Dagur - 15.11.1950, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 15. nóv. 1950
HKHKHKHKHKHKBKBKHKHKBKBKHKHKHKHKHKHKBKBKHKHKHKHKKHÍBKHKHKHKBKHKHKHKHKHKBK I
UNG4 FÓLKIÐ
Á þessari síðu ræða ungir Framsóknarmenn stjórnmála-
viðhorfið og bcejarmálin
t%O|0T0f0|*Ví|0|l>^MM>ti MWHOt'VVVVlrVVVlr*
Hlutdeild ungra Framsóknar-
Samband ungra Framsóknar-
manna telur nú mikinn fjölda
meðlima. í flest öllum sýslum og
kaupstöðum landsins eru starf-
andi félög ungra Framsóknar-
manna.
Næstu daga hefst í Reykjavík
flokksþing Framsóknarflokksins.
Verður það sennilega fjölmenn-
asta fulltrúasamkoma, sem fjall-
að hefur um stjórnmál hér á
landi.
Þingið ákveður stefnuskrá
Fiamsóknarflokksins, kýs mið-
stjórn hans og hefur yfirleitt
æðsta vald í öllurn málefnum
hans.
Félög ungra Framsóknarmanna
eiga rétt á að senda fulltrúa á
þingið. Héðan úr Eyjaf. verða t.
d. 12 fulltrúar. Þar sem einfaldur
meiri hluta ræður úrslitum mála
á áflokksþingimi
Aðalfundur Félags ungra Fram-
sóknarmanna á Akureyri 'var
haldinn fimmtudaginn 9. nóv. sl.
Formaður, Valdimar Jónsson,
setti fundinn og stjórnaði hon-
um.
Flutti hann skýrslu félags-
stjórnarinnar.
Kosningar í trúnaðarstöður:
Valdimar Jónsson, formaður.
Jón Kristinsson, ritari.
Lárus Haraldsson, gjaldkeri.
Meðstjórnendur:
Valdimar Baldvinsson, vara-
formaður., Þórir Einarsson, Níels
Halldórsson.
Endurskoðendur:
Ásgeir Halldórsson og Halldór
Helgason.
Umræður urðu fjörugar um
ýms félagsmál og stjórnmál.
Fulltrúar ungra
F ramsóknarmanna
á flokksþinginu
Frá Akureyri:
Valdimar Jónsson, Níels Hall-
dórsson, Ásgeir Halldórsson,
Brynjar Valdimarsson.
Úr Eyjafjarðarsýslu.
Stefán Valgeirsson, Auðbrekku,
Ingimar Brynjólfsson, Ásláks-
stöðum, Sigurður Óli Brynjólfs-
son, Krossanesi, Halldór Jónsson,
Þverá, Óttar Björnsson, Lauga-
landi, Þorsteinn Valgeirsson,
Auðbrekku, Steingrímur Bern-
harðsson, Dalvík, Stefán Hall-
dórsson frá Hlöðum.
á þinginu, hafa ungir Framsókn-
armenn einmilt tækifæri til að
hafa áhrif á gang mála þar. Þeir
eiga og fulltrúa í miðstjórn
flokksins.
A flokksþinginu verður tekin
afstaða til allra þýðingarmestu
málaflokka stjórnmálanna.
Meginstefna Framsóknar-
flokksins næsta tímabil verður og
ákveðin. Ungir Framsóknarmenn
eru stoltir af því að fá tækifæri til
að eiga þar hlut að máli.
Þeir munu styðja þá frjáls-
lyndu umbótastefnu, sem flokk-
urinn hefur beitt sér fyrir frá
öndverðu, og leggja sig fram til
að móta þá stefnu samhliða nýj-
um viðhorfum.
Lýðveldið unga á íslandi er
aðeins á bernskuskeiði. Það eru
vonandi íyrstu sporin, sem það
hefur stigið. Því ber ekki að
neita, að misstig hafa átt sér stað.
Þess vegna erp nú erfiðleikar
framundan. En þeim mun þjóðin
mæta með djörfung og festu. Hún
mun feta sig áfram, minnug bar-
áttu horfinna en ógleymdra kyn-
slóða fyrir frelsi og fullveldi.
Það er trúin á þióðina og land-
ið, sem hvetur unga Framsóknar-
menn til aukinnar starfsemi og
hluttöku í stárfi dg stefnu Fram-
sóknarflokksins.
Ungir Framsóknarmenn líta
björtum augum fram á veginn.
