Dagur - 05.09.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 05.09.1951, Blaðsíða 1
Áskrifendur úti á landi: Létt- ið innheimtuna. Sendið ár- gjaldið kr. 40.00 til afgreiðsl- unnar. Dagur Fimmta síðan: Minnzt hálfrar aldar af- mælis Prentverks Odds Björnssoiiar. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. september 1951 35. tbl. Alþjóða-samvinnu- ;urinn < daginn kemur dagurinn er á sunnu- i ■ Næsta alþjóða-samvinnu- ! daginn — þann 29. í röðinni — !; ber upp á næsta sunnudag, 9.!; !; septeniber. Þá mun dagsins í !; verða minnzt með ýmsum ? !; hætti víða um heim, af hverju > ;! samvinnufélagi eftir því, sem $ ;! aðstaða leyfir. i Eins og kunnugt er, gckk ; Samband ísl. samvinnufélaga !| ! í Alþjóðasamband samvinnu- !; !; manna (I. C. A.) fyrir nokkr- !; !; um árum, og ber því ísl. sam- j! ;; vinnumönnum skylda til að j! ; |taka þátt í fyrirætlunum þess;! ;; °g viðleitni. Einn þáttur hiHs;! !alþjóðlega samvinnustarfs er!; !;tilkoma sérstaks samvinnu-!; !; dags um heim allan, með þeim !; !;áhrifum, sem vonazt er til að j; ;;geti siglt í kjölfar hans. Þótt:| ;; tími sé yfirleitt ekki hentugur !; ;! til sanikomuhalda hér á Iandi! ;; urn þetta leyti árs, munu þó'; !; einstök samvinnufélög minn- ;! ! ast dagsins með ýmsum hætti;! !; eftir því, sem tækifæri og að- !: !; stæður Ieyfa á hverjum stað.!; !; Alþjóðasamband samvinnu- !; ;! manna hefur í tilefni dagsins !; ;! að þessu sinni gefið út yfir- ; !; lýsingu um stefnu og viðhorf;! :: samvinnumanna, og birtist!: Ihún á öðrum stað hér í blað- !: inu í dag. J; Frá Húsavík: 300 smálestir af brenni- steini fluttar út í ár Eins og skýrt hefur verið frá í blöðum, hefui' á Húsavík verið stofnað hlutafélag, sem hyggst vinna brennistein á Þeistarreykj - um og við Námaskarð, og er ráð- gert að flylja brennisteininn til Englands. Hefur Húsavíkurbær gerzt hluthafi og samið hefur ver ið við bifreiðastöð Þingeyinga á Húsavík um flutning brenni- steinsins frá námunum til Húsa- víkur. Ráðgert er að flytja um 300 smálestir af brennisteini út á þessu ári. Fjölgar á fugla- tjörninni Álftarungarnir þrír, sem bætt- ust í hópinn þar á dögunum, virðast dafna vel, að því er Kristján Geirmundsson fugla- lræðingur hefur tjáð blaðinu, og villifuglar eru þegar farnir að leita þangað í hópum. Mun- ið, að færa þessum vinum okk- ar matbjörg í búið, þegar þið eigið leið um lijá tjörninni! — segir Kristján. Tæknilegur ráðunautur á vegum efnaliagssamvinnstjórnarinnar Dvelur hér á landi og athugar íslenzk iðnfyrirtæki. Kom hingað til Akureyrar í síðustu viku S. Þ. gefa út sín eigin frímerki Myndin hér að ofan eru sýnishorn af frímerkjum, sem Sameinuðu þjóðirnar gefa út nú í haust, og munu þau eftirleiðis verða notuð á allan póst, sem sendur verður út frá aðalstöðvum þeirra. Jafnframt munu S. Þ. setja upp sína eigin póstmálastofnun. — 11 tegundir venjulegra frímerkja og 4 teg. flugfrímerkja munu verða gefnar út. í öndverðum júnímánuði sl. bauð