Dagur


Dagur - 15.11.1950, Qupperneq 8

Dagur - 15.11.1950, Qupperneq 8
8 Baguk Miðvikudaginn 15. nóv. 1950 Bændafélag Þingeyinga ítrekar fyrri samþykktir í stjórnarskrár- málinu Ályktanir nm landbúnaðarmál o, fl. gerðar á aðalfundi félagsins Horfur á vetrarstríði í fjalllendi ar suður yfir landamerki Kóreu áhyggju- efni lýðræðisjíjóðanna Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga, haldinn að Fosshóli 28. okt. sl., samþykkti m. a. eftirfar- andi ályktanir og áskoranir. Stjórnarskrárfélag. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga 1950 vísar til ályktunar aðalfundar síðasta árs, um nauð- syn þess að samin verði nú stjórnarskrá fyrir íslenzka lýð- veldið á grundvelli stjórnar- skrártillagna Austfirðinga og Norðlendinga. Fundurinn telur, að herða þurfi sókn í málinu meðal landsmanna, með skipulögðum félagsskap, og felur hann því stjórn Bændafé- lagsins, að beita sér fyrir stofnun stjórnarskrárfélags í Suður- Þingeyjarsýslu meðal áhuga- manna í fullu samráði við for- göngumenn málsins. Um hlutfallslega aukinn innflutning véla og efnis til eflingar landbúnaði. Aðalfundur Bænafél. Þingey- inga 1950 lítur svo á, að íslend- ingum sé það nú, sem stendur, sérstök þjóðarnauðsyn að efla landbúnaðinn sem mest og m. a. verður að auka og bæta véla- kost hans, svo sem föng eru á, og gera hann arðsama atvinnu- grein. Fundurinn skorar því á Fjár- hagsráð að auka hlutfallslega, frá því sem nú er, innflutningsleyfi á efnivörum þeim og vélum, er stutt geta að hraðri þróun land- búnaðarins. Meiri innflutningur vegna heyverkunar. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga 1950 beinir þeirri áskorun til innflutningsyfirvaldanna, að þau gæti þess sérstaklega að bændur geti fengið súgþurrkun- artæki og efni til bygginga á vot- heysgeymslum eftir fyllstu þörf. Togaraverkfallið. Bændafélag Þingeyinga telur það þjóðahneisu að mestur hluti togaraflotans hefur verið látinn liggja í höfn yfir höfuðbjargræð- istíma landsmanna. Skorar því aðalfundur félags- iiis á Alþingi og ríkisstjórn, að gera tafarlaust ráðstafanir til þess, með löggjöf, að slíkt endur- taki sig ekki, þar sem um al- þjóðar verðmæti er að ræða. Lítur fundurinn svo á, að rétt sé undir núverandi kringum- stæðum, að nefnd framleiðslu- tæki séu gerð upptæk, og seld úr landi, en andvirði þeirra lagt í starfandi framleiðslugreinar þjóð arinnar. Einfaldari og ódýrari rekstur þjóðárbúskaparins. Aðalfundur Bændafélags Þing- eyinga telur að meginorsök dýr- tíðar og fjármálaöngþveitis sé sú, að alltof margir standi utan fram- leiðslunnar og þungi þeirra sé óbærilegur framleiðendum. Skorar hann því á þingmann kjördæmisins að beita sér fyrir því, að endurskoðun sú á ríkis- rekstrarkerfinu, sem fyrir liggur, verði gagnger og róttæk, og leiði til þess sparnaðar og einfaldleika í rekstrinum, sem til fyrirmynd- ar verði, og alþjóð gerir kröfur til. Á sjötugsafmæli sínu, 4. þ. m., gaf Hannes Davíðsson, bóndi á Hofi í Hörgárdal, Skógræktar- félagi Arnarnesshrepps jörðina Ásláksstaði II í Arnarnesshreppi. Er hér um að ræða allmikið land í góðri rækt, sem Hannes hefur til þessa nytjað með eign- arjörð sinni, Hofi, ásamt svo- nefndum Ásláksstaðatanga, sem er annálað kostaengi. Jörðin er gefin félaginu „í trausti þess, að arður sá, sem hún kann að gefa af sér, hvort heldur er landleiga eða söluverð, verði notaður til að auka trjágróður í Arnarnesshreppi, eftir því sem stjórn skógræktarfélagsins og félagsfundir kunna að telja hag- kvæmast“ — eins og komist er að orði í gjafabréfinu. Fyrir 16 árum síðan gaf Hann- es Búnaðarsambandi Eyjafjarðar aðra stórgjöf, kr. 10.000 — tíu þúsund — til minningar um for- eldra sína, prófastshjónin á Hofi, frú Sigríði Olafsdóttur og séra Davíð Guðmundsson, svo segja má, að ræktunarmálin í sveit og héraði eigi hér hauk í horni. Hannes á Hofi hefur um langt skeið gegnt gjaldkerastörfum við Sparisjóð ArnarnesshreppS, ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt fyrr og síð- ar. Hann er um margt óvenjulegur maður og á alls staðar vini. 65 ára: Jóhannes Jónasson Jóhannes Jónasson, fyrrv. yfir- fiskimatsmaður, verkstjóri hjá KEA, varð G5 ára sl. miðvikudag. Hann er fæddur í Yztuvík í Grýtubakkahreppi, en hefur átt hér heima lengst af. Ýmsurn trúnaðarstörfum hefur hann gegnt fyrir bæjarfélagið, m. a. átt sæti í bæjarstjórn. var lengi fá- tækrafulltrúi, setið í ýmsum nefndum o. s. frv. Ýmis önnur félagsmál hefur hann látið til sín taka. Jóhannes Jónasson nýtur trausts og vinsælda samborgara sinna. Urðu og margir til þess að senda honum hlýjar kveðjur á þessum tímamótum ævi hans. — 51 maðiir mætti til atvinnuleysis- skráningar Almenn skráning atvinnulausra verkamanna og sjómanna fór fram á Vinnumiðlunarskrifstof- uimi dagana 1.—4. þ. m. — Til skráningar mættu 44 verkamenn, 6 sjómenn og 1 iðnaðarmaður. Þar af voru 23 fjölskyldufeður með 37 ómaga á framfæri, og 28 einhleypir menn með 9 ómaga á framfæri. Þrjá sl. mánuði (ágúst—sept.), en skráningin nær yfir þann tíma, höfðu þessir menn haft atvinnu- daga sem hér segir: 14 — 75 vinnudaga (þ. e. fulla vinnu). 13 — 60—70 vinnudaga. 5 — 50—60 vinnudaga: 9 — 40—50 vinnudaga. 3 — 30—40 vinnudaga. 7 — 25 vinnudaga og færri. Skráningardagana voru 14 í vinnu, en búast við uppsögn hve- nær sem er. 6 af þeim skráðu eiga mikið af sumarkaupi sínu ógreitt enn, og vita ekkert hvenær þeir fá það. 21 hafa enga von um vinnu framvegis. 30 allt óvíst. Kommúnistastjórnin í Kína hef- ur sent hluta af fjórða kínverska hernum suður yfir landamæri Kóreu og Mansjúríu. Er talið að um 70 þúsund manna lið sé þegar komið suður yfir landamærin, en á næstu grösum hafi Kínverjar tilbúnar miklu fjölmennari liðs- sveitir og muni þeir geta aukið herafla sinn þarna í 500 þúsund menn á skömmum tíma. Kínverska kommúnistastjórn- in segir lið þetta vera „sjálfboða- liða“, en handteknir kínverskir hermenn segja aðra sögu. Þeir eru hluti hins reglulega hers Kínastjórnar og hafa farið inn í Kóreu samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna. Enn hefur ekki komið til veru- legra átaka milli herja Samein- uðu þjóðanna og þessa kínverska liðs. Oryggisráðið hefur rætt mál- ið og boðið Kínastjórn að senda fulltrúa til Lake Success til þess að flytja mál sitt, en þessu boði hafa kommúnistar hafnað. Áhyggjuefni Vesturlanda Mikið er um þessi mál rætt í blöðum lýðræðisþjóðanna um þessar mundir og eru ýmsar get- gátur uppi, hvað kommúnistar ætlist fyrir með innrásinni í Kór- eru. Gott sýnishorn af þeim