Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 11. apríl 1951 Óráðshjal kommúnisfa á sér djúp sfæðar sálarlegar skýringar Kommúnistískur réttírúuaður stöðvar audlegan þroska Dagskrármál landbúnaðarins: Árbók landbúnaðarins 1950 í formála, sem brezki þing- maðurinn Richard Ci-ossman (ritstjóri frjálslynda blaðsins New Statesman and Nation“, sem kommúnistapressan vitnar stund um í) ritar fyrir bókinni „Guð- inn, sem brást“, segir hann m. a. svo: „Kommúnistanýliðinn, sem beygir sál sína undir yfirvald Kremls, fann til álíka hugar- léttis og kaþólskan veitir þeim andans mönnum, sem eru þreyttir og áhyggjufullir vegna forréttinda frelsisins. Þegar menn eru búnir að af- sala sér því, hættir hugurinn að starfa af eigin rammleik og verður þjónn æðri, óvéfengds tilgangs. Þjónustan er fólgin í því að draga sanrjeikann í efa. Af þeirri ástæðu stafar það, vitanlega, að ekki er unnt að íæða neina sérstaka hlið stjórnmála við kommúnista. Hvers konar andlegt samneyti, sem menn hafa við hann, ögrar undirstöðutrú hans, baráttu fyrir sál hans. . . . “ Kommúnistum þykir stundum hentugt að vitna í skoðanir þessa brezka ritstjóra — um önnur efni en kommúnisma. En þeir hafa ekki lagt í að rökræða við hann um þessa kenningu hans, né held- ur að véfengja frásögn uppgjafa- kommúnistanna, sem rita bókina um guðinn, sem brást. Þeir vilja helzt sem minnst um þessa hluti tala. En hver hugsandi nútíma- maður ætti að lesa þessa bók. (Hún er til í góðri, íslenzkri þýð- ingu). Þar er að finna fróðleik, sem varpar birtu á stjórnmála- atburði líðandi stundar og á þá stefnu, sem nú hótar mannkyn- inu tortímingu. Trúin á óskeikulleikann'. Mönnum gengur illa að ótta sig á því, hvernig það mó vera, að menn, sem taldir eru góðir og gegnir í daglegum störfum og umgengni, geti varið það fyrir sálu sinni og samvizku að kalla svart hvítt í stjórnmálunum, geti stangist .gersamlega við það, sem tajið var gott og rétt af þessum mönnum í gær eða fyrradag. Það er til dæmis til geigvænleg kommúnistasynd, sem hefur orð- ið örlagarík fyrir suma kommún- istaforingja fyrir austan járntjald. Hún er það sem rétttrúnaðar- mennirnir kalla að hafa verið „andfasisti fyrir tímann“. Þessum ógæfumönnum, sem nú er varpað út í hin yztu myrkur, varð það á, að telja fasismann glæpsamlega stefnu gagnvart mannkyninu meðan Hitler og Stalín voru enn í formlegu bandalagi. Slíkar kenningar voru „frávik“ frá stefnu flokksins og fyrir þær er hegnt. Við hér úti á íslandi höfð- um lítið að segja af þessum „and- fasistum fyrir tímann". Komm- únistaflokkurinn íslenzki snerist heilan hring með þýzk-rússneska vináttusamningnum, og aftur í hring, þegar nazistar réðust á Rússa. Fólk hér um slóðir leit á viðbrögð kommúnistanna sém leikaraskap gegn betri vitund, sem pólitískt áróðursbragðogvott um mórallaus sniðugheit, sem eru hátt metin í þeim herbúðum. En ekkert gæti verið fjær sanni, a. m. k.