Dagur - 29.08.1951, Blaðsíða 7

Dagur - 29.08.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 29. ágúst 1951 D A G U R <r ÚR BÆ OG BYGGÐ - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). matarleytið síðastliðið sunnu- dagskvöld, sagði, að ó einhverj- um stað væri skyggnið 1—V2 kílómeter. Þetta er skakkt. Vega- lengd þessi heitir á íslenzku k'ílómetri. Eg hef hlustað á þessa vitleysu árum saman í útvarp- inu, og nú get eg ekki orða bundizt. — Sama máli gegnir um auglýsingar opinberra nefnda um verð á mjólk, benzíni, olíu o. s. frv. Þar hefur sífellt kveðið við, að verðið skuli vera svo og svo mikið pr. líter. Væri ekki hægt að segja, að hver lítri skuli kosta — o. s. frv. — Útvarpið mætti gjarnan endurskoða málið á aug- lýsingunum, sem það flytur. Og enn skrifar Andri. Rússland kemur til Akureyrar. UM SfÐASTLIÐNA helgi lá hér við Torfunefsbryggjuna rúss- neskt móðurskip. Varð mörgum Akureyringum tíðförult á bryggj una á sunnudaginn, því að ýmsa fýsti að sjá slcip, sem komið var alla leið austan úr sæluríkinu mikla. En það var ekki sjón, að sjá. Skipið var ryðgað og sóða- legt, augsýnilega eldgamall dall- Ur, sem hefði getað verið lang- amma Súðarinnar, og ef íslenzk- ur útgerðarburgeis hefði gert út slíkan farkost til fjarlægra landa, er hætt við því, að „Verkamað- urinn“ hefði talað um mann- drápsbolla. EN HVAÐ UM ÞAÐ. Þeim, sem gengu niður á bryggjuna, varð þó miklu tíðræddara um annað. Landgöngubrúarinnar virtist vandlega gætt. Aðeins fá- einar hræður stigu á land þessa daga, en alþýða manna húkti um borð og etarði á land upp. Vita þó allir — og sjómenn einna bezt, — að þeim, sem búnir eru að velkj- ást á hafi úti mánuðum saman, er ekkert kærara en að hafa sem snöggvast fast land undir fótum. Ef Rússarnir hefðu verið frjálsir ferða sinna, hefðu þeir áreiðan- lega, eins og aði-ir erlendir sjó- menn, sem hingað koma, gengið á land og litazt um í bænum. En þeir máttu fæstir fara í land. — Hingað var komin dálítil spegil- mynd af frelsinu nafntogaða í Rússlandi. EN VAR hér ekki ágætt tæki- færi til þess að leyfa þessum rússnesku sjómönnum að svipast um hér í þessu, svívirðilega auð- valdsríki og sjá spillingu þá og eymd, sem alls staðar ríkir, þar sem ekki er ráðstjórn eða al- þýðulýðveldi? Til þess eru vítin að varast þau. Nei, yfirvöldin í Moskvu treysta ekki glögg- skyggni alþýðunnar, og rússnesk skip í vestrænum höfnum eru éins konar fangelsi. Áróðursvélin austur frá afhendir almenningi alla þá þekkingu um vestrænar þjóðir, sem holl er talin, en rúss- neskir sjómenn mega engum þjóðum kynnast af eigin raun. Þetta er líklega góð og happa- drjúg aðferð til þess að efla skilning og vinsemd þjóða á milli? Á þennan hátt er unnið gegn skilningsleysi og hatri, á þennan veg er unnið fyrir frið- inn! Trillubátur Vil selja 3l/£ tonns trillu- bát með 5 til 9 hestafla Sab- hráolíuvél. Veiðarfæri geta fylgt. Allt í góðu standi. Ingimundur Árnason, Akureyri. DÍVANAR, ýmsar breiddir. Ennfremur divanteppi, 2 litir. Dívanavinnustofan, Brekkugötu 15. Sörni 1502. Sundlaugin að Laugalandi í Hörgárdal er lokuð fyrst um sinn. Sundlaugarnefnd. Gúmmíslöngur %’■’> 3A” °g i”. Járn- og glervörudeild. Hifageymar lekatlar, 3 stærðir. Járn- og glervörudeild. V eiðistangar-kasth jól tapaðist fimmtudaginn 23. þ. m. úr Eiðsvallagötu inn í Aðalstræti. Skilist á Lög- regluvarðstofuna. Til sölu: Borðstofuhúsgögn (ensk), sófasett (svefnsófi), 2 dív- anar og barnarúm. PÁLL ÁRDAL, Nýju heimavistinni. Sími 1895. Hús - Ibúð Einbýlishús eða íbúð ósk- ast keypt hér í bænum. Upplýsingar lijá afgreiðslu llags. Vil selja kú og kvígu Halldór Halldórsson, Vöglum, Þelamörk. Hænuungar Get útvegað hænuunga (Brúna ítali). Bjar>ii Finnbogason, Shni 1533. IBUÐ óskast til leigu. Mikil fyrir- framgreiðsla. Afgr. vísar á. Stúlka, helzt vön verzlunarstörfum, óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Upplýsingar í Verzl. ÁSBYRGl. Bifreið Lítil fólksbifreið til sölu. Upplýsingar í síma 1482. Grár liestur, ómarkaðúr, 12 vetra* klár- gengur, tapaðist frá ferða- mönnum á Leirdalshéraði, sunnudaginn 19. ágúst. Hest- urinn var nreð