Þeir minnast sigra flokks síns á
seinasta hausti. Þá vann hann í
fyrsta sinni þingfulltrúa í Reykja
vík. Einnig jók hann mjög fylgi
sitt á Akureyri og þokaðist nær
markinu.
Þessir sigrar byggjast hvað
mest á því, að flokkurinn er ís-
lenzkur flokkur, sem vill auka
frelsi og jafnrétti landsmanna.
Hann tekur og fyllsta tillit til
viðhorfa yngri kynslóðarinnar í
stefnu og starfi. Þess vegna fjölg-
aí nú stöðugt félögum ungra
Framsóknarmanna um land allt.
HKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKHKHKH
málinu, stjórnarskrármálinu o. fl.
Kosningar í trúnaðarstöður:
Stefán Valgeirsson írá Auð-
brekku formaður. Meðstjórnend-
ur: Óttar Bjömsson, Þórir Val-
geirsson, Steingrímur Bernharðs-
son, Halldór Jónsson. Varamenn:
Jóhannes Kristjánsson. . Balduv
Halldórsson. Endurskoðendur:
Baldur Halldórsson, Hjalti Finns-
Fjörugar umræður urðu á
fundinum og voru íundarmenn
samhuga um að auka starf og
áhrif félagsins í sýslunni
Aðalfundur FUFE
Stefán Valgeirssop frá Auð-
brekku kosinn formaður.
Aðalfundur Félags ungra
Framsóknarmanna í Eyjafjarðar-
sýslu var haldinn að Hótel Kea
sunnud. 5. nóv. s. 1.
Steingrímur Bemharðsson,
formaður félagsins, stjórnaði
fundi.
Fundinn sátu allmargir félaga.-
enda þótt félagssvæðið, öll Eyja-
fjarðarsýsla, sé mjög víðáttumik-
ið. Ýmsar ályktanir voru gerðar
á fundinum, m. a. í togaradeilu-
r
Alyktanir aðal-
fundar FUFE
Stjórnarskrármálið.
Aðalfundur F. U. F. E, hald-
inn á Akureyri 5. nóv. 1950, tel-
ur það ekki vanzalaust fyrir for-
ystumenn þjóðarinnar, að við
skulum ekki ennþá hafa eignast
heilsteypta stjórnarskrá, eftir sex
og hálft ár frá stofnun lýðveldis-
ins.
Fundurinn lítur svo á, að
Framsóknarflokkurinn ætti að
taka forystuna í málinu.
Fundurinn lýsir sig fylgjandi
tillögum þeim, sem komið hafa
fram í málinu, um sérstakt
stjórnlagaþing, sem ó eingöngu að
ráða þessu máli til lykta.
Fundurinn er því ennfremur
fylgjandi, að löggjafarvaldið og
framkvæmdarvaldið verði skilið
að, landinu skipt í fimmtunga,
þar sem hver fimmtungur fari
með sín sérmál, að svo miklu
leyti sem hægt er, og þess vapd-
lega gætt, að hlutur fólksins ut-
an Reykjavíkur verði ekki fyrir
borð borinn.
Lánveitingar til landbúnaðarins.
Aðalfundur F. U. F. E. telur
það frumskilyrði fyrir nauð-
synlegum byggingarfram-
kvæmdum í sveitum landsins,
að lán þau, sem Búnaðarbanka
íslands er ætlað að lána til
þeirra, séu stórhækkuð frá því
sem nú er, a. m. k. í hlutfalli
við aukinn kostnað vegna
gengisbreytingarinnar.
Togaradeilan.
Fundurinn Iýsir yfir undrun
sinni og gremju á framkomu
lieggja deiluaðila í togaraverk-
fallinu.
Munið
BS A
Sími 1909
ll•l•l•llllllll•ll•l
iiiiiiiiiiiiiiiiii
N í r æ ð u r
PÁLL H. JÓNSSON, Stóruvöllum
13. okt. síðastlioinn v.arð Páll
H. Jónsson hreppstjóri að Stóru-
völlum í Bárðardal níræður.
Þann dag sóttu hann heim all-
margir sveitungar og vinir og
áttu meo honum glaðan dag.
Snjór var á jörð svo mikill, að
það hefti saingönguleiðir og
hindraði marga, bæði fjær og
nær, frá \fví að sækja heim hinn
aldna hreppstjóra á þessum
merkisdegi í ævi hans. Þó kom
um 70 manns saman að Stóru-
völlum og fengu þar hinar hlýj-
ustu viðtökur og ríkmannlegar
veitingar.