efnahagssamvinnustjórnin (ECA) íslenzku ríkisstjórninni að senda hingað tæknilegan ráðunaut til þess að heimsækja íslenzk iðrífyrirtæki og gefa ráð- leggingar og leiðbeiningar um ís- lenzka iðnaðarframleiðslu. Við- skiptamálaráðuneytið skýrði stjórn Fél. ísl. iðnrekénda frá þessu og hvatti stjórnin til, að ráðunautur þessi kæmi hingað til lands. f byrjun ágúst barst síðan til- kynning um það, að efnahags- samvinnustjórnin hefði ákveðið að senda ráðunaut þennan, og að fyrir valinu hafi orðið verkfræð- ingur að nafni T. H. Robinson. Mr. Robinson kom til Reykja- víkur hinn 14. ágúst sl. og hóf hann starf sitt þar þegar daginn eftír komuna. Hefur hann varið tímanum til þess að kynna sér vélakost og vinnuaðferðir ýmissa iðnfyrirtækja í Reykjavík og Hafnarfirði, svo og að Álafossi, undir leiðsögn framkvæmda- stjóra Fél. ísl. iðnrekenda, Páls S. Pálssonar. Mr. Robinson kom hingað til Akureyrar sl. þriðjudag, 28. þ. m., til þess að athuga verksmiðj- ur samvinnufélaganna hér í fylgd með Harry O. Frederiksen, for- stöðumanni vélaiðnaðardeildar SÍS. Einnig mun hann, ásamt Páli S. Pálssyni athuga verk- smiðjur einkafyrirtækja hér nyrðra. Að því búnu hverfur hann aftur til Reykjavíkur til þess að halda áfram heimsóknum og athugunum á iðnaðarfyrir- tækjum þar í um það bil viku- tíma, en af landi burt fer hann væntanlega hinn 10. sept. næstk. Að lokinni dvöl sinni hér á landi mun Mr. Robinson gera skýrslu um athuganir sínar, og á grundvelli þeirra mun hann leit- ast við að gefa leiðbeiningar er gætu miðað að því að auka af- köst og framleiðslugetu iðnaðar- ins hér á landi. Frá Golfklúbb Akureyrar: Jóhann Þorkelsson vann „Nafnlausa bikarinn“ Keppni fór fram laugardaginn 1. sept. um „nafnlausa bikarinn“ svokallaða. Sigurvegari var Jó- hann Þorkelsson, en næstur Jak- ob Gíslason. — Klúbbnum hef- ur nýlega borizt bikar að gjöf frá Kristjáni Sigurðssyni hótelstjóra, og er sá bikar ætlaður til keppni fyrir nýliða í klúbbnum, og má vænta þess að slík keppni fari fram innan skamms. M.s. Svanhólms saknað Óttast er um bátinn Svan- hólm frá IsafirSI, en hann fór frá Siglufirði sl. þriðjudag á leið til Reykjavíltur. Báturinn átti að koma við í Bolungavík, en þangað hefur hann ekki komið. — Á bátnum cru 3 menn og skipstjórinn, Þórarinn Guðmundsson, eizti starfandi skipstjóri á Islandi. Svanhólm mun vera 15—16 lestir að stærð. krefsí sfjórnlagaþings, sem það esff hlufverk ú ganga frá nýrri stjórnarskrá Kosið verði til stjórnlagaþingsms í einnienningskjördæmum im land allt, en stjórnarskráin nýja verði staðíest með þjóðaratkvæði Síðastliðian tnánudag var settur hér á Akureyri framhalds-full- trúafundur fjórðungssambandanna, en fundi þessum hafði verið frestað þann 4. okt. í fyrrahaust. Fundinum lauk síðdegis á þriðju- daginn, og hafði hann þá gert ýmsar merkar ályktanir, er allar miða fyrst og fremst að því að beina áleiðis því höfuðáhugaefni samtaka þessara frá öndverðu — að fá samþykkta og setta nýja stjómarskrá fyrir lýðveldið ísland, er setji m. a. hæfilegt aðhald og viðnám því skefjalausa ög þjóðhættulega flokksræði, er einkennt hefur íslenzk þjóðmál og stjórnmál að undanf.