Dagur - 01.11.1950, Síða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 1. nóvemoer 1950
Fjármál - fullveMi
Viðbófarbyggiíig e!Siheimi!isins
að Skjaldarvik vígð s. I. sunnudag
Heimafólk í Skjaklarvík er nú nm
sjötíu manns
Allir, sem komnir eru til vits
og ára, hafa komið auga á það,
hve sæmilega traustur fjárhagur
einstaklinganna er þýðingarmik-
ill. Það er að vísu misjafnt,
hvernig menn verða fjárhagslega
sjálfstæðir. Koma þar til greina
hin margvíslegustu tilvilc Þó
munu flestir koma undir sig fót-
um með dugnaði, hagsýni og
nægjusemi. Sá, sem kann fótum
sínum forráð efnalega, er í ýmsu
tilliti sjálfstæðari en hinn, sem
herst í bökkum.
Á sama hátt er um þjóðirnar:
Þær, sem eru fjárhagslega trygg-
ar, þurfa ekki að óttast sjálfstæði
sitt. Hinar eru ofurseldar misk-
unn lánardrottnanna í " ríkari
mæli en einstaklingar innan
þjóðfélaganna. Þess vegna leiðir
fjármálaöngþveiti til ófrelsis' fyr-
ir þjóðirnar. Sú þjóð, sem lifir urri'
efni fram, glatar frelsi og full-
veldi, áður en líkur.
Vinnubrögð fjármálaráðherrans.
Á undangengnum árum hefur
það verið venja, að fjárlagafrum-
varpið hefur ekki verið lagt fram
á Alþingi þegar í þingbyrjun, eins
og þó stjórnarskráin boðar, held-
ur hefur það dregizt vikum sam-
an. , •
Nú ber hins vegar svo við, að
Eysteinn Jónsson, fjármálaráð-
herra, leggur fram fjárlagafrum-
varpið, þegar er þing hefur kom-
ið saman,- Það væri ekki óeðlilegt
að álykta sem svo, að fjárhagur
ríkisins væri betri en undanfar-
andi ár og þess vegna auðveldara
að koma saman frumvarpinu. Svo
er þó því miður ekki. Afkoma
ríkissjóðs stendur í járnum og
veruleg óhöpp geta komið mjög
þungt niður á honum nú, þar sem
varasjóðir eru litlir sem engir.
Nei, hitt er sannleikur, að fjár-
rnálaráðherraembættinu gegnir
nú maður, sem af lífi og sál
reynir að bjarga við fjárhag rík-
isins og um leið þjóðarinnar. —
Hann sinnir ekki embætti sínu
jafnhliða einkarekstri, heldur
einvörðungu.
Auk þess, sem frumvarpið er
lagt fram þegar í þingbyrjun, er
það svo vel undirbúið, að fjár-
veitinganefnd getur hafið störf
sín þegar í stað. Undanfarið hef-
ur frumvarpið verið illa undir-
búið og allt of seint framlagt,
og það hefur tafið mjög af-
greiðslu þess hjá fjárveitinga-
nefndinni.
Þá hefur verið tekin upp sú
gamla regla að láta fylgja frum-
varpinu skrá um starfsmenn rík-
isins.
Aukinn sparnaður.
Frumvaipið ber þess greinileg
merki, að ríkisstjórnin vinnur að
því, að auka á sparnað við rekst-
ur þjóðarbúsins. Eru margar
óþarfar stöður lagðar niður í því
skyni. Þó ber að geta þess, að
ríkisstjórnin hefur ekki haft svig
rúm til að undirbúa til hlítar
breytingar og samfærslu á rík-
isrekstrinum. Þó vinnur hún að
frekari undii'búningi í þessum
efnum. Ráðstafanir hafa verið
gerðar til að fá sérfræðing frá
Bandaríkjunum, til þess að at-
huga fyrirkomulag á starfrækslu
ríkisins og allri vinnutilhögun í
þeim tilgangi að koma á hag-
felldari vinnubrögðum og bættu
skipulagi til sparnaðar
Krafa fjármálaráðhcrra —
stefna ríkisstjórnarinnar.
„Það er ekki hægt að slaka á
þeirri kröfu, að fjárlögin verði
afgreidd greiðsluhallalaus,“ segir
ráðherrann.
