Dagur - 29.08.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 29.08.1951, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudaginn 29. ágúst 1951 Deilan um prestakallaskipunina verður aðalmál 9. almenna kirkjufundarins Blaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá undirbún- ingsnefnd hins ahnenna kirkjufundar, þess 9. í röðinni, er haldinn verður í Reykjavík dagana 14.—16. október í haust: Hjalteyrarverksmiðjan hefur fengið 588Ö0 mál - 22000 mál á ailri vertíðinni í fyrra Prestakallaskipunin verður að- almál fundarins. Ollum kirkju- vinum mun ljóst, að það er meira en lítið í húfi ,ef það mál fær ekki viðunanlega lausn hjá þingi og stjórn. Og á þessum fundi er al- veg sérstakt tækifæri fyrir full- trúa safnaðanna að ræða málið frá öll'um hliðum. Tillögur stjórnskipaðrar nefndítr—og álit kirkjuráðs verða væntanlega kunn orðin þá, og vonandi sækja fundinn fulltrúar þeirra presta- kalla, sem ráðgjört er að falli niður. Verður fróðlegt og vænt- anlega ekki áhi-ifalaust að heyra þeirra skoðanir. Hingað til hafa kirkjurækir leikmenn rætt þetta mál allt of lítið. Biskupinn á Hatnri í Noregi, dr. theol. Kristian Schjeldrup, verður gestur fundarins. Hann predikar í fundarbyrjun og flyt- ur erindi á fundinum. Ýms erindi verða auk þess flutt á fundinum, en dagskrá er ekki fullsamin enn, og sérstakt fundarboð verður ekki sent ann- að en þessi tilkynning í blöðum og útvarpi. Á þann hátt fá fleiri að vita um fundinn og söfnuðir fá tíma til að athuga, hvort þeir telji ekki rétt að senda fulltrúa. Eins og undanfarið hafa allir meðlimir lúterskrar kirkju rétt til fundarsetu og málfrelsi, en at- kvæðisrétt allir prestvígðir menn, sóknarnefndarmenn, safn- aðarfulltrúar, meðhjálparar og kirkjuorganleikarar, sömuleiðis 2 fulltrúar hvers kristilegs félags innan þjóðkirkjunnar og lút- ei-skra fríkirkjusafnaða. Undirbúningsnefndin skorar að lokum á vini kirkju og kristin- dóms að fjölmenna á fundinn, vera samtaka og styðja að góðri lausn prestakallamáfsins, en eins og kunnugt er hefur samfærsla sú á prestaköllum í landinu, sem Síldin kemur - og fcr Allmikil aflahrota var í síðustu viku. Síldin veiddist um 90 mílur út af Langanesi, og voru torf- urnar svo þéttar, að mörg skip sprengdu nætur sínar. Til Krossaness komu Jörundur með 2098 mál, Snæfell með 670 og Stjarnan með 773. Krossa- nesverksmiðjan hefur nú tekið á móti 24216 málum. Til Dagverðareyrar lcomu Pól- stjarnan með 1082 mál, Sæfinnur 618, Bjarnarey 201, Blakknes 68, Steinunn gamla með 53 og Tryggvi gamli með 37. Alls hefur Dagverðareyrarverksmiðjan feng ið 30426 mál sífdar. stjórnarvöldin ráðgera, fækkun presta í sveitum og aðrar breyt- ingar, sem af þeirri nýskipan mundu leiða, vakið talsverða at- hygli og umræður í landinu nú að undanförnu, og munu menn alls ekki' vera á eitt sáttir í þeim efnum. Roskin kona bíður bana af brunasárum Sá hryggilegi atburður gerðist sl. laugardagskvöld, að gömul kona, Kristbjörg Helgadóttir, móðir Helga Dauíelssonar bónda að Björk á Staðarbyggð hér í Eyjaf., brenndist þar heima svo illa, að flytja varð hana tafar- laust í sjúkrahús hér á Akureyri, en brunasár