Dagur - 20.06.1951, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudaginn 20. júní la51
r
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiösla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson
Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Árgangurinn kostar kr. 40.00.
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Gjalddagi er 1. júlí.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Árnaðaróskir með viðauka
EITT HINNA föstu, árlegu fyrirbrigða, sem
boða það, að sumarið sé að fullu gengið í garð hér
á norðurslóðum, má telja það, að þeir skólanna,
er lengst starfa ár hvert, svo sem stúdentaskól-
arnir þrír, sem nú eru í landinu, ljúka störfum
laust eftir miðjan þennan mánuð. Rösklega hálft
annað hundrað ungmenna með hvítar og svartar
einkennishúfur bættust t. d. um síðustu helgi í
þann fjölmenna hóp, sem þjóðfélagið er svo lán-
samt að hafa getað búið góð og hagkvæm skilyrði
til þess að hljóta hina hefðbundnu undirstöðu-
menntun verðandi embættismanna og annarra
háskólaborgara. Þetta er vissulega vel af sér vik-
ið og gleðilegur vottur velmegunar og menning-
arviðleitni hjá einni fámennustu smáþjóð heims,
og áreiðanlega stórum hærri hlutfallslega en ger-
ist og gengur hjá hinum stærri og auðygri þjóð-
um. En á hinn bóginn gæti hin mikla og sivax-
andi stúdentaviðkoma einnig verið okkur bæði
gilt og skylt íhugunarefni, og jafnvel áhyggjuefni
nokkurt, ef af fullri hreinskilni og einlægni er
mæ't.
ÞESS ERU að sjálfsögðu mörg dæmi, að menn
með stúdentsmenntun hverfa til starfá á vett-
vangi venjulegs og óbrotins athafnalífs og 'vinna
þar fyrir brauði sínu í sveita síns andlitis við hlið
hinna, sem litla eða enga framhaldsskólamenntun
hafa hlotið. En ekki er örgrant um, að almennt sé
litið svo á, að þá sé ti llítils barizt hinni löngu og
erfiðu baráttu við skólabækurnar og prófkrÖf-
urnar ströngu, enda má það til sanns vegar fær-
ast, að önnur menntun og skólaganga geti verið
hagkvæmari og eðlilegri undirbúningur lífsbar-
áttunnar, ef hún skal háð á því sviði. Hinir verða
þá einnig ávallt mikiu fleiri, sem láta ekki við svo
búið standa, en halda áfram námi, unz háskólag.
með tilheyrandi embættisprófi er lokið. En það
leikur naumast á tveim tungum, að embættis-
mannastétt þessa litla þjóðfélags er þegar í ýms-
um greinum orðin alltof fjölmenn, og þótt fram að
þessu hafi iðulega verið gripið til þeirra ráða að
stofna ný embætti handa slíkum mönnum, getur
það þó naumast blessast til langframa, né heldur
talizt nokkur fullgild né viðhlítandi lausn þess
vanda, sem með þessu er þegar skapaður og hlýt-
ur þó óhjákvæmilega að færast stöðugt í aukana,
þegar tímar líða fram. En atvinnulausir eða at-
vinnulitlir mcnntamenn, sem varið hafa ærnu fé,
erfiði og tíma til undirbúnings ákveðnu ævistarfi,
sem engin þörf reynist. þá á, þegar til á að taka, er
vissulega hvorki æskilegt né eðlilegt þjóðfélags-
fyrirbrigði, heldur líkleg undirrót mikils vanda,
vonbrigða, rótleysis og jafnvel fullra mann-
skemmda með tilsvarandi félagslegum phrifum og
upplausnarhættu.
i
ÝMSIR MUNU svara því til — og x'ist með
nokkrum rétti — að eigi megi það gleymast, að
menntunin hafi gildi í sjálfri sér, innra gildi. Menn
eigi að menntast menntunarinnar sjálfrar vegna.
Menntunin sjálf sé þó takmarkið, sem að sé stefnt,
þegar öllu er á botninn hvolft. Víst er það bæði
satt og rétt, að mönnum er orðið helzt til tamt að
líta á menntunina gegnum gleraugu nytseminnar.
