Dagur - 15.11.1950, Side 1
Póstkröfur fyrir árgjaldi blaðs
ins hafa verið sendar til ým-
issa póststöðva. Munið að
vitja þeirra!
XXXIII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 15. nóvemberl950
49. tbl.
Hægf að fá nýtízkutogara til bæjarins í næsfa mánuöi - eí bæjar-
Elliheimilið í Skjaldarvík
Myndin er af elliheimilinu í Skjaldarvík, sem Stefán Jónsson klæð-
skerameistari hefur komið upp og starfrækir. Tekur heimilið nú
70—80 vistmenn og er til stórmikilla bóta fyrir þetta hérað og raunar
stærra landsvæði. Nýbyggingin sem tekin var í notkun á dögunum
er til hægri á myndinni.
Hausfííoin breytti ástandinu í
fóðurbirgðamálum óþurrkasvæð-
anna á Norð-AusturSandi
Rætt við Jóliannes Arnason bónda á
Gunnarsstöðimi í Þistilíirði
menn leggja fram 400 þús. kr.
Utgerðarfélag Akureyringa leitar eftir auknu
hlutafé til þ ess að ráðast í ný togarakaup
Um næstu mánaðamót verða tveir af þeim 10 togurum, sem ríkis-
stjórnin samdi um smíði á í Bretlandi fyrir tveimur árum, tilbúnir
til afhendingar og getur Útgerðarfélag Akureyringa h.f. fengið ann-
að þessara skipa ef það getur Iagt fram nauðsynlegt fé til kaupanna.
Bandaríkjastjórn
veitir f jórum ís-
lendingum náms-
styrk
Bandaríkjastjórn hefir ákveðið
að veita fjórum íslendingum, sem
lokið hafa háskólaprófi, styrki til
að stunda nám í Bandankjun-
um skólaárið 1951—1952. Eru
styrkir þessir veittir samkvæTnt
lögum þeim, sem kennd era vio
þingmennina Smith og Mundt, og
Bandaríkjaþing hefir sett í því
skyni að efla kynni þjóða í milli.
Styrkirnir eru veittir til e:ns
árs og nema allt að 150 dollurum
á mánuði að viðbæ'.tum skóla-
gjöldum og fargjöldum milli ís-
lands og Bandaríkjanna báðar
leiðir.
íslenzk-ameríska félagið tekur
á móti umsóknum um styrki
þessa og þurfa þær að berast fyx’ir
10. desember n. k. Umsóknar-
eyðublöð og frekari upplýsingar
fást í skrifstofu félagsins, her-
bergi númer 17, Sarnbandshús-
inu, Rvík, á þriðjud. og föstudög-
um milli klukkan fjögur og fimm
eftir hádegi.
r
Isfisksölur í Bretlandi
Snæfell seldi í Fleetwood 8. þ.
m. 1773 kit fyrir 5603 sterlings-
pund. Skipið er komið heim úr
þessari för, flutti það kol til Dal-
víkur frá Bretlandi. Vélskipin
Súlan og Sigríður áttu að selja
í Bretlandi í gær, en ekki hafði
blaðið fregnir af söluupphæð-
um í gærkvöldi.
r
Islenzkt dilkakjöt selst
til Bandaríkjanna
Á sl. hausti sendi SÍS 50 skrokka
af dilkakjöti til Bandan'kjanna,
til reynslu. Nú hafa borizt þær
fi-egnir að vestan að kjötið hafi
líkað séi’lega vel og vilja kaupend
urnir fá 50 lestir af kjöti hið
fyi-sta. Verðið er gott, eitthvað
hærra en óniðurgreitt verð hér
innanlands.
Vatna j ökulsleiðangur
Bandaríkjamanna
snýr við
Vatnajökulsleiðangur Banda-
ríkjamanna, sem lagði af stað
fyrir þremur vikum til þess að
þjarga skíðaflugvélinni af jöklin-
um, ákvað í gær að snúa við og
hætta tilraunum til björgunar. —
Höfðu leiðangursmenn komizt
lengst 10 km. inn á jökulinn.
Telja þeir og ílugvélarnar fenntar
á kaf.
