Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 11. apríl 1951 r DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: t Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 25.00 PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. 'gerðir ekktrt .saknaðareliii. Verka- menn og aðrir íaunþegar hafa held- ur'engan sérstakan áliuga íyrir því baráttumáli Alþýðuflokksins, að fyrir hverja krónú, sem flokkurinn ætlar þeim í vísitöluuppbót nú, fái hálaunaðir gæðingar þrjár krónur éða lleiri, en slík yrði útkoman, ef vísitöl.ustríði Alþýðuflokksbrodd- anna lyktaði með sigri þeirra. ÞAR MEÐ er ekki sagt, að það sé neinn ieikur að viðhalda lífsstigi úndátifariiiha ára á núverandi káuþgjaldi," og vitaskuld er það staðreynd, að eyðsla þjóðarinnar um efni fram á liðnum árum og verðhækkanir á innflutningsvöru framlciðsla okkar að aukast að verð- mæti og magni, og aðeins á þann liátt getur þjóðin lialdið álram sókninni til efnalegrar velmegunar. En í stað þess að ræða um þessa staðreynd af sanngirni og skilningi og vinna að kjarabótunum eftir þessum leiðunt, lætur Alþýðublaðið eins og það sé undir duttlungum ríkisstjórnar og atvinnurekenda komið, livort orðið er við kröfum um fulla vísitöluuppbót eða ekki nú i vor. Það er augljóst mál, að meirihluti þjóðarinnar stendur að baki ríkisstjórnarinnar og þeirra að- gerða, sem hún er að framkvæma. Lítill minnihluti liefur í hótunum að eyðileggja þessar ráðstafanir. Vel Bók um mataræði Það þykir ekki til tíðinda, þótt út komi bók á ís- landi. Bókaflóðið, sem oft er nefnt, þekkja allir, sérstakjega ber á því fyrir jólin, því að þá er það í algleymingi. Þá dynja yfir okkur auglýsingar seint og snemma bæði í útvarpi og blöðum, og eftir þeim að dæma virðast allar bækur vera það allra bezta, er út hefur komið, og allar hafa eitthvað sérstaklega gott til brunns að bera, sem okkur er sagt, að við verðum að þekkja, ef við viljum teljast menn með mönnum. í þessum bókarflóðbylgjum berast stund- Stefna meirihlutans - hótun minnihlutans MÁLGÖGN Alþýðuflokksins vilja gera líiið úr því, að aukinn innflutningur rieyzluvöru sé þýðingar- mikil ráðstöfun fyrir almenning og sé í reyndínni vcruleg kjarabót. Nú virðist það glcymt, að fyrir síðustu kosningar var „aukinn neyzluvöruinnllutn- ingur“ citt helzta áróðursmál Alþýðuflokksins, og stóð fyrirheitið .með stórum fyrirsögnum í Alþýðu- blaðinu. En flokkurinn gerði enga tilraun til þess að standa við það loforð sitt. hegar sú staðreynd varð Ijós, að kjósendur landsins liöfðu hafnað tækifæris- pólitík flokksins í kosningunum, t'ók'hann það ráð að grafa sig í fönri og neita að eiga viðræður við aðra flokka um stjórn landsiris. Síðan sendir hann stjórnarflokkunum tóninn úr þessu snjóhúsi ábyrgð- arleysisins og segir allar ráðstafanir þeirra gerðar til þess að rýra kjiir hinna blessuðu launþega, seni þessi flokkur hálaunaðra embættismanna þykist einkum bera fyrir brjósti. En þegar þess er krafízt, að flökk- urinn beiti ekki eínvörðungu neikvæðri gagnrýni, licldur bendi á leiðir til úrlausnar í efnahagsvanda- málum þjóðarinnar, setja embættismennirnir á sig nierkissvip, og svara eins og maðurinn í almanna- tryggingastó'lnum hér gerði á dögunum: „Ekki er slíkt skylda. Úrræðin eiga valdhafarnir að finna.