„Árangurinn verður að vera mælanlegur í hest-
öflum, kílóvöttum eða peningum,“ eins og ungur
menntamaður kemst nýlega með
kaldhæðni að orði í tímaritsgrein
um svipað efni. Hann bendir þar
réttilega á, að „þá menntun, sem
numin er með próf og rétt til
stöðu að takmarki, verður að
flokka undir fagmenntun. Það
skiptir ekki máli, hvort menn eru
gagnfræða-, mennta- eða há-
skólagengnir. Þeir geta orðið
góðir í faginu, trésmíði, lögfræði,
hagfræði, verkfræði og öðrum
greinum, en þeir hafa ekki þess
vegna hlotið meira mannvit en
áður. Þeir eru fáfróðir, ef þeir
kunna ekkert annað en fagið. Að
sjálfsögðu er fagmenntun nauð-
synleg í tæknilegu þjóðfélagi, en
hún er ekki nóg til að skapa
menntaða þjóðfélagsþegna, hæfa
til að mynda sér sjálfstæðar
skoðanir og stuðla að aukinni og
traustari menningu-------.
EF MENN menntast eingöngu
eða aðallega vegna hins ytra
gagns, embætta eða peninga, þá
kemur það fram á menntuninni
og þar með á manninum sjálfum.
Hann fer á mis við hinn sanna
auð, sem hún getur veitt, og hann
verður engu vitrari en áður. Það
er í rauninni svo, að margur
sjálfmenntaður maður, sem aldr-
ei hefúr gengið í framhaldsskóla,
er' miklu memvtaðri en annar,
sétn útskrifazt hefur úr háskóla.
Ástæðan -fyrir því er sú, að hann
hefur menntað sig menntunar-
inriar vegria, én ekki prófsins.
Hann hefur tileinkað sér meira
af þeim andlega auði, sem menn-
ing okkar byggist á, og þess
vegna er meira af slíkum manni
að vænta sem þjóðfélagsþegni en
mörgum hinna háskólagengnu.
Það er lífsnauðsyn fyrir farsælt
þjóðfélag, að sem flestir menntist
og fræðist, og að þeim sé Ijós
hinn eiginlegi tilgangur mennt-
unar, hið sanna gildi hennar.
Skólarnir eru vissulega nauðsyn-
legir til þess, að svo megi verða,
en sönn menntun og skólaganga
eiga að fara saman. Reynslan
hefur hins vegar sýnt, að þau
geta farizt algerlega á mis.“
AÐ ÞESSU athuguðu má það
vera ljóst, að hin „æðri mennt-
un“ í landinu þarf engan veginn
að vera í neinum bráðum voða
stödd, þótt einhver eðlileg og
skynsamleg takmörk séu fyrir
því, hversu mikið kapp er á það
lagt að beina öllum meginstraumi
íslenzkra námsmanna í þann eina
og sama farveg, er að háskóla-
prófum og langskólasetum ligg-
ur. En þau eðlilegu takmörk
mega hins vegar alls ekki byggj-
ast á misjafnri þjóðfélagsaðstöðu
né ólíkum efnahag aðstandenda
unga fólksins, heldur á vilja,
dugnaði og ólíkum hneigðum og
upplagi þess sjálfs. Og um leið og
við óskum nýju stúdentunum ein
læglega til heilla í tilefni þess
langþráða takmarks, sem þeir
hafa nú náð á menntabraut sinni,
biðjum við þá að minnast þess,
að ekki er prófskírteinið eitt —
þótt gott sé og gilt í sjálfu sér —
þess megnugt að breyta vatni
bókfræðslunnar og lærdóms-
staglsins í vín sannrar menntun-
ar og manndóms, heldur þarf
kraftaverk starfs og manndáða á
akri hversdagslegs strits og al-
mennrar lífsreynslu að koma þar
til, unz þeirri vígslu, skím og
eldherzlu er náð, sem ein fær
veitt aðgang að þeim launhelgum
tilverunnar, þar sem dugandi
bóndi, iðnaðarmaður og verka-
maður sitja í virðingum inni,
ásamt öðrum trúum þjónum
anda og handar, en lélegur há-
skólaborgari verður enn að
standa álengdar og utan dyra,
ásamt öðrum ótrúum ráðsmönn-
um sinnar tíðar.
