Dagur - 21.11.1951, Síða 7
Miðvikudaginn 21. nóv. 1951
D A G U R
7
JON ST. MELSTAÐ
sjötugur
Þegar við, sem komin erum á
efri ár, lítum til baka yfir farna
leið og skyggnumst eftir þeim
áhrifum, sem kynningin við sam-
ferðamennina og ýmiss konar
málefni hefur haft á okkur, fer
naumast hjá því, að þau verði
nokkuð á ýmsa vegu. Skapgerð
samferðamannanna, og eðli hinna
ýmsu málefna, ásamt okkar eigin
innræti, valda allmiklu um það,
hvern dóm við leggjum á sam-
tíðina og þá menn, sem við höf-
um átt samskipti við og starfað
með bæði í sáTfTstöðu um mál-
efni og ekki síður„þegar um and-
stöðu er að ræða.
Vinsældir manna og áhrif fara
ekki ætíð eftir því, hvort menn
taka virkan þátt í hinum stærri
málefnum, sem ofarlega eru á
baugi meðal alþjóðar, heldur
engu síður því viðhorfi, er menn
hafa hver til annars og því hug-
arfari, er mótar framkomu okkar
í samskiptum og félagsstarfi.
Góðvild og hjálpfýsi eru ekki
síður vænleg til vinsemdar en
jafnvel hin skeleggasta barátta.
Hreinskilni og drengskapur eru
kostir, sem allir viðurkenna. En
þó sitja þeir ekki ætíð á friðstóli,
eða eiga loftungur annarra, sem
segja meiningu síria hispurslaust
og skorinort og dekra aldrei við
hálfyrði eða meiningarlaust
skjall. Sannleikurinn er stund-
um beiskui-j en þó kunna sumir
þá list, • að segja hann á þann
veg ,að ekki veldur sárindum né
sundurþykkju. ■
Það er gott að eiga samleið
með slíkum mönnum, og sam-
skipti við þá eru oftast ánægju-
leg. Slíkir mfinn eiga skilið heið-
ur og þöklc, þótt það gleymist oft
í önnum og erli líðandi stundar,
nema á vissúm tímamótum í ævi
þeirra.
Nýlega hefur einn af þekkt-
ustu bændum við Eyjafjörð átt
slík tímamót. Það er hinn síglaði
dugnaðarbóndi Jón St. Melstað á
Hallgilsstöðum í Hörgárdal, er
varð 70 ára hinn 29. okt. sl.
Jón er Húnvetningur að ætt
og uppalinn þar vestra til full-
orðinsára. Ekki hlaut hann fjár-
muni í veganesti út í lífið. En
hann hlaut þor og þrek, bjartsýni
og kjark í vöggugjöf og þeir eig-
inleikar hafa reynzt honum
tryggir förunautar á'*langri ævi.
Tæplega tvítugur að aldri sigldi
Jón til Noregs. Dvaldi hann þar
nokkur ár og vann þar á bú-
görðum jafnframt því, sem hann
stundaði nám. Mun þessi för og
dvölin ytra, hafa orðið honum
lærdómsrík, og vafalaust glætt
stórhug hans til atorku og um-
bóta í búskapnum síðar. Fyrst
eftir heimkomuna fékkst Jón við
ýmiss konar störf, en stuttu eftir
aldamótin staðfesti hann ráð sitt
og gekk að eiga unga eyfirzka
heimasætu, Albínu Pétursdóttur
frá Svertingsstöðum í Kaupangs-
sveit. Byrjuðu ungu hjónin þar
búskap, en árið 1912 keyptu þau
Hallgilsstaði í Hörgárdal og hafa
á næsta vori búið þar samfleytt í
40 ár, vj|S> sívaxandi umbætur og
bættan efnahag.
Þegar Jón kom að Hallgilsstöð-
um voru bæjarhús léleg. Hins
vegar var jörðin fremur hæg,
landið grasgefið, en víðast mjög
þýft. Hófst Jón þegar handa um
stórfelldar jarðabætur, bæði með
því að slétta túnið, sem að mikl-
um hluta var þýft, og þó einkum
með nýræktun. Var hann einn
með þeim fyrstu, er lét „þúfna-
banann“ svokallaða tæta sundur
hluta af enginu og breytti því í
tún. Er hann því brautryðjandi í
sinni sveit um vélanotkun til
jarðræktar. Hefur hann nú að
mestu lokið við að breyta öllu
engi jarðar sinnar í rennslétt
tún, þar sem vélknúin tæki vinna
verkin, sem mannshöndin ein
varð áður að framkvæma. Gamla
túnið er fyrir löngu allt orðið
véltækt og móar og holt, er voru
í grennd við það, nú sléttur töðu-
völlur. Mun nú heyfengur af
ræktuðu landi vera orðinn sjö-
faldur við það sem var, er Jón
hóf búskap á Hallgilsstöðum.
