Dagur - 01.11.1950, Síða 5

Dagur - 01.11.1950, Síða 5
Miðvikudagimi 1. nóvember 1950 D AGUR 5 FRA BOKAMARKAÐINUM Blaðinu haía borizt allmargar nýjar bækur til umsagnar þessa síðustu daga að kalla. Lítið tóm hefur því enn gefizt til þess að kynna sér þær til nokkurrar hlít- ar, en reynt mun verða að geta þeirra allra bráðlega og gera sumum þeirra nokkur fyllri skil, þegar tími vinnst til. Bókaútgáfan Norðri er enn sem fyrr stórvirk og iðin við heygarðshorn þjóðlegra og al- þýðlegra fræða. Fjórar bækuf af því tagi a. m. k. hefur forlagið sent á markaðinn nú í haust: Horfnir úr héraði, nokkrar upp- rifjanir frá 18. og 19. öld, I. bindi, sem Konráð Vilhjálmsson hefur skrásett. Bóndinn á lieiðinni og fleiri sagnir, skrásettar af Guð- laugi Jónssyni, Skammdegisgest- Ir eftir Magnús F. Jónsson og loks Hlynir og hreggviðir, en sú bók er 2. bindi bókaflokks þess, er Sögufélagið Húnvetningur hóf að gefa út í hittiðfyrra með bók- inni Svipir og sagnir úr Húna- þingi, enda var þeiri'i bók ágæt- lega tekið og þótti hún bezti fengur öllum þeim, er velsögðum og þjóðlegum sagnaþáttum unna. í bók sína Horfnir úr héraði hefur Konráð Vilhjálmsson skráð þætti af þeim Bjarna á Laxamýri og ættmennum hans, Hallgrími Þorgrímssyni, Antoní- usi skáldi Antoníussyni og loks Jarðeigenda-þátt, þein-a, sem eiga jarðirnar í Suður-Þingeyj- ai'sýslu 1712. Loks ei' í bókinni Ljóðabréf til Benjamíns, kveðið af Þói-arni Jónssyni, síðast presti í Múla. Er þarna mikiH og marg- víslegur fróðleikur samankom- inn um menn og málefni í Þing- eyjarsýslum frá þessum liðnu tímum, en þó einkum vai'ðandi ættfx-æði og persónusögu. Óþarft er að mæla með orðfærni Kon- ráðs skálds, svo vel sem hún mætti vei'a kunn lesandi mönn- um á íslandi, sem kynnzt hafa skáldsagna-þýðingum hans, jafn vinsælar og útbreiddar sem þær hafa orðið, þótt engum öðrum ritverkum væri til að dreifa frá hans hendi, sem þð er allfjai-ri réttu lagi. Hins vegar er sýnt, að í þessu riti hefur hann fyrst og fremst sjónarmið sannfræðinnar og ættvísinnar fyrir augum, og kann þeim, sem lítt eru til slíkra hluta hneigðir eða fallnir, að þykja bók háns tyrfnari af þeim sökum og síður til skemmtilestr- ar hafandi en ella myndi. Bóndinn á heiðinni flytur greinai’góðar lýsingar á aldar- hætti og atbui'ðum liðinna tíma, einkum úr Hnappadalssýslu og af Snæfellsnesi. Höfundurinn er að vísu nýliði á sviði bókmennt- anna, en þó pennafær í bezta lagi, ann bersýnilega viðfangs- efnum sínum og gei-ir þeim góð og glögg skil. Hins vegar eru þau ekki stórbrotin og hafa sjaldnast v’erulegt almennt gildi, þótt þættirnir geti hins vegar vei’ið þeim góður fengur, sem áhuga hafa á staðfi’æði, mannlýsingum og ættvísi, að einn veigamesti þátturinn og sá, sem bókin öll dregur nafn sitt af, er góð og nærfærin lýsing á æfikjörum og bai'áttu fjallabúans og heiðar- bóndans, eins og sú saga hefur gerzt svo víða á landinu. Efnis- skrá þáttanna er annars á þessa leið, og gefur hún allgóða hug- mynd um anda og efni bókarinn- ar: Guðmundur á Heiðarbæ: