Dagur - 24.11.1950, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Föstudaginn 24. nóvember 1950
Koanmúnister og ufanrikismál
Utanríkisstefna smáþjóðar.
Virðing smáþjóða er jafnan
mjög undir því komin, hvernig
sambúð þeirra og framkoma við
aðrar þjóðir er. Utanríkismál eru
viðkvæm og örlagarík, sérstak-
lega á róstutímum. Litlar þjóðir
verða að sýna stillingu og skap-
festu og leggja áherzlu á vinsam-
leg viðskipti við allar þjóðir. Á
sama hátt, sem þýðingarlausar
móðganir í garð þjóða eru háska-
legar, er og undirlægjuhátturinn
og þrælslundin. Því er það
hættulegt sjálfstæði smáþjóða, ef
flokkar sem þjóna og tilbiðja er-
lend stjórnarvöld, ná um of
áhrifaaðstöðu.
Slíkir flokkar og einstaklingar
hljóta að verða varhugaverðir
fyrir sjálfstæði smáþjóða, sér-
staklega ef við bætist virðingar-
leysi og andúð í garð ríkjandi
stjórnarforms.
Utanríkisstefna smáþjóðar á að
vera í því fólgin að efla vinsam-
lega sambúð við aðrar þjóðir.
Sambúð, sem byggð sé á virðingu
fyrir grundvallaratriðum jafn-
réttis og sjálfsákvörðunarréttar
þjóðanna.
Afstaða kommúnista á ýmsum
tímurn.
Um áramótin 1940 var samið
við Breta um viðskiptamál. Um
þessa samninga ræddi Þjóðviljinn
25. jan. 1940 undir svohljóðandi
fyrirsögn: „Utanríkisverzlun ís-
lands sett undir leynilegt eftirlit
brezku ríkisstjórnarinnar. 4 ís-
lendingar, sem Bretar treysta,
eiga að hafa yfirumsjón með út-
flutningnum, til að hindra, að
vörur komist til Þýzkalands“.
Nokkrum dögum síðar, 28. jan.
1940, hefur Þjóðviljinn enn fært
sig upp á skaftið. Þá segir hann
um brezku samningana:
„Ut úr vandræðum þeim, sem
þjóðstjórnin hefur sett ísland í
með framferði sínu, er aðeins ein
ieið: að samningar séu tafarlaust
teknir upp við Þjóðverja."
22. maí segir Þjóðviljinn: „Hér
á íslandi verða sósíalistar að gera
sér fullljóst, að þeir geta hvorug-
um hinna stríðandi aðila óskað
sigurs.“
31. jan. 1941 segir Þjóðviljinn:
„Sigur annars hvors stríðsaðilans
er ósigur verkalýðsins og menn-
ingarinnar."
22. jan. 1941 segir Þjóðviljinn:
„Væri landið í slíku ásigkomu-
lagi að geta varið sig, væri ísland
nú í stríði við England eins og
Noregur við Þýzkaland.“
Þessar tilvitnanir sýna glögg-
lega, hvernig afstaða höfuðmál-
gagns kommúnista hér á landi
markast af aðstöðu og afstöðu
Rússa.
Á tímum griðasáttmálans milli
Rússa og Þjóðverja segir Þjóð-
viljinn 31. jan. 1941: „Ekkert
handtak, sem unnið er fyrir hinn
brezka innrásarher, er þjóðinni
í hag. Ef slík hagnýting vinnu-
aflsins er ekki glæpsamleg, þá er
alveg óþarfi að vera að burðast
með það orð í ísl. orðabókum."
Einar Olgeirsson sagði í eld-
liússdagsumræðunum þann sama
vetur, að ríkisstjórnin hefði rek-
ið verkamenn „til að vinna hjá
innrásai-hernum störf, sem hverj
um íslendingi er raun að sjá unn-
in hér og flest öll eru landi og
lýð til tjóns eða a. m. k. einskis
nýt.“
Það gefur glögga mynd af línu-
dansi kommúnista, að litlu síðar,
þegar Rússar voru komnir í stríð-
ið, þótti þeim allt um van, sem
áður var um of. Þann 19. maí
1942 sagði Þjóðviljinn:
„Þeir, sem hamast nú gegn
landvarnavinnunni á Islandi eru
að vinna í þágu Quislings og
Hitlers."