“ Síðan birtir aðalmálgagn flokksins lista yfir þær vörur, sem hafa liækkað í verði á heimsinarkaðinum að undanförnu, og kennir rfkisstjórn íslands um, og krefst þess að þessar utanaðkomandi og óviðráðan- lcgu verðhækkanir séu bættar að fullu með vísitölu- uppbót á kaupgjald. Er hægt að hugsa sér meiri pólitískan loddaraskap cn þarna kemur fram? ALMENNINGUR. í landínu þarf enga fræðslu frá Alþýðublaðinu um það, að aukinn neyzluvöru- innílutningur og frjálsari verzlunarhættir, eru til mikilla þæginda lyrir alla landsmenn, og í þcim ráðstöfunum felst beinlínis nokkur kjarabót, sem vegur eitthvað upp í móti aukinni dýrtíð. Fólk er nú ekki lengur neytt til þess að kaupa rándýrar til- búnar vörur, sem saumastofur í Reykjavík unguðu út alla daga í stjórnartíð Stefáns Jóhanns. Þeir, sem þess óska, geta nú keypt efnivöruna og búið til hlut- ina sjálfir. Dagleg reynsla kennir fólkinu nú, að nægilegt vöruframboð og eðlileg eftirspurn cr iirugg- asta verðlagsel'tirlitið. „Slagirnir" eru úr sögunni, og skömmtunarfarganið afnumið. Menn geta keypt nauðsynjar til heimila sinna eftir liendinni í verzlun- um, látið lieilbrigða samkeppni ráða verði og gæðum þess, er þcir kaupa. Það er því ekkert nema tilraun til blekkingar, þegar Alþýðuflokksforingjar segja fólk- inu að þessar ráðstafanir séu því einungis til þyngsla og erfiðleika. Enda væru það spánný liagvísindi, að nægilegt vöruframboð og heilbrigð samkcppni væri lakari fyrir almenning en einokunarkerfi, reyrt í fjötra nefnda- og ráðavalds, sem síðan Iciðir af sér okur og margs konar spillingu í skjóli skorts og liafta. Bægslagangur Alþýðuflokksbroddanna gcgn frjálsri vcrzlun og auknu vöruframboði cr því dæmdur til ósigurs fyrirfram, en þessi viðbrögð sýna glöggt vonda samvizku og nokkurn kvíða um eigin hag í framtíð- inni. Það kann líka að koma sér illa fyrir þennan embættismannaflokk, að gæðingar hans sjá fram á minnkandi bitlinga og færri bein með fækkun ráða og nefnda og skynsamlegri fjármálastjórn ríkisins og stofnana þess. En fyrir fólk í landinu cru þessar að- okkar erlendis, liafa nú fært nokkra lífskjararýmun að dyrum livers heimilis. Það er eðlilegt, að menn leiti ráða til úrbóta. Allir, sem um þessi mál luigsa, en láta sér ekki nægja hraðsoðin slagorð úr Alþýðu- blaðinu, sjá, að til þcss að unnt sé að viðhalda lífskjörunum, þarf’ má svo fara, að skjóta verði þessum málum til þjóðarinnar í kosning- um. Endalok slíkra kosninga cru augljós. Þau gætu líka orðið til þess að rcistar yrðu skorður við því, að verkfallsréttur verði í framtíðinni misnotaður af pólitískum glæfra- mönnum. FOKDREIFAR Exhibitionisti í „Verka- manninum“. KOMMÚNISTAR hér. á Akur- eyri gripu tækifærið er blaðstjóri þeirra var vel geymdur í tugt- húsinu í Reykjavík og settu hann frá embætti. í síðasta tbl. var bú- ið. að.