„Það er eitt af samningsatrið-
um stjórnarflokkanna að afgreiða
hallalaus fjárlög. Þeir telja, að
öruggur og styrkur fjárhagur
ríkisins sé nauðsynulegur þáttur
í baráttu ökkar litla þjóðfélags
við að gæta fengins fullveldis. —
Það er hörmulegt til þess að yita,
að þjóðin skuli nú eftir rnestu
veltu- og gróðaár í sögu sinni
vera á heljarþröm. Allir sjóðir
tæmdir og það sem verra er,
tekjumöguleikar minni en áður.
Ein af helztu tekjulindum ríkis-
sjóðs er tollar af innflutningi. —
Þegar innflutningur minnkar,
rýrna samsvarandi tekjur ríkis-
ins af tollum'. En þótt dimmt sé
í lofti og drungalegt framundan í
fjármálum ríkisins, skyldi enginn
íslendingur gefast upp, heldur
taka undir og styðja að því, að
ríkissjóðurinn, sem er sjóður
þjóðarinnar, tæmist ekki svo, að
fé og fjáröfiunarmöguleikum, að
við verðum ofurseldir erlendum
lánardrottnum um langa fram-
tíð.“
Breytt fjármbálastcfna.
Menn skynja nú áhrif hinnar
breyttun fjármálastefnu, sem að-
allega var fólgin í gengislækkun-
inni, ásamt því sem bent hefur
verið á hér á undan og nokkrum
hliðarráðstöfunum. Ríkisstjórnin
boðaði þjóðinni að óhjákvæmi-
lega þyrfti að leggja byrðar á alla
landsmenn til að bjarga við fram-
leiðslunni og fjárhag ríkisins.
Það hefur verið margsannað, að
fyrri uppbóta- og styrkjastefna
gat aldrei verið annað en til
bráðabirgða. Sífellt hallaði á ó-
0 "
gæfuhliðina fyrir ríkissjóði. Við
hver áramót sat þingið á rökstól-
um nætur og daga við að finna
einhverjar leiðir til úrbóta. Upp-
bæturnar hækkuðu og útgjöld
ríkisins samsvarandi. Á þessu ári
hefði þó fyrst kastað tólfunum,
svo gífurlegar hefðu uppbæturn-
ar þurft að verða til að koma að
notum. Að vísu var gengisbreyt-
ingin hrein neyðarráðstöfun, sem
æskilegt hefði verið að geta
komizt hjá. En þeir, sem gagn-
rýna núverandi fjármálastefnu,
verða að sýna fram á aðra stefnu,
sem komi að tilætluðum notum
Framleiðslan er undirstaða
efnalegrar afkomu þjóðarinnar.
Það er aldrei nógsamlega und-
irstrikað, að lífskjör þjóðarinnar
eru alveg háð því, hvernig fram-
leiðslunni vegnar. Raunverulegar
kjarabætur eru þær, sem stafa af
aukinni framleiðslu verðmæta.
Aðrar kjarabætur eru aðeins á
pappírnum. Þess vegna verður að
stefna að meiri framleiðslu. Meiri
framleiðsla verjiur til með ýms-
um hætti, þó aðallega með hag-
nýtari aðferðum, meiri afköstum
eða góðu árferði. Ái'ferðið er
óviðráðanlegt og verður að taka
dví, sem að höndum ber. Um af-
köstin, sem hljóta að vera sjálf-
ráð, er öðru máli að gegna. Þau
aukast sífellt, vegna meiri þekk-
ingar, hagnýtari aðferða og
skipulagningar. Þau aukast einn-
ig og ekki síður, vegna vinnu-
semi og dugnaðar. En þáð er ekki
nóg að skapa verðmæti, ef þeim
síðar er sóað út í bláinn. Sparn-
aður og hagnýting verðmætanna
eru ekki síður dygðir, sem bæta
lífskjörin.
Meðal þjóðanna kveða nú við
hvatningarorð um meiri afköst og
framleiðslu, enda undirstaða
bættra lífskjara. Við ísl., sem
höfum baÆzt þrotlausri baráttu
um aldir til fullveldis, vei'ðum
nú að gæta fengins frelsis og
sjálfstæðis með dugnaði og
nægjusemi.
í STUTTU MÁLÍ
. COLUMBIA-útvarpsfélagið
í Bandaríkjunum hefur ti!-
kynnt að það muni hcfja sjón-
varp í litum hinn 20. þ. ni.
Samhliða .tilkynna ýmis fyrir-
tæki, er framleiða sjónvarps-
tæki, að þau muni setja á
markaðinn áhald, sem gcrir
venjuíeg sjónvarpstæki fær
um að taka við lita-sjónvarpi.