Stuttu eftir að þau hjón fluttu
að Hallgilsstöðum, hófst Jón
handa um byggingu bæjarhúsa.
Byggði hann upp bæinn eins og
þá var siður, áður en steinbygg-
ingar tíðkuðust. En nokkrum ár-
um seinna varð Jón fyrir því
óhappi að bærinn brann til
kaldra kola. Misstu þau hjón þar
búslóð sína alla. Þétta var mikið
ófall fyri refnalítinn bónda, eins
og Jón var þá. En hann hikaði
ekki, heldur hóf nú byggingu
myndarlegs steinhúss. Var þessi
húsakostur miðaður við þarfir
eins og þær þá voru orðnar, en
þeim hjónum höfðu þá fæðzt 7
börn, 5 synir og 2 dætur, öll hin
mannvænlegustu. — Peningshús
hefur Jón flest reist að nýju úr
steinsteypu ásamt hlöðum fyrir
þurrhey og vothey. Þá hefur
hann reist rafstöð fyrir heimilið,
þá fyrstu og einu, að eg ætla, í
sinni sveit.
Ævistarf hans hefur líka verið
það, að græða og rækta; láta tvö
strá vaxa þar, sem áður óx eitt.
Fyrir ræktunarffamkvæmdir
hefur hann líka hlotið opinbera
viðurkenningu, því að sæmdur
var hann heiðursverðlaunum úr
sjóði Kristjáns konungs 9. fyrir
jarðrækt.
í almennum félagsmálum hef-
ur Jón ekki legið á liði sínu.
Samvinnumaður er hann af lífi og
sál, og engan öruggari talsmann
mun samvinnustefnan eiga en
Jón á Hallgilsstöðum. Hefur
hann um langt árabil verið fé-
lagsráðsmaður Kaupfélags Ey-
firðinga fyrir Arnarnesdeild, og
setið mun hann hafa fleiri aðal-
fundi kaupfélagsins en flestir, ef
ekki allir núverandi félagsmenn.
Þegar Framsóknarflokkurinn
var stofnaður, skipaði Jón sér
þegar undir merki hans. Á flokk-
urinn þar hinn traustasta stuðn-
ingsmann. Fulltrúaþing flokksins
hefur hann oft sótt og tekið sig
upp frá búi sínu norður í Hörg-
árdal endurgjaldslaust.
Ymsum trúnaðarstörfum hef-
ur Jón gegnt fyrir sveit sína, þó
ekki hafi hann þar skipað hin
æðstu sæti. Mun þar hafa mestu
valdið stórhugur hans og bjart-
sýni. Fannst sumum alloft kapp
hans og stórhugur til fram-
kvæmda naumast við hæfi þess
tíma og ástæðna, er fyrir hendi
voru. Jón er enginn kyrrstöðu-
maður. Áræði hans og kjarkur er
óbilandi. Úrtölur og vol eru hon-
um víðsfjarri. Hispursleysi hans
og hreinskilni, ásamt hinni
djörfu, karlmannlegu og hressi-
legu framkomu ,hafa aflað hon-
um vinsælda, ásamt greiðvikni
hans og hjálpsemi í hvívetna.
Hann hefur kunnað þá list að
segja mönnum sannleikann án
þess að það væri særandi.
Glögg merki vinsælda hans sá-
ust á sjötugsafmæli hans, er fjöldi
vina og kunningja heimsóttu
hann til þess að árna honum
heilla á þessum tímamótum. Bár-
ust honum góðar gjafir og fjöldi
heillaóska víðs vegar að. Nutu
menn þar hinnar glæsilegustu
gestrisni, gleði og alúðar. Var af-
mælisdagurinn hinn mesti gleði-
dagur, því að þar gifti sig einn af
sonum þeirra hjóna og skírð voru
þar tvö barnabörn þeirra.
