Dagur - 15.11.1950, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 15. nóv. 1950
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Sparnaðarráðstafanir og flokksfylgi
NÝLEGA HAFA farið fram athyglisverðar um-
ræður um starfsmannahald og sparnaðarráðstaf-
anir, sem almenningur ætti að gefa gaum. Þessi
mál mun oft eiga eftir að bera á góma á næstu ár-
um, ef á annað borð má takast að rétta við fjárhag
ríkis og bæja og koma rekstri atvinnuveganna á
skynsamlegri grundvöll. Tilefni þessara umræðna
er viðleitni bæjarstjórnar Siglufjarðarkaupstaðar
til þess að spara bænum útgjöld og létta einhverju
af launagreiðsluþunganum af bæjarsjóði. Alkunn-
ugt er að Siglufjarðarbær er illa stæður fjárhags-
lega og ríkissjóður hefur að undanförnu orðið að
munu þær eiga að mæta and-
stöðu og jafnvel fullum fjandskap
Alþýðuflokksbroddanna, því að í
fylkingu embættismanna hefur
flokkurinn vissulega meiri hags-
muna að gæta en innan erfiðis-
mannastéttanna. Vel má vera að
Dað hafi verið tilviljun ein að svo
margir Alþýðuflokksmenn reynd-
ust vera í stöðum þeim í Siglu-
firði, sem sjálfsagt þótti að leggja
niður, er horfið var að því ráði,
að gera rekstur bæjarfélagsins ó-
dýrari en áður, en hitt er engin
tilviljun, að Alþýðuflokksmenn
verði einna fyrst fyrir barðinu á
almennum sparnaðarráðstöfun-
um hjá ríki og ríkisfyrirtækjum
því að alkunna er, að flokkurinn
hefur lagt á það megináherzlu að
koma gæðingum sínum fyrir inn-
an þessara stofnana og hefur þá
stundum lítt gætt hófs og mætti
nefna þess ýmis dæmi. Það er
og glögg vísbending um afstöðu
flokksins, að þingmenn hans eru
allir hálaunaðir embættismenn
ríkisins og rílvisstofnana.
VIÐBRAGÐ Alþýðuflokksins
gagnvart hinum hófsamlegu ráð-
stöfunum Siglufjarðarbæjar eru
nokkur lærdómur fyrir þjóðina
um afstöðu þessa flokks til hags-
muna skattþegnanna og þeirra
ráðstafana, sem þeir krefjast nú
og gerðir séu á ríkisrekstrinum.
En forvígismönnum embættis-
mannaflokksins skjátlast ef þeir
halda, að þjóðin sjái aumur á
þeim þótt nokkrir gæðingar
þeirra verði að hrökklast úr ó-
þörfum nefndum og embættum.
Hróp blaðs þeirra um pólitískar
ofsóknir gera þá ekki að píslar-
vottum, heldur sanna þjóðinni á-
þreifanlega á hverju siðferðisstigi
sú flokksforusta stendur, sem enn
kennir sig við alþýðu manna, en
hefur fyrir löngu slitnað úr sam-
bandi við hana og dagað uppi
innan um fína titla og hálaunuð
embætti við kjötkatlana í höfuð-
staðnum.
FOKDREIF AR
Gæzla Reykjavíkuvsjónar-
miðanna.
er auðvelt að bæta úr þeim.
standa straum af lánum bæjarfyrirtækja eins og
Skeiðsfossvirkjunarinnar. Þegar málum kaup-
staðarins er svo komið, eru sparnaðarráðstafanir
bæjarstjórnarinnar ekki aðeins skiljanlegar, held-
ur má segja, að forráðamönnum kaupstaðarins
beri brýn skylda til að gæta ýtrustu sparsemi og
hagsýni í rekstri bæjarins. Undir forustu hins öt-
ula bæjarstjóra kaupstaðarins, var þessi viðleitni
hafin fyrir nokkru. Starfsmannahald bæjarins var
endurskipulagt. Óþörf embætti lögð niður og
sameinuð öðrum. Með þessum aðgerðum sparaði
bæjarstjórnin útgjöld sem nema á annað hundrað
þúsund krónum. Líklega hefði þessi viðleitni.bæj-
arstjórnarinnar ekki vakið þá athygli, sem hún þó
verðskuldar, ef aðalmálgagn Alþýðuflokksins á
Islandi hefði ekki vakið athygli á henni og það
með nokkuð sérstökum hætti. Samkvæmt frásögn
blaðsins voru það yfirleitt Alþýðuflokksmenn,
sem sátu í hinum óþörfu störfum í Siglufirði.