Tjaldbrekkubændur. Þverár- bóndinn. Þórðui' Gíslason hrepp- stjóri. Hrakningur Sveinbjörns Loftssonar. Kerlingarskarð. Heimasætan á Rauðamel. Sjóslys við Staðarsveit árið 1894. Sjúkra- flutningur árið 1894. Mállausa Finna. Tvö alþýðuskáld (Gísli á Klungurbrekku og sonur hans, Jónas Skógstrendingaskáld). Fylgja þeim þætti allmörg sýnis- horn af skáldskap þeirra feðga, skemmtileg og vel kveðin mörg. Er þá komið að þeim tveim bókum, sem mér þykir einna mestur fengur í af þeim fjórum ritum um skyld efni, er í upphafi voru nefnd. Má vera, að það stafi að nokkru af persónulegum ástæðum, þar eð þær ei-u með nokkrum hætti sérstaklega bundnar heimahéraði mínu, Húnaþingi, en þó munu fleiri og veigameii'i ástæður koma þar til, en þó einkum sú, að báðar eru bækurnar sérlega vel og skemmtilega skrifaðar og enn ein gild sönnun fyrir því, hvei'su vel og snilldarlega ýmsir íslenzk- ir bændur og búalið kunna enn- þá að halda á penna, þótt löngum séu þeir til annarrar kirkju kall- aðir en ritstai'fa og fræði- mennsku. Væru báðar þessar bækur vissulega þess fullmak- legar, að þeim væru gerð stórum betri skil en unnt er við að koma í stuttri ritfregn. Má þó vera, að síðar gefist þess betri kostur en nú að vekja á þeim verðskuldaða athygli. Skammdegisgestir nefnast sagnaþættir þeir, er Magnús F. Jónsson frá Torfastöðum í Mið- firði hefur safnað og skrásett, en Jónas Jónsson skrifar aðfarai’orð um höfundinn og ritvei'k hans. Þetta er allstór bók, 190 bls. og brotið í stærra lagi, enda flytur hún 19 sérstaka þætti og frásagn- ir. Er þess enginn kostur að geta hér hvers einstaks þáttar, en í þeim er sagt frá hættum og harð- ærum á sjó og landi, í-eimleikum, álögum og fyrirboðum, aldar- hætti og sveitasiðum, afrekum einstakra manna, brögðum þeirra og í'áðsnilld, hreysti og dreng- skap og ýmsu öðru, sem slíkir þættir fjalla löngum um. En sér- lega vel þykja mér þættirnir yf- irleitt sagðir, á hreinu og yfir- bragðsmiklu alþýðumáli, og stór- um skemmtilegra og mai'kverð- ara lestrarefni eru þeir en þorx'i slíkra frásagna er að jafnaði, nú oi'ðið a. m. k. Flest það, sem að ofan er sagt um „Skammdegisgesti“, á og við um Hlyni og hreggviði þeirra Austur-Húnvetninganna Bjarna Jónassonar, Magnúsar Björns- sonar, Kristínar Sigurðardóttur og Jónasar Illugasonar, en sr. Gunnar á Æsustöðum mun hafa búið bókina til prentunar, og rit- ar hann einnig formála, að ógleymdum einum lengsta og minnisstæðasta þættinum: Um Jóhannes á Gunnsteinsstöðum. Óþarft er að kynna þá Bjai'na, Magnús, Jónas og séra Gunnar Árnason fyrir öllum þeim mörgu mönnum, sem lesið hafa fyrri þætti þeirra úr Húnaþingi (Svipir og sagnar, I.), eða lýsa því, hvei-su liðtækir þeir eru við söfnunarstai'fið og penni þeirra afburða-góður. Kristín frænka mín frá Skeggstöðum er eini höfundurinn, sem kveður sér þarna hljóðs í fyrsta sinn, og sýn- ist mér alveg óhætt að fullyrða, að sízt sé hún nokkur eftii'bátur þeirra kai'lmannanna að þessu leyti, svo vaskir sem þeir þó allir eru og sjóvanir á miðum orðlist- ar og þjóðfræða. Skulu þau öll hafa beztu þakkir