Talið er að þcssi nýjung muni
gerbylta allri sjónvarpstækni
á næstunni og stórauka vin-
sældir sjónvarpsins.
★
ULLARVERÐIÐ heldur
áfram að hækka á ullarupp-
boðunum í Ástralíu og ltomst
í sl. viku upp í 27 shillinga
enskt pund. Ástralíumenn
munu fá 550 milljónir sterl-
ingspunda fyrir ullarfram-
Iciðslu sína í ár, segja erlend
blöð. Bandarríkjamenn hafa
keypt mjög mikið ullarmagn
og munu ætla sér að koma
upp 50 millj. kg. „lager“ í ör-
yggisskyni. Mikil verðhækk-
un er alls staðar orðin á ull-
arefnum. f Bretlandi kostar
metrinn af fataefni nii um-20
kr. mcira en í fyrra.
*
ÞJÓDVERJAR eru farnir
að framleiða mikið af bílum til
útflutnings. Er um tvær teg-
undir að ræða, og kostar frá
5150—5450 vesturmörk.
'k
VERKAMÁLARÁÐUNEYTI
Bandaríkjanna hefur birt
skýrslu um atvinnuástandið
í landinu og segir þar m. a. að
fleiri menn hafi nú atvinnu í
iðnaðinum en nokkru sinni
fyrr, eða um 45 millj., en tala
starfsmanna iðnaðarins, land-
búnaðarins og hersins cr (51
millj.
★
NORÐMENN hafa hætt við
byggihgu tveggja stórra síld-
arverksmiðja, í Romsdal og
nálægt Álasundi, vegna erfiðs
fjárhagsástands, að því er
norsk blöð herma.
★
Hugrún skrifai’ blaðinu á þessa
leið 30. f. m.: .
„EG IIÁLFVAKNA við það að
klukkan slær 8 og undirvitundin
heimtar að eg slíti 'mig frá landi
draumanna. í dag er sunnudag-
urinn 29. október. Hvað er það
annars, sem eg ætla sérstaklega
að framkvæma í dag? Eg reyni
að lyfta augnalokunum, en þau
eru þung, með annað augað aftur
seilist eg eftir síðasta tölublaði
„Dags“, það er eins og mig
minni, að þar sé ráðning gátunn-
ar. Jú, þarna stendur:
Elliheimilið Skjaldarvík. —
Næstkomandi sunnudag fer
fram guðsþjónusta og vígsla
á viðbótarbyggingu elii-
lieimilisins og hefst kl. 2.
Sælaferðir frá B. S. O. Allir
velkomnir.
Og þá auðvitað eg líka. f skyndi
er eg glaðvakandi, því að mörgu
er að sinna á einu heimili. En út
í Skjaldarvík er eg kl. 2.
EG SEZT inn í sóran, fallegan
sal nýbyggingarinnar. Útsýnið er
fagurt í góðviðrinu.- Fjörðurinn
dottar í logninu. Það er líkast því
að jörðina sé líka að dreyma við
barm haustsins, og yfir hvolfist
himinninn, vafinn svifléttum,
gullnum skýjum. Haustið tjaldar
því fegursta sem það á til.
Salurinn fyllist af fólki. Jóhann
Ó. Haraldsson sezt við orgelið, og'
fólkið syngur: „Á hendur fel þú
honum“. Séra Sigurður Stefáns-
son á Möðruvöllum flytur ágæta
vígsluræðu. Hann minnir á orðin:
„Ef Drottinn byggir ekki húsið,
erfiða smiðirnir til einskis." —
það er freistandi að mega segja
útdrátt ræðunnar, en það yrði of
langt mál.
Aftur óma tónarnir frá orgelinu
og fólkið syngur „O, þá náð að
eiga Jesúm“. Húsið hefur verið
vígt, og öllum gestum er boðið til
kaffidrykkju.
Framkvæmdastjórinn, Stefón
Jónsson, er á sífelldum þönum
milli gestanna og vistmanna.
Hann snýr sér óð ungum manni,
sem er máttlaus upp að mitti, og
spyr hann hvort það fari nógu vel
um hann. Hann gleymir heldur
ekki gömlu konunni, sem ekið
var inn á hjólastólnum. . . .