Það hefur ætíð verið gaman að
koma að Hallgilsstöðum. Þar
hefur gestrisni og alúð átt virðu-
legan sess. Og sjálfur hefur hús-
bóndinn verið, og er enn, hrókur
alls fagnaðar heima og að heiman.
Og nú getur Jón á Hallgils-
stöðum litið yfir farinn veg glað-
ur í huga, því að honum hefur
tekizt að ná því marki, er hann
setti sér: að vinna sig upp frá
þröngum efnahag til þess að
verða vel efnum búinn, og einnig
að gera jörð sína að einu mesta
myndarbýli sinnar sveitar. En
hér hefur Jón þó ekki verið einn
að verki. Við hlið honum hefur
staðið góð kona, fórnfús og at-
orkusöm, sem borið hefur byrð-
arnar að sínum hluta og hvergi
hlíft sjálfri sér í starfi og stríði
hin mörgu hjúskaparár.
Jón St. Melstað er ekki lengur
ungur að árum. En bjartsýni
hans, kjarkur og góðvild hefur
ekki elzt með honum. Þá eigin-
leika á hann enn heila og óskerta.
Og auðnist honum heilsa enn um
sinn, mun hann varla láta staðar
numið um umbætur á jörð sinni,
eða láta þögn ríkja um þau mál-
efni, sem til framfara horfa. Jón
hefur verið ræktunarmaður í
þess orðs beztu merkingu. Á
þessum tímamótum í ævi hans
vil eg óska honum þess, að jafn-
framt því, sem hann finnur ilm
þeirra grasa, er hann hefur sáð
til f lendur sínar, megi hann
einnig finna angan þess gróðurs,
er hann hefur rótfest í hugum og
hjörtum samferðamanna sinna.
Á. B.
Skemmtiklúbburinn
ALLIR EITT
Dansleikur að Hótel Ngrð-
ur land surinudaginn 25.
þ. m., kl. 9 e. h.
Borð ekki tekin frá.
STJÓRNIN.
Nýkomið:
Emel. vaskaföt
Emel. kaffilcönnur
Emel. balar
Emel. bakkar
Emel. föt
Emel. mjólkurfötur
10 títra
Emél. könnur
Emel. fötur m. loki
3 lítra
N iðursuðuglös,
34 og 1 ltr.
Búrvigtar
Hraðsuðupottar
Rafmagns-katlar
Olíuvélar
Gler- og stálstrokkar
Hitamælar
Stálull
Sigti
Trektar með síu
Pundarar
. ... 121/,. og 25 kgr.
Skeiðahnífar
Börðhnífar,
hvítskeptir; og stálskeptir
Barnasett
Eggjaskerar
Trésleifar
Plastic-bollapör
Plastic-diskar
Plastic-glasabakkar
Plastic-egg j abikarar
Plastic-tesíur
og margt fleira.
Nýjar vörur næstum
daglega!
Sendmn gegn póstkröfu
hvert á land sem er.
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Bændur!
Kaupið nú þegar
mjólkurflutninga-
föturnar
20, 25 og 30 lítra.
Fréstið ekki kaup-
um fram á vetur-
inn, þar sem hugs
ánlegt er, að föturn
ar yrðu þá seldar
burtu.
Verzl. Eyjafjörður li.f.
Skæri
Sníðaskæri
Naglaskæri,
bein og bogin
Heimilisskæri
fleiri stærðir
Verzl. Eyjafjörður h.f.
,3íll til sölu
Chrysler 1942. sem alltaf
hefur verið í einkaeign og
nýyfirfarinn. Keyrður um
30 þús. mílur. Tilboð ósk-
ast send afgreiðslu blaðsins
lyrir nk. þriðjudag.
Aferkt 40.
Loftskermar
Ljósakrónur
Borðlampar
Vegglampar
Lampaskermar
Gólflampar
Járn- og glervörudeildin
Jólatrésseríur
16 ljósa.
Járn- og glervörudeild.
Barnanáttföt
Barnaföt - hvít
Bleyju-buxur
ÁSBYRGI h.f.
Brauð og kökur
Seljum út allskonar brauð
og kökur í fjölbreyttu úr-
vali. Einnig smurt brauð
og snittur eftir pöntunum.
Opið alla daga frá 9 f. h.
til 11.30 e. h.
Didda-Bar.
Sínri 1473.
Yeggfóður
nýkomið.
Hallgr. Kristjánsson,
Brekkugötu 13.