hennar reyndust svo mikil, að lífí hennar varð ekki bjargað, og lézt hún hér í spítal- anum í fyyrinótt. — Slysið mun hafa orðið með þeim hætti, að gamla konan var eitthvað að sýsla við gassuðuvél, er eldur læstist í föt hennar og varð ekki slökktur í tæka tíð. Hinir lánsömu, sem hlutu höppin á „Flug- dag“ Svifflugfélagsins, mega þegar vitja vinninganna Flugsýning Svifflugfélags Ak- ureyrar, er haldin var á Melgerð- ismelum fyrra sunnudag, heppn- aðist vel og var fjölsótt, þótt veður væri ekki sem hagstæðast um daginn. Var þar sýnt svifflug og listflug, bæði á svifflugu og vélflugu, og mun áhorfendum, sem voru milli 5 og 6 hundrað, hafa þótt sýningin og afrek flug- kappanna bera vott um mikið starf og góðan áhuga félags- manna. Aðgöngumiðar að flugsýning- unni og í annan stað að dansleik Svifflugfélagsins að Hótel Norð- urland þá um kvöldið, giltu einn- ig sem happdrættismiðar, og hefur nú þegar verið dregið um þá. Kaupmannahafnarferð, fram og til baka, vannst á nr. 414, sem seldur var sem aðgöngumiði að flugvellinum, en Reykjavíkur- ferð, fram og aftur, vannst á nr. 175, sem seldur var sem að- göngumiði að dansleiknum. — Vinninganna sé vitjað í skrifstofu Flugfélags íslands. Kauplagsvísitalan 139 stig Hefur hækkað um 7 stig Kauplagsnefnd hefur nú reiknað út kaupgjaldsvísitöl- una fyrir ágústmánuð, og reyndist hún vera 139 stig, miðað við 100 þann 1. marz 1950. Er hún því 7 stigum hærri en vísitala sú, sem laun eru nú greidd eftir, og verður þá tímakaup verkamanna í al- mennri vinnu næstu 3 mán- uðina, eða til 1. des. næstk., kr. 12.84. Snmarvegur ruddur í Hólmatungur Ferðafélag Húsavíkur hefur í samvinnu við vegagerð ríkisins rutt bílfæran veg frá Jökulsár- brú norður í Ilólmatungur, eða alls um 10 km. leið. Var leiðin rudd með jarðýtu nú um síðustu mánaðamót, að svo miklu leyti sem því varð við komið, en fyrir 10 dögum síðan fór svo um 20 manna hópur úr ferðafélaginu skemmti- og vinnuferð þangað og vann þar að grjótruðningi og öðrum vegabót- um dagana 18. og 19. þ. mán. Leiðin um Austur-Fjöll — frá Dettifossi um Hólmatungur, Svínadal, Hljóðakletta og Ás- byrgi til Axarfjarðar —■ hefur löngum þótt sérlega fögur og sér- kennileg. Hefur nú með þessari nýju vegagerð miðað drjúgum í þá áttina að gera hana bílfæra að sumarlagi, og mun margur ferða- maðurinn, sem fýsir að kanna fögur náttúrufyrirbæri landsins, fagna þessum áfanga. Opið bréf til Ríkis- útvarpsins Tónlistarstjórn Ríkisútvarpsins harðlega gagnrýnd í nýútkomnu riti eftir Björgvin Guömundsson, tónskáld. Þessa dagana er að koma ú markaðinn nýr ritlingur eftir Björgvin tónskáld Guðmundsson, og nefnist bókin „Opið bréf til tónlistardeildar ríkisútvarpsins vegna óþjóðhollra starfshátta" og er um 50 bls. að stærð í Skírnis- broti. Nafn bókarinnar mun gefa allgóða hugmynd um innihald hennar ,og er það sízt að efa, að margan mun fýsa að lesa og heyra, hvað tónskáldið hefur um þessi mál að segja, enda munu ýmsir þekktir menn koma þar við sögu, svo sem Páll ísólfsson, Jón Þórarinsson og fleiri og allir vita, að vel kann Björgvin að halda á penna og hvergi er hann myrkur í máli. Samkvæmt símtali, sem blaðið