Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 8
Baguk Miðvikudaginn 19. desember 1951 Alþjóða samvinnusamtökin hafa lagt fram áæflun um lausn olíu-deilumálanna Albin joliansson ræddi við Mossadegh í New York Hinn kunni leiðtogi sænskra samvinnumanna, Albin Johans- son, aðalforstjóri sænslta Sam- bandsins, og forseti alþjóða olíu- samtaka samvinnuhreyfingarinn - ar, flaug til New York um svipað leyti og dr. Mossadegh, og átti þar þrjá vlðræðufundi með persneska forsætisráðherranum og ráðgjöfum hans. Leiðtogi amerísku samvinnu- olíufélaganna, Howard A. Cöw- den, tók einnig þátt í viðræðun- um. Þeir ræddu einnig við Trygve Líe, aðalframkvæmda- stjóra SÞ. Vakti eftirtekt. För sænska samvinnuleiðtog- ans og áhugi alþjóðasamtakanna fyrir heilbrigðari skipan olíu- framleiðslumála heims, vakti mikla athygli. Albin Johansson lagði áætlun um lausn brezk- írönsku deilunnar fyrir persn- esku sendinefndina, sem ræddi oh'umálin við Oryggisráð SÞ. í liöndum samvinnufélaga. Aðalefni tillagna Albin Jo- hanssons er, að stofnað verði al- þjóðlegt samvinnufélag olíunot- enda, sem taki að sér vinnslu, hreinsun, flutning og dreifingu persnesku olíunnar, á grundvelli fastákveðinnar leigu til persn- eska ríkisins fyrir vinnuréttindi olíunnar og til brezk-íranska olíufélagsins fyrir afnot af allri tæknilegri aðstöðu félagsins. Málið enn í athugun. Albin Johansson er nýlega kominn heim til Stokkhólms úr þessari Bandaríkjaför og í sam- tölum við sænsku blöðin hefur hann ekki viljað upplýsa mikið um viðræðurnar, með því að málið er enn í athugun. En það er Ný barnabók eftir Kára Tryggvason Kári Tryggvason í Víðikeri er afkastamikill barnabókahöfund- ur og eru nýkomnar á bóka- markaðinn 2 barnasögur frá hans hendi .Hinnar fyrri, „Riddaranna sjö“ hefur áður verið getið hér. En nú nýlega barst blaðinu „Dísa á Grænalæk“, frá forlagi Pálma H. Jónssonar. Þetta er saga um litla telpu í sveit, ætluð yngstu lesendunum. Bókin leiðir athygli barnanna að náttúrunni, gróðri og dýralífi, og er það ein- kenni bóka þessa höf. og góð meðmæli. Teikningar eftir Odd Björnsson prýða þessa sögu. þó þegar ljóst, að af hálfu Persa er andúð gegn því, að hið fyrir- hugaða alþjóðlega samvinnufélag hyggur á samvinnu við brezk- íranska olíufélagið ,sem er þeim þyrnir í augum. 1 áætlunum Jo- hanssons var gert ráð fyrir því, að nýja fyrirkomulagið yrði und- ir stjórn og eftirliti þriggja trún- aðarmanna félagsins, þriggja Persa og þriggja fulltrúa olíu- notendanna. í frásögnum er- lendra blaða nú nýlega, er svo frá skýrt, að frekari viðræður um þessi efni við persnesk stjórnar- völd muni fram fara innan skamms. Alþjóðlega olíusölu- félagið var stofnsett í sambandi við ICA -— alþjóðasamband sam- vinnumanna, — og er ísland meðlimur í félaginu. Bamaskólinn eignast flygil Fyrir nokkru harst Barnaskóla Akureyrar vegleg gjöf. Var það vandaður flygill, sem nemendur og kennarar gáfu skólanum í tll- efni 80 ára afmælis hans á þessu ári. Gjöf þessi var afhent 12. þ. m. að viðstöddu Fræðsluráði Akur- eyrar, námsstjóra og kennaraliði skólans. Skólastjóri, Hannes J. Magnússon, gat þess í stuttri ræðu, er hann afhenti gjöfina fyrir hönd nemenda og kennara, að hann vænti þess, að gjöf þessi yrði til þess að örva söng- og músiklíf í skólanum í framtíð- inni og væri aðeins spor í áttina til þess að búa skólann vönduð- um tækjum, sem mættu hjálpa til að auka menningu og þroska nemendanna. — Þeir Brynjólfur Sveinsson, formaður fiæðsluráðs, og Snorri Sigfússon, námsstjóri, þökkuðu gjöf þessa með stuttum ræðum oð óskuðu skólanum til hamingju með þennan góða grip. — Flygillinn er frá Hornung og Möller í Kaupmannahöfn og hafði Sveinn Bjarman, yfirbók ari, útvegað hann. Blesöíid og fuglakóngur sjaldgæfnstu f lækin^arnir, sem Iiingað komu í haust Sjaldgæfustu fuglategundir, sem eg lief séð hér í haust, sagði Kristján Geirmundsson í viðtali við blaðið, eru blesönd og fugla- kóngur. Blesöndinni náði eg hér við Torfunefið. Var hún vængbrotin. Hef eg stoppað hana upp fyrir fuglasafnið. Aðra blesönd sá eg hér í bænum. Þessi fugl er enn sem komið er aðeins flækingur hér, en algengur árið um kring á Bretlandseyjum, en hefur ekki numið land hér, svo að vitað sé. Vonir standa þó til að blesöndin setjist að við Mývatn og væri talsverð búbót að henni, því að hún verpir mörgum eggjum, auk þess er gaman að fá