Dagur - 17.01.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 17. janúar 1951
D A G U R
7
ÍJR BÆ OG BYGGÐ
Stjórn Laxárvirkjunarinnar hefir, samkvæmt heimild í
lögum nr. 54, 25. maí 1949, um Laxárvirkjun, og með sam-
þykki ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórnar Akureyrar, boðið út
5 milljón króna innanríkislán í formi handhafaskuldabréfa.
Lánsfé þetta á að nota til þess að greiða innlendan kostnað
við viðbótarvirkjun Laxár, sem nú er að hefjast. Er mikil-
vægt, að skuldabréfin seljist greiðlega, svo að framkvæmdum
þurði ekki að seinka.
Lánið telst tekið 1. febrúar 1951, og rciþnast vextir frá
þeinr tíma. Vextir eru 6% á ári.
Lánið er afborgunarlaust fyrstu þrjú árin, en endurgreiðist
síðan á 15 árum, með jöfnum árlegum greiðslum vaxta og af-
borgana, sem greiðast eftir á, 1. febrúar ár hvert, samkvæmt
útdrætti, í fyrsta sinn 1. febníar 1955.
Gefnar verða út þrjár tegundir sskuldabréfa: 300 króna
bréf, 1000 króna bréf og 5000 króna bréf.
\ Kaupendum skuldabréfanna verða greiddir þriggja ára
vextir fvrir fam, samtals 18% af nafnveði bréfanna. Kaupverð
bréfanna er því sem hér segir:
300 krpna bréf kostar 246 krónur
1000 króna bréf kostar 820 krónur
5000 króna bréf kostar 4100 krónur
Ríkissjóður og bæjarsjóður Akureyrar bera sameiginlega
ábyrgð á láninu.
Salá skuldabréfanna er hafin.
Gefnar verða bráðabirgðakvittanir fyrir andvirði skulda-
bréfanna, en bréfin verða afhent síðar.
Sölu skuldabréfanna annast bankar, sparisjóðir og rafveitu-
skrifstofur á orkuveitusvæði Laxárvirkjunarinnar. — Einn.ig
verða bréfin til sölu í bönkunum í Reykjavík og útibúum
þeirra um allt land og í mörgum hinna stærri sparisjóða.
Akureyri, 15. febrúar 1951.
Stjórn Laxárvirkjunarimiar.
Fjárhagsáætlun 1950
(Framhald af 2. síðu).
erlendis, er [járljagsáætlun talin
sjálfsögð.
BÆNDASTÉTTIN þarf að vera
sör þess meðvitandi að lu'in er
undirstaðan og kjarninn í ijðrupi
aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, sem
allur sá atvinnuvegur livílir á. Því
aðeins er hægt að byggja þennan
jitvinnuveg trauslan að undirstað-
an sé trygg, því á traustum grunni
má byggja niargra hæða hús. Bænd-
urnir eru í raun og veru konungar
liver í sínu ríki, en í þjónustu þcirra
vinna svo margar stéttir allt frá
yiirubílstjórpm, verzjunarmiinnum,
iðnaðarmiimuun, þingmiinnum og
niðiir í ráðlterra.
Læt ég svo útrætt um þetta ntál
að sinni.
RitvéL
með stórum vals, óskast til
kaups.
Sildarbrœðslustöðin
Dagverðareyri h.f.
Sími 1612.
BRAGI EIRÍKSSON.
Mig vantar
fonniðdagsstúlku.
Guðrún Arnadóttir,
Oddeyrargötu 36.
2 bifreiSar til sölu
t
Tilboð óskast í vörubifreið (lengri gerð), smíðaár
1947, og vörubifreið (lengri gerð), smíðaár 1947,
með 10 farþega húsi. — Þeinr sé skilað fyrir 25.
þ. m. til Jóns Ólafssonar frá Gilsá, sem gefur nán-
ari upplýsingar.
Valdimar Kristinsson, Helgi Snœbjörnsson,
Grenivík.
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h.
Séra Kristján Róbertsson pre-
dikar.
Æskulýðsfélag
Akureyrar-
kirkju. Yngsta
deild; — fund-
ur á sunnudag-
inn kemur kl.
10.30 f. h. — Starungar. — Elzta
deild fundur kl. 8.30 e. h. •— á
sunnudaginn. — Félagar eru
beðnir um að greiða 10-krónu
árgjaldið fyrir sl. ár.
Akureyringar! Munið eftir
fuglunum.
Iljónaefni. Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína ungfrú Krist-
björg Björnsdóttir, Brekku,
Glerárþorpi, og Aðalsteinn
Hjaltason, Rútsstöðum, Eyja-
firði.
I. O. G. T. St. Brynja nr. 99.
Áður auglýstur fundur, sem féll
niður, verður næstk. mánudag,
22. janúar. Nánar á götuaúglýs-
ingum. — Æðstitemplar.
Áheit á Strandarkirkju. Frá
N. N. kr. 100.00.
Vinningaskrá í happdrætti
heilsuhælissjóðs N L. F. í. 44301
43249 — 38546 — 26937 —
3999 — 3355 — 616 — 7001 —
28039 •— 313. Vinninganna óskast
vitjað á skrifstofu Náttúrulækn-
ingafélagsins, Laugarveg 22,
Reykjavík.
Sjónarhæð. — Æskulýðssam-
koma næstk. laugardagskvöld kl.
