Dagur


Dagur - 14.03.1951, Qupperneq 12

Dagur - 14.03.1951, Qupperneq 12
12 MiSvikudaginn 14. marz 1951 Hver á a!S bera kostnaðinn við a§ halda opnum veginum á Melgerðisfiugvöil \ Flugmálasíjórnin sendir Caierpillar-ýíu til bæjarins, en vegamálastjórnin segir oí dýrt að opna veginn með henni! Undanfarna daga hefur Eyja- fjarðarbraut verið ófær bifreið- um vegna snjóa og þar af leið- j andi hafa loftsamgöngur við Reykjavík um flugvöllinn á Mel- gerðismelutn ekki verið mögu- legar, enda þótt flugvöllurinn sjálfur hafi verið hreinsaður af snjó og sé vel fser til lendingar. Fyrirfarandi hefur gengið erfið- lega að hreinsa veginn vegna þess að skortur hefur verið á hent- ugum verkfærum til þess. Til þess að bæta úr þessu sendi flugmála- stjórnin stóra Caterpiller-ýtu, 15—20 tonna, hingað með Goða- fossi. En ýtan liggur hér enn og er ekki notuð. Er deilt um það, hvor á að borga kostnaðinn við að opna veginn, flugmálastjórnin eða vegamálastjórnin. Almenn- ingur mun telja það aukaatriði út af fyrir sig, því að endanlega verður það ríkið, sem greiðir reikninginn, en hitt aftur á móti aðalatriði, að vegarspotti þessi — um röskir 20 km. — sé fær í öllum sæmilegum veðrum. og unnt sé að halda uppi flugsam- göngum við héraðið, auk þess sem opnun vegarins stórauðveld- ar mjólkurflutninga úr Eyjafirði, sem nú kostar bæði mikið erfiði og fé, með ýtum' og sleðum. Of dýrt, segir vegamálastjórnin Umboðsmaður vegamálastjórn- arinnar hér, Karl Friðriksson, sagði blaðinu í gær, að það mundi kosta a. m. k. 10 þús. krónur að opna veginn, og óvíst að það verk kæmi að notum nema við eitt flugtak af vellinum. Ekkert fé væri á fjárlögum ætlað til snjó- moksturs sem þessa, og yrði að taka féð af viðhaldsfé veganna, sem kæmi aftur fram í lakara viðhaldi að sumrinu. En í þessu sambandi er rétt að minna á, að í nágrenni Reykjavíkur eru ýtur til taks hvenær sem snjóar ,og eru starfræktar af vegamálastjórn- inni. Hafa þær verið notaðar til þess að halda opnum bílvegum Snjóbíllinn sendur á Fljótsdalshérað Snjóbíllinn, sem Orka h.f. fékk nýlega til landsins, mun nú verða sendur austur á Fljótsdalshérað, til þess að greiða úr samgöngu- vandræðunum þar. Snjóalög þar eystra eru gífurleg. Nokkurt um- tal hefur orðið um að senda einn af gömlu snjóbílunum hingað til Eyjafjarðar, en óráðið hvort úr því verður. fyrir skíðafólk úr Reykjavík til þess að það kæmist í hentugar i brekkur, auk þess sem aðalflutn- | ingaleiðum til höfuðstaðarins og þorpanna á suðurnesjum, er haldið opnum. Vafalaust tekur vegamálastjórnin fé til reksturs þessara verkfæra af viðhaldsfé veganna, og verður ekki séð að nein önnur regla eigi að gilda hér nyrðra, svo að réttlát megi kallast. , Flugvöllurinn er nauðsynleg samgöngubót # Fyrir karp ríkisstofnanna er á- standið hér nú eins og enginn flugvöllur væri hér til með því að leiðir til hans og frá honum eru lokaðar. Með þessu móti er héraðinu hrundið aftur á bak í þróun samgöngumálanna um langt árabil. Það nægir ekki í þessu sambandi að benda á að skipaferðir séu alltíðar. Til lítils væri barist fyrir framförum í samgöngumálum, ef það væri talið viðunandi ástand, að flug- völlur í nágrepni bæjarins sé lokaður mikinn hluta vetrar. Það er augljóst, að grejðar póstsam- göngur og fjugsamgöngur við höfuðstaðinn eru hiri mesta nauð- gyn fyrir allt viðskipta- og at- vinnulíf bæjarins. Verður að telja áð opnun Eyjafjarðarbraut- ar’nú óg viðhald vegarins í vetur sé nauðsynleg framkvæmd enda þótt, hún