Hinn níræði bóndi og hrepp-
stjóri var glaður og reifur að
vanda og ræddi bæði um gamalt
og nýtt við gesti sína.
Þrátt fyrir háan aldur var þó
augljóst, að „Elli gamla“ hafði
enn sneitt hjá garði hans, enda
ekki boðið heim svo gestrisinn
sem húsbóndinn þó er.
Oddviti Bárðdælahrepps, Sig-
urður Baldursson, færði Páli H.
Jónssyni skrautritað skjal frá
hreppsnefnd sveitarinnar, þar
sem hún þakkaði honum, fyrir
sveitarinnar hönd, vel unnin störf
borin uppi af þreki og bjartsýnni
trú á lífsmöguleika hennar og
framtíðarskilyrði og gerði hann
jafnframt heiðursborgara sveit-
arinnar.
Auk oddvita tóku ýmsir til
máls og þess á milli var almenn-
ur söngur.
Páli H. Jónssyni barst fjöldi
heillaóskaskeyta víðs vegar að af
landinu. Og Kári Tryggvason
skáld að Víðikeri sendi honunr
kvæði það, sem hér fer á eftir:
„Tíminn líður hratt — svo hratt
— hugurinn reikar víða. —
Einu er heilsað, annað kvatt,
iðan holar gljúfrið bratt,
út í sæinn orkustraumar líða.
Þú hefur, vinur, hugarhlýr
hlýtt á tímans strauma.
Þipn Pr himinn heiður og skýr,
hedl í þinni veröld býr,
níræður átt þú æskuþrek og
drauma.
Þig hefur sveitin gjöful glatt,
gullnu skrúði vafin.
Meðan stundir hurfu hratt
heyrðir þú er grasið spratt.
Yrkjumaður önnum dagsins
vafinn.
Þú hefur stjórnað þinni sveit,
þétt á taumum haldið.
Á þig sjaldan angur beit,
æ var lund þín glöð og teit,
því hefur fjör og félagshyggja
valdið.
Það hefur löngum ljómað skært
ljós á vegum þínum.
Þú hefur elskað óðal kært,
ungu lífi þroska fært.
Auðnan hlær við óskabörnum
Horfin er í himinninn
húss þíns liljan bjarta.
Hennar leitar hugur þinn.
— Heill þér, gamli vinur minn.
Blessi þig Guð og gleðji þitt
aldna hjarta.“
í STUTTU MALI
Nýja ríkisstjórnln í Dan-
mörk boðar miklar, nýjar
skattaálögur. Meðal þeirra
skatta, sem mesta athygli vek-
ur, er piparsveinaskattur, sem
áætlað er að gefi ríkinu 35
milljónir króna. Alls nema
liinir nýju skattar 700—800
millj. króna. Stjórnin hyggst
skera ríkisútgjöld niður um
100 millj. með ýmsum sparn-
aðarráðsíöfunum.
Ensk húsmóðir vann nýlcga
4 millj. króna í fótboltahapp-
drættinu enska. Þetta er
stærsti vinningur, sem þetta
happdrætti hefur nokkru
sinni greitt.
Vestur-Þýzkaland stöðvaði
8. nóv. iunflutning allra mat-
væla frá löndum, sem eru inn-
an greiðslubandalags Evrópu.
T. d. var stöðvaður innflutn-
ingur fisks frá Danmörk. Ekki
er ljóst, hvemig þessi ákvörð-
un kemur við innflutning fisks
frá íslandi, en af frásögnum
danskra blaða 8. þ. m. virðist
sem nýjir erfiðleikar séu í
uppsiglingu við að selja ís-
fisk héðau til Þýzkalands.
Blaðapappír hækkar stöðugt
í verði. Þar að auki er skortur
á blaðapappír á heimsmarkað-
inum. Sænsku blöðin fá minni
pappír frá næstk. áramótum
en áður og þau verða að greiða
28% hærra verð fyrir pappír-
inn eítir þann tíma.
Rússncska stjórnin hélt upp
á 33 ára afmæli byltingarinnar
með stærstu hersýningu, sem
haldin hcfur verið í Moskva í
mörg ár. f fimm ldukkustund-
ir streymdu hermenn og víg-
vélar fram hjá palli, þar sem
leiðtogar kommúnista stóðu. I
ræðurn ásökuðu þessir stríðs-
lierrar forráðamenn lýðræðis-
þjóðanna um stríðsundirbún-
ing!
Stofuskápur
til sölu mej5 tækifæri*-
verði.
Húsgagnavinnustofa
ÞórÖar Jóhannssonar