Dagur - 11.04.1951, Page 8

Dagur - 11.04.1951, Page 8
12 Baguk Miðvikudaginn 11. apríl 1951 Stóraukin munaðarvöruneyzla íslendinga Þeir neyta meiri sykurs en flestar aðrar Norðurlandaþjóðir Munaðarvöruneyzla íslendinga óx til stórra muna á stríðsárun- uni og náði hámarki fyrstu árin eftir stríðið. Þannig nær tvöfaldaðist kaffi- neyzlan árið 1947 miðað við meðalneyzlu, tóbaksneyzlan óx um þriðjung, ölframleiðslan meira en þrefaldaðist 1948 miðað við árin fyrir stríð og áfengis- neyzlan óx ár frá ári öll stríðsár- in þar til hún nær hámarki 1947. Sykurneyzla íslendinga hefur verið yfir 49 kg. á mann að með- altali síðustu áratugina og er það yfirleitt meiri sykurneyzla en í flestum löndum Norðurálfunnar, að því er segir í nýútkomnum Verzlunarskýrslum. Þó neyta Svíar og Bretar meiri sykurs en íslendingar, og 1948 nam t. d. sykurneyzlan í Svíþjóð 49 kg .á mann, en 48 kg. í Bret- landi. Enda þótt íslendingar neyti til jafnaðar 40 kg. af sykri á mann nam sykurskammturinn á sl. ári ekki nema rétt rúmlega 20 kg. á mann. Hitt mun fara til iðnaðar, í kaffi- og veitingahús o. fl. Neyzla íslendinga á kaffi og kaffibæti var um mörg ár fyrir stríðið um 6V2 kg. á mann, að meðaltali. Á stríðsárunum og næstu árin á eftir var hún að jafnaði töluvert meiri en áður og komst jafnvel upp í 11 % kg. árið 1947, en það er það langmesta sem hún hefur orðið. Innflutningur á kaffibæti er nú orðinn óverulegur, en innlend framleiðsla komin í staðinn. Þá hefur og innlend kaffibrennsla næstum tekið fyrir innflutning á brenndu kaffi. Tóbaksneyzla landsbúa hefur löngum verið rúmlega 1 kg. á mann og oftast staðið í stað þar til eftir stríðið að hún hefur auk- izt upp í rösklega 1% kg. á mann. Um þetta eru þó einungis til töl- ur fram til ársloka 1948, en búast má við að dregið hafi nokkuð úr tóbaksneyzlunni aftur síðan. Ölið. Innflutningur á öli er fyrir löngu horfinn með öllu og inn- lend framleiðsla komin í staðinn. Síðustu árin fyrir stríðið mun framleiðslan hafa verið um 3000 h]. á ári, en óx svo gífurlega á stríðsárunum, eða upp í 16—17 þús. hl., sem að miklu leyti mun hafa stafað af veru hersins. Strax við brottför setuliðsins lækkaði framleiðslan til muna og var komin niður í 10500 hl. árið 1948. Áfengisneyzlan eykst mjög á árunum 1944—48 frá því sem verið hafði árin næstu á undan og einkum var innflutningur sterkra drykkja og vínanda miklu meiri en innflutningur léttra vína óx ekki að sama skapi. Á árunum 1941—45 nam innflutningur sterkra drykkja og vínanda tæpum 2000 hl. og röskum 1000 hþ léttra vína. Hámarki nær svo innflutningur áfengis 1947. Þá voru sterkir drykkir fluttir inn að magni 3280 hl. og 'rúml. 1600 hl. léttra vína, en hefur dregið úr innflutningnum síðan. — Framsóknarfélögin (Framhald af 1. síðu). ina út úr ógöngunum og þá mundi skapast hér traustara efnahagslíf en ríkt hefði um sinn. Að þessu leiddi frk. Rannveig mörg og sterk rök og mæltist henni vel og skörulega og var máli hennar ágætlega tekið af áheyrendum. Síðar í umræðunum áréttaði hún skoðanir sínar um þessi efni með ágætri