kosti nokkurt fé, og síst rriinni riauðsyn en sum þau verk, sem vegamálastjórnin hefur látið vinna á Suðurlandi á þessum vetri. Er þess að vænta, að vegur- inn verði opnaður hið allra fyrsta og honum haldið opnum með ýtu þeirri, sem hingað hefur verið send í því augnamiði. Það mun almenningur telja aðalatriðið, en ekki það, hvernig flugmálastjórn- in og vegamálastjórnin skipta með. sér kostnaðinum. Látlausar hríðar síðan í stórhríðinni fyrra mánudag Segja má, að látlausar hrí'ðar hafi gerigið yfif þetta hérað síðan stórviðrið brast á fyrra mánudag. Þegar því veðri slotaði á þriðju- daginn, liélzt ofanhríð, og síðan hefur gengið á með þéttum éljum og hefm: drjúgum bætzt á snjó- inn, sem íyrir var, og þótti þó mikill. Enn vaf sama veður í gær, éljagangur með nokkuri snjó- komu. STi AGUM Hinn nýi utanríkis ráðherra Myndin er af Herbert Morrison, utanríkisráðherra Breta. Morri- son tók við embætti af Bevin, seni fékk lausn á 70 ára afmæli sínu, vegna heilsubrests. Bevin er samt enn í stjórninni. Morrison er eimi kunnasti leiðtogi Verkamanna- flokksins og hefur verið stað- gengill Attlees forsætisráðherra. Ætlaði ríðandi inn í Menntaskólann! Aðfaranótt sl. sunnudags var hringt til lögreglunnar úr Menntaskólanum og sagt að mað- ur á hestbaki væri kominn upp á útidyratröppur skólans og virtist ætla að ríða inn í húsið! Lögregl- an brá þegar við og sótti manninn. Er mál hans nú í rannsókn. — Skólameistari mun sjálfur hafa tekið á móti riddaranum í and- dyrinu. Góð aflasala hjá „Jörundi" Akureyrartogarinn Jörundur seldi afla sinn í Grimsby síðastl. mánudag, 3142 kit, fyrir 10.210 sterlingspund og er það góð sala. Markaðurinn er nú aftur orðinn góður. Siglufjarðartogarinn Ell- iði seldi á laugardaginn fyrir hátt á 14. þús. sterlingspund. Ollum samningum um kaup og kjör í vega- og brúargerð sagt upp Stjórn Alþýðusambands íslands hefur tilkynnt vegagerð ríkisins uppsögn á öllum samningum um kaup og kjör við vega- og brúa- gerð með það fyrir augum, að inn í samningana komi ákvæði um fulla vísitöluuppbót mánaðarlega, þar sem það ákvæði á við. Samn- ingarnir ganga úr gildi frá og með 1. maí. Ennfremur hefur sambandið óskað eftir að fá samninga um kaup og kjör bílstjóra vegagerð- arinnar, svo og þeirra manna, er vinna hjá vegagerðinni á jarðýt- um, vegheflum og öðrum stór- virkum tækjum. Hingað til hafa engir heiidarsamning'ar verið til um kjör þessara manna, og kaup þeirra því eitthvað misjafnt eftir því, hvar þeir vinna á landinu. FerS fil MiSjarSarhafsins og heim affur fyrir góða smásögu I SÁMVINNAN efnir til smásagna-samkeppni Frestur til 1. maí Tímaritið Samvinnan tilkynnir það í nýútkomnu hefti, að ritið efni til smásagnasamkeppni, og eru fyrstu verðlaun í samkeppn- inni ferð til Miðjarðarhafsland- anna með „Arnarfelli“ eða „Hvassafelli“. Munu þrenn verðlaun verða veitt fyrir beztu frumsamdar smá- sögur, 1000 til 4000 orð, sem ber- ast Samvinnunni fyrir 1. maí n.k., og er öllum íslenzkum borgurum heimilt að taka átt í samkeppninni, hvort sem þeir hafa áður birt eftir sig smásögur eða ekki. Þriggja manna dómnefnd mun velja verðlaúansögurnar og skipa hana þeir Arni Kristjánsson, ma- gister, Andrés Björnsson, magister og ritstjóri Samvinnunnar. Skal senda handritin og nafn höfundar með þeim í lokuðu umslagi, en hvort tveggja merkt eins. Sá, sem hlýtur fyrstu verðlaun, getur samið um það við Samvinnuna, hvenær hann fer verðlaunaferðina á tíma- bilinu ágúst 1951 til maí 1952, og