Þessi staðreynd varð til þess, að aðalblað flokksins
leit ekki fyrst á nauðsyn kaupstaðarins að spara
útgjöld til hins ýtrasta, heldur á pólitískan litar-
hátt starfsmanna þeirra, sem þarna áttu hlut að
máli, og með því að hann var nákominn blaðinu,
voru ráðstafanir bæjarstjórnarinnar úthrópaðar í
blaðinu sem pólitísk ofsókn og til þess eins gerðar
að bola Alþýðuflokksmönnum úr störfum. í ýtar-
legri greinargerð, sem bæjarstjórinn í Siglufirði
hefur birt í Tímanum, eru ásakanir Alþýðublaðs-
ins hraktar lið fyrir lið. Endurskipulagning starfs-
mannahalds kaupstaðarins var vissulega ekki gerð
til þess að bola burtu einstökum persónum, heldur
er hún liður í viðleitni bæjaryfirvaldanna til þess
að rétta við fjárhag bæjarins og koma rekstri bæj-
arkerfisins á einfaldari og ódýrari grundvöll.
ÞETTA SIGLUFJARÐARMÁL er naumast stór-
mál í sjálfu sér. Hitt er athyglisverðara og lær-
dómsríkara, hvernig Alþýðuflokkurinn íslenzki
hefur þarna snúist við sparnaðarráðstöfunum. Það
virðist vera stefna flokksstjórnarir.nar að spyma
sem fastast gegn aðgerðum til þess að gera rekst-
ur bæjarfélaga og ríkissjóðs einfaldari og ódýrari
og um leið hagkvæmari fyrir skattþegnana, ef
þessar aðgerðir koma á einhvern hátt við kaun
Alþýðuflokksmanna. Þannig er það ekki nauðsyn
ráðstafananna eða réttmæti þeirra, sem markar
afstöðu flokksins, heldur einkahagsmunir hans og
þeirra manna, sem hann telur sér nokkurt hald í.
Það er alveg vafalaust, að ef þær yfirlýs. stjórn-
arvaldanna, að unnið verði mai'kvisst að því í
framtíðinni að gera rekstur ríkisbáknsins ódýrari
og einfaldari en nú er, verða meira en orðin tóm,
NÝLEGA HEFUR verið gerð
breyting á skipulagi verðlagseft-
irlitsins, í þeim tilgangi, að koma
því í nánara samband við al-
menning í landinu og veita neyt-
endum betra tækifæri en áður til
þess að vera á verði í verðlags-
málum og koma sjónarmiður sín-
um á framfæri. Heitir embættis-
maður sá, er þessum máium stýr-
ir, verðgæzlustjóri. Flutti emb-
ættismaður þessi erindi í útvarp
fyrir nokkru og gerði grein fyrir
starfi sínu og skoraði á almenn-
ing að hafa samvinnu við skrif-
stofu síria til þess að fyrirbyggja
vérðlagsbrot eða upplýsa þau og
koma á auknu öryggi í þessum
málum. Er ekkert nema gott um
allt þetta að segja. Sunnanblöðin
birtu og frásagnir af þessu nýja
starfi og upplýsingar embættis-
mannsins um það. Nú síðustu
dagana hafa þau og flutt auglýs-
ingar frá honum til leiðbeiningar
fyrir almenning.