Jóhannes Árnason bóndi á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði var
hér á ferð á mánudaginn, á leið
á flokksþing Framsóknarmanná í
Reykjavík. Dagur notaði tæki-
færið til þess að ieita frétta hjá
honum af ástandi og horfum í
Þistilfirði og framkvæmdum í
héraðinu.
Jóhannes sagði að mikla veð-
urblíðu hefði gert þar eystra með
vetrarkomunni og stóð góðviðrið
í hálfa aðra viku. Gjörbreytti það
ástandinu í fóðurbirgðamálunum.
Menn náðu mest öllum heyjum
sínum, og var það, sem slegið
var í september, alls ekki illa far-
ið. Áður en þetta góðviðri kom,
var talið að heyfengur manna
væri 2/3 meðalheyfeng, en nú
mundi láta nærri að flestir hefðu
meðalheyfeng, enda þótt sumt af
heyjunum mundi vafalaust reyn-
ast lélegt fóður. Bændur hafa
frekar kippt að sér hendinni með
heypantanir annars staðar frá. —
Telur Jóhannes að með því hey-
magni, sem þegar er flutt til hér-
aðsins, eða væntanlegt á næst-
unni, sé allvel séð fyrir fóður-
þörfinni og muni ekki þurfa að
fækka bústofni að þessu sinni.
Garnaveiki komin upp í
Þistilfirði.
Garnaveiki í sauðfé kom upp
á Hvammi í vor og var fé slátr-
að þar í von um að geta þannig
heft útbreiðslu veikinnar. Ekki
hefur hún sannanlega komið upp
annars staðar, en fé á næstu bæj-
um hefur verið bólusett í ör-
yggisskyni. Vann Guðmundur
Gíslason læknir að því um tíma í
sumar.
Myndarlegt hraðfrystihús í
Þórshöfn.
Nú í haust var að mestu lokið
við að koma upp stóru frysti-
húsi í Þórshöfn á vegum Kaup-
félags Langnesinga. Hús'þetta er
mikið mannvirki og leysir úr
brýnni þörf héraðsbúa við sjó og
í sveit. Húsið er byggt undir um-
sjá Helga Bergs verkfræðings hjá
SÍS. Er það tvílyft, og fer kjöt-
frysting fram á efri hæð, en fisk-
flökun og hraðfrysting á neðri
hæð. Talsverð útgerð er frá Þórs-
höfn. Afli hefur verið fremur
rýr í haust. Ýsa og flatfiskur er
hraðfrystur, en þorskur saltað-
ur. i
Vegir greiðfærir.
Jóhannes sagði fjallvegi ágæt-
lega færa bifreiðum, svo sem
Reykjaheiði og Axaríjarðarheiði.
Hefur mest allan snjó tekið af
heiðunum og alautt var í byggð,
er hann fór að austan. Hann
kvað lítið sjást af rjúpu fyrir
austan. Hefðu menn gengið á
Gunnólfsvíkurfjall og Langanes-
fjöll og um Axarfjarðarheiði, en
ekki orðið verulega ivarir við
rjúpu. Annars er venjulega mikið
um rjúpu á þessum slóðum í
góðum rjúpnaárum.
í blaðinu í dag er auglýsing
frá félaginu, um að þeir, sem
skrifað hafa sig fyrir hlutafé,
innleysi hlutabréf sín fyrir n.k.
mánaðamót. Ennfremur er skor-
að á þá bæjarmenn, sem vilja
styrkja félagið til þess að auka
togaraútgerðina, að kaupa nú
hlutabréf og opna þannig mögu-
leika til aukinnar útgerðar héðan.
Félagið þarf að hafa 800 þús. kr.
handbærar.
Til þess að geta fullnægt settum
skilyrðum um kaup eins hinna
nýju togara, þarf félagið að leggja
fram 800 þús. kr. nú bráðlega.