‘ um þá menn, sem hlotið hafa flokksvígslu og hina réttu trú. Þetta var sannarlega enginn leikaraskapur, heldur birtist þarna trúin á óskeikulleika yfir- boðaranna, þarna kom í ljós af- leiðing þess, er menn, sem nutu andlegs frelsis, afsöluðu sér því. Þesgir ' komraúrsistar, gengu; um með álíka ró í sálinni og kaþólsk- ir menn, sem hafa nýlega tekið við fyrirmælum páfa um nýjani skilning á meyjarfæðingunni. Þeim er létt í huga, þeir þurfa eklci að hafa fyrir því að skapa sér neina skoðun á málunum, þeir höfðu meðtekið skoðunina vel merkta og þokkalega inn- pakkaða og það var þeim nóg. Og sérhverri tilraun til þess að leiða þá á braut sjálfstæðrar hugsunar á ný, var tekið með fjandsamlegri varúð, því að þar skynjar komm- únistinn jafnan ögrun við undir- stöðutrúna og hótun um það erf- iði, að þuifa að skapa sér skoðun sjálfur. Hann vill ekki sleppa sinni „frelsun". Óráðshjalið skiljanlegt. Því fyrr, sem menn taka kommúnistatrúna, því fyrr stöðv- ast andlegur þroski þeirra. Þegar fögnuður rétttrúnaðarins og óskeikulleikans hefur gripið sál þeirra, lokast líka leiðin til þess að kryfja mál til mergjar á sjálf- stæðan hátt. „Hugurinn hættir að starfa af eigin rammleik og verður þjónn æðri, óvéfengds til- gangs“. Þegar menn hafa skilið — verður þeim óráðshjalið, sem stundum sést í kommúnistablöð- unum, skiljanlegt. Menn skilja þá einfeldni hjartans, sem varð þess valdandi að Þórir Daníelsson rit- stjóri skrifaði um það langar greinar að einhver rússneskur Popoff hefði fundið upp flugvél- ina á öldinni sem leið og birti mynd til sönnunar. Hann sá auð- vitað ekki að mynd flugvélar hafði verið límd ofan ó aðra mynd og aðalsönnunargagnið var því falsað. Hann hafði aldrei litið á þau gögn, sem honum voru fengin, með snefil af gagnrýni. Gagnrýni átti blát:. áfram ekki við, því að upplýsingarnar komu „að austan“. Ekki spurt um sannleikami. Á sama hátt er hægt að skýra óráðsspjall sem þetta, úr síðasta tbl. Verkamannsins: „Hér ó Akureyri ér hið svo- nefnda „samvinnublað" notað til að biðja um að styrjöld « verði háð á íslandi, líklega ger- ir ritstjórinn það þó frekar fyrir hina voldugu hergagnasala í Ameríku en fyrir konu sína og börn.“ (Framhald á 7. síðu). Er afurðamesta kýr landsins, 1950, á Akureyri? í kúabúinu að Galtalæk, eign tilraunastöðvarinnar á Akur- eyri, cr kýr, sem Gráskinna hcitir. Fædd 1945, grá að lit, rólynd, hraust og mjólkaði árið 1950 4841 kg. með 5.74% fitu, en það samsvarar til 27.787 fitueiningum. Ilún bar 10. okt. sl. og átti 2 kálfa, naut og kvígu. Fóðrið, sem hún fékk, var um 32 hestar af toðu, 756 kg. | fóðurblanda og um 15 tunnur j af kartöflum. Gráskinna komst í 28 kg. á I dag að jöfnum mjöltum. Var í j 10 vikur yfir 20 kg. á dag. Hún var mjólkuð með vélutu, en handmjólkuð á eftir og telur Kristdór Vigfússon fóðtir- meistari á Galtalæk að vélam- ar geti aldrei þurrmjólkað Gráskinnu og að hann fái að jafnaði 4—5 merkur í eftir- mjaltir, þann tíma, sem hún mjólkar t. d. 12 merkur eða meira í mál. Hjólbörur nýkomnar. ELDAVÉLAR koma bráðlega. Timburhíis Kea. sem hafa beðið mig að út- vega nýtízku íbúð, bið ég að hitta mig sem fyrst. Björn Halldórsson. r Alnavara er í óskilum í Bögglageymslu Kea. Lindarpenni, mrkt. Helga Hrönn, fund- inn í þingvallastræti. Vitj- ist á skrifstofu verkalýðs- félaganna, gegn greiðslu þessarar auglýsingar. Símar 1503 og 1831. A síðastl. ári Éom út bók með ofangreindu nafni á vegum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Ritstjóri bókarinnar er Arnór Sigurjónsson. Er þetta fyrsta bók á vegum Framleiðsluráðs og er með henni hafin skipuleg útgáfu- starfsemi. í formála bókarinnar segir svo m. a.: „Aðaltilgangur ritsins er að gefa heildarmynd af verkefnum landbúnaðarins, fram leiðsluháttum og framleiðslu- magni.