þurrka nafn hans út af rit- stjórnarhaus blaðsins, en endur- reisa Jakob Árnason og gera hann að ritstjóra á ný, eftir nokk- urra ára hvíld frá andlegu erfiði fyrir Stalín. Raunar þurfti ekki að geta þess sérstaklega, hver hefði fjallað um síðasta eintak Kominformblaðsins. Hundurinn er auðþekktur á hárunum og klámsaga sú, er hinn endurfæddi ritstjóri birti í blaði sínu á föstu- daginn leynir ekki höfundi sínum og skapara. Exhibitionismi getur birzt með ýmsu móti, stundum í teikningum og grófum orðum, sem krotuð eru á veggi á opin- berum stöðum, stundum í líki „bera mannsins“ í Reykjavík um árið og stundum bara með því að skrifa og prenta literatúr af því tagi, sem var í síðasta blaði Verkamannsins. ÞRÁ MANNA til þess að láta á sér bera í þessu efnum, er sál- rænt fyrirbrigði, sem á sér vís- indalegar skýringar. Sumir menn eru þannig gerðir, að þeir verða aldrei fullorðnir í andlegum skilningi Það hefur vakið sér- staka athygli í þessu sambandi, að auk grófheitanna, sem sumt fólk krotar í leyndum á veggi á opinberum náðhúsum, ber mikið á því, að þar sjáist hakakross- merki og hamar og sigð, og ýmsar upphrópanir um kommúnisma og nazisma. Þetta mun eiga sér þá skýringu, að þeir sem játa of- beldistrúna af mestum fervor hafa aldfei náð andlegum þroska, eru með einhverja vankanta á sálinni, sem birtast samborgur- unum með þessum hætti. Hjá sið- uðum þjóðum eru þessir vesaj- ingar látnir vera með iðju sína í einhverjum afkimum, þar sem lítið ber á þeim, og hvergi mun það þekkjast á byggðu bóli, að slíku fóiki séu fengin tækifæri til þess að fletta upp á sálinni á sér framan í borgurunum. Nú er það þó ljóst orðið, að stjórnmála- flokkur hér í bæ telur sýningu af þessu tagi samhæfast einkar vel þeim pólitíska boðskap, er hann flytur. Þetta er vitaskuld heldur ógeðfelld staðreynd, en við henni er ekkert að gera og gerzt munu þeir, er að þessari útgáfu standa, vit'a, á hvaða plani þeim er eðli- legast að heyja sína stjórnmála- baráttu. En fólk í þessum bæ mundi heldur kjósa, að sjúkdóm- ur þessi fengi útrás í afkimum nýja hússins undir kirkjutröpp- unum — þótt hvimleitt sé — en að hann sé auglýstur fyrir lands- lýðnum í opinberu blaði. Er þess því að vænta að heldur verði reynt að hraða framkvæmdunum þar. Það er hejdur skemmtilegra fyrir bæjarfélagið út á við, þegar á allt er litið, að sýnimennska kommúnistapostula þessa, hljóti þar sína fullnægingu. Vulcan h.f. komið í leitirnar. Blaðinu hefur borizt bréf frá Lundúnum, undirritað af Þóroddi Jónssyni. Segir þar svo: „VEGNA UMMÆLA í Degi 23. marz 1951, vil eg gefa þessar upplýsingar. Vulcan h.f. var stofnað í Reykjavík 23. nóv. 1950 og aug- lýs. í Lögbirtingablaðinu um það kom í desember. Hlutafé kr. 100.000.00. Stofnað af 7 Reykvík- ingum. Tilgangur hlutafélagsins var meðal annars májmvinnsla og annað slíkt. Það, sem stóð í hinu þýzka blaði er um væntan- legan kostnað verksmiðjunnar, áætlað kr. 10 milljónir. Sjálfsagt er að viðurkenna, að enginn ein- staklingur eða jafnvel einstakl- ingar geta ráðið við þetta stórmál, nema með útlendu fjármagni, nema ef til vill S. í S., sem getur allt. — Hvort þetta kemst í fram- kvæmd eða ekki skal ekki strax slegið föstu, en vonandi fagnar blaðið Dagur nefndu firma, ef það skyldi komast í framkvæmd, sem hugsað hefur verið, landi og lýð til hagsmuna." Þá veit maður, að þetta ágæta fyrirtæki er ekki bara reykur, bóla og vindaský, heldur skráð hlutafélag, auglýst í Lögbirtingi, stofnað af 7 Reykvíkingum. Dag- ur hefur hreint ekkert amast við þessu fyrirtæki, síður en svo, að- eins birt frétt um frásögn af fyr- iréetlunum þess, sem birtist í þýzku blaði. Þar var m. a. greint frá því, að þýzkt bankafyrir- tæki mundi vilja styðja