestirnir suður á Melgerðisflugvöll, þar sem flúg- vél beið þeirra. Báðir formennimir í förinni. í förinni voru báðir formenn nefnda þesasra, þeir Gísli Jóns- son, alþm., formaður fjárvetinga- nefndar og Magnús Jónsson, for- maður Fjárhagsráðs. Veður var einkar hagstætt þennan dag og gafst því gott ráðrúm til þess að athuga hinar ýmsu framkvæmd- ir. Munu nefndarmenn hafa betri aðstöðu nú en áður til þess að vita um þöi'f þeirra bygginga- framkvæmda, sem hér hefur ver- ið ráðist í, og nauðsyn þess að ljúka þeim hið bráðasta og láta milljónirnar ekki liggja mörg ár enn í hálfgerðum húsum og mannvirkjum, án þess að gera nokkurt verulegt gagn. Fundur í Framsóknar- félaginu á mánudags- kvöld Framsóknaríélag Akureyrar hefur almennan félagsfimd að Hótel KEA næstk. mánudags- kvöld, kl. 9. Fer þar fram kjör fulltrúa á 9. flokksþing Fram- sóknarmamia. Þá verður rætt um stjórnarskrármálið o. fl. — Skorað er á félagsmenn að fjöl- menna á þennan fund. Aðalfundw FUF í Eyjaljarðarsýslu n. k. sunnudag 200.ooo krónur útgjöld bæjarins vegna óskil- getinna barna Á síðasta fundi bæjarráðs var til umræðu skýrsla frá fátækra- fulltrúa, og er þar skýrt frá erf- iðleikum við innheimtu meðlaga óskilgetinna barna, jafnframt því sem meðlagskröfur á bæinn stói'- aukast. Taldi fátækrafulltrúinn að útgjöld bæjarins í ár af þess- um sökum mundu verða um 200 þús. kr., eða tvöfalt hærri en fyr- ir þremur árum. Bæjarráð veitti fulltrúanum umboð til þess að fá yfirvaldsúrskurð um það ,að ein- hleypir menn vinni af sér van- goldin meðlög á Litla-Hrauni, fáist meðlögin ekki greidd með öðrum hætti. Aðalfundur Félags ungra Fram- sóknarinanna í Eyjafiarðarsýslu verður haldinn sunnudaginn 5. nóvember að Hótel KEA, Akur- eyri. Fundurinn hefst kl. 2 e. h. Dag- skrá fundarins verður venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á 9. flokksþing Framsóknar- flokksins og önnur mál... Ungum Framsóknarmönnum á Akureyri er boðið að sitja fundinn. Það er því sérstök ástæða til að sækja þennan fund vel, til þess að h'Yggja þátttöku ungra Fram- sóknarmanna úr Eyjafirði á flokksþinginu. Kvöldskemmtun. Um kvöldið efna ungir Fram- sóknarmenn til skemmtunar að Hótel KEA. Tómas Árnason, lögfræðingur, flytur ávarp, þá verður spiluð hin vinsæla Fram- sóknarwhist og að lokum dansað við undirleik hljómsveitar frá Akureyri. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir góða og léleg'a frammi- stöðu við spilaborðin. Fólki er bent á, að aðgöngu- miðar að skemmtuninni verða seldir á skrifstofu Framsóknarfl. á Akureyri, Hafnarstræti 93 (sími 1443), kl. 4—7 á sunnudag- inn og við innganginn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.