Dagur - 24.11.1950, Blaðsíða 6
6
DAGDR
Föstudaginn 24. nóvember 1950
Viðburðarríkur dagur
Saga eftir Helen Howe.
16. DAGUR.
(Framhald).
Hún velti því fyrir sér, hvort
ekki mundu einhverjar af konum
þeim, sem þarna voru, einnig
hafa um sárt að binda. Hún von-
aði samt, að þær væru fáar og
þær mundu því ekki skilja þann
boðskap, sem Sedlmark var
raunverulega að flytja, sem sé, að
ekkert það skipulag væri hugsan-
legt á málefnum mannkynsins,
sem réttlætt gæti tilveru þess.
Sedlmark settist. Fundurinn
var úti.
Konurnar stóðu á fætur, Faith
líka, en hún vissi naumast, hvað
hún átti við sig að gera. Henni
varð litið á klukkuna og síðan
flýtti hún sér út og kallaði á
leigubíl. Hún sagði honum að aka
til skartgripasala nokkurs.
„Eg vona að frúnni líki grip-
urinn,“ sagði afgreiðslumaður-
inn, um leið og hann fékk henni
vindlingaveski úr silfri, sem hún
hafði pantað og átti að vera gjöf
til Erics í tilefni af brúðkaupsaf-
mælinu. Á það var grafið: E. M.
— F. M. 1940—1950. Henni fannst
allt í einu þetta minna sig á graf-
skrift.
Hún lagði veskið í kápuvasa
sinn, en um leið og hún ætlaði
að snúa frá afgreiðsluborðinu til
dyranna, heyrði hún að sagt var
við hlið hennar: „Er það hringur
eða men?“ Þessi rödd var engri
annarri lík, hún sneri sér við.
Upp við borðið stóð Freddy og
horfði brosandi á hana.
Þau störðu hvort á annað and-
artak, en svo leysti hann þau frá
þunga þessa endurfundar og
sagði: „Eg vissi alltaf að eg mundi
finna þig einhvers staðar.“
„Freddy!" sagði hún, og var
mikið-niðri fyrir. „Hvaðan kem-
ur þú?“
„Eg er alls staðar og hvergi
eins og fyrri daginn,“ svaraði
hann. „Ef þú ert búin að verzla
langar mig til þess að bjóða þér
að drekka glas með mér.“
„Freddy ,eg get ekki farið með
þér. Það bíður bíll eftir mér. Eg
verð að fara.“
„Jæja. Það er allt í lagi. Þá
bíður bíll eftir okkur. Eg fer
þangað, sem þú ferð.“
„Nei, þú getur það ekki. Eg
þarf að heimsækja tengdamóður
mína. Hún er veik.“
„Það er erfitt að hugsa sér að
þú eigir tengdamóður. Álfameyj-
ar eiga yfirleitt ekki tengda-
mæður.“ Hann tók undir hand-
legg hennar. „Ef hún er ekki því
nær andlátinu, gerir henni ekkert
til þótt hún þurfi að bíða ofur-
litla stund eftir þér.“
„En hvert ætlarðu að fara,
Freddy?“
„Ekki langt. Bara þangað, sem
við getum náð í eitthvað að1
drekka. Stanley og Livinstone
geta ekki hitzt svo í frumskóg-
inum að þeir haldi ekki upp á
það.“
Og svo varð allt aftur eins og
það hafði verið fyrir langa löngu
síðan. Faith hafði engan kraft
eða vilja til þess að berjast gegn
honum og hana langaði í reynd-
inni heldur ekkert til þess. Þau
gengu því út á götuna og Freddy
réði ferðinni.
Þau komu að litlu veitingahúsi
skammt frá. „Jæja, hvernig væri
að fá kampavín, árganginn 1933?“
„Freddy, þú mátt það ekki.
Eitthvað ekki eins hátíðlegt.“
Lofaðu mér að horfa á þig,“
sagði hann og hallaði sér fram yf-
ir borðið.
„Nei, eg held þú ættir ekki að
vera að því. Tíu ár skilja eftir
merkin.“
„Nei, ekki á þér, þú ert ekki
einum degi eldri en þú varst í
gamla daga. Þú ert ennþá.... “
— hann leitaði að orðinu og hélt
svo áfram — „fegurð þín er enn
sannari, og dýpri en áður. Þú hef-
ur hugsað einhverjar fallegar
hugsánir öll þessi ár, og eg hef
misst af þeim öllum.“
Var eitthvert lát komið á sjálfs-
traustið? Var þarna feyra, eða
var það misskilningur og þetta
bara gamli, góði Freddy, með alla
kostina, og gallaná líka?