nýja land- nema. Minnsti fuglinn. Fuglakónginn fékk eg sendan úr Kelduhverfi. Hann hefur flækst hingað nokkrum sinnum á undanförnum árum sunnan frá Evrópu. Þessi minnsti fugl meg- inlandsins er aðeins fai’andgestur hér, en tíðari nú hin seinni ór. Skemmtilegt, lítið safn. Annars er eitt skemmtilegasta verk, sem eg hef unnið að nú í haust, uppsetning nokkurra fugla, sem brytinn ó Hvassafelli kom með. Höfðu fuglarnír setzt ó skipið á hafi úti og borið beinin þar. Þessir fuglar eru flestir suð- rænir, enda komið um borð á fjarlægum slóðum. Þetta er snoturt, lítið safn. Andatjörnin. Kristján sagði, að mergð fugla væri sífellt á andatjörninni og sækja villtir fuglar þangað í stór hópum strax og kólnar í veðri, en fækkar aftur þegar hlýviðri ganga yfir, eins og síðustu dag- ana. Sala „Svalbaks44 Svalbakur seldi í Bretlandi fyrradag 3625 kit fyrir 11.043 stpd. „Harðbakur" er á útleið. Selur í dag. — „Kaldbak- ur“ var að leggja upp til vinnslu í Hrísey í fyrrad. „Jörundur" veið ir fyrir frystihús á Flateyri. Ætlynin é Ijúka fjárhagsáætlun hæjarins íyrir áramóí ÍJtsvarsiimheimta erfiðari nú en fyrr Enginn bæjarstjórnarfundur var í gær, en verður væntanlega síð- ar í vikunni og mun þá fara fram fyrri umræða um fjáfhagsáæíhm bæjarins 1952, en samningu hennar mun ekki að fullu lokið enn. Síðan er ætlunin að ganga frá áætluninni á bæjarstjórnarfundi milli jóla og nýjárs, þannig, að fyrir áramót. Engar tölur úr áætluninni eru enn kunnar, en líklegt má telja að niðurstöðu- tölur og þar með útsvör hækki vegna aukins kostnaðar við rekstur bæjarins. Erfiðari útsvarsinnheimta. Bæjargjaldkeri skýrði blaðinu frá því í gær, að sér virtist út- hún verði samþykkt og tilbúin svarsimúieimta hér ganga erfið- legar nú en undanfarin ár, og er svipuð reynsla í öðrum bæjar- félögum. Hins vegar vildi hann ekki, að svo stöddu, nefna neinar tölur, enda gert ráð fyrir að verulega grynnist á útistandandi útsvarsskuldum nú um áramót- in. Bærinn hefur nú sent áminn- Fiskaflimi í október meiri en í fyrra Fiskaflinn í október 1951 varð 12.204 smál., þar af síld 1.900 smálestir, en til samanburðar má geta þess, að í október 1950 var fiskaflinn 13.815 smálestir, þar af síld 3.435 smálestir. Fiskaflinn frá 1. janúar til 31. október 1951 varð alls 343. 882 smál., þar af síld 83.907 smál., en á sama tíma 1950 var fiskaflinn 271.538 smál., þar af síld 49.909 smál. og 1949 va raflinn 308.254 smál., þar af síld 68.822 smálestir. Hagnýting þessa afla var sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 38.585 smál. (27.384). Til frystingar 84.874 smál (48.433). Til söltunar 60.093 smál. (97.703). Til herzlu 6.482 smál. (475). í fiskimjölsverksm. 67.320 smál. (45.810). Annað 2.620 smál. (1.824). — Síld til frystingar 4.351 smál. (5.091). Síld til söltunar 20.090 smál. (20.409). Síld til bræðslu 59.466 smál. (24.09). Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus, að und- anskilinni síld og þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er óslægður. ingarbréf til skuldugra útsvars- greiðenda og falla dráttarvextir á útsvörin, ef skil eru ekki þegar gerð. Gangið frá jólapóst- inum sem fyrst! Póstsamgöngur hafa verið ágætar að undanförnu, á sjó, landi og í lofti. Er mikið um að vera á póststofunni hér, en af- greiðsla póstsins gengur greið- leg. Pósthúsið vill vekja athygli almennings í bænum á eftirfar- andi: Bréf og aðrar póstsend- ingar, sem berast eiga til við- takenda í bæ og nágrenni, á aðfangadag jóla, þarf að láta í póst fyrir kl. 24 laugard. 22. des. Bréf og bréfspjöld, sem síðar koma í jólapóstinn, verða borin til viðtakenda á 2. jóla- dag. Þá minnir pósthúsið á þetta: Frímerkið ævinlega í hægra homi að ofan, skrifið greinileg og rétt heimilisföng (en á því er alltof oft misbrest- ur hér í bæ og veldur töf og erfiðleikum), og auðkennið jólabréfin með árituninni JOL. Sameinuðu þjóðirnar hjálpa flóttafólki Ennþá býr fjöldi Araba, sem hrakinn var úr Palest'nu, í flóttamannabúðum við harðan kost. SÞ gera mikið til þess að hjálpa þessu fólki, útvega því viðurværi og lielzt framtíðarsamastað í öðrum löndum. Einnig að aðstoða það til þess að stofna til atvinnufyrirtækja. Arabin ntil t. h. hefur komið sér upp kalkbrennsluofnum með aðstoð stofnana Sameinuðu þjóðanna, en sá til vinstri liúsgagnagerð. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.