Bærinn hefur skuldbundið sig til
þess að leggja fram helming þess-
arar upphæðar, sem aukið hlutafé
í félaginu, enda komi afgangurinn
annars staðar frá. Er upphæð sú,
sem bæjarmenn þurfa að leggja
fram til að fá þetta skip nú, um
400 þús. kr. Þegar munu ein-
staklingar og félög hafa skrifað
sig fyrir eitthvað á annað hundr-
að þús. kr. og skortir því enn
verulega á að settu marki sé náð
og félaginu sé gert kleyft að ráð-
ast í þessi kaup. Mundi það þá
geta gengið inn í brezka lánið,
senl hvílir á skipunum, og inn í
önnur þau lánskjör, sem í þoði
eru á vegum ríkisstjórnarinnar.
Hagkvæm togaraútgerð frá
Akureyri.
Reynslan, sem þegar er fengin
af togaraútgerð héðan sýnir ótví-
rætt, að ekki mun hagkvæmara
að reka togara annars staðar á
landinu en hér. Má fullyrða að
afkoma Akureyrartogaranna sé
og hafi verið betri en togaraút-
gerðar annars staðar og munar
þar miklu sums staðar. Það ligg-
ur í augum uppi, að það væri stór
ávinningur fyrir bæinn að fá ný-
tízku togara til viðbótar, enda
mun almennur áhugi fyrir því
meðal bæjarmanna svo fremi að
líkur séu til að hið nýja skip geti
borið sig ,en nýju togararnir eru,
sem kunnugt er, miklu dýrari
en eldri skipin. Er hvort tveggja,
að skipin eru dýrari í innkaupi
en áður, enda stærri og full-
komnari en þau gömlu, m. a. bú-
in fiskimjölsverksmiðju, og geng
isfellingin hefur hækkað kaup-
verð skipanna í krónutali. Kunn-
áttumenn telja þó, að betri út-
búnaður nýju skipanna muni
standa undir hinu hækkaða verði,
og benda sérstaklega á fiski-
mjölsverksmiðjuna og það verð-
mæti, sem hún á að geta skilað.
Slcugginn á rekstrinum.
Hins vegar er því ekki að leyna,
að nokkurn skugga ber á rekstur
togaranna yfirleitt, þar sem er sú
óvissa, sem ríkjandi er, hvort yf-
irleitt er unnt að gera þá út eða
ekki vegna deilna um kaup og
kjör sjómanna. Það er vissulega
ekki glæsilegt að leggja í ný
skipakaup og hætta þar miklu fé
meðan sá háttur er ríkjandi
að auðvelt er fyrir fámennan hóp
pólitískra spákaupmanna að
stöðva flotann mánuðum saman,
svo sem reyndin hefur verið í
sumar. Þá er það og heldur ekki
uppörvandi fyrir borgarana, sem
nú eru beðnir um aukin framlög,
að hér á Akureyri er enn háð
verkfall á ísfisk- og saltfiskveið-
um togara, þótt horfur séu raun-
ar á því að úr muni greiðast á
næstunni. Þessi mál eru þó raun-
ar ekkert einangrað fyrirbrigði
hér, heldur er sama ástandið um
land allt, og ber brýna nauðsyn
að reisa skorður við því að slíkir
atburðir geti endurtekið sig.
Ef þessum skugga væri svipt af
framtíðarhorfum útgerðarinnar,
mundi áhuginn fyrir aukningu
hennar og eflingu aukast. Sjó-
mennirnir sjálfir eiga mikilla
hagsmuna að gæta, að flotinn fái
að aukast og endurnýjast. Er
þess því að vænta að þeir sýni
það í samningum þeim, er nú
standa yfir, að þeir vilja leggja
fram sinn skerf nú á þessum
tímum til þess að tryggja hag út-
gerðarinnar í framtíðinni og
stuðla þannig að eflingu áhugans
meðal borgaranna, svo að því
takmarki, að kaupa nýtt og glæsi
legt skip til bæjarins, verði náð
og það nú mjög fljótlega.
60 manns í bæjarvinnu
Á vegum bæjarins — við gatna-
gerð, grjótvinnu, sjúkrahúsið,
brunastöðina, almenningssalerni
o. fl. — vinna nú 50 manns, en
útlit fyrir að sumum þeirra verði
að segja upp mjög bráðlegar,
einkum ef veðrátta spillist. 10
manns byrjaði vinnu við fram-
ræslu uppi í bæjarlandi sl.
mánudag.