Meðan griðasamningar voru
milli Rússa og Þjóðverja skriðu
íslenzkir kommúnistar flatir fyrir
nazistunum og sýndu þeim, sem
á örlagastundu böjrðust fyrir
frelsi þjóðanna enga samúð.
En griðrofin höfðu ekki fyrr
oi'ðið, en öllu var snúið við. Þá
var deilt með hófleysi og frekju á
íslendinga fyrir samúðarleysi í
garð Bandamanna
Á aðfangadag jóla 1942 segir
Þjóðviljinn:
„Á vinum fasismans að takast
að setja smánarblett á íslenzku
þjóðina?
Þessir böðlar mannkynsiixs fara
fram úr öllu því, sem veröldin
áður hefiur séð af grimmd. Öll
vei'öldin mótmælir. Allt hið sið-
aða mannkyn lýsir hatri sínu og
fyrirlitningu á þessum níðingum.
En á íslandi er þagað. Þegar
Sósíalistafl., — eini flokkurinn,
sem alltaf hefúr haft ákveðna
stefnu í utanríkisihálum íslend-
inga, — sýnir fi-am á, hver nauð-
íslendingum sé á því, að skei'a
upp úr um með hvorum samúð
þeiri-a sé í frelsisstríðinu gegn
fasismanum. . . . “
Þessi „ákveðna" stefna komm-
únista í utanríkismálum var svo
undirstrikuð með því, að þeir
vildu segja möndulveldunum
stríð á hendur.
í samræmi við þetta segir Þjóð-
viljinn*
. „Þeir (þ. e. sósíalistar) vildu
viðui'kenna, að þjóðin sé raun-
verulega í stríði, og hafi háð það
og viljað heyja það með hverjum
þeim tæk.jum, sem hún ræður yf-
ir.“ Og enn segir Þjóðviljinn:
„Ríkið verður að vera „í ófriði"
við eitt eða fleiri af möndulveld-
unum.“
Það er ógei'ningur að skýra
þessar sífelldu stefnubreytingai'
á annan hátt en þann, að stefna
kommúnista á þessum tíma mót-
aðist af afstöðu Rússa til nazista.
Meðan griðasáttmálinn var milli
Þjóðvei-ja og Rússa voi'u Banda-
menn hundeltir í Þjóðviljanum
og krafizt stuðnings við Þjóð-
vei'ja. En eftir að Þjóðverjar réð-
ust á Rússa vildi Þjóðviljinn láta
ísland segja Þjóðverjum stríð á
hendur.
Eftir stríðið hefur enn verið
stýi't eftir línunni.
Þegar Marshall-aðstoðin, sem
Rússar voru mjög andvígir, var
fi-amkvæmd, linntu ísl. kommún-
Yerðlagsmáíin: Neyfendur þurfa
að fylgjast með verðlaginu
Upplýsingar frá verðgæzlustjóra
Með lögum nr. 35, frá 25. apríl
þessa árs, er gerð sú höfuðbreyt-
ing á verðlagseftirlitinu, að neyt-
endasamtökunum er að verulegu
leyti fengið í hendur það verk-
efni, að sjá svo um, að þau verð-
lagsákvæði, sem Fjárhagsráð set-
ur á hverjum tíma. séu haldin, að
svo miklu leyti sem slíkt er
mögulegt. Ennfremur eru með-
dómendur í Verðlagsdóm til-
nefndir af fulltrúum sömu sam-
taka í öllum kaupstöðum lands-
ins.
Verðgæzlunefnd skipa eftir-
taldir fulltx'úar hinna ýmsu sam-
taka:
Fyrir Alþýðusamband fslands:
Jón Sigurðsson, og er hann for-
maður nefndai'innar. Fyx-ir
Bandalag i'íkis og bæja: Þoi-vald-
ur Ái'nason. Fyrir Fai-manna- og
fiskimannasamb. íslands: Guðm.
Jensson. Fyrir Kvenréttindafé-
lagasamband íslands: Frú Guð-
rún Pétursdóttir. Fyrir Lands-
samband iðnaðarmanna: Einar
Gíslason. Fyrir Landssamband
ísLenzkra útvegsmanna: Sverrir
Júlíusson. Fyx-ir Stéttarsamband
bænda: Sveinn Ti'yggvason'.
istar aldrei látum við að afflytja
hana.