hlýtur hann ókeypis ferð fram og aftur í sömu ferð skipsins. Onnur verðlaun verða 500 króunr, en þriðju verðlaun 250 krónur. Úrslit samkeppninnar verða væntanlega birt í júníhefti Samvinnunnar. Frá þessari samkeppni er skýrt í febrúarhefti Samvinnunnar, en efni þess er meðal annars: Höfum það heldur, < r sannara reynist, ritstjórnargrein, Leikmannsþankar um Alþingi, Má bjóða yður ost?, Viðtal við vngstu kynslóðina, Tvær stuttar greinar eftir enska sálfræðinginn fil. dr. Alf Ahlberg, Breytt skipan Samvinnuskólans, Mikill álmgi fyrir togarakaupum í Ólafsfirði Mikill áhugi er fyrir togara- kaupamálinu í Olafsfirði. Vinna Dalvíkingar og Ólafsfirðingar sameiginlega að því að reyna að fá einn togara, en enn stendur á endanlegu svari frá ríkisstjóm- inni, hvort skipið sé fáanlegt. Um sl. lielgi var leitað hlutafjár- loforða í Ólafsfirði og fengust lof- orð fyrir um 200 þús. kr. á tveim- ur dögum. Sýnir þetta hverja áherzlu fólk leggur á málið, því að afkoma manna liefur verið erfið og fæstir aflögufærir. Varla er hægt að segja að gefið hafi á sjó frá Olafsfirði nú um langa hríð. Fyrir helgina reri einn bátur, hafði 30 stokka en fékk aðeins 600 pund og er það sáralítill afli. En þetta var vænn gotufiskur, og þykir það spá heldur góðu. Bátar eru nú til- búnir til róðra, strax og gefur á sjó. Snjór er mikill í Ólasfirði, en ekki stórum meiri en venja er. Siglingar samvinnuskipanna, Heils- ast og kveðjast — það er lífsins saga, Grein um Mao Tse-tung, Kvennaþáttur og margt fleira. Jón Bæring minnist góðrar samfylgdar á 85 ára afmælinu Jón Bæring Rögnvaldsson ökumaður — góðkunningi allra eldri Akureyringa — varð 85 ára í gær. Dagur hitti gamla mann- inn snöggvast að máli á heimili hans í Gránufélagsgötu 1 og spjallaði við hann dálitla stund. Þrátt fyrir háan aldur og heilsu- brest hin síðari. ár, er hann all- hress í máli og hefur ferilvist. Hann kvað góða samfylgd sam- borgaranna verða sér minnis- stæðasta nú, er hann liti yfir far- inn veg á þessum tímamótum. — Hér í bæ hefur hann dvalið í meira en 40 ár — er fæddur og uppalinn á Klængshóli í Skíða- dal — og eignast hér marga ágæta vini. Margir þeirra eru horfnir burt, en minningin um þá yljar gamla manninum enn í dag og marga hlýja vinarhönd segist hann enn eiga hér í bæ. Jón Bær- ing Rögnvaldsson ólst upp við vinnu frá barnæsku, heima í sveitinni og í útræði frá Dalvík — komst síðan í Hólaskóla og var þar tvo vetur í tíð Jósefs Bjöms- sonar. Þann mann dáir hann mjög. Nokkru eftir aldamótin flutti hann hingað til bæjarins og stundaði hér ökumennsku um langa hríð, eða þangað til bíl- arnir gerðu hestvagninn útlægan að mestu. — Bæring hafði hljótt um sig á afmælinu í gær. En þótt bæjarbúa hafi ekki getað tekið í hönd hans, senda þeir honum al- úðarkveðjur og þakka ánægju- legar samverustundir. Slysavarnardeild kvenna vill eftirlit við tiöfnina og eftirlits- mann með snjóplóg- uninn Á aðalfundi Slysavarnadeildar kvenna hér í bæ í sl. viku, var samþykkt að beina því til bæjar- yfirvaldanna, að reynt yrði að hafa eftirlit með ferðum barna út á ís á Pollinum. Ennfremur var skorað á bæjaryfirvöldin að hafa jafnan' eftirlitsmann með snjó- plóg bæjarins, er hann er á ferð- inni um göturnar. Sækja börn mjög að plógnum, en erfitt fyrir manninn, sem stjórnar honum, að fylgjast með ferðum barnanna úr sæti sínu. Stafar af þessu slysa- hætta, sem forðast mætti með því að hafa eftirlit með plógnum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.