ÞAÐ ER ÁSTÆÐA til þess að
kynna sér það, sem þarna er ver-
ið að gera, og leggja hönd að
verki að uppræta svartamarkaðs-
brask og annað ólöglegt athæfi í
verzlunarmálum og mun af nógu
að taka. En hitt er jafn augljóst,
að til þess að þessi starfsemi nái
tilgangi sínum, verður embættis-
maður þessi að hafa samstarf við
almenning um land allt, en ekki
aðeins í Reykjavík. Svo hefur nú
brugðið við að blöðin úti á landi
hafa engar greinargerðir fengið
frá embætti þessu, né heldur hafa
þau verið beðin fyrir auglýsing-
ar, sem varða allan almenning og
eiga að vera til leiðbeiningar fyr-
ir alla landsmenn. Það er illt til
þess að vita, að hinn nýi embætt-
ismaður skuli þannig í upphafi
láta líta svo út, sem starf hans
eigi eingöngu að snerta höfuð-
staðarbúa'. Þau vinnubrögð
verðlagsstj óraskrifstofunnar fyrri
að auglýsa verðlagsákvarðanir,
sem snerta alla landsmenn, ein-
göngu í sunnanblöðunum, eru
ekki til fyrirmyndar. Til þess að
starfsemi verðlagsstjóra og verð-
gæzlustjóra komi að fullum not-
um, þurfa þessir heiðursmenn að
eiga gott samstarf við fólkið á
öllu landinu. Til þesseruembætti
þeirra raunar stofnuð,. Vonandi
er hér aðeins um byrjunarmistök
að ræða hjá hinu nýja embætti og
Eigum við að drekka vatn úr
Glerá?
EG SÉ í fundargerð bæjarráðs
frá 2. þ .m., að bæjarverkfræð-
ingur hefur fengið heimild til
þess að dæla vatni úr Glerá inn á
vatnsveitukerfi bæjarins. Sá var-
nagli er þó á hafður, að samþykki
heilbrigðisnefndar þarf að koma
til áður en þessi nýstárlega aukn-
ing á neyzluvatninu verður að
veruleika. Um þetta vildi eg að-
eins segja það, að mér þykir lík-
legt að bæjarbúar almennt vilji
fá nánari skýringar á þessu trak-
tementi áður en það verður að
veruleika. Hér er mál, sem snert-
ir hvert einasta mannsbarn í
bænum. Mér sýnist bæjaryfir-
völdunum bera skylda til að út-
skýra málið fyrir bæjarbúum og
leiða fullgild rök að því, að þessi
vatnsveita sé. þannig umbúin, að
fullkomlega öruggt sé að í rörin
komi ekkert annað en hreint og
ómengað vatn. Er þess þá líka að
minnast, að enn er ókomin frá
bæjaryfirvöldunum greinargerð
um ástand í vatnsveitumálum
bæjarins og þá möguleika, sem
fyrir hendi eru til þess að forða
hinum hvimleiða vatnsskorti, sem
plágað hefur sum bæjarhverfi á
vetri hverjum.
Sportbolir
Kvennærföt
Barnabolir
Bleyjubuxur
Skóbuxur
I Brauns verzlunj
Páll Sigurgeirsson. [
•t'MMMMMMMMMMMMIMIMMMIIMMinHIMMMMMMMMMMi
Hjálpræðisherinn (Strandgötu
19B). — Föstudag kl. 5: Æsku-
lýðssýning fyrir börn. — Laugar-
dag kl. 8.30 e. h.: Æskulýðssýning
fyi'ir almenning. — Sunnudag kl.
II f. h.: Helgunarsamkoma. Kl. 2
e. h.: Sunnudagaskóli. Kl. 8.30 e.
h.: Hjálpræðissamkoma. — Söng-
ur og hljóðfærasláttur. — Allir
velkomnir.
Jólapóstur í nóvember
Það euu ekki nema rúmar fimm vikur til jóla.
Dagarnir styttast óðum og líða fljótt, og áður en við
höfum áttað okkur á því, er jóla-annríkið skollið á.