um-. ræðum, er ritstjórnargrein í danska blaðinu Politiken hinn 8. þ. m. Leyfir Dagur sér að endur- segja hér á eftir meginefni grein- arinnar. Blaðið segir á þessa leið: Herir Sameinuðu þjóðanna í Kóreu standa nú andspænis þeim- óhugnanlega möguleika að þurfa að heyja vetrarstríð í hinu erfiða fjalllendi Kóreu, þar sem lítið er um skjól. Vetur er þegar geng- inn í garð á þessum slóðum. Enn er ekki gerla vitað, hver tilgang- urinn er með sendingu kínverskra hersveita yfir landamærin. Vera má, að kommúnistaríkið hafi fleiri en eitt járn í eldinum með því að senda „sjálfboðaliða" þessa inn í Kóreu einmitt á þessu augnabliki, og vel má .vera að einn tilgangurinn sé að neyða heri Sameinuðu þjóðanna til þess að berjast við mjög örðug skil- yrði, þar sem loftslagið er mikil hindrun við flutning birgða og liðs. Vitaskuld búa báðir aðilar við sama loftslagið, en minna verður á, að við svo frumstæð og erfið skilyrði standa bæði Kín- verjar og Norður-Kóreumenn betur að vígi en hinir vestrænu hermenn Sameinuðu þjóðanna. Amerískir og brezkir hermenn eru vanir betri lífskjörum en þarna verður upp á að bjóða, en fyrir andstæðinga þeirra verða frumstæð lífsþægindi engin nýj- ung. Þar við bætist, að hinir teknisku yfirburðir herja Sam- einuðu þjóðanna, stórminnka í vetrarhörkunum. Vetrarstríð í uppsiglingu Það er mjög sennilegt, að kín- versku herirnir, og þær liðssveit- ir Norður-Kóreumanna, sem ný- lega hafa verið þjálfaðar og vopn- aðar í Kína, hyggi ekki á að hrekja heri Sameinuðu þjóðanna suður á bóginn, heldur leggi meg- inkapp á að halda þeim kyrrum á þessum norðurslóðum í vetur og gera þeim lífið þar eins erfitt og frekast er unnt, jafnframt því sem skæruliðasveitir verða látnar herja að baki þeim. Þetta er að- eins einn möguleiki af mörgum. Annar er sá, að Kínverjar hafa augljósra hagsmuna að gæta í sambandi við raforkuverin við Yalu-fljót, því að iðnaður Man- sjúríu fær rafmagn þaðan. Hags- muni Kínverja á þessum vett- vangi hefði mátt tryggja betur með öðrum hætti án þess að fórna til þess blóði. Þarna væri verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar. En með því að alþjóðasamtökin hafa ekki viðurkennt Peking-stjórn- ina, hefur hún ekki farið samn- ingaleiðina til þess að ti'yggja hagsmuni sína, heldur gripið til hins gamla ráðs, að fara með ófriði. Líklegast að deilan dragist á langinn. Enn segir svo í greininni: Á þessai'i stundu er ekki unnt að fullýrða neitt um þróun málanna austur þar, nema að ekki vii'ðist vera alveg yfirvofandi hætta að það, sem gerist í Norður-Kóreu á næstunni, leiði til opin- berrar styrjaldar, þar sem Kína er þátttakandi.... Það er alveg eins líklegt að andstæðingar Sameinuðu þjóðanna í austri vilji draga deiluna á langinn. ■—- Samningaumleitanir í togaradeilunni hér hófust í gærkvöld Togarasjómenn hér felldu miðl- unartillögu sáttanefndar í togara- deilunni, sem samþykkt var í Reykjavík. Féllu atkvæði hér þannig að 29 voru á móti en 19 með. Eru Akureyrartogararnir því enn bundnir við karfaveið- ai’nar eingöngu, en samningaum- leitanir um kjör á öðrum veiðum áttu að hefjast hér í gærkvöldi. Hannes á Hofi @af Skógræktar- félagi Árnarneshrepps jörð á sjötugsafmæli sínu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.