FOKDREIFAR
Þegar búðirnar selja á strætum
og torgum.
Bæjarbúi skrifar blaðinu:
„HVERNIG MUNDI ykkur
þykja, ef kaupfélagið, Páll í
Braun, Skarphéðinn í Amaro —
eða Kristján í Verzlun Eyja-
fjörður tækju upp á því að stilla
upp söluborðum á Ráðhústorgi
eða Kaupvangstorgi og bjóða þar
þann varning, sem venja hefur
verið að kaupa í búðum þeirra?
Ætli ykkur þætti ekki málið fara
að vandast, þegar ætti að fara að
vega melís og hveiti á reizlu og
slumpa á vigtina? En þótt ykkur
mundi sjálfsagt falla þessi verzl-
unarmáti miður, virðist sem bæj-
armönnum þyki ekkert við það
að athuga, að fiskibúðir bæjarins
ei-u að mestu Ieyti fluttar út á
torg og stræti og höndla þar dag-
lega. Það er haft fyrir satt, að
fisksölumenn þeir, sem daglega
bjóða fisk á Kaupvangstorgi og
annars staðar í bænum, séu
„gerðir út“ af fiskbúðum bæjar-
ins, og fæstir þeirra séu að selja
fyrir eigin reikning, heldur séu
þeir aðeins starfsmenn búðanna.
í þessum verzlunarháttum kem-
ur fram sá löstur, að allt of
margir menn fara með fiskmeti
eins og það væri óþverri en ekki
mannamatur. Eða hvað skyldu
menn fá mikið af göturyki með
fiskinum, sem seldur er úr opn-
um ílátum við aðalumferðargötu
bæjarins á hverjum morgni?
OG SVO ER ÞAÐ vogin. Eg
hélt að það væru lög, að verzl-
anir hefðu löggiltar vogir og til
mun vera ríkisstofnun, sem Lög-
gildingarstofa nefnist og á að
löggilda vogir í verzlunum. Eru
reizlur þær, sem fisksalamir
nota, löggiltar? Segja má, að
slíkur verzlunarmáti væri brúk-
legur, þegar fiskurinn í matinn
kostaði krónu, en þegar maður er
látinn borga 7—8 krónur fyrir
tvær smáýsur, lítur málið öðru-
vísi út. Kílóið í fiskinum er orðið
svo dýrt að nákvæmar vogir eru
nauðsyn og öll verðlagsákvði á
fiskmeti eru raunar tilgangslaus
nleð öllu nema tryggilega sé frá
vogunum gengið.
HEILBRIGÐISNEFND bæjar-
ins hefur nokkrum sinnum lagt
til að torgsala á fiski yrði bönn-
uð. Bæjarstjórnin hefur ekki
fallist á tillögur þessar, m. a. af
því, að hún hefur talið að fiski-
menn hefðu atvinnu við að selja
eigin afla með þessum hætti. Ef
það er rétt, sem mér skilzt, að
slík sala eigin afla séu úr sög-
unni, en fiskibúðirnar séu einar
um hituna á torgum og götum,
sýnist kominn tími til að taka
málið upp að nýju. Á meðan sú
athugun stendur yfir, ætti það að
vera lágmarkskrafa, að fisksal-
arnir notuðu viðurkenndar verzl
unarvogir."
Hvernig verzlar þú!
Hefur þú nokkru sinni hugsað um það, hve mik-
inn tíma þú getur sparað sjálfri þér og öðrum, og
hve miklar og margar áhyggjur þú getur losnað við
með því að haga innkaupunum eftir föstum regl-
um og nokkuð kerfisbundið?