örnu, og tryggi hinum dreifðu byggðum landsins hæfileg ráð og íhlutun um stjómarfar héraðanna og ríkisins til viðnáms og gagnsóknar ofríki klíkuvalds þess, sem staðsett hefur verið að undanförnu í höfuðstaðnum fyrst og fremst, og hefur því oft verið nefnt einu nafni „Reykjavíkurvaldið“. Fundinn sóttu þessir menn: Frá Fjórðungsþingi Austfirðinga: Hjálmar Vilhjálmsson, bæjarfó- geti, og Erlendur Björnsson, bæj- arsíjóri, Seyðisfirði. Frá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga: Karl Kristjánsson, alþm., Húsa- vík ,og Þórarinn Eldjárn, hrepp- stj., Tjörn. Frá Fjórðungssam- bandi Vestfirðinga: Jónas Magn- ússon, sparisjóðsstj., Patreks- firði, og Sturla Jónsson, hrepp- stj., Suðureyri. Frá Héraðssam- bandi Vesturlands: Jón Stein- grímsson, sýslum., Borgarnesi, og Ilinrik Jónsson, sýslum., Stykk- ishólmi. Frá Fjórðungssambandi Sunnlendingar: Björn Björns- son, sýslum., Hvolsvelli og Páll Hallgrímsson, sýslum., Selfossi. Ennfremur sótti fundinn Helgi Lárusson, framkv.stjóri frá Stjórnarskrárfélaginu í Rvík. Fundarstjóri var kosinn Hjálm- ar Vilhjálmsson og fundarritari Páll Hallgrímsson. Voru þá hafnar umræður um stjórnarskrármálið, og voru til— lögur fjórðungssamtaka Aust- firðinga og Norðlendinga um nýja stjórnarskrá, eins og áður, grundvöllur umræðna á fundin- um. Allir fundarmenn tóku til máls og gerðu grein fyrir afstöðu sinni, og þótti koma í ljós, að all- ir fundarmenn væru sammála um meginatriði málsins. Fundi lauk þennan dag með því, að kosin var 3ja manna nefnd til þess að semja tillögur til sam- þykktar síðar á fundinum og í samræmi við umræður þær, sem fram höfðu farið. í nefndina voru kosnir: Hjálmar Vilhjálmsson, Karl Kristjánsson og Páll Hall- grímsson. Næsta dag, 28. ágúst, var fundi fram haldið, og gerði Karl Krist- jánsson grein fyrir starfi nefnd- arinnar. Lagði hann af hálfu nefndarinnar fram 3 tillögur til samþykktar. Urðu allmiklar um- ræður um tillögurnar, en þær voru allar samþykktar með sam- hljóða atkvæðum fundarmanna. Fara tillögur þessar héf á eftir: Stjórnarskráin nýja. Fundur fulltrúa frá Fjórð- ungsþingi Austfirðinga, Fjórð- ungssambandi Norðlendinga, (Framhald á 5. síðu). Söngkonan Guðrún Á. Símonar væntanleg hingað í næstu viku Mun halda hér söng- skemmtun Söngkonan Guðrún Á. Símonar Söngkonan Guðrún Á. Símon- ar er væntanleg hingað um miðja næstu viku og hefur í hyggju að halda hér söngskemmtun. Við hljóðfærið Fritz Weisshappel. Á söngskránni verður margt ís- lenzkra laga. — Þessi unga og efnilega söngkona hefur þegar getið sér hinn bezta orðstír og óvenjulegar vinsældir, hvenær sem hún hefur látið til sín heyra hér á landi, en hún hefur annars um langt skeið að undanfornu dvalizt við söngnám erlendis, nú síðast í Englandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.