“ Eg tel viðeigandi að vekja at- hygli á þessari bók, því að hér er hafinn nýr þáttur varðandi ís- lenzkan landbúnað. í bókarforroi, um mikilsverð, hagrræðileg efni, er snerta bændur og búrekstur þeirra. Erlendis eru hliðstæðar bækur gefnar út árlega og má í þær sækja margvíslegan, hag- fræðilegan fróðleik varðandi þennan atvinnuveg og er jafnan kappkostað að birta allar nýjustu niðurstöður, er beint og óbeint snerta búrekstur. Árbókin er 259 síður, er henni skipt í 17 kafla og ritgerðir, og kostar 30.00 kr. Margar nýjustu tölur ná til ársins 1949, en því miður ekki allar. Verður vafa- laust hægt í næstu árbók að ná nýrri tölum eða frá árinu áður en bókin kemur út. Eg hef talið eðlilegra að Árbókin ætti að bera það ártal, sem tölur hennar ná nýjast til og í staöinn fyrir að lsenna þcssa árbók við 1950 hefði hún átí ao bera heitið — Árbók landbúnaðarins 1948 cða 1949, sbr. skýrslu Landsbankans. Árbókin mun ekki hafa verið mikið auglýst og ekki munu held- ur um hana hafa birzt margir rit- dómar. Klemenz Tryggvason, hagfræðingur, skrifar í október- blað „Freys“, ritdóm um bókina og bendir m. a. á, hvaða hag- fræðilegt gildi hún geti haft. Af hinu fjölþætta efni Árbók- arinnar, verður hér aðeins rætt um einn þáttinn — síðast kafl- ann — Tekjur þjóðarinnar og tekjur bændanna af landbúnaði. Auk þess má nefna þátt um verðlagsmál landbúnaðarins, veðráttuna, allar eftir ritstjór- ann. Þá skrifar Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, miög fróðlega grein um — framkvæmdir í sveit- um. Verður hér ekki frekar i-akið efni bókarinnar, enda þótt fróð- legt væri að ræða mörg atriði nokkru nánar. í síðasta þættinum, um tekjur þjóðarinnar og bændanna af landbúnaði, segir m. a. frá með- altekjum bænda í 30 hreppum, 1948. Eru 15 þessnra hreþpa á mjólkurframleiðslusvæöum og 15 á kjötframleiðslusvæðum. Með- altekjur bænda í hinum 15 fyrr- nefndu eru 41.117 kr. brúttó, en 19.479 kr. nettó. í kjötfram- leiðsluhreppunum voru brúttó- tekjur að meðaltali 27.507 kr., en nettó 17.209 kr. Mismunur ó brúttótekjur er um 13.500 kr., en hins vegar er munurinn á nettó- tekjum langtum minni, eða um 2.200 kr. Er því ljóst, að við mjólkurframleiðsluna er umsetn- ingin mikið meiri en við kjöt- framleiðsluna, en jafnframt virð- ist meðalbóndinn bera nokkru meira úr bítum við mjólkurfram- leiðslu. Á grundvelli þessara rannsókna kemst ritstjórinn að þeirri niður- stöðu, að meðaltekjnr bænda landsins 1948 hafi verið 18.970 kr., en það er um 4000 kr. lægra en meðalbónda var áætlað sam- kvæmt verðlagsgrundvelli sama ár. Þá segir ennfremur, að heildar- tekjur þjóðarinnar af landbúnaði hafi verið 1948 um 225 milljónir króna .Skiptast tekjurnar þannig: 1. Tekjur framleiðenda land- búnaðarafurða 170 milljónir kr. 2. Vinna framleiðenda við