beizli. — Þeir, sem kynnu að hafa orðið hans varir, vinsaml. láti Árna Ara- son, Grýtubakka vita. Sími um Grenivík. Stórt herbergi, í nýju lnisi á Oddeyri, til leigu. Afgr. vísar á. Góð stofa til leigu. Afgr. vísar á. Jeppabifreiðin A-410 er til sölu nú þegar. Bifreiðin er í mjög góðu lagi og með nýju, vönduðu húsi. Tilboðum sé skilað fyrir 15. sept. n. k. til Hallgrims Indriðasonar eða Kristins Ingólfssonar, Kristneshæli, sem gefa allar nánari upp- lýsingar. — Réttur áskilinn. Jarpur hestur tapaðist frá Akureyri síðastl. miðvikudag. Mark: Tvíst. a., Ihti fr. h.; tvíbitað fr: v. — Brennimerktur á framfæti, aljárnaður, gæfur. Finnandi vinsaml. geri að- vart í síma 1697. Herbergi vantar reglusaman mann frá 1. október. Afgr. vísar á. Fiður og hálfdúnn til sölu. SÖLUSKÁLINN Sími 1427. Kirkjan. Messað á Akureyri sunnudaginn 2. sept. kl. 2 e. h. Athygli safnaðarins skal vakin á því, að með septembermánuði breytist messutími í hið fyrra horf, kl. 2 e. h. — F. J. R. Hjónabönd. 23. ágúst: Guðný Pálsdóttir, Einarssonar og Þór- oddur Jónasson ,la?knir, Akur- eyri. — 24. ágúst: Margrét Kristín Helgadóttir, Pálssonar, og Aðalsteinn Björnsson, bifr.stj., Borgarnesi. — 25. ágúst: Ásta G. Þengilsdóttir, Þórðarsonar, og Valdemar Jóhannsson, húsg.sm., Akureyri. Gift af F. J. R. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 110.00 frá N. N. og kr. 50.00 frá N. N. Móttekið á afgr. Dags síð- astl. laugardag. Álieit á Akureyrarkirkju. Kr. 25.00 frá O. Þ. Móttekið á afgr. Dags. Möðruvallakl.prestakall. Mess- að á Bakka í Öxnadal sunnudag- inn 2. sept. kl. 1 og í Skjaldarvík sunnudaginn 9. sept. kl. 2 e. h.. Aðgefnu tilcfni skal fram tekið að umdeildur reikningur til bæj- arins fyrir raflögn í sýningar- klefa í Samkomuhúsin.u er frá Afl h.f. hér ,í bæ, sbr. frétt í síð- asta blaði og bókun í fundargerð bæjarráðs. Tvö Reykjavíkurblaðanna, Mánudagsblaðið og Morgun- blaðjð,. hafa nýlega slcýrt svo frá, að helmingur skipshafnar- innar á togaranum Maí frá Hafnarfirði. hafi. gert upþreisn gegn skipstjóra sínum, þannig, að hásetarnir hafi neitað að kasta á upsatorfu — talið ekki borga sig að leggja á sig svo mikið erfiði, þótt eigandi skipsins, Bæjarúígerð Hafnar- fjarðar, kynni að hagnast eitt- hvað á slíkum veiðum. — Mæl- ist þetta að vonum illa fyrir, en almenningur mun hins vegar óráðinn í því, hvort hann á áð trúa sögunni, því að heimild- irnar þykja ekki góðar, þar eð önnur og áreiðanlegri blöð í höfuðstaðnum munu ekki hafa birt þessa óvenjplegu fregn. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá N. N. Móttekið á afgr. Dags. 75 ára varð á mánudaginn Jón Austfjörð, kunnur, vinsæll og vel virtur borgari hér í bæ. Ný forstöðukona. Valgerður Árnadóttir frá Hjalteyri, sem verið hefur að undanförnu hann- yrðakennari við Húsmæðraskóla Akureyrar, hefur nú verið sett skólastjóri þar næsta skólaár. Hjónaefni. Ungfrú Auðúr Antonsdóttir, Rauoumýri 14, og Sigþór Valdimarsson, Fróðasundi 11, Akureyri .— Ennfremur ung- fi-ú Helga Hrönn Unnsteinsdóttir, Rauðumýri 18, .og Hermann Hólm Ingimarsson, Rauðumýri 20, Akureyri. Knattspyrnumót UMSE hófst sl. sunnudag að Hrafnagili. Þar kepptu Árskógsströndungar og Svalbarðsströndungar, og sigr- uðu þeir síðarnefndu með 3 : 2. — Á mánudag kepptu lið frá Öngusstaðahreppi og Hrafnagils- hreppi. Jafntefli varð 1 : 1. 1 tilkynningu frá „Húsgagna- verkstæðinu Hefill“ frá 15. þ. m. misritaðist hér í blaðinu heiti fyrirtækisins. Húsgagnaverkstæð ið Hefillinn á að vera Húsgagna- verkstæðið Hefill. Leiðréttist þetta hér með. Iðnskólanemendur, Akureyri! Sækið skólaspjöld yðar sem fyrst og greiðið það sem vangoldið er. Nefndin. Akureyrartogararnir „Bákarnir" eru nú hættir karfaveiðum. Harðbakur er þeg- arf kominn á ísfiskveiðar, en hin- ir tveir eru á förum. Jörundur stundar enn síidveiðar. Appelsínusafi (frá Palestínu) nýkominn. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvöriideildin og útibú. (útlend), Vefnaðarvörudeild. Baiid og ðopi (fjölbreyttir litir). I' Vefnaðarvörudeild 1________________________________________________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.