Hvað getum við gert til að létta svolítið á síðustu
vikunum? Ýmislegt er áreiðanlega hægt að gera og
koma frá tímanlega og má þar t. d. nefna jólapóst-
inn. Það er góður siður og mjög til þæginda fyrir
hvern, er í hlut á, að hafa í lítilli bók skrifuð nöfn
og heimilisföng allra þeirra, sem á að skrifa jólabréf
eða senda kveðju. Nöfnin eru flokkuð niður í
innbæjar, utanbæjar, utanlands.
Að jólapóstinum er auðveldlega hægt að vinna í
nóvembermánuði, og það er meira að segja miklu
betra, heldur en að þurfa að gera það, þegar tími er
orðinn naumur og ótal vei'k, sem ekki verður kom-
izt hjá að vinna, bíða. Oþarfi er að dagsetja jóla-
bréf eða kort öðruvísi en t. d. jólin, 1950, svo að
ekki þarf það að vera til fyrirstöðu.
Þegar búið er að skrifa bréfin og ganga frá þeim
að öllu leyti, er hægt að fá öll bréf, sem eru sams
konar, vegin í pósthúsinu og frímerkja þau síðan.
Þannig er hægt að geyma bréfin, sé enn ekki tíma-
bært að senda þau af stað og setja þau síðan í póst-
kassann, fyrst þau, sem lengst eiga að fara o. s. frv.
Með því að hafa þannig reglu á jólapóstinum og
vera snemma á ferðinni með hann, spörum við okk-
ur miklar áhyggjur og hlaup og léttum á síðustu
vikunum fyrir jólin, og ekki mun af veita.
BLÓMSTRAR JÓLAKAKTUSINN?
Það var nærri farið illa fyrir mér í sumar. Jóla-
kaktusinn hengdi blöðin og var svo ritjulegur, að
engum datt annað í hug, en hann ætti skammt eftir
ólifað. Margsinnis var komið að mér að fleygja hon-
um, en þegar á átti að herða, brast mig kjarkinn.
Eg ætiaði að sjá til. Þegar tók að hausta fór plant-
an að reisa sig við, blöðin að grænka og stífna og
hinn fallegi glansi, sem áður hafði verið á þeim,
kom aftur. Það leið ekki á löngu áður en fór að
sjást í knúppa, og nú þakka eg hamingjunni fyrir að
áform mín í sumar skyldu aldrei verða annað en
áform ein. Síðan hefur vís kona sagt mér, að hvíld-
artími sumra kaktusategunda sé að sumrinu, og að
ekkert m'un hafa gengið að mínum — hann hafi bara
verið að hvíla sig. Síðan hef eg einnig lært það, að
eftir að fer að sjást í knúppana eigi að snúa plönt-
unni reglulega þannig, að birtan komi sem jafnast
á hana. En það má ekki snúa henni oftar en einu
sinni eða þar um bil. Sé henni snúið oftar en einu
knúpparnir af og lítið vei'ður úr blóma-dýrðinni,
sem við hlökkum til að fá. Þetta stafar af því, að
knúpparnir leita alltaf í ljósið, hversu öfugt sem
þeim snúa, og ef potturinn er færður of oft, verður
of tíð hreyfing á knúppunum og stundum fer hún í
eina áttina í dag og aðra á morgun. Við þetta losna
knúpparnir og detta af eins og fyrr segir.
Þetta er sagt til viðvörunar ungum og óreyndum
húsfreyjum, sem kannske eiga kaktus með knúpp-
um. Vonandi hefur engin orðið fyrir því óláni að
fleygja sínum á meðan hann svaf.
NYLONSOKKARNIR OG ÍSLENDINGUR.
íslendingur auglýsti eftir nylonsokkum til að
geyma lauk í, í síðasta tölubl. Vonandi er, að kon-
ur hafi notfært sér tilboð blaðsins og fengið ein-
hverja smá-aura fyrir gömlu sokkana sína. Ekki
mun af veita svona rétt fyrir jólin.