fjár- festingar 10 milljónir kr. 3. Milliliðatekjur, s.. s. flutn- ingamenn, iðnaðarmenn, skrif- stofumenn, verzlunarmenn o. fl. 45 milljónir kr. Samtals 225 millj. kr. Af þessum tölum má sjá, að söluverð landbúnaðarvöru er um 225 millj. og af þeim fara um 45 millj. til annarra en framleið- enda sjálfra eða rúmlega 20%. Ekki væri óeðlilegt að einhverj- um þætti þessar 45 milljónir nokkuð há tala og e. t .v. hafa aðrir ekki hugleitt það, að út- söluverð landbúr.aðarvöru er ekki sama og framleiðsluverð eða verð til framleiðenda. . í nútíma þjófélagi eru gerðar fjölþættar kröfur til búvörunnar. Margur neytandirin í hinum stærri bæjum gerir sér e. t. v. ekki ljóst, hvað haft er fyrir neyzluvörum, áður en neytand- inn kaupir þær. Hvernig væri að rifja upp ferðasögu kartöflunnar, frá því að hinni eiginlegu fram- leiðslu hennar er lokið, þ. e. búið að taka kartöflurnar upp úr garð- inum og fylgjast með þar til neyt- andinn getur bitið í þessa hollu og ljúffengu fæðu: 1. Kartöflurnar þarf að þurrka. 2. Þær eru sorteraðar með hönd- um eða vélum. smælki og skemmdar teknar frá. 3. Settar í poka, þeir viktaðir, saumað fyíir þá á sérstakan hátt og síðan merktir. 4. Pokarnir eru fluttir áleiðis á verzlunarstað, e. t. v. á hestvagni, bílum, bátum eða skip- um, allt eftir því hvar þær eru framleiddar. Eftir þessa flutninga hafna þær hjá Grænmetisverzlun ríkisins eða umboðsverzlun henn- ar. 5. Kartöflupokarnir eru nú fluttir í geymsluhús eða pakkhús viðkomandi verzlunar og þar komið fyrir. 6. Kartöflurnar eru metnar af opinberum matsmanni. Hann fullvissar sig um að sorter- ins sé í lagi með því að hella úr hverjum poka, ef vel á að vera, í þar til gerða grind. Ef allt er í lagi eru kartöflurnar aftur settar í poka, viktaðar, saumað yfir og pokarnir merktir að nýju með með matsstimpil. 7 Eru nú kart- öflurnar tilbúnar til smásölu- verzlana og þær þá enn fluttar á einhverjum flutningatækjum langt eða skammt eftir pöntunum verzlana. 8. Afgreiðslumaður eða kpna viktar nú um beðið magn kaupandans í bréfpoka eða í öðr- um umbúðum. Kaupandinn greiðir kartöflurnar með smá- söluverði og sþássérar nú heim til sín glaður í bragði. með þessa ó- missandi fæðu. Er nú ekki annað eftir en að þvo kartöflurnar, sjóða flvsja, og þá getur neytandinn ráðist að kartöflur.um án frekari vafninga og satt hungur sitt. ÞARF NU NOKKUR að undr- ast, þótt verð vöru hækki frá því hinum beinu framleiðslustörfum er lokið? Hver sem að þessari vöru kemur, verður að sjálfsögðu að fó laun fyrir sitt ómak, sam- kvæmt taxta. — „Hver maður sinn skammt." Hitt er svo annað mál, að þessir milliliðir gætu e. t. v. verið færri oft og tíðum. Kartöflurnar eru ekkert einsdæmi. Margar aðrar búvörur fara tilsvarandi leiðir áður en þær koma fram fyrir búðarborðið og sumar enn meiri krókaleiðir. Því er það, að neyt- andi búvöru skyldi jafnari gera (Frambald á 7. síðu). varið og jafnvel dásamað hverja þessa sálarlegu veiklun, sem er athöfn valdamanna í fjarlægu höfuðeinkenni hinna sanntrúuðu landi, enda þótt þessar athafnir _ kommúnista — en jafnframt styrkur flokkskerfisins og agans

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.