Sumum eru allar reglur til ama ög leiðinda,
vilja heldur gera þetta eða hitt — líka verzla, —
þegar þær eru upplagðar, hafa góðan tíma, langar
til þess og svo framvegis. Það er gott og blessað
svo langt sem það nær, og sannarlega getur stund-
um verið skemmtilegt að kaupa eitthvað, sem mað-
ur rekst á af tilviljun, langar í þegar á stundinni,
slær til og lætur peninginn fjúka, þótt slík kaup
misheppnist oft sökum þess, að tilfinningarnar hafa
orðið skynseminni yfirsterkari. En hér er ekki átt
við slík kaup, heldur matarkaup ,og alveg sérstak-
lega kaup á þeim mat, sem hvert heimili notar svo
að segja daglega árið um kring. Eg hef heyrt getið
um konur, sem kaupa hálft kíló af hafragrjónum
og heilt af hveiti og sykri annan hvom dag og
stundum daglega. Hvílíkt sálarstríð og hugarang-
ur að þurfa að hugsa fyrir hverju grjóni eða
grammi af kaffi og smjöri á hverjum degi árið um
kring eða því sem næst. Nú er því til að svara, að
margar húsfreyjur búa við svo slæm geymsluskil-
yrði, að þær eiga mjög erfitt með að kaupa nema
lítið hverju sinni af þeim sökum. Þetta er mikill
ókostur margra hinna nýju íbúða og sums staðar er
ótrúlega litla fyrix-hyggju að hitta hvað þetta snert-
ir í nýjum húsum. En þar sem geymsla er sæmi-
leg og fjárráð leyfa, ætti að mega haga innkaupun-
um þannig, að keyptar væru hálfsmánaðai-lega eða
mánaðarlega allar þær tegundir, sem notaðar eru
við algengan matartilbúning. Með því sparast ótrú-
lega mikill tími, miklar gönguferðir eða símtöl,
mikill pappír og vinnukraftur verzlunarinnar og
umfram allt sparar húsfi-eyjan sér daglegar áhyggj-
ur út af hafragrjónum eða kaffikorni og þarf ekki
á elleftu stundu að æða til grannkonunnar til þess
að fá lánað „einu sinni á könnuna" þótt óvænta
heimsókn beri að garði.
MYSINGUR SPARAR SMJÖR.
Hin nýja framleiðsla Mjólkursamlags KEA hefur
vakið mikla hrifningu meðal húsfreyja. Mysingur-
inn er unninn úr ostmysu og er hæfilega þykkur til
þess að smyi-ja með honum brauð. Mysingurinn er
ágætasta álegg, hann er tiltölulega ódýr, sérstak-
lega þegar það er haft í hyggju, að hæglega má
sleppa smjörinu á þær sneiðar, sem mysingurinn er
notaður á, og spar-a þannig smjöi-ið til mikilla muna.
Mysingurinn er seldur í smekklegum, vaxborn-
um pappaöskjum, þannig, að hann má bera á borð
í öskjunni, og er lítill hnífur hafður í. Á öskjunni
eru prentaðar upplýsingar um það, hvaða hráefni
séu notuð við framleiðslu mysingsins og er það
bæði fróðlegt og gagnlegt fyrir neytendur. Auk
skyrmysunnar eru í mysingnum smjörfeiti, sykur,
hrein jurtafeiti og karamellusafi. Mysingurinn á
eflaust eftir að ná miklum vinsældum og er ekki
ólíklegt, að hann verði á flestra borðum áður en
langt um líður.
GOTT RÁÐ.
Bæjarkona ein var svo elskuleg að hringja í mig á
dögunum til þess að gefa kvennadálkinum gott
ráð, sem hún hafði nýlega komizt í kynni við. Kona
þessi sagðist oftsinnis hafa orðið fyrir sárurn von-
brigðum, þegar fallegir rósavendir hefðu komið i
heimilið og allur fjöldi rósanna hengdi „höfuðið“
eða hálfvisnaði, áður en þær opnuðu sig og nokkur
fékk notið fegurðar þeirra og angans. En svo kom
ráðið, og það er svona: Skerið 2—3 cm. neðan af
stilkunum ofan í vptni, því að þá kemst ekkert loft
upp í stilkinn og rósin springur fallega út. Konan
sagðist hafa gert þetta nývcrið við rósir, sem voru
famar að visna án þess að hafa opnað sig, og
sköimnu á eftir hafi þær allar sprungið út og staðið
(Framhald á 7. síðu).