ræðu. Framsóknarmenn í broddi fylkingar. Bernharð Stefánsson alþm. var næsti ræðumaður og dvaldi hann einkum við stefnu flokkanna — ekki eins og hún er prentuð í kosningapésum, heldur eins og hún hefur reynzt í framkvæmd á Jiðnum árum. Gerði hann glögga grein fyrir því, að Framsóknar- flokkurinn hefur verið í fylking- arbrjósti í öllum meiriháttar um- bótamálum þjóðarinnar frá því að flokkurinn komst til áhrifa á þjóðmálin og rakti Bernharð þá sögu ýtarlega í mjög fróðlegu og skemmtilegu erindi. Síðastur frummælenda talaði dr. Kristinn Guðmundsson og ræddi einkum um atvinnu- og kaupgjaldsmálin og ráðstafanir ríkisstjórnarinhar í þeim og skýi'ði viðhorf Fram- sóknarflokksins til þessara mála, svo ög þátt samvinnustefnunnar í þjóðarbúskapnum. — Var máli þessara ágætu ræðu- manna vel tekið. Osammála um stjórnarskrár- málið. í umræðunum, sem fram fóru að framsöguræðunum loknum, var rætt um málefni þau, er frummælendur höfðu einkum drepið á, og auk þess nokkuð um stjórnarskrármálið og urðu menn þar ekki sammála. En vegna þess hve áliðið. var orðið kvölds, var ekki unnt að hald? fundinum lengur áfram og var honum slitið á 8. tímanum, hafði staðið frá kl. 4. Formaður Framsóknarfélags Akureyrar, Jóhann Frímann skólastjóri, setti fundinn og ávarpaði fundarmenn nokkrum orðum í fundarbyrjun, en fund- arstjóri var Þorst. M. Jónsson skólastjóri og stýrði hann fund- inum af skörungsskap, auk þess Frá stjórnmálanámskeiði ungra Framsóknarmanna í s. 1. viku Myndin var tekin þegar stjómmálanámskeiði FUF á Akureyri (nánari frásögn annars staðar í blað- inu) var slitið sl. laugardagskvöld. Á myndinni cru, fremri röð, talið frá vinstri: Ríkharð Þórólfsson, Ak., Valdimar Jónsson, formaður FUF, Haukur Snorrason ritstj., dr. Kristinn Guðmundsson, frk. Rannveig Þorsteinsdóttir alþm., Bernharð Stefánsson alþm., Svala Einarsdóttir, Siglufirði, Tómas Árnason lögfr., stjórnandi námskeiðsins, Lárus B. Haraldsson, Ak. — Aftari röð: Kristján Jónsson, Ak., Ingvi Júlíusson, Ak., Birgir Þórhallsson, Ak., Aðalsteinn Va’dimarsson, Ak., Páll Halldórsson, Ak., Haraldur Magnússon, Siglufirði, Jón Gíslason, Ak., Jóliann Jónasson, Ak., Kjartan Einarsson, Siglufirði, Pétur Gunnlaugss., Ak., Guðjón Styrkárs., Dalas., Þórður Snæ., Ak., og Valg. Frímann, Ak. í siðastliðinni viku Umræðiíímidir halda áfram næsíu viku Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri gekkst fyrir stjóm- málanámskeiði hér í bænum í seinustu viku. Hófst það sunnudaginn 1. apríl s. 1. og var haldið öll kvöld vik- unnar. Skráðir þátttakendur námskeiðsins voru 23. Erindi voru flutt á námskeiðinu af þess- um mönnum: Bernharð Stefáns- son, alþm., talaði um sögu og stefnu Framsóknarflokksins. Birgir Þói-hallsson um samvinnu- stefnuna, dr. Kristinn Guð- mundsson um fjármál. Tómas Árnason um undirstöðuatriði stjórnskipunar landsins. Búið að gera samninga um leign samkomu hússins Búið er að ganga frá samning- um um leigu Samkomuhússins fyrir bíó, en áður höfðu templar- ar og Leikfélag Akureyrar samið innbyi'ðis um afnoi hússins. Fær Leikfélagið umi'áð yfir