Hann hélt áfram: „Faith, það
er gaman að sjá þig, þú lítur dá-
saimléga vel út.“
Hún svaraði lágt: „Mér finnst
gaman að sjá þig, þú lítur sjálfur
vel út.“ En nú kom kampavínið
og forðaði því að þessi samtals-
þráður yrði lengri. „Freddy, þú
ert hættulegur félagsskapur,"
sagði hún, er búið var að hella í
glasið hennar.
„Það á eftir að sannast enn,“
sagði hann. „En segðu mér eitt-
hvað um þig. Hér um bil allt sem
eg veit er ,að þú heitir nú Faith
Millet, er það rétt?“
„Já, það er rétt.“
„Hvers vegna giftistu Millet?“
„Þetta er óvenjuleg spurning.
Hvers vegna ^iftist fólk yfir-
leitt?“
„Kannske er þetta líka svar.“
„En þú? Hefur þú ekki fallið
fyrir freistingunni?“
„Nei, eg er frjáls eins og fugl-
inn fljúgandi. Og það er allt þér
að kenna.“
„Mín sök? Hvað ertu að tala
um, Freddy Goodridge?“
„Ef þú skilur mann eftir al-
einan í eyðimörkinni, hvað held-
ur þú að hann geri nema að halda
áfram að ferðast?“
Faith fann að kampavínið var
að koma roða í kinnar hennar.
Hún svaraði hægt og ákveðið:
„Viltu , ekki endurtaka þetta,
Freddy. Hver skildi hvern eftir í
eyðimörkinni?“
„Hver? Þú skildir mig eftir.
Það fyrsta, sem eg gerði, þegar
eg kom heim — hvenær var það
nú, 1940 víst, var að hringja til
þín. Gerði það strax frá skipinu.
Einhver ung stúlka svaraði í þínu
gamla númeri og hún þekkti þig
ekki einu sinni. Næst hringdi eg
í verzlunina, sem þú vannst í.
Þar sögðu þeir að þú værir löngu
farin úr þeirra þjónustu og þeir
töldu að þú værir gift. Heldur þú
að það hafi verið skemmtileg
heimkoma?“
„En hélzt þú, að eg mundi bara
sitja við símann og bíða eftir
upphringingu frá þér í heilt ár?“
„Nei, en eg hélt ekki, að þú
mundir týnast mér alveg.“
(Framhald).
Munlð L. B. S.
Sími 1105
Litla Bílastöðin,
Strandgötu 23.
Símanúmerið á verkstæði
mínu er:
1673
MAGNÚS ÁRNASON,
járnsmiður.
EL HAKIM
(Læknirinn)
er skemmtilegsta þýdda
bókin, sem völ er á.
NORÐRI
JÓLAKORT
Fjölbreyttasta úrvalið eins
og áður. Kaupið þau, með-
an úr nógu er að velja.
— Fallegustu tegundirnar
ganga fyrst til þurrðar. —
Umslög fylgja ókeypis, með-
an þau endast. — Afgreitt
í báðum deildum.
Bókaverzl. EDDA h.f.
Karlmaður
getur fengið atvinnu nú
þegar á
Ljósmyndastofu
Edvards Sigurgeirssonar.
HÚS
eða hæð í húsi, á góðum
stað í bænum, óskast til
kaups.
Afgr. vísar á.
SmokingfÖt
sem ný, til sölu. Tvíhneppt,
meðalstór.
Saumastofa
Björgvins Friðrikssonar.
Húsmæður!
Ekkert mjólkurleysi, ef pér eigið pakka af
nýmjólkurdufti
Fcest i flestum matvöruverzluiium.
Samband ísl. samvinnufélaga
Gula bandið er búið til úr beztu fáan-
legum hráefnum og í nýtízku vélum.
Samvinnumenn nota smjörlíki frá
samvinnuverksmiðju
Norðlenzku ostarnir eru þjóðfrægir
45% og 30% mjóllmrostar - fást um
land allt
Mjólkursamlag KEA