og maklegt lof fyrir þessa ágætu og bráð- skemmtilegu bók. J. Fr. Nokkrar ung- lingabækur frá Norðra Að undanförnu hafa nokkrar barna- og unglingabækur frá forlagi Norðra, komið á mai'kað- inn og vill blaðið vekja athygli á þeim. Þetta eru yfirleitt góðar bækur og vandaðar að frágangi. Forustu flekkur og fleiri sögur nefnist 3. bindi í bókaflokknum Menn og málleysingjar, sem Norðri hóf að gefa út fyrir tveim- ur árum. í þessari bók eru 42 fallegar og vel sagðar dýrasögur, safnað hefur og skráð Einar E. Sæmundsen. Fullorðnir hafa ánægju af þessari bók ekki síður en börnin. Júdý Bolton í kvenna- skóla nefnist framhald sögunnar um Júdý Bolton, sem kom út í fyrra. Þetta er spennandi frásaga, einkum ætluð ungum stúlkum. Kristmundur Bjarnason íslenzk- aði. Á reki með hafísnum nefnist hressileg drengjasaga eftir Jón Björnsson. Segir þar frá ævintýri tveggja pilta, sem iðkuðu gamalt drengjasport, að sigla á jaka úr flæðarmálinu, en þessir di'eng- ir urðu fyrir því óhappi, að jak- ann rak af leið. Segir frá dvöl þeirra á jakanum og ævintýrum á sjófex-ðinni og síðan giftusam- legri björgun. Svona bók hafa allir duglegir strákar gaman af. Norðri hefur gefið út iiýja og vandaða afmælisdagabók með málsháttum. Séra Friðrik A. Friðriksson hefur tekið bókina saman. Orðskviðir fylgja hverj- um degi ái'sins. Ætlað er rúm til þess að líma andlitsmyndir á blaðsíðurnar. Málshættii-nir eru margir spaklegir og fallegir og er gaman að lesa þá og íhuga. Þessi bók ætti að stuðla að því, að þeir varðveitist með þjóðinni. Þessi bók er ágæt tækifærisgjöf. E1 Hakim, en það þýðir læknir, á egypzku, heitir bók, sem Norðri gefur út. Frægur egypzkur skurðlæknir segir þar ævisögu sína, sem er mjög viðburðarík. Þetta er ein skemmtilegasta ævisagan, sem komið hefur út á seinni árum. DÁNARMINNING: Pétur Rustikusson hxísgagnasmiður. Á síðastliðnu voi’i átti eg leið um á Akureyri, og leit eg þá snöggvast inn hjá hjónunum í Eiðsvallagötu 14 (Lundi), þeirra Hallfríðar Björnsdóttur og Pét- urs Rustikussonar húsgagna- smiðs. Þá var Pétur hress og glaður í máli að vanda, tók kveðju minni fjörlega og kastaði fram spaugs- yrðum. Handtak hans var hlýtt og traust er við kvöddumst. — Þetta var síðasti fundur okkar í xessu lífi, því að nokkrum vikum seinna barst mér sú óvænta óheilla fregn, að Pétur væri dá- inn. Hann varð 69 ára að aldri. Pétur er fæddur á Fljótsdals- héraði, ólst þar upp, kvæntist þar eftirlifandi konu sinni, og bjó þar lengi, en fyrir allmörgum ár- um fluttust þau til Akureyrar og þar lagði Pétur heitinn stund á þá atvinnu, sem honum mun lengi hafa verið hugleikin, þ. e. húsgagnasmíðar. Keyptu þau hjónin húsið Lund, sem er gam- alt oi'ðið, og endurbætti Pétur það mjög vel. Nokkurn hluta þessa húss notaði hann svo fyrir smíðavei'kstæði. Þarna á þessu litla vei-kstæði var stai'fsvettvangur Péturs heit- ins síðustu árin. Þangað komu margir, og er óhætt að segja, að enginn hefur tapað á viðskiptum sínum við hann, og lagði hann ætíð metnað sinn í að leysa vinnu Iðunnar-skór, j með