húsinu allt að 70 kvöld á ári, til leiksýn- inga og æfinga, fyrir sanngjai'nt gjald, auk þess útvega templarar félaginu húsnæði fyrir æfingar. Vai'ð að lokum ágætt samkomu- lag milli félaganna um málið. — Ekki er búizt við að bíósýningar í húsinu geti hafizt fyrr en seint í maí eða júníbyrjun. sem hann lagði orð í belg í um- ræðunum og flutti ágæta x-æðu. Að öllu samanlögðu varð þessi fundur til upplyftingar fyrir flokksstai'fið hér og til að auka samheldni manna. Allmargir nýjir félagsmemx bættust Fram- sóknarfélögunum hér á fundin- um. Stjói-nandi og leiðbeinandi námskeiðsins var Tómas Árna- son, lögfr. Voru veittar leiðbein- ingar um x-æðumennsku og fund- arreglur. En samhliða var settur fundur, skipaðir venjulegir starfsmenn fundar og gætt fund- arreglna, þannig að meðlimir námskeiðsins fengu raunhæfar æfingar í ræðuhöldum og fundar- störfum. Á laugai'dag kl. 5 var námskeiðinu slitið með sameigin- legri kaffidrykkju að Hótel KEA. Þar mæltu auk flestra þátttak- enda, þeir sem höfðu flutt erindi á námskeiðinu, svo og Rannveig Þorsteinsdóttir, alþm., og Haukur Snori'as., ritstj., og fluttu ræður. Þar var ákveðið að halda ein- (kl. 11 f. h. P. S.). — Þessi börn verða fermd: Drengir: Grétar Ingvarsson, Norðurg. 19. Gunnar Þorsteinsson, Aðalstr. 24. Haukur Einarsson, Laxagötu 1. Jón Guðbjöi'n Tómasson, Lækjar- götu 6. Kai’l Óskar Tómasson, Holtag. 11. Stefán Baldvin Árnason, Strand- götu 23. Svanbjörn Sigurðsson, Brekku- götu 39. Vignir Einai’sson, Eyrax'veg 35. Vilhelm Ágúst Ágústsson, Há- teigi. Stúlkur: Ásta Björg Þoi'steinsdóttir, Norð- urgötu 44. Edda Líney Valdimarsdóttir, Munkaþverárstræti 30. Gauja Ellertsdóttir, Hafnarstr. 84. Guðbjörg Ásta Jónsdóttir, Norð- í’rgötu 31. hvei-ja umræðufundi einu sinni í viku hverri á næstunni. Þátttakendur vox-u mjög á- nægðir með námskeioið og toldu sig hafa haft af því mikið gagn. Kviknar í timbui'húsi KEA Um kl. 9 á fimmtudagskvöldið varð þess vart, að kviknað var í skúr, sem er áfastur við timbur- hús KEA. Slökkviliðið kom fljót- lega á vettvang og slökkti eldinn. Nokkui't tjón vai'ð á vörum, sem geymdar vox'u í grennd við skúr- inn, inni í húsinu, en þó ekki til- finnanlegt. Þama hefði getað orðið stói'bruni ef ekki hefði orð- ið vart við eldinn í tíma. Ókunn- ugt er um eldsupptökin. Raf- magnsstraumur er jafnan tekinn af húsinu, er vinnu lýkur. Guðný Þórunn Ögmundsdótlir, Helga-Magrasti-æti 48. Helga Jónsdóttir, Holtagötu 2. Helga Steinunn Ólafsdóttir, Naustum. Hólmfríður Elsa Guðmundsdóttir, Ránargötu 20. Jóna Ágústa Guðjónsdóttir, Rán- argötu 21. Jónína Guðbjörg Sigurgeirsdótt- ir, Iiríseyjargötu 21. Margrét Jóhannsdóttir, Hafnar- stræti 81. Ragnhildur Sigfríð Gunnax-sdótt- ir, Ásabyggð 2. Rannveig Helga Karlsdóttir, Strandgötu 49 Regína Jónsdóttir, Strandg. 35B. Sigurjóna Jónsdóttir, Lundarg. 1. Sigríður Guðmundsdóttir, Aðal- stræti 76. Steinunn Axelma Guðmunds- dóttir, Hlíðargötu 6. Svanfríður Jónasdóttir, Hríseyj- argötu 21. Svanhildur Árný Ásgeirsdóttir, Spítalavegi 9. Ferming í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.