fyrirtæk- ið til framkvæmda. Góður barnavagn óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 1476. um með Jitlar bækur, sem ekki láta mikið yfir sér, en verða eftir á fjörunni, þegar flóðbvlgjan er farin fram hjá. Ein slík bók barst mér nýlega í hendur, og ætla eg að minnast á hana fám orðum. Mataræði og heilsufar. Bók sú, er hér um ræðir, er gefin út af Náttúru- lækningafélagi íslands og heitir Mataræði og heilsufar. Bók þessi er eftir brezkan lækni og nær- ingarfræðing, Sir Robert McCarrison, en Björn L. Jónsson hefur íslenzkað hana með leyfi höfundar. Hér er um að ræða þrjá fyrirlestra er höfundur samdi og flutti fyrir Konunglega listafélagið í London (The Royal Society of Art). Sir Robert er talinn einn hinn merkasti manneldisfræðingur, sem nú er uppi, að því er Jónas Kristjánsson læknir segir í formála, er hann ritar að bókinni. Hann dvaldi um langan aldur á Indlandi og starfaði meðal frumstæðra þjóðflokka, sem þó reyndust heilsugóðir og hraustir. Hið frumstæða líf ýmsra þjóðflokka þar eystra, samfara mikijli hreysti, vakti eftirtekt læknisins og þó einkum, það, að margir hinna al- gengustu og útbreiddustu sjúkdóma meðal vest- rænna þjóða, voru þar óþekkt fyrirbæri. McCarri- son þessi starfar nú sem fyrirlesari við Oxford og stjórnandi framhaldsskóla fyrir hejlbrigðisstarfs- menn frá hernum. Úr forniála. Jónas Kristjánsson segir í formálanum: „Mc- Carrison renndi grun í það, að hinn mikli munur á heilsufari indverskra þjóðflokka innbyrðis og vest- rænna þjóða, mundi stafa af ólíkum Jifnaðarháttum, einkum ólíku viðurværi. Tók hann sér nú fyrir hendur að ganga úr skugga um þessa getgátu með dýratilraunum. Til þess tíma höfðu næringartil- raunir á dýrum gengið út á það aðallega að rann- saka áhrif einstakra fæðutegunda eða einstakra næringarefna á dýrin og vissa sjúkdóma. Við slíkar tilraunir eru næringarefnin jafnan slitin út úr sínu rétta og náttúrlega samhengi og tilraunafæðið gjör- ólíkt því, sem viðgengst raunverulega í daglegu lífi. En þótt kynlegt megi þykja, virðist mönnum ekki hafa hugkvæmzt að gera tilraunir með fæði, tekið svo að segja af matborði fólksins sjálfs. En það gef- ur að skilja, að slíkar tilraunir hljóta að hafa meiri hagnýta þýðingu, heldur en ef tilraunadýrunum er gefið eitthvert tilbúið fæði, sem engin mannleg vera leggur sér tij munns. McCarrison er fyrstur vísinda- manna til að velja þessa sjálfsögðu leið. Og árang- urinn, sem hann lýsir í þessum fyrirlestrum, er svo ótvíræður, svo sannfærándi, að lesandinn hlýtur að undrast, að þetta skuli ekki fyrir löngu vera þekkt og viðurkennt.“ Efni fyrirlestranna. Fyrsti fyrirlesturinn heitir Fæða, næring og heil- brigði. Þar er rætt um fæðuna og næringarstarfið, um mataræði, líkamshreysti og líkamsbyggingu og sagt frá merkilegum dýratilraunum í þessu sam- bandi. Ýmsir sjúkdómar eru hér gerðir að umtals- efni og sagt frá samanburðartilraunum á því, er höfundur telur lélegt fæði og gott. í öðru erindinu er rætt um áhrif vissra nauðsynlegra næringar- efni á byggingu og starfsemi líkamans, og er það ákaflega fróðlegt lestrarefni. Hér er um mál að ræða, er hver einasta húsfreyja ætti að kunna nokkur skil á. Þriðji og síðasti kafji bókarinnar (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.