hrágúmmisólum, nykomnir. Skóbúð KEA 2 herbergi til leigu. Aðgangur að eld- húsi getur komið til greina. Afgr. vísar á. Herbergi með innbyggðum skáp, til leigu. Aðgangur að eldhúsi kemur til greina. Afgr. vísar á. sína vel af hendi, enda leitaði margt fólk til hans, og hafði Pét- ur nóg að gera, þar til þurx'ð vai'ð á smíðaefni núna allra síðustu ár- in. Eg var svo lánsamur að kynn- ast Péti'i allvel, því að fæði og húsnæði hafði eg hjá þeim hjón- um tvo vetur. Það er happ fyrir hvern mann að kynnast slíkum manni, sem Pétur var, því að í vitund manna var hann alltaf eins og klettui', sem hægt var eygja í því róti hverfulleika og skyndikynna, sem einkenna nútímann. Eðlis- kostir Pétui-s voru augljósir öll- um er honum voru samtíða. Hann var framúrskarandi geð- pi'ýðismaður, svo að hann skipti örsjaldan skapi, en hlýleiki og rólyndi einkenndu hann öðru fi-emur, svo og tryggðin og lang- lyndið við vini, konu og börn. Kímnigáfu hafði hann líka næma, sem hann kunni vel að beita, er við átti. Hann var vel hagmæltur, þótt hann léti lítt bera á þeirri gáfu sinni, a. m. k. síðustu árin, en allmikið mun hann láta eftir sig af vísum og Ijóðum. Pétur átti bækur margar, enda hafði hann yndi af góðum bókum, hvort heldur um var að ræða fræðirit eða skáldskap, bundinn eða óbundinn, enda notaði hann frístundir sínar gjarnan til lestrar, og var hann vel heima í íslenzkum bókmenntum, fornum og nýjum. Oft hafði Pétur orð á því við mig, hve lánsamur eg væri, að geta menntað mig meðan ég væri ungur, og mátti á honum skilja, að hans stærsti æskudraumur hefði verið að ganga menntaveg- inn, en aðstæðurnar hafa sjálfsagt hindrað það, að sá draumur hans rættist, enda var þá um öllu færri leiðir að velja fyrir ungl- inga, er hug höfðu á að mennta sig, en æskufólk nútímans. Heimilislífið í Lundi var hlý- legt og rólegt, þar var aldrei úlf- úð né misklíð á fei'ðum. Gesti bar oft að gai’ði, og þá einkum kunn- ingjar og ættingjar þeirra hjóna frá Austurlandi, og fór enginn fastandi né fúllyndur frá fundi við gömlu hjónin. Ekki auðnaðist mér að fylgja Pétri til grafar, en það hafa sjálf- sagt margir orðið til þess, og allir er hann þekktu munu minnast hans með hlýju og virðingu. Pétur safnaði ekki jarðneskum auðæfum, þótt vinnudagurinn væri orðinn æði langur, en eg veit að hann hefur safnað dýr- mætari fjái'sjóðum á öðrum stað, sem reynast hinum jarð- nesku þýðingarmeiri við leiðar- lok þessa lífs. Eftirlifandi konu og börnum Péturs votta eg innilega samúð, en „það er huggun hai-mi gegn“ að vita hinn látna heilann og endurborinn í ljóssins landi. Kristján Jóhannsson. Reksfrarreikningur Dagheimilisins Pálmholts, Aureyri Meðgjöld með börnurn. 26.075.00 Fæði, akstur og annar kostnaður 22.963.23 Laun gxeidd .................... 16.215.13 Rekstrarhalli, færður til jafnaðar 13.103.36 Krónur 39.178.36 39.178.36 Akureyri, 30. október 1950. í stjórn Kvenfélagsins Hlífar. Elinborg Jónsdóttir formaður. Helga Jónsdóttir Laufey Tryggvadöttir ritari gjaldkeri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.