Gestirnir dreifa sér um hina
rúmgóðu ganga. Sumir eiga þarna
vini og aðstandendur og dvelja
hjá þeim um stund í herbergjum
þeirra. Margir eru seztir að borð-
um, sem eru hlaðin kökum. Ung-
ar stúlkur eru á þönum með
rjómakökuföt, könnur og leir-
tausbala. Þær vita vel, að það
þarf að hafa hraðann á ef gestirn-
ir, sem skipta hundruðum, eiga
alir að fá kaffi, áður en bílarnir
koma að sækja þá. — Þvílík gest-
risni í þessari dýrtíð!
Eg reyni að ná tali af Stefáni,
en það gengur ekki greitt, alltaf
eru gestir að koma og fara.
:
REUTERFREGN hermir, að
sendifidltrúi íslands í Moskvu,
hafi hinn 11. okt. sl. tilkynnt
varautanríkisráðhcrra Sovét-
ríkjanna, Valerian A. Zornto,
ákvörðun íslenzku ríkisstjórn-
arinnar að loka sendiráðinu i
Moskvu, af efnahagslegum
ástæðum. •
Eg vildi gjarnan mega spyrja
þig nokkurra spurninga, segi ég,
um leið og ég þakka honum fvrir
góðgerðirnar.
„Ætlar þú að skrifa eitthvað
um þetta?“ spyr hann.
— Mig langar til þess, segi ég.
„Þá verður þú að lofa mér því,
að segja ekki of mikið“.
— Því lofa ég hátíðlega.
„Það er nú raunar ekki frá
mildu að segja. Eins og presturinn
gat um áðan, eru nú sjö ár síðan
fyrri byggingin var vígð. Það var
31. okt. 1943. Hún tekur 35—
40 vistmenn.“
— En hvað heldur þú að nýja
húsið taki marga?
„Álíka marga og þa'ð eldra. Eins
og þú sérð, er þetta bara eitt hús.
Það er verst, að ég á enga nógu
góða mynd af heimilinu til þess
að sýna þér.“
„Vinnur þú sjálfur hjúkrunar-
störf?
„Já, það geri ég oft, annars hef
ég tvær ágætar stúlkur til þeirra
starfa.“
— Hvar er þín íbúð?
„Hún er nú alstaðar og hvergi,
ég er bara þar sem þörfin er mest
fyrir mig í það og það skiptið. Oft
verð ég líka að vaka fram á miðj-
ar nætur, ef þörf krefur.“
•— Heldur þú að þú haldir þetta
út til lengdar?
„Það vona ég. Allt hefur gengið
vel fram að þessu. Erfiðleikum
kynnist maður í öllu starfi.“
— Hvað er heimiHsfólkið margt
nú?
„Um 70 manns alls. Af því er
um 20 manns við heimilisstörfin.“
— Heldur þú að nýja deildin
verði brátt fullskipuð?
„Það geri ég fastlega ráð fyrir^
fólk er alltaf að smákoma. Það
var af því að ég sá þörfina, að ég
réðist í þessa nýbyggingu.“
— Hafa margir dáið hér á þess-
um sjö árum?
„Eg man nú ekki fyrir víst hve
margir það eru, en ég hef það
bókað hjá mér. Það er eitthvað á
milli 20 og 30 manns.
— Þá hlýtur að hafa. nokkuð
stórt bú?“
„Kýrnar eru um tuttugu, svo
hef ég garðrækt, scm nægir fyrir
heimilið. Eg hef áhugasaman Rú-
stjóra. Það er mikið lán, að ég
þarf ékki að hafa áhyggur af bú-
skapnum.11
— Þú hlýtur að skulda mikið
eftir að hafa látið byggja þetta
stóra hús, nú á þessum vand-
ræðatímum?“
„Auðvitað er ég skuldugur, en
ég treysti því að allt gangi vel í
framtíðinni. Það rétta mér marg-
ir hjálparhönd á ýmsan hátt. Eg
er þeim öllum innilega þakklát-
ur.“
— Færðu engan styrk frá rík-
inu?
„Jú, fyrst fékk ég kr. 2000 á
ári, en nú fæ ég 3000. Eitt sinn
fékk ég líka ríflegan styrk frá
Akureyrarbæ.11
— Hvað heldur þú að endur-
byggingin muni kosta?
„Hún er áætluð um 500.000 kr.“
— Hverjir hafa séð um bygg-
inguna?
„Adam Magnússon og Óskar
Gíslason, en Barði Brynjólfsson
sá um málninguna.“
Nú er kallað á Stefán. Eg tek í
hörid hans og þakka honum fyrir
ánægjulegan dag. upplýsingarnar
(Framhald á 7. síðu.)