8.30. Öllu ungu fólki boðið. —
Sunnudagaskóli kl. 1 á sunnudag
og almenn sgmkoma kl. 5. Allir
velkomnir.
Guðspekistúkan „Systkina-
bandið“ heldur fur.d á venjuleg-
um stað þriðjudaginn 23. jan. kl.
8.30 e. h. Erindi um sama efni og
fi'á var skýrt á síðasta fundi.
Bamastúkan Snmúð nr. 102
heldur fund í Skjaldborg sunnu-
daginn 21. þ. m. kl. 10 f. h. Inn-
taka nýrra félaga. — Kosning
embættismanna. — Afhending
félagsskírteina. — Framhaldssag-
an. — Söngur. — Leikþáttur.
Hjúskapur. Síðastliðinn sunnu-
dag voru gefin saman í hjóna-
bar.d ungfrú Sigurborg Jakobs-
dóttir, Reykjavík, og Hörður
Steinbergsson, Strandgötu 23,
Akureyri. Séra Kristján Róberts-
son prestur á Raufarhöfn gaf
brúðhjónin saman.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
heldur aðalfund sinn í íþrótta-
húsi Akureyrar (félagsheimili. í.
B. A.) sunnudaginn 28. þ. m. og
hefst hann kl. 1.30 e. h. — Auk
venjulegra aðalfundarstarfa er
gert ráð fyrir breytingum á lög-
um félagsins, og hafa tillögur
þar um verið undirbúnar af
stjórn félagsins og fulltrúum frá
deildum þess, samkvæmt ákvörð-
un síðasta aðalfundar. Tillögur
þessar miða að því, að breyta
skipulagi félagsins í það horf, að
það verði sambandsfélag hinna
smærra skógræktarfélagsdeilda í
héraðinu. Ef breytingartillögur
þessar ná samþykki fundarins, er
ráðgert að mynda sérstaka skóg-
ræktarfélagsdeild fyrir Akureyri,
en deildir hafa þegar verið
myndaðar í ýmsum sveitum sýsl-
unnar. Stjórn félagsins væntir
þess, að fundarsókn verði sem
almennust, svo að þar komi sem
skýrast í ljós afstaða félags-
manna til þessarar skipulags-
breytingar.
□ Rún.; qs:::77 — 1 -Frl.:
í. o. o. F. — 13311981/2.
Barnastúkan „Sakleysið“ held-
ur fund í Skjaldborg næsck.
sunnudag kl. 1 e. h. Fundarefni:
Inntaka nýrra félaga. — Inn-
setning embætismanna. — Upp-
lestur, söngur, leiksýning o. fl.
Til Æskulýðsfélagsins: 100 kr.
frá nefndri konu — 70 kr. frá
ónefndum. — Kærar þakkir. —
P. S.
Mikið hefur borið á því hér í
vetur, að húseigendur í mið-
bænum séu hirðulausir um að
láta verka snjó og klaka af
þökum sínum og er sífelld
hætta að þetta hrynji í höfuð
vegfarenda og vakli stórslys-
um. Lögreglan ætti að gefa því
sérstakar gætur, hvar hætta er
á ferðum að þessu leyti, og sjá
til þess að klaki sé hreinsaður
af þakskeggjum.
Hjúskapur. 14. voru gefin sam-
an í hjónaband ungfrú Erla Aust-
fjörð og Hörður Þorfinnsson bak-
ari. — Ungfrú Sigurrós Sig-
tryggsdpttir og Jón Pótursson,
Aþureyri. Vígslubiskup, séra
Friðrik J. Rafnar gof brúðhjónin
saman.
Framtíðarkonur! Munið eftir
aðalfundinum í Samkomuhúsi
bæjarins (bæjarstjórnarsalnum)
fimmtudaginn 18. þ. m., kl. 8.30
e. h.
Zíon. Samkomur næstu viku.
Sunnudaginn kl. 10.30 f. h.:
Sunnudagaskóli. Kl. 2 e. h.:
Drengjafundur (eldri deild). Kl.
5.30 e. h.: Drengjafundur (yngri
deild). Kl. 8.30 e. h.: Almenn
samkoma. (Fómarsamkomi. —
Þriðjudaginn kl. 5.30 e.
h.: Fundur fyrir telpur 7—13 ára.
— Miðvikudag kl. 8.30 e. h.:
Biblíulestur. — Fimmtudag kl.
8.30 e. h.: Fundur fyrir ungar
stúlkur.
Frá Heimilisiðnaðarfélaginu. —
Sauma- og bókbandsnámskeið
hefjast föstudaginn 19. janúar, en
ekki 27. janúar eins og misritast
hafði í síðasta blaði.
Verkstjórafél. Akureyrar held-
ur fund í Túngötu 2 fimmtudag-
inn 18. janúar 1951 kl. 8.30 e. h.
2 samliggjandí herbergi
til leigu í
Oddeyrargötu 5.
Skemmtiklúbburinn
ALLIR EITT
Danslejkur verður haklinn að
Hótel Norðurlandi n. k. sunnudag.
21. jan., kl. 9 e. h. Félagakort af-
greidd á sarna stað fimmtudag og
fiistudag frá kl. 8—10 e. h. Eldri
meðlimir beðnir að sækja skírteini
sín á fimmtudag vegna mikillar
eftirspurnar. Borð ekki tekjn frá.
Stjórnin.