átti í fyrradag við Véstein Guð- mundsson, verksiniðjustjóra á Hjalteyri, hafði verksmiðjan þá fengið 58800 mál síldar til bræðslu, en aðeins 22000 mál á allri síldarvertíðinni í fyrra. Aflahæstu skipin eru: Þórólfur 7157 mál, Straumey 6298 mál, Gyllir 6199 mál, Ingvar Guðjóns- son 5291 mál og Súlan frá Akur- eyri 4933 mál. Afli annarra Akureyrarskipa, er lagður hefur verið upp á Hjalteyri er þessi: Akraborg 4130, Bjarki 1444, Njörður 1404 og Alden 1030 mál. Allmikill afli barst til Hjalt- eyrar úr aflahrotu þeirri, er fékkst djúpt út af Norð-Austur- landi nú fyrir síðustu helgi: Þór- ólfur kom þangað með 1900 mál, Skallagrímur með tæp 1000, Straumey 900, Súlan 1000, Akra- borg 1350, Ingvar Guðjónsson 1250, Sverrir 200, Svanur 560, Gyllir 1100, Eldborg 400, Arnar- nes 640 og Sigríður með 170 mál. Slys á Hjalteyri Síðastl. sunnudag vildi það slys til á Hjalteyri, er togarinn Gyllir var að athafna sig þar við bryggju, að dráttarstrengur skipsins brast í miðjum klíðum og slóst annar endi hans í læri eins hásetans og meiddi hann illa. Hásetinn slasaði var fluttur í sjúkrahús hér í bænum og þar gert að sári hans. Mun nú allgóð von um að hann fái haldið fætin- um, sem sýnzt gat þó vafasamt í upphafi. Verksmiðjustjórinn kvað þá engar nýjar aflafréttir hafa bor- izt, enda naumast veiðiveður, þótt síldarflotinn héldi sig á miðunum. Hins vegar kvað hann ýmsa sjómenn vongóða um meiri afla, strax og veður kyrrði svo, að hægt væri að sinna veiðunum. Níræð sæmdarkona látin Nýlega er látin um nírætt Guðlaug Jónsdóttir að Ásgarði á Hauganesi, þar sem hún hefur lengi dvalið hjá Trausta Jó- hannessyni og frænku sinni, Onnu sál. Jónsdóttur konu hans. Guðlaug var starfssöm kona og ágætlega verki farin. Hún var lengi að nokkru vinnukona í Svarfaðardal, bæði í Tjarnar- gai'ðshorni, Tjörn og víðar. Var hún jafnan dul kona og hljóðlát, en átti þó til græzku- laust gaman og hafði jafnan yndi af ungu fólki. Varði hún margri krónu af fátækt sinni til þess að gleðja það, og minnast nú ýmsir þess, sem þá nutu góðs af hlý- hug hennar og fyrirhöfn. Og þótt aldrei færi mikið fyrir Guðlaugu sál. í lífinu vann hún öll sín störf með trúmennsku og af dyggðugu hugarfari. Þá er hún kveður minnast hennar allir, sem kynntust henni, með virðingu og þökk, því að hún á með réttu þann vitnisburð og það fagra eftirmæli, sem er gulli dýrmætara, að hún var hinn trúi þjónn alia æfi. — S. Níi skal heyfengnum bjargað í hlöðu, áður en haustið gengur í garð Myndin sýnir nýtízku heyhleðslutæki og heyvagn og er tekin hér á landi af myndatökumanni frá Efnahagssamvinnustjórn Sameinuðu þjóðanna (ECA). Franskir kvikmyndatökumenn vinna nú hér á landi að kvikmynd um ísland á vegum ECA. M. a. hafa þeir kvik- myndað verksmiðjurnar og ullarþvottastöðina hér í bæ, Laxárvirkj- unina, hverasvæðið í Námaskarði og ýmsa aðra staði og mannvirki hér norðanlands. — Þegar kvikmynd þessi verður tilbúin til sýn- ingar, væntanlega á næsta ári, mun hún vcrða sýnd í öllum löndum Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, og verður væntanlega hin bezta landkynning.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.