Rússar voru mjög andvígir
stofnun Atlantshafsbandalagsins.
Sömuleiðis allir kommúnistar um
allan heim.
í Kóreustyrjöldinni draga
kommúnistar taum Rússa gegn
Sameinuðu þjóðunum o .s. frv.
Hinn rússneski veðurviti.
Eins og bent hefur verið á hér
að framan stýra kommúnistar
eftir rússneskum áttavita í utan-
ríkismálum.
Kommúnistar um allan heim
reka nú áróður fyrir friði, samkv.
skipun eða pöntun. Á sama tíma
herja herir þeirra á hvei’ja þjóð-
ina eftir aði'a. íslendingar hafa
séð og skilið tilgang kommúnista.
Þeir eru því fráhverfir því að
leggja framtíð íslands í hendur
stjórnmálamanna, sem ekki er
sjálfrátt, sem eru fjötraðir af
framandi stórveldi.
Gæfa þjóðarinnar.
íslenzka þjóðin ber gæfu til að
hafna hentistefnu kommúnista og
taka sess meðal lýðræðisþjóð-
anna, sem vilja í'aunverulega
leysa milliríkjadeilur sínar á
friðsamlegan hátt, þannig, að
heimsfriði, öryggi og réttvísi sé
ekki stofnað í hættu, sem vilja
varast hótanir um valdbeitingu
eða beitingu valds gegn landa-
mærahelgi eða stjórnmálasjálf-
stæði nokkurs ríkis. En lýðræðis-
þjóðirnar virða gi-undvallarregl-
una um fullvalda jafnræði ríkj-
anna. Á því byggist framtíð lýð-
frelsis og sjálfstæðis íslands.
T. A.
Mér er óhætt að segja, að það
er áhugamál þessara fulltrúa og
viðskiptamálaráðherra, að eftir-
litið sé sem allra bezt.
Það, sem enn vantar á, er að
almenningur, bæði meðlimir áð-
urnefndra samtaka og aðrir neyt-
endur, myndi samfylkingu gegn
þeim, sem vilja auðga sjálfa sig á
því, að brjóta þær reglur, sem
settar hafa verið og það einmitt
nú, þegar kaupgeta almennings
er minnkandi, en vöruþurrð hins
vegar vaxandi.
Þau verkefni, sem skrifstofu
verðgæzlustjóra er falið að leysa
eru:
I. Almennt eftirlit með verð-
laginu.
H. Skýrslugerð til Fjárhagsráðs
um samanburð á verðlagi og
gæðum íslenzkra iðnaðarvara
og sams konar vara, sem
hægt er að fá erlendis frá.
III. Staðfesting á verðútreikning-
um yfir erlendar vörur.
Möguleikar til eftirlits.
Eg vil hér endurtaka það, sem
eg minntist á áður, að Fjárhags-
ráð, eða sá, sem það til þess
nefnir, tekur ákvarðanir um
verðlagningu á vörum, bæði há-
marksálagningar, „prósentu", á
innfluttum vörum, svo og ákveð-
ið verð á innlendum framleiðslu-
vörum í hverju tilfelli.
Eftirlitið er margháttuðum erf-
iðleikum háð. Ymsir hafa látið
þau orð falla, að þýðingarlaust sé
að tilkynna auðsæ verðlagsbrot,
því að slíkar athugasemdir séu
sjaldan teknar til greina. Þetta er
hreinn misskilningur og eg vil
leggja áherzlu á þetta atriði. í
þessu sambandi vil eg benda á 9.
gr. í hinum nýju lögum um verð-
lagseftirlit, seni eg vísaði til í
upphafi:
Verðgæzlustjóri og þeir, sem
með verðlagseftirlit fara sam-
kvæmt lögum þessum, geta
krafið hvern sem er allra þeirra
upplýsinga, skýrslna og ann-
arra gagna, er þeir telja nauð-
syn í starfi sínu, enda hvílir á
þeim þagnarskylda um þau
atriði, er þeir komast að í
greindu starfi, og er þeim bann
að að skýra óviðkomandi frá
því, að viðlagðri ábyrgð eftir
ákvæðum alm. hegningarlaga
um opinbera starfsmenn.
Og ennfremur 19. grein sömu
laga, sem er þannig:
Hver sá, er vanrækir að láta
Fjárhagsráði, verðgæzlustjóra
eða embættis- og staifsmönn-
um þeim, sem þessir aðilar til
þess setja, í té skýrslur þær, er
honum er skylt að gefa sam-
kvæmt ákvæðum laga þessara,
skal sæta 20—200 króna dag-
sektum. Sá, sem gefur sömu
aðilum rangar skýrslur vísvit-
andi eða vegna vítaverðs gá-
leysis, sæti refsingu samkv. XV.
kafla almennra hegningarlaga,
nr. 19, frá 1940. Brot gegn öðr-
um ákvæðum laga þessara,
reglum eða samþykktum, sett-
um samkvæmt þeim, varða
sektum allt að 200 þús. kr. Ef
miklar sakir eru eða afbrot
ítrekað, skal sökunautur sæta
varðhaldi eða fangelsi allt að 4
árum og sviptur atvinnurétti
um stundarsakir eða fyrir fullt
og allt. Upptaka eigna sam-
kvæmt 69. gr. almennra hegn-
ingarlaga skal heimil vera.
Samvinna við innflytjendur
og neytendur.
Nú vil eg taka að skýrt fram,
að eg óska mjög eindregið eftir
samvinnu við samtök innflytj-
enda, einstaka innflytjendur og
alla þá, sem annast dreifingu á
vörum og vildi eg í þessu sam-
bandi minna á, að mjög er nauð-
synlegt að innflytjendur skili
sölunótum reglulega í byrjun
hverrar viku. Það sama á við um
þá, sem framleiða vörur til sölu
í smásöluverzlanir. Ennfremur
þurfa þeir, sem selja framleiðslu
sína í umboðssölu til heildsala, að
tilkynna magn og verð til skrif-
stofunnar. Þessi nótuafrit eru í
raun og veru undirstaða undir
hið daglega eftirlit frá hendi
skrifstofunnar og treysti eg á
góða samvinnu við hlutaðeigandi
í þessu efni og að þessi gögn verði
send inn reglulega. Um þetta
atriði vísa eg til tilkynningar frá
verðlagsstjóra nr. 8/1947. Brot á
þessari reglu verður litið á sem
venjulegt verðlagsbrot.
Það, sem eg vil biðja alla neyt-
endur um, er að láta skrifstofuna
eða trúnaðarmenn tafarlaust vita
þegar þeir verða varir við verð-
lagsbrot og reyna að staðfesta
umkvörtun sína, annað hvort
með reikningi eða á annan hátt.
Slíkar upplýsingar verða tafar-
laust teknar til athugunar og
brotið kært til verðlagsdóms, ef
um sök reynist vera að ræða.
Ef fólki finngt einhver vöru-
tegund vera óeðlilega dýr, er al-
veg sjálfsagt að hringja til skrif-
stofunnar og fá upplýsingar um
hvað verðið eigi að vera. Við er-
um einmitt hérna til þess að gefa
slíkar upplýsingar, enda erum
við fulltrúar neytendanna í þess-
um málum og tilnefndir af þeirra
samtökum, og leyfum okkur því
að vænta fyllsta stuðnings til að
framkvæma þau verk, sem okk-
ur hefur verið falið að vinna.
Viðskipti utan verzlana.
Nú er það staðreynd, sem ekki
þýðir að loka augum fyrir, að
ýmiss konar sala fer fram utan
við hinar reglulegu verzlanir, þ.
e. a. s. svartur markaður. Þessi
viðskipti eru satt að segja und-
arlega opin fyrir hvern sem hef-
ur peninga til að kaupa og auð-
vitað þroskast þessi verzlun bezt
þegar vöruvöntun er, eins og nú.
Mest er þannig selt af ýmsum
nauðsynjum, sem lítið er til af í
verzlunum og svo ýmiss konar
glingri og skrautvörum, sem er
fallegt fyrir augað en oftast
ónýtt eða lélegt. Verðlagseftirlit-
